Dagblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980. Kjallarinn Jöhannes Reykdal við Capo Verde 300 milljónir, önnur verkefni 2,5 milljónir og skrifstofu- kostnaður og upplýsingastarfsemi 8 milljónir. Alls er þessi liður á fjárlög- um 475, 7 milljónir. Ekki er því hlutur okkar á þessu sviði ýkja stór. Þótt ekki sé gert ráð fyrir miklum umsvifum okkar á sviði þróunarað- stoðar af hálfu hins opinbera hafa Islendingar samt getið sér gott orð á alþjóðavettvangi á sviði alþjóðlegra hjálparstarfa. íslenzkir skipstjórar og sjómenn hafa unnið að uppbyggingu fiskveiða víða um heim á vegum FAO. íslendingar hafa tekið þátt í norrænum samvinnuverkefnum í Afríku. Nú þessa dagana stendur yfir á vegum Aðstoðarinnar við þróunar- löndin uppbygging fiskveiða á Capo Verde. Rauði kross íslands hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu sam- starfi og er.skemmst að minnast þátt- töku í hjálparstarfi á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk frá Kampút- seu í Thailandi og þess hjálparstarfs sem fram fer íAfríkuog íslendingar eru beinir þátttakendur í. Guðjón Petersen framkvæmdastjóri Al- mannavarna er nýlega kominn heim frá því að leggja á ráðin um uppbygg- ingu almannavarna á Tonga eyjum í Kyrrahafi á vegum Sameinuðu þjóð- anna, og svona mætti lengi telja. Hér er ég kominn að kjarna máls- ins sem ég tel vera. íslendingar geta tekið mikinn og virkan þátt í alþjóð- legri þróunaraðstoð án þess að til þess sé varið óheyrilegum fjármun- um. Að fenginni eigin reynslu i al- þjóðlegu hjálparstarfi tel ég að vegna aðstæðna hér á landi séu einstakl- ingar hér að mörgu leyti betur settir til að vinna við hjálparstörf en íbúar stórþjóðanna. Við erum ekki jafnríg- bundnir á klafa tækniþjóðféiagsins og víða annars staðar. Það er líka stutt síðan við sluppum úr þrenging- um þróunarþjóðfélagsins, ef við erum þá lausir þaðan. Almennt séð er tækniþekking okkar á háu stigi. Við erum heldur ekki haldnir fordómum gagnvart hinum ýmsu verkefnum og flest erum við vön því að ganga í þau verk sem fyrir liggja. Með stórþjóð- unum er sérhæflngin sh'k að þegar fólk þaðan stendur andspænis erf- iðum aðstæðum í þróunarlöndunum þá hreinlega fallast því hendur. ísland á því að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem sýna í verki vilja til að láta gott af sér leiða í upp- byggingu í þróunarlöndunum. Ýmist væri hægt að gera það í samstarfi við hin Norðurlöndin, sem í dag hafa byggt upp verulega þróunarhjálp, eða með beinni aðild Islands að shk- um verkefnum í gegnum þær al- þjóðastofnanir sem við erum aðilar að í dag. Saga þróunarhjálpar í veröldinni geymir talsverð vonbrigði. Þótt margt hafi tekizt vel hafa orðið mörg mistök, bæði hjá þiggjendum og veit- endum. Með því að halda rétt á málunum og vanda til þess starfs sem við ætlum að vinna á þessum vettvangi er betur af stað farið en heima setið. Við ætt- um að leitast við að taka þátt í þróunaraðstoð með starfsafli. Slíkt fólk ber heim þekkingu, ekki aðeins á framandi þjóðum, heldur kunnáttu í stjórnun og lausn vandamála. Við erum langt frá þróunarlöndunum landfræðilega en nálægt þeim sögu- lega séð. í alþjóðlegri umræðu ættum við að vera málsvarar þróunarrikjanna. Þróunarríkin þurfa á okkur að halda en við þurfum einnig á þeim að halda því framtíð okkar veltur mjög á þeim. Jóhannes Reykdal skrifstofustjóri. RáAherrann Tekere myrti hvítan bánda íZimbabwe: „Hemaðaríeg áætlun vegna byltingarinnar” —segir Tekere sem kveðst vera stoltur af morðinu Þar kom að þolinmæðin brást Edgar Tekere. í tvær klukkustundir hafði þessi skipulagsráðherra Zim- babwe, sem er ákærður fyrir morð, hlustað á verjanda sinn flytja saman- tekt úr þriggja vikna réttarhaldi þegar hann reis upp og mótmælti. Þá varð ljóst að sú mynd sem verjandinn dró upp af Tekere samræmdist ekki hugmyndum hans um sjálfan sig. Einn áheyrendanna reyndi vand- ræðalegur að koma Tekere aftur í sæti sitt á meðan brezki lögfræðing- urinn Louis Blom-Cooper hélt áfram með þá lýsingu sem hafði móðgað skjólstæðing hans svo mjög. , .