Dagblaðið - 29.11.1980, Side 16

Dagblaðið - 29.11.1980, Side 16
16 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980. Harðfengi og hetjulund eftir Alfred Lansing Út er komin hjá bókaútgáfunni Skugg- sjá, Hafnarfirði. bókin Harðfengi og hetjulund eftir Alfred Lansing 1 þýðingu Hersteins Pálssonar Þetta er 7. bókin í bókaflokknum „Háspennusögurnar". Harðfengi og hctjulund fjallar um ótrúlega hrakningaför Sir Erne$t Shackletons til Suðurskautsins. Skip hans og samfylgdarmanna hans festist i ísnum. sem að lokum braut skipið og það sökk. Þá voru leiðangursmenn staddir á ísbreiðu, sem var um 2 milljón- ir ferkílómetra að flatarmáli. Um þessa endalausu breiðu urðu þeir að draga báta sína, vistir og persónulegar eigur, ef þeir ætluðu að halda lífi. Fimm léleg tjöld vörðu þessa 28 hrakningsmenn fyrir næðingnum, og þeim var stöðugt ógnað af háhyrningum og sæhlébörð- um. Samt kom þeim aldrei til hugar að gefast upp — og sizt af öllum foringj- anum Sir Ernest Shackleton. Forystu- hæfileikar hans mótuðu sundurleita sveit I einhuga fylkingu, sem heppnaðist það, sem öllunt virtist óframkvæman- legt. Harðfengi og hetjulund var bundin i Bókfelli hf. og Prenttækni sá um Ijós- ntyndun, filmuvinnu og offsetprentun. Auglýsingastofa Lárusar Blöndal gerði kápu. Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur Út er komin bókin Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna eftir Guðrúnu Helga- dóttur. IÐUNN gefur út. Þetta er þriðja bókin um þá tvíburabræður, en hinar fyrri hafa verið mikið lesnar og komið út í nokkrum útgáfum, síðast á þessu ári. Þá er þess að geta að fyrsta bókin um bræðurna er nú komin í danskri, finnskri og sænskri þýðingu og er væntanleg á norsku, hollensku og þýsku. — Auk þessara þriggja bóka um Jón Odd og Jón Bjarna hefur Guðrún Helgadóttir sent frá sér tvær sögur handa börnum, 1 afahúsi og Pál Vil- hjálmsson, og leikrit hennar. Óvitar. komiðútíbók. Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna er myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn. Hér er tekinn upp þráður í frásögn af fjölskyldu bræðranna og daglegu lifi hennar. Reyndar fer fjölskyidan stækkandi því að afi „sem aldrei var til” skýtur nú upp kollinum. Bræðurnir fara i sumarbúðir og sú dvöl verður ekki tíðindalaus. — Bókin er I þrettán köflum, 112 blaðsíður. Prisma prentaði. Frá Bókaklúbbi AB Eyðimerkur- stríðið eftir Richard Collier Jóhann S. Hannesson og Sigurður Jóhannsson íslenzkuðu. Nýlega hefur Bókaklúbbur AB sent frá sér sjöundu bókina I ritröðinni um heimsstyrjöldina 1939—45 Eyðimerkurstríðið eftir breska stríðs- fréttaritarann og rithöfundinn Richard Collier. Fjallar hún um hin erfiðu stríðs- átök I Norður-Afríku sem hófust nteð innkomu Itala í styrjöldina, og ósigrum þeirra fyrir breskum herjum i ársbyrjun 1941. Þá skerast Þjóðverjar í leikinn og senda „Eyðimerkurrefinn" Rommell á vettvang. Hann hrekur Breta austur til Egyptalands og lá við að Súezskurður félli Þjóðverjum i.hendur. Þá kemur Bernard Montgomery fram á sjónar- sviðið og striðsgengið snýst við með hinni frægu orustu við El Alanten i október 1942. Bókin er 208 bls. að stærð með miklum fjölda merkilegra mynda, eins og önnur bindi þessara rita. Jóhann S. Hannesson og Sigurður Jóhannsson íslenzkuðu. Jóhanna ÁlfheiÖur Steingrlmsdóttir VEROLDIN ERAUTAF Veröldin er alltaf ný — barnabók eftir Jóhönnu Álfheiði Steingrímsdóttur Veruldin er alltaf ný heitir ný íslenzk barnabók sem komin er út hjá Máli og ntenningu. Höfundur bókarinnar er Jó- hanna Álfheiður Steingrimsdóttir. Árnesi i Aðaldal. og er þessi barnabók fyrsta verk hennar sem kemur fyrir al- menningssjónir. Um efni bókarinnar segir á bókar- kápur: „1 þessari bók kynnuntst við Gauki. sent er sveitastrákur og Perlu frænku hans og jafnöldru og ýntsuni ævintýrum sent þau lenda i