Dagblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980. 23 <1 Útvarp Sjónvarp D Útvarp kl. 11,20: Bamaleikritið Morgunsárið eftir Herborgu Friðjónsdóttur: VERDLAUNA- LEIKRIT UM TVENNA TÍMA í dag kl. 11.20 verður flutt barna- leikritið „Morgunsárið” eftir Her- borgu M. Friðjónsdóttir. Atburðir leiksins eiga sér stað á ólíkum tímum. Annars vegar í nútímanum á biðstöð strætisvagna óg í einum vagninum, hins vegar í fortíðinni. Þar segir frá bömum við blaðaútburð og fólkinu sem þau kynnast. Sigga, 18 ára, rifjar upp það sem gerðist fyrir 10 árum, þegar lífið og tilveran litu allt öðruvísi út. Höfundur leikritsins, Herborg Friðjónsdóttir, hefur áður skrifað fyrir börn og unglinga og þýtt nokkuð af bókum, nú síðast ,,Húsið á sléttunni” eftir Lauru Ingalls Wilder. Morgunsárið var eitt þeirra leikrita sem barst í barnaleikrita- keppni útvarpsins á sl. ári. Leikstjóri er Guðrún Ásmundsdóttir, en með helztu hlutverkin fara Margrét Blöndal, Sólveig Hauksdóttir, Leifur Björn Björnsson, Bríet Héðinsdóttir og Sigurður Karlsson. Flutningur leiksins tekur rúman hálftíma. Tæknimenn eru þeir Georg Magnús- son og Friðrik Stefánsson. -GSE. Guðrún Ásmundsdóttir leikstvrir leikritinu „Morgunsárið”. DB-mynd: Hörður. Smásagan Fulltrúinn —útvarp kl. 21.40: „HANN ER í KAFFI, HANN ER í MAT, HANN ER A FUNDI- HANN ER FARINN” —utanbæjarmaður íkerfinu „Sagan greinir frá gömlum bókara sem vinnur hjá kaupfélagi úti á landi, enginn veit hvar. Kaupfélagsstjórinn ræður sér fulltrúa sem á að vera hans hægri hönd. Þetta er ungur strákur, ný- búinn í skóla og gamla manninum finnst vera fram hjá sér gengið. En til þess að sýna honum hvert starf full- trúans er, sendir kaupfélagsstjórinn hann til Reykjavíkur og biður hann að tala við fjóra menn,”sagði Einar Logi Einarsson um sögu sína Fulltrúinn sem hann les í útvarpinu í kvöld. „Skemmst er frá því að segja að leitin að þessum mönnum reynist enginn dans á rósum. Ýmist eru þeir i kaffi, mat, á fundum, farnir heim eða ekki til viðtals. Ég hef reynslu af þessu sjálfur. Ég hef unnið úti á landi og ætlað að koma til Reykjavíkur til að gera eitthvað ægi- lega mikiö. Reyndin er alltaf sú að mér verður ekkert úr verki því ég næ ekki í neinn,” sagði höfundurinn. Einar Logi hefur undanfarin ár verið að mestu úti á landi en ætlar að vera í Reykjavík í vetur. „Annars er ég eins og kötturinn, ég fer mínar eigin leiðir,” sagði hann og hló. Síðasta árið hefur Einari gefizt litill Einar Logi Einarsson rithöfundur. tími til skrifta. Hann sagði þó alltaf vera að brjótast í kolli sínum sitthvað sem kæmist á pappír þegar tími ynnist til. Muna vafalaust margir eftir barna- bókum Einars, svo sem bókunum um Nikka og Rikka. Hann hefur einnig skrifað fyrir fuUorðna auk þess að hafa verið tónlistarkennari i 8 ár. -DS. Laugardagur 29. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Bæn. 7.15 Leikfimi. 7.25 Tónieikar. Þulur velur og kynnir. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleik- ar. 8.50 Leikfimi. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.30 Óskalög sjúklinga: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). 11.00 ABRAKADABRA, — þátt- ur um tóna og hljóð. Umsjón: Bergljót Jónsdóttir og Karólína Eiriksdóttir. Endurtekning á þættinum 23. þ.m. 11.20 Barnaleikrit: „Morgunsár- ið” eftir Herborgu Friðjónsdótt- ur. Leikstjóri: Guðrún Ás- mundsdóttir. Persónur og leik- endur: Sögumaður: Sólveig Hauksdóttir, Sigga: Margrét Kristín Blöndal, Lalli: Leifur Björn Björnsson, dúfukona: Bri- et Héðinsdóttir, stýrimaður: Sigurður Karlsson, Steini: Jón Gunnar Þorsteinsson. Aðrir leik- endur: Friðrik Jónsson, Guð- mundur Klemenzson, Guðrún Ásmundsdóttir og Valgerður Dan. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tiikynningar. Tónleikar. 