Dagblaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1980
DB á ne ytendamarkaði
ANNA
BJARNASON
Veitir ekki af milljón til 1300 þúsund
í mánaðarlaun ef eitthvað á að gera
„Heil og sæl!
Dýr var hann drottinn minn!
Sláturmaturinn hleypti reikningum
anzi hátt upp, eins og sjá má, segir í
bréfi frá húsmóður, sem búsett er í
þorpi á Norðausturlandi og oft hefur
skrifað okkuráður.
Hún er með rúml. 88 þús. kr. í
meðaltal á mann í mat og hreinlætis-
vörur en tæpl. 770þús. í ,,annað”.
,,í þessari tölu eru t.d. fjórir kjöt-
skrokkar á 107 þús. og heilslátur á
rúml. 60 þús.
í liðnum „annað” er m.a. víxill á
70 þús., síminn 50 þús., kostn.
viðhúsið 450 þús.,stígvél á börnin 23
þús., skoðun hjá tannlækni á 17 þús.
(Dýrt að gapa framan í tannlækni)
Og svo er ýmislegt smotterí.
Ég fór að gamni mínu að reikna út
tekjurnar hjá okkur hjónakornunum
og komst að þeirri niðurstöðu að ef
framkvæma á eitthvað eða kaupa
eitthvað veitir ekkert af því að hafa
1.000.000 til 1.300.000 kr. í tekjur
á mánuði. En ég er nú kannski hin
mestaeyðslukló!
Kær kveðja, „húsmóðir”.”
Tíu slátur, tveir
skrokkar og heild-
söluvarningur
fyrir 50-60 þúsund
— Maturinn í október helmingi dýrarí en fyrír ári
Halló Anna!
Það er sama þótt reynt sé að spara,
ekkert gengur. Matur i okt. var tæp
300 þús„ en var rúm 150 þús. í októ-
ber í fyrra,” segir m.a. í bréfi frá
G.S., vinkonu okkar sem búsett er i
bæá Norðurlandi.
„Þannig hefur matarreikningurinn
hækkað um helming á einu ári. í
októbertölunni eru tíu slátur, tveir
dilkaskrokkar og vörur úr heildsölu
fyrir 50—60 þúsund.
Vonandi verður nóvember með
skaplega útkomu.
Við erum aðeins þrjú í heimili
núna, því sonurinn er í skóla í
nágrannabæ. Hann kemur stundum
heim um helgar, en hann þarf að
greiða 120 þús. kr. í fæði, þar sem
hanner.
Mikið fór í bílinn þennan mánuð
eða rúml. 230 þús. kr. í því er smá-
viðgerð. Eins og ég hef áður sagt er
bíllinn notaður í vinnu en alltof lítið
hefst inn á hann eða rúml. 47 þús. kr.
þennan mánuð. Það er eins og tvær
áfyllingarafbensíni.
Vonandi lagast þetta allt eftir ára-
mót og maður gáir kannski betur að
sér.
Fatnaður í mánuðinum fór upp í
180 þús„ enda farið til Reykjavíkur
og verzlað og þá er fljótt að koma i
hver hundrað þúsundin.
Kveðja, húsmóðir í dreifbýlinu”.
Kæra G.S.
Þú ættir að vera vel birg af mat,
eftir öll þessi innkaup. Mér finnst að
þú hefðir átt að lita við hjá okkur
fyrst þú varst á ferðinni í höfuðborg-
inni! —
Beztu kveðjur,
-A.Bj.
Eru engir kjötiðnaðar
armenn úti á landi?
Vöfflurmeð
ogáneggia
Enginn fær staðizt nýbakaðar
pönnukökur, klatta eða vöfflur.
Flestir eiga sínar eigin vöffluupp-
skriftir en hérna er ein, alveg ágæt.
Vissirðu að það er betra að láta
vöfflu- og pönnukökudeig bíða í um
þaðbileina klst. áður en bakað er úr
þvi?
85 g sykur
1/2 tsk. kardemommur
eða vanilla
1/4 tsk. fint salt
250 g hveiti
ca 11/2 dl mjólk
1 — 11/2 dl rjómi,
80 g brætt smjörl.
Egg og sykur er hrært vel saman,
hveitið hrært saman við með mjólk-
inni og rjómanum. Látið deigið biða í
um það bill eina klst. Þá er brætt og
kælt smjörið látið saman við deigið.
Vöfflujárnið er hitað og smurt ef þess
þarf og vöfflumar bakaðar rétt áður
en þær eru bornar fram.