santan. Meðal annars lesunt við unt fyrstu kirkjuferð þeirra, sent fólkið I sveitinni ntan áreiðanlega vel eftir enn. fyrsiu veiðiferðGauks þar sent litlu ntunaði að hann færi sér að voða og frá fuglinunt sent hann fann I snjónunt og hjúkraði. Og ekki ntá gleyma sandkassaheintinum þar sent ýmislegt spennandi og dularfullt á heima. Við kynnumst daglegunt hvers dagsstörfum I sveitinni nteð augum barnanna. ásantt þeim fjölskrúðugu hugmyndum sent þau gera sér sjálf unt heiminn I kringunt sig. Haraldur Guðbergsson ntyndskreytti bókina og teiknaði kápuntynd. Veröldin er alltaf ný er 104 bls„ setningu og prent un annaðist prentsmiðjan Guðjón Ó hf„ Prentþjónustán hf. sá unt Ijósntyndun og skeytingu. en Bókfell hf. batt bókina. Ný fjölfræðibók Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur sent frá sér bókina Tækniheimurinn, er er fyrsta bókin í bókaflokknum: Heimur þekkingar. Bækur þessar hafa komið út, víða um lönd og fengið hinar bestu viðtökur, enda I þeim brugðið upp greinargóðri mynd af afrekum manna bæði á tæknisviði og eins I hugvísindum. 1 fyrstu bókinni: Tækniheimurinn, er varpað Ijósi á tækniafrek mannsins, upp- götvanir og þrotlausar tilraunir frá örófi alda fram til okkar daga. Öll fjöskyldan getur haft ánægju af bók þessari. Á hverri blaðsíðu er myndefni og lesefni komið fyrir með þeim hætti að nota má bókina hvort sem menn vilja til skemmtilestrar eða til fróðleiks. Um 250 litmyndir eru í bókinni og auk þess fjöldi svart-hvitra mynda, sem skýra efni hennar. Bókin Tækniheimurinn skiptist I 15 kafla, og gefa kaflaheitin nokkra mynd af hve yfirgripsmikið efnið er, en þeir eru: Upphaf tækninnar, Jarðyrkju- maðurinn, Tákn og tölustafir, Menning og tæknin, Vísindabyltingin, Læknar og gullgerðarmenn, Uppfinningar og iðnaður, Nútímaheimur I mótun, Stríðs- kerrur og vagnar, Úthafssiglingar, Bílar. Skipaskurðir. Járnbrautir, Flug, Svifnökkvar og skiðabátar Tækniheimurinn er eftir Ron Taylor og Mark Lambert. en þýðing er eftir Boga Arnar Finnbogason. Filmusetning og umbrot texta annaðist Texti hf„ en prentun og bókband New lnterlitho. Italíu. Heimsmetabók Guinness — stóraukið íslenskt efni Bókaútgáfan Örn og örlygur hf. hefur nú sent frá sér Heimsmetabók Guinness. Er þetta í annað sinn sem bókin kemur út á íslensku, hún var fyrst gefin út hér lendis árið 1977 og seldist þá upp á skömmum tíma og hefur verið með öllu ófáanleg síðan. Efni hinnar nýju útgáfu bókarinnar er að verulegu leyti nýtt, þar sem alltaf er verið að setja ný met og aðstæður að breytast, en það sem setur þó fyrst og fremst svip sinn á útgáfuna að þessu sinni er það að íslenskt efni bókarinnar hefur verið stóraukið. Er getið íslenskra hliðstæðna við met þau er bókin telur upp, í mjög mörgum til- fellum, og einnig íslenskra sérstæðna. Heimsmetabók Guinness er bók sem nýtur gífurlegra vinsælda víða um lönd. og hafa nú komið út 27 útgáfur bókar- innar á fjölmörgum tungumálunt. Ástæðan fyrir þessum vinsældum bókar- innar er fyrst og fremst sú að hér er unt að ræða fjölfræðibók, þar sem ótrúlega mikill fróðleikur er settur fram á skýran og afdráttarlausan hátt. Hefur oft verið sagt að Heimsmetabók Guinness svari fleiri spurningum en nokkur önnur einstök bók. Lewis og Clarke; Kapteinn Skott; Magellan og Nelson. Bókin um Kólumbus er eftir þekktan sagnfræðing: Felipe Fernández Armesto, en ritstjóri bókaflokks þessa er Sir Vivian Fuchs og ritar hann inngang bókarinnar. Bókin um Kólumbus fjallar um eitt mesta landkönnunarafrek sögunnar, og er I bókinni rakið hversu Kólumbus ieitaði bakhjarls konunga við hirðir Portúgals og Spánar, sagt frá siglingum hans, m.a. til íslands, en hingað mun Kólumbus hafa komiðárið 1477. Bókin um Kólumbus er prýdd fjölda mynda, bæði litmynda og svarthvítra, en kápumynd bókarinnar er þekkt andlitsmynd af Kólumbusi, eftir