13.45 Iþróttir. Hermann Gunnars- son segir frá. 14.00 í vikuiokin. Umsjónarmenn: Ásdis Skúladóttir, Áskell Þóris- son, Björn Jósef Arnviðarson og Óli H. Þórðarson. 15.40 íslenzk! mál. Dr. Guðrún Kvaran talar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlistarrabb; — VIII. Atli Heimir Sveinsson kynnir blokk- flaututónlist frá endurreisnar- tímanum. 17.20 Hrimgrund. Stjórnendur: Ása Ragnarsdóttir og lngvar Sigurgeirsson. Meðstjórnendur og þulir: Ásdís Þórhallsdóttir, Ragnar Gautur Steingrímsson og Rögnvaldur Sæmundsson. 18.00 Söngvar í léttum dúr. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 „Heimur í hnolskurn”, saga eftir Giovanni Guareschi. Andrés Björnsson íslenzkaði. Gunnar Eyjólfsson leikari les (10). 20.00 Hlöðuball. Jónatan Garðars- son kynnir ameríska kúreka- og sveitasöngva. 20.30 Siddharta prins, — svip- myndir úr lifi Búdda. Ingi Karl Jóhannesson þýddi þátt um höfund Búdda-trúar, upphaf hennar, einkenni og útbreiöslu, gerðan á vegum UNESCO. Les- arar með þýðanda: Guðrún Guð- laugsdóttir og Jón Júlíusson. 21.00 Fjórir piltar frá Liverpool. Þorgeir Ástvaidsson rekur feril Bitlanna — „The Beatles”; — sjöundi þáttur. 21.40 „Fulltrúinn”, smásaga eftir Einar Loga Einarsson. Höfund- urinn les. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. 22.35 Kvöldsagan: Reisubók Jóns Ólafssonar Indiafara. Flosi Ólafsson leikari les (12). 23.00 Danslög. (23.45 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 30. nóvember 8.00 Morgunandakt. Séra Sig- urður Pálsson vigslubiskup flyt- ur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustu- greinar dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög. Hljómsveit Hans Georgs Arlts leikur. _ 9.00 Morguntónleikar. a. „Pétur Gautur”, hljómsveitarsvíta eftir Edvard Grieg. Fíladelfíuhljóm- sveitin leikur; Eugene Ormandy stj. b. „Æska Heraklesar”, tónaljóð op. 50 eftir Camille Saint-Saéns. Colonne-hljóm- sveitin leikur; Louis Fourestier stj. c. Pianókonserl op. 20 eftir Sigismund Thalberg. 10.05 Fréttir. Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður. Jóhann J.E. Kúld rithöfundur segir frá ferð sinni yfir Snæfellsnesfjallgarð út í Breiöafjarðareyjar árið 1917. Friðrik Páll Jónsson stjórnar þættinum. 11.00 Messa í safnaðarheimili Grensássóknar. Prestur: Séra Halldór Gröndal. Organleikari: Jón G. Þórarinsson. 12.10 Dagskráin.Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Þættir úr hugmyndasögu 20. aldar. Sveinn Agnarsson há- skólanemi flytur fjórða og síð- asta hádegiserindið i þessum flokki: Samanburður á frjáls- hyggju Hayeks og Keynes. 14.10 Friðrik Bjarnason: 100 ára minning i frásögn og fónum í samantekt Páls Kr. Pálssonar. Lesari með honum: Páll Pálsson. 15.00 Hvað ertu að gera? Böðvar Guðmundsson ræðir við Helgu Jóhannsdóttur um þjóðlagasöfn- un. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Á bókamarkaðinum. Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadótt- ir. 17.40 ABRAKADABRA, — þátt- ur um tóna og hljóð. Umsjón: Bergljót Jónsdóttir og Karólina Eiríksdóttir. 18.00 Létt tónlist frá austurríska útvarpinu. ,,Big-Band”-hljóm- sveit útvaipsins i Vín leikur; Erich Kleinschuster stj. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Veiztu svarið? Jónas Jónas- son stjórnar spurningaþætti, sem fer fram samtímis í Reykjavík og á Akureyri. í þriðja þætti keppa öðru sinni: Brynhildur Lilja Bjarnadóttir og Jón Viðar Sig- urðsson. Dómari: Haraldur Ólafsson dósent. Sam- starfsmaður: Margrét Lúðviks- dóttir. Aðstoðarmaður nyrðra: Guðmundur Heiðar Frímanns- son. 19.50 Harmonikuþáttur. Bjarni Marteinsson kynnir. 20.20 Innan stokks og utan. Endurtekinn þáttur, sem Árni Bergur Eiríksson stjórnaði 28. þ.m. 20.50 Frá tónlistarhátiðinní „llng Nordisk Musik 1980” i Helsinki í maí sl. Kynnir: Knútur R. Magnússon. a. „Brot” eftir Karólínu Eiriksdóttur. b. „Blik” eftir Áskel Másson. c „Worlds” eftir Anders Hillborg. 