Þetta var vanhugsuð athöfn,” sagði hann. „Hún var ólögleg. Það var heimskulega að henni staðið og hún hafði hrikalegar afleiðingar í för meðsér.” Þar átti hann við morðið á hvítum bónda sem Edgar Tekere og sjö lífverðir eru ákærðir fyrir. •Loft var lævi blandið í dómsal hæstaréttar Zimbabwe og ættingjar hinna ákærðu sátu spenntir á áheyr- endabekkjunum. Grafarþögn ríkti meðal þeirra daginn áður þegar ákæruvaldið hafði farið fram á dóm fyrir morðtilraun og morð. Nú heyrðu þau verjandann lýsa athöfn- um hinna ákærðu á næstum al- gjörlega sama hátt og ákæruvaldið. Angist þeirra þurfti því engum að koma á óvart. Fáir Zimbabwe-búar skilja það lík- lega að menn geti farið frjálsir ferða sinna eftir svona verknað sem eftir öllum skynsamlegum rökum er ólög- legur. Ekki einu sinni lögfræðingar í landinu hafa getað sætzt á sameigin- lega túlkun á þesum lögum sem sett voru árið 1975 af stjórn hvítra Rhodesíumanna. Samkvæmt þeim lögum er ekki hægt að ákæra ráð- herra fyrir verknað sem fram- kvæmdur er í þeim tilgangi að vinna bug á hermdarverkum. Er vöm Tekeres einmitt reist á þeim rökum. En þegar Edgar Tekere missti stjórn á skapi sínu á síðasta degi rétt- arhaldanna var það ekki af lögfræði- legum ástæðum. Réttarhöldin yfir Edgar Tekere hafa farið fram í landi sem stendur á barmi byltingar. Skiptar skoðanir eru í stjórnarflokknum Zanu um hversu fljótt eigi að koma byltingunni í gegn og hversu fljótt eigi að brjóta niður ríkjandi stétta- og kynþáttamisrétti. Edgar Tekere hefur litið á réttar- höldin sem tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri á opin- berum vettvangi: Að byltingin undir stjórn Roberts Mugabes sé allt of hægfara. Verjanda Tekeres féllust hvað eftir annað hendur þegar Tekere skaut inn pólitískum sjónarmiðum sínum undir vitnaleiðslunni. Það var ekki niður- brotinn sakbomingur sem þar tók til orða. Það var Edgar Tekere sem sam- vizka byltingarinnar í opinberri bar- áttu fyrir forystuhlutverki í flokki sinum. „Ég er stoltur yfir því sem ég gerði,” sagði hann um „hreinsunar- framkvæmdir” þær sem fram fóru 4. ágúst síðastliðinn og leiddu til dauða hvíts bónda. „Ég framkvæmdi hern- aðarlega áætlun sem er liður í yfir- standandi frelsisstríði til að verja byltinguna.” Hann endurtók margsinnis að for- sætisráðherrann Robert Mugabe hefði vitað um áætlun hans fyrir- fram. Tilgangurinn með þessari upp- Edgar Tekere: „Þetta var hernaðarleg áætlun til varnar byltingunni. Ég er stoltur afþvíseméggerði.” ljóstrun varð augljós þegar hann bætti því við að hann einn ætlaði að taka á sig ábyrgð á verknaði lífvarð- anna. Það lá í orðunum að Robert Mugabe hefði svikið undirmann sinn á örlagastundu. í þessu samhengi skoðað verða skiljanleg reiðileg viðbrögð Edgars Tekere er verjandi hans lýsti honum sem ábyrgðarlausum og einföldum. Zimbabwe er land þar sem menn af ólíkum kynþáttum eiga samkvæmt stjórnarskrá að geta búið við sömu aðstæður. I reynd hefur því alls ekki verið þannig farið og sjaldan hefur mismunurinn verið jafnaugljós og einmitt nú á meðan réttarhöldin í hæstarétti landsins hafa staðið yfir. Dómarinn, í rauðri silkiskikkju með hárkollu, er auðvitað hvitur. Saksóknari og lögfræðingarnir eru hvítir og hafa svarta þjóna sem upp á náð og miskunn fá að fylla vatnsglös þeirraog þvíumlíkt. í þessum heimi sérréttinda hinna hvítu, sem þróazt hafa öldum saman, hafa blökkumenn þeir sem vitnað hafa í réttarhöldunum eins og læðzt með veggjum. (Dagens Nyheter) Ný stjórnvöld El Salvador „standa íströngu” Sex þúsund manns drepnir af öryggissveitum landsins —Amnesty Intemational hefur valið samvizkufanga nóvembermánaðar 1980 vaclav benda er 34 ára kaþólskur heimspeknigur frá Tékkóslóvakíu. Hann var einn þeirra sem skrifuðu undir „Charter 77”, yfirlýsingu tékkóslóvakísku mannréttindahreyf- ingarinnar, og var félagi í samtökun- um VONS, nefnd til varnar þeim sem voru ofsóttir að