málverki sem er I Uffizi listasafninu í Flórens. Þýðing bókarinnar er eftir Kristínu R. Thorlacius, en umsjón með islensku út- gáfunr.i hafði Örnólfur Thorlacius. Bókin er sett og filmuunnin I Prentstofu G. Benediktssonar, en offsettprentun texta og mynda er unnin hjá Fakenham Press Limited, Fakenham, Norfolk. Heimsmetabók Guinness skiptist I tólf kafla og eru kaflaheitin eftirtalin: I. Maðurinn, 2. Lífheimurinn, 3. Jörðin, 4. Heimur og geimur, 5. Heimur visind- anna, 6. Listir og dægradvöl, 7. Mann- virki, 8. Tækniheimurinn, 9. Heimur vísindanna, 10. Mannheimur, 11. Afreksverk manna, 12. íþróttir, leikir og tómstundaiðkanir. Ritstjórar íslensku útgáfunnar eru þeir örnólfur Thorlacius og Steinar J. Lúðvíksson. Heimsmetabók Guinness er 362 bls. Bókin er sett, umbrotin og filmuunnin I Prentstofu G. Benediktssonar, en prentuð hjá Redwood Burn Ltd. í Bret- landi. Litla hvíta lukka ný bamasaga eftir Helen Bannerman Litla hvíta Lukka heitir ný bók eftir Helen Bannerman sem út er komin hjá ÍÐUNNI. Höfundur sögu og mynda er bresk kona, og er kunnasta verk hennar Litli svarti Sambó sem margir þekkja frá gamalli tíð. Sú saga var endurútgefin I fyrra og ennfremur bókin Sambó og tvíburarnir. Litla hvíta Lukka er I sömu sniðum og þær tvær bækur og er ætluð litlum börnum, letur stórt og línur stuttar. — Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi bókina. Myndir á annarri hverri síðu eru I litum. Bókin er 66 blaðsíður. Oddi annaðist setningu en bókin er prentuð I Portúgal. Dœguriagasöng- konan dregur sig í hlé eftir Snjólaugu Bragadóttur Bókaútgáfan Örn og' Örlygur hf. hefur nú gefið út nýja skáldsögu eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk. Nefnist sagan: Dægurlagasöngkonan dregur sig I hlé og er sjöunda skáldsaga Snjólaugar. Síðast kom út eftir hana bókin Lokast inni i lyftu árið 1977. Snjó- laug Bragadóttir hefur alltaf átt stóran lesendahóp, sem beðið hefur nýrrar bókar frá henni meðóþreyju. Hin nýja saga Snjólaugar, Dægur- lagasöngkonan dregur sig I hlé, er sem fyrri sögur hennar viðburðarík, fjörleg og skemmtileg og þeim kostum gædd að vera við hæfi allra aldursflokka. Hún segir frá ungri Reykjavikurstúlku. sem er I senn fegurðardrottning, tískusýn- ingastúlka og dægurlagasöngkona, en margar ungar stúikur dreymir um að verða eitt af þessu. En aðalsöguhetja bókarinnar er samt sem áður ekki sæl með hlutskipti sitt. Þáttaskil verða I lífi hennar þegar hún þarf skyndilega að taka að sér heimili og börn systur sinnar úti á landi, en þar mætir hún öfund og illgirni, vegna „fortíðarsinnar”. Bókin Dægurlagasöngkonan dregur sig í hlé er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benedikts- sonar, en bundin í Arnarfelli hf. Kápu- teikning er eftir Birgi Andrésson. Kólumbus Ný bók í bókaf lokknum: Frömuðir landafunda . Bókaútgáfan örn og Örlygur hf. hefur nú sent frá sér bókina: Kólmubus — og sigurinn á hinu ósigranlega. Bók þessi er í bókaflokki er fjallar um frömuði landafunda og frömuði sögunnar, og hafa áður komið út hjá Erni og Örlygi hf. sex bækur í þeim bókaflokki: Francis Drake; Livingstone. Á ystu nöf Njósnasaga eftir Ada n Hall Út er kontin á vegum Iðunnar skáld- sagan Á ystu nöf eftir breska höfundinn Adam Hall. Þetta er njósnasaga og er söguhetjan Quiller sá sem frá var sagt i bók höfundar, Njósnir í Berlín, sem út kom á íslenzku í fyrra. Um efni sögunnar Á yztu nöf, Quiller í eyðimörkinni, segir svo á kápubaki: „Hröpuð flutningaflugvél liggur grafin í eyðimerkursandinn, áhöfnin orðin hræ- gömmum að bráð. Óhugnanlegur farm- ur vélarinnar er gildra hverjum sern nálgast hann. Ásetningur Quillers er að kanna hann nákvæmlega... " Álfheiður Kjartansdóttir þýddi Á ystu nöf. Sagan er i tuttugu köflum, 240 bls. Oddi prentaði.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.