Dagblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 24
Syf julegur þingheimur skundaði f kokkteil hjá Svavari félagsmálaráðherra: ÁSMUNDUR FÉKK VEKJARAKLUKKU Eftir þrætur, þref, mas, makk, ráðabrugg, blóð, svita, tár, gleði og sorg undanfarna daga á Alþýðusam- bandsþingi létu menn eftir sér að taka upp léttara hjal við slit þingsins síð- degis í gær. Fulltrúar stríðandi fylk- inga fluttu samherjum og and- stæðingum þakkir og hrósyrði. Létt- ist brúnin á syfjulegum þingheimi er samkomunni var loks slitið um hálf fimmleytið eftir langa og stranga fundi og vöku í alla fyrrinótt. Klukk- an hálf sex var Svavar Gestsson félagsmálaráðherra með kokkteilboð fyrir þingfulltrúa og hugðust sumir gera sér hressilegan dagamun. Aðrir settu takmarkið ekki hærra en að komast undir sæng og láta þreytuna líða úr sér. Pétur „sjómaður” Sigurðsson kvaddi sér hljóðs fyrir þingslitin og lýsti ánægju sinni með niðurstöðu miðstjórnarkjörs þar sem alþýðu- bandalags- og sjálfstæðismenn vorú hönd í hönd. Sagði ræðumaður þó ekki alla fuUtrúa jafnánægða með niðurstöðuna og sendi krötum pillu: „Þetta hefur kostað sársauka hjá þeim sem tóku meira en þeir áttu i lok —aðgjöffrá Pétri „sjómanni” ogfélögum síðasta ASÍ-þings.” Pétur tilkynnti að hann og óskil- greindir félagar hans hygðust færa Ásmundi Stefánssyni stóra og mikla vekjaraklukku að gjöf, „til að vekja ráðherrana sína af værum blundi á milli verðbótadaganna.” Er ekki að efa að gjöfin sú kemur í góðar þarfir. -ARH. Alþýðusambandið: ATJANINYRRI SAMBANDSSTJÓRN Átján manns voru kjörnir í sam- bandsstjórn Alþýðusambandsins á þinginu í gærmorgun. Sambands- stjóm er æðsta vald ASÍ á milli þinga. Eru í henni fimmtán mið- stjórnarmenn, fyrrnefndir átján full- trúar, sem kjörnir eru sérstaklega, og nokkrir fulltrúar landssambanda. Þeir átján sem kjömir voru eru: Báður Jensson, Ólafsvík, Birgir Hin- riksson, Vík í Mýrdal, Dagbjört Höskuldsdóttir, Stykkishólmi, Einar Karlsson, Stykkishólmi, Friðrik Jónsson, Hafnarfirði, Guðrún Ölafs-' dóttir, Keflavík, Gunnar Þórðarson, ísafirði, Hákon Hákonarson, Akur- eyri, Jóhanna Friðriksdóttir, Vest- mannaeyjum, Jón Ingimarsson, Akureyri, Jón Karlsson, Sauðár- króki, Magnús Einar Sigurðsson, HlP, Reykjavík, Kristján Ásgeirs- son, Húsavík, Kristján Ottósson, Reykjavík, Sigfinnur Karlsson, Nes- kaupstað, Pétur Sigurðsson, ísafirði, Sigurður Sigmundsson, Reykjavík, og Skúli Guðjónsson, Vörubifreiða- stjórafélaginu Mjölni. - ARH Aníikmálið: 5 mánaða skilorðs- bundið fangelsi — oggreiðslaalls sakarkostnaðar Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í Antikmálinu svonefnda, eða máli ákæruvaldsins gegn Birni Vilmundarsyni. Ákæran reis út af meintu gjaldeyrismisferli í sambandi við innflutning antikhúsgagna. Var m.a. talið sannað að ákærði hefði notað við gjaldeyrisumsóknir nöfn fólks sem ekki stóð i neinum slíkum innflutningi. I undirrétti var ákærði dæmdur í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hæstiréttur þyngdi dóminn í 5 mánaða skilorð bundið við tvö ár og ákærði var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. -ÓV. Þetta virðulega par var á dansleik sem haldinn var fyrir aldraða að Norðurbrún 1 í fyrra- kvöld. Hún heitir Ingibjörg Gísladóttir. 