21.25 Þjóðfélagið fyrr og nú. Spjallaö verður m.a. um kenn- ingar Einars Pálssonar um þjóð- félagið forna og nýútkomna bók eftir Richard F. Tomasson prófessor. Umsjónarmaður: Hans Kristján Árnason hag- fræðingur. 21.50 Að tafll. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. Orð kvöldsins á jólaföstu. Guöfræði- nemar flytja. 22.35 Kvöldsagan: Reisuók Jóns Ólafssonar Indiafaru. Flosi Ólafsson leikari les (13). 23.00 Nýjar plötur og gamlar. Runólfur Þórðarson kynnir tón- listogtónlistarmenn. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. pM.l.TOl Laugardagur 6. desember 16.30 Íþróttir. 18.30 Lassie. Áttundi þáttur. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Frétlaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Löður. Gamanþáttur. Þýð- andi Ellert Sigurbjörnsson. 21.05 Jass. Bob Magnússon, Guö- mundur Ingólfsson, Guðmundur Steingrimsson, Rúnar Georgsson og Viðar Alfreðsson leika jass. Upptakan var gerð í september sl. og henni stjórnaði Egill Eð- varðsson. 21.35 Keppnin um Ameríkubikar- inn. Bresk heimildamynd um Ameríkubikarinn og viðbúnað nokkurra siglingakappa til að heimta hann úr höndum meistar- anna, Bandarikjamanna. Þýð- andi og þulur Guðni Kolbeins- son. 22.20 Heiður herdeildarinnar. i (Conduct Unbecoming). Bresk biómynd frá árinu 1975. Leik- stjóri Michael Anderson. Aðal- hlutverk Michael York, Rich ard Attenborough, Trevor Ho- ward, Stacy Keach, Christop- her Plummer og Susannah York. Myndin gerist í afskekktri, breskri herstöð á Indlandi seint á nitjándu öld. Ungur undirforingi er ásakaður um ósæmilegt at- hæfi, og flest bendir til að hann sé sekur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 7. desember 16.00 Sunnudagshugvekja. Bergur Felixson kennari flytur hugvekj- 16.10 Húsið á sléltunni. Sjötti þáttur. Ógnvaldur bæjarins. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 17.10 Leitin mikla. Sjötti þáltur. Grísk-kaþólska kirkjan. Þýðandi Björn Björnsson guðfræði- prófessor. Þulur Sigurjón Fjeld- sted. 18.00 Stundin okkar. Sýnd verður mynd frá síðastliðnu sumri um reiðskólann i Saltvík og fylgst með ungu fólki á æfingu á Kjóa- völlum. Þóra Steingrímsdóttir segir söguna um Rauðhettu og leikur og syngur frumsamin lög. Heiðdís Norðfjörð les frum- samda sögu. Þóra Sigurðardóttir myndskreytti söguna. Þá verður mynd frá heintsókn spænska iistafólksins Els Comediants á síðastliðnu sumri. Einnig eru i þættinum Barbapabbi, Binni og karlinn sem ekki vildi verða stór. Umsjónarmaöur Bryndis Schram. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 18.50 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Önnur rödd. Ljóð úr ljóða- bálknum Raddir i daghvörfum eftir Hannes Pétursson. Lesari dr. Kristján Eldjárn. 21.05 Maður er nefndur Lárus í Grimstungu. Undir Grimstungu- heiði er Grimstunga i Vatnsdal. Þaöan liggur gömul þjóðleið milli landsfjórðunga að Kal- manstungu í Borgarfirði. Lárus Björnsson er landskunnur bóndi og fyrrum gangnaforingi. Hann á að baki ótaldar ferðir inn á heiðina við fjárleit og veiðislark. En þótt Lárus sé orðinn 91 árs og hættur þess háttar ferðum er hann enn ungur i anda. Hann lét sig litið muna um að bregða sér inn á heiði og ríða í réttirnar, þegar sjónvarpsmenn sóttu þenn- an siunga öldung heirn á liðnu hausti. Grímur Gíslason á Blönduósi ræðir við Lárus. Stjórn upptöku Valdimar Leifs- son. 21.50 Landnemarnir. Fjórði þátt- ur. Efni þriðja þáttar: Levi Zendt, ungur maður i Pennsylva- níu, er að ósekju rekinn úr sö’fn- uði sínum. Hann fer burt ásamt ungri stúlku, Ellý, sem hann kvænist. Þau haida vestur á bóg- inn ásamt öðrum og koma ioks til John-Virkis, þar sem McKeag býr ásamt eiginkonu sinni, Leir- Körfu, og dóttur. Þýðandi Bogi ArnarFinnbogason. 23.20 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.