Rjómavöfflur
Hérna eru vöfflur sem búnar eru til
úr rjóma en engum eggjum:
1/21 þeytirjómi
185 g hveiti
1 msk.sykur
ögn af fínu salti
4—5 msk. kalt vatn
30 g linað smjörl.
Ögn af bræddu smjöri til að smyrja
járnið með.
Rjóminn er þeyttur og þurru hlut-
unum blandað saman við til skiptist
með vatninu og linuðu smjörl.
Bakaðar eins og venjulegar vöfflur.
Austf irðingur óhress með gagnrýni á sjónvarpsþátt
um hlutun nautakjöts
Sögin er oftast látin vinna aðálverkin I hlutun kjöts i Reykjavik. Er það mjög
umdeilt þar eð margir halda þvi fram að kjötið eigi að skera sundur með hnifi
áður en það er fryst. DB-myndir Gunnar Örn
„Kæra Anna Bjarnason.
Ég er ekki fastur lesandi Dagblaðs-
ins en þegar ég sé það lft ég alltaf á
síðuna þína. f gær sá ég DB frá 15.
nóv. í umfjöllun um sjónvarpsþátt
segist þú efast um ,,að nokkur heil-
vita maður láti sér detta í hug að fara
sjálfur að hluta niður hálfan eða
heilan nautaskrokk heima hjá sér”.
Síðar í greininni talar þú um að fólk
fái kjötið „tilbúið í frystikistuna
sina”.
Stundum gleymist þeim, sem skrifa
í blöðin og búa í Reykjaviíc, að
ísland nær langt út fyrir Suðvestur-
land. Ég kaupi t.d. alltaf hálft naut á
hverju hausti og það gera mjög
margir í mínum kunningjahópi. Á
smástöðum úti á landi eru yfirleitt
ekki kjötiðnaðarmenn og fólkið
verður þvi sjálft að annast þessi störf.
Þetta gildir bæði um sveitir og þorp.
Svona þáttur á þvi fyllsta rétt á sér.
Þetta er ábending og um leið vil ég
þakka þér marga góða þætti.
Austfirðingur”.
Verða að vera
klárir úti á landi
Ég þakka Austfirðingi bréfið og
ábendinguna. Það er alveg rétt hjá
honum aö „þeir sem skrifa i blöðin
og búa í Reykjavík” skrifa oft eins og
höfuðborgin sé allt landiö. Ég hef þó
reynt að forðast þetta eftir því sem ég
hef frekast getað. Ég hef einnig tekið
eftir því (eins og sjálfsagt allir lands-
menn) að það er að jafnaði sagt „út-
varp Reykjavík” i ríkisútvarpinu sem
er fyrir alla landsmenn. Það færi
alveg ægilega í taugarnar á mér ef ég
ættit.d. heima á Austfjörðum!
Hvað varðar gagnrýni mina á
kennslu 1 sjónvarpsþætti á sundur-
hlutun á nautakjöti, gerði ég mér
ekki grein fyrir að úti á landi væru
engir kjötiðnaðarmenn. Satt að segja
hugsaði ég ekki út í að fólkið þyrfti
sjálft að úrbeina heilu og hálfu
skrokkana!
Þá finnst mér enn meiri ástæða til
þess að gagnrýna þennan kennslu-
þátt, sem var alls ekki nægilega ítar-
legur að mínum dómi, ef hann átti að
koma að fullum notum sem kennslu-
stund. Ég segi ekki annað en að þeir
eru meira en lítið klárir leikmennirnir
sem geta hlutað sundur nautaskrokk
eftir svo yfirboröskennda lexíu og var
1 sjónvarpsþættinum. Enda varla von
aö hægt sé aö gera sliku efni skil í
stuttum þætti, sem tekur fjögur ár að
læra fyrir kjötiðnaðarmenn!
Það eru mikil þægindi fyrir þá sem
í þéttbýlinu búa að fá „frystikistu-
matinn” tilbúinn heim 1 eldhús. Það
myndi sennilega borga sig fyrir Aust-
firðinga t.d. að taka sig saman um að
fá kjötskurðarmann þangað austur á
haustin, svona í aöalsláturtíðinni og
ráða hann til þess að ferðast á milli
staðanna og úrbeina kjöt og útbúa 1
frystikistumar.
Anna Bjarnason.
Það er auðvitað miklu þægilegra fyrir neytendur, a.m.k. á Reykjavikursvæðinu að bregða undir sig betri fætinum og verzla í
búðum kjöt sem búið er að hluta á viðeigandi hátt.