89 ára. fædd í Hvitanesi í Skilmannahreppi. Dansherrann er Jón S. Steinþórsson, 88 ára. frá Dalshúsum í Önundarfirði. -KMU/DB-mynd Sig. Þorri. Ekkert bólar á eldgosi Land heldur áfram að rísa á Kröflusvæðinu. Allt er enn rólegt, engir skjálftar hafa mælzt síðustu dagana og ekkert bólar á gosinu. Land hefur þó risið verulega hærra en það var fyrir síðustu hrinu. Páll Einarsson jaröeðlisfræðingur sagði í samtali við DB að enn gæti liðið langur tími áður en gós yrði, t.d. hefðu liðið tveir mánuðir frá því land náði sinni fyrri hæö þar til ein umbrotahrinan hófst. Væri þvi ekkert óeðlilegt þó land héldi áfram að rísa eitthvað áfram. -KMU. frjálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 29. NÓV. 1980. Bláfjallamenn langeygir eftir snjónum — enenn verðurbid á honum „Við bíðum bara í startholunum eftir að snjói,”sagði Þorsteinn Hjalta- son fólkvangsvörður í Bláfjöllum. Lítill snjór er í fjöllunum núna. Ýmsar framkvæmdir hafa verið á skiðasvæð- inu í sumar, ma. unnið við það að slétta brekkurnar. Þá hefur verið lögð 2,6 km löng göngubraut, upplýst með staur- um. Þá hefur íþróttafélagið Fram komið upp nýrri diskaly ftu. En það er enn nokkur bið eftir skíða- snjónum, því allar líkur eru á rigningu á Bláfjallasvæðinu. Um helgina er spáð hlýrri sunnanátt og reikna má með rigningu og súld á Suður- og Vestur- landi, vestarlega á Norðurlandi og sunnarlega á Austfjörðum. Þurrt verður á Norðausturiandi. - SÞS ELA Skipulagðri — mennimirtveir taldiraf Skipulagðri leit að Trausta ÞH-8 er nú hætt. Leit flugvélar, 13 báta og 40 manna í gær bar engan árangur. Haldið verður áfram að ganga fjörur. Á Trausta voru tveir menn, báðir bú- settir á Kópaskeri. Það voru þeir Krist- inn Kristjánsson skipstjóri, 29 ára, sem lætur eftir sig unnustu og böm, og Barði Þórhallsson vélstjóri, 37 ára gamall, sem lætur eftir sig konu og þrjú böm. - A.St. Undrahundurinn íDagblaðsbíói Dagblaðsbíó verður i dag laugardag — og framvegis — i Borgarbíói í Kópavogi klukkan þrjú. í dag verður sýnd myndin Undrahundurinn sem sýnd hefur verið í Borgarbíói undan- farið við góðar undirtektir. Hér ér á ferðinni bráðskemmtileg ævintýra- mynd í litum og með íslenzkum texta. Borgarbíó er á Skemmuvegi 1 i Kópa- vogi. Hægt er að komast þangað úr iReykjavík með því að taka Breiðholts- strætó, annaðhvort númer II eða 12, iog fara út á móts við bensínstöðina í jneðra Breiðholti. BLAffíB Frá og með mánudeginum L. desember hækkar áskriftarverð dag- blaðanna upp í kr. 7000. Lausasölu- verð hækkar upp í kr. 350 eintakið. Gmnnverð auglýsinga hækkar frá sama tíma í kr. 4.200 pr. dálksenti- metra. I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.