ósekju. Hann er kvæntur og á fimm börn. Vaclav Benda var handtekinn í maí 1979 og kom ásamt fimm mönnum öðrum fyrir rétt í október það ár. Þeir voru sakaðir um að 1) útbúa upplýsingaefni um fólk sem VONS taldi hafa orðið fyrir ofsóknum yfir- valda að ósekju og 2) að dreifa þess- um upplýsingum erlendis þar sem þær hefðu verið notaöar til árása á Tékkóslóvakíu. AUir voru þeir sekir fundnir um undirróöursstarfsemi. Vaclav Benda var dæmdur í 4 ára fangelsi og er nú í Hermanice fangels- inu í námunda við Ostrava. Vinsamlega skrifið kurteislega orðuð bréf þar sem óskað er eftir að hann verði þegar í stað látinn laus. Skrifa ber til: Dr. Gustav Husak, President of the CSSR, 11908 Praha-Hrad, og til Dr. Jan Nemec, Minister of Justice of the CSSR Vysehradská 16 Praha 2 - Nové Mesto. JOSE GUILLERMO CASTRO RAMOS frá E1 Salvador heyrir til kirkju babtista þar í landi, hann er foringi babtískra námsmanna og formaður samtaka kristilegra stúdenta í E1 Salvador. Hann er 24 ára, nemur verkfræði við háskólans í San Salvador, eða nam, Bifreið hlaðin Ifkkistnm f El Salvador. Samkvæmt helmildum kirkjunnar i landinu hafa öryggissveitir landsins drepið 6000 manns frá stjórnarbreytingunni 3. janúar síðastliðinn. unz hann var handtekinn 29. febrúar í ár. Hann var tekinn af toUyfirvöld- um er hann var að stíga af ferju frá Panama þar sem hann hafði setið fund heimssamtaka kristilegra stúd- enta sem fuUtrúi E1 Salvador. Lög- reglan þar sem hann var handtekinn staðfesti við fjölskyldu hans hvað gerzt hafði en eftir að hann hafði verið fluttur til höfuðborgarinnar 3. marz neitaði ríkislögreglan að hann hefði veriö handtekinn og engar upp- lýsingar hafa fengizt af hálfu opin- berra aðUa um hvað af honum hafi orðið. Jose Guillermo Castro Ramos er einn af mörg hundruð Salvadorbú- um sem voru handteknir eftir stjórnarbreytinguna 3. janúar 1980 en síðan hefur ástandið farið hríð- versnandi. Samkvæmt heimildum kirkjunnar i landinu hafa um 6000 manns verið drepnir af öryggissveit- um frá þeim tima, margir eftir fang- elsanir og pyntingar. Fyrstu þrjár vikumar í september sl. fundust lík 417 manna, flest bundin á höndum. Flest fórnarlamba þessa ástands koma frá verkalýðsfélögum, trúar- legum samtökum og stjórnmálasam- tökum sem stjórn landsins telur sér hættuleg. Af hálfu stjómarinnar er svonefndum „sjálfstæðum morð- sveitum” kennt um en samkvæmt þeim upplýsingum sem Amnesty hefur aflað er ekki ástæða til að trúa því að þær starfi án stuðnings hersins og stjórnarinnar. Jose Guillermo Castro Ramos kann að vera látinn nú þegar en það er ekki víst, sú er enn von manna að hann sé á lífi einhvers staðar í leyndu fangelsi í E1 Salvador. Vinsamlegast skrifið og biðjið honum frelsis. Skrifaskal til: Dr. José Antonio Morales Erlich and I"g- José Napoleon Duarte, Mlembros de la Junta de Gobierno, Casa Presidencial, San Salvador, El Salvador. pongo malanda er frá Zaire, fyrrum starfsmaður fljótaflutningafyrirtækis rikisins, ONATRA, einnig fyrrum foringi í rannsóknardeild lögreglunn- ar. (Áður en kristileg nöfn voru bönnuð í Zaire árið 1972 hét hann Patrice og er enn jafnan um hann talað sem Ex-Patrice, þ.e. Fyrrum- Patrice). Pongo Malanda var handtekinn í marz í ár ásamt fleiri mönnum. Engar formlegar kærur hafa verið bornar fram á hendur honum en hann og fleiri höfðu áður verið sakaðir um að hafa tengsl við ólög- legan stjórnmálaflokk og um að stunda stjórnmálastarfsemi utan vé- banda eina löglega stjómmálaflokks landsins — Mouvement Populaire de la Révolution. Samkvæmt lögum Zaire hefði átt að leiða Malanda fyrir dómara innan fimm daga frá því að hann var hand- tekinn en hann hefur nú verið í haldi í einangrun í meira en sjö mánuði. Vinsamlegast skrifið (gjarnan á frönsku þeir sem geta) og biðjið honum griða. Skrifa ber til: Son Excellence Citoyen Mobutu Sese Seko, Presldent Fondateur du MPR, President de la République, Kinsahsa 2, Zaire.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.