Dagblaðið - 01.12.1980, Side 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1980.
„Alþýðubandalagið getur svo sannarlega þakkað varnarliðinu og NATO árangur
sinn i íslenzkum stjórnmálum,” segir greinarhöfundur.
.. að þeir, sem standa fyrir þeim, vilji öðr-
um fremur hafa herinn hér á landi til að
sameina sundruð öfl hernámsandstæð-
inga undir merki Alþýðubandalagsins.”
við rekstri þeirra starfsdeilda, sem
ekki eru hernaðarlegs eðlis, en þörf er
að starfrækja áfram af öryggisástæð-
um?
Af hverju hefur Alþýðubandalagið
ekki lagt til að íslenzka ríkið geri alla
verksamninga milliliðalaust við
Bandaríkin, bæði er lýtur að nýfram-
kvæmdum, viðhalds- og þjónustu-
samningum, og bjóði þá siðan út á
frjálsum vinnumarkaði? Væntanlega
myndi Sjálfstæðisflokkurinn styðja
þá viðleitni sem boðberi frjálsrar
samkeppni.
Af hverju leggur Alþýðubanda-
lagið ekki til að fullt tillit sé tekið til
öryggis íbúa nágrannabyggða við
herstöðina er lýtur að umbúnaði elds-
neytis, geymslu hættulegra vopna,
loftvarnarbyrgja og herflugs yfir
þéttbýlissvæðum Suðurnesja?
Áhugaleysi Alþýðubandalagsins
um breytta skipan í öryggis- og vam-
armálum þjóðarinnar er mörgum nú
orðið mikil ráðgáta þar sem flestir
héldu a.m.k. áður fyrr að það væri
einlægur vilji flokksins að varnar-
liðið færi úr landi og íslendingar
segðu sig úr NATO. Svo virðist sem
Alþýðubandalagið hafi öðlazt nýjan
skilning á gildi og tilveru varnarliðs-
ins, skilning á þeim áhrifamætti sem
sameiginlegur „óvinur” getur haft til
að sameina sundruð öfl hernámsand-
stæðinga undir merki flokksins. Hafi
mönnum ekki verið ljósar þessar
staðreyndir áður þá ættu þeir að
kynna sér rækilega vinnuaðferðir
flokksforustunnar gagnvart her-
námsandstæðingum, hvernig fámenn
en vel skipulögð áróðursklika flokks-
jfu sameinar og virkjar stærri heildir,
sérstaklega fyrir kosningar, með
fundahöldum og kröfugöngum.
N
Alþýðubandalagið getur svo sann-
arlega þakkað varnarliðinu og
NATO árangur sinn i íslenzkum
stjórnmálum. Það lifir og hrærist
með tilveru hersins og það er því ekki
litið í húfi fyrir flokkinn að varnar-
málunum sé illa stjómað eða upp
komi sambúðarvandamál við herinn
svo að áróðursvél Alþýðubandalags-
ins fái þann næringarforða sem nægir
til að metta kjósendur hverju sinni.
Kristján Pétursson
deildarstjóri
A
Sjáiði ekki
líkindin?
Við lýðræðisjafnaðarmenn
gengum í ríkisstjórn haustið 1978.
Það voru að vísu mikil mistök, þvi
engin fyrirheit voru um djarfar efna-
hagsráðstafanir nema munnleg . Við
slógumst hart dagana fyrir fyrsta des-
ember og sömdum frumvarp um
mjög víðtækar ráðstafanir í efna-
hagsmálum, Frumvarp til laga um
Jafnvægisstefnu í efnahagsmálum.
Ólafur Jóh. lofaði að leggja slíkt
frumvarp fyrir nokkru seinna og við
hleyptum fjárlögum í gegn — að vísu
verðbólgufjárlögum. Svo fórum við
að setja skilyrði og dagsetningar og
urðum stundum svolítið hlægilegir.
En þessum höfðum við lofað kjós-
endum og ætluðum að standa við
það. Við höfðum lofað kjósendum
gerbreyttri efnahagsstefnu.
Þá komu Ólafslög. I raun og veru
voru þau að lokum svo útþynnt fyrir
kommana að ekkert stóð eftir nema
vaxtastefnan. Og meira segja fram-
kvæmdin á henni hefur verið svikin.
Kratar þá -
Framsókn nú
Framsókn nú er í nákvæmlega
sömu sporum og kratar voru fyrir
tveimur árum. Siðuðum Fram-
sóknarmönnum, eins og Halldóri Ás-
grímssyni, liður auðsýnilega pólitískt
illa. Þeir lofuðu niðurtalningu, sem
að vísu var lánshugmynd frá okkur
jafnaðarmönnum. En sama hvaðan
gott kemur.
Það örlar ekki á neinni niðurtaln-
Kjallarinn
ingu. Kommarnir standa í vegi fyrir
öllu slíku. Nú er spáð 70% verðbólgu
á næsta ári og verulegri rýrnun kaup-
máttar.
Við sambærilegar aðstæður
sprengdum við kratar stjórn og
komum heiðarlega fram við kjós-
endur. En leyfir SÍS Framsókn að
gera slíkt hið sama?
Ég er ekki viss. Ég held eiginlega
ekki!
Vilmundur Gylfason.
-
líða Rússum að vera áfram í Afgan-
istan.
Breytt staða
í heimi araba
Hver er hin raunverulega forsaga
hemaðarárásar íraks á frans? Til þess
að fá skilning á því þurfum við að
gera okkur ljóst hvernig ástandið var
meðal arabaþjóðanna áður en þessi
styrjöld hófst.
Arabaþjóðirnar skiptust yfirleitt í
tvo hópa: Konungsríkin og fursta-
dæmin, sem hafa verið kölluð íhalds-
samari hópur arabaríkjanna, og svo
hinna með írak í broddi fylkingar þar
sem voru sósíalistastjómir við völd
og rikisstjómir formælendur bylt-
ingarafla, að minnsta kosti í orði
kveðnu. í þessum hópi voru Alsir,
frak, Sýrland, Líbía og Palestínu-
menn. Sá hópurinn sem var meira
hægfara var með Marokkó, Egypta-
land, Saudi-Arabíu og Furstadæmið
við Persaflóa sín megin, svo nokkuö
sé nefnt.
Egyptaland er hér fyrir utan því
það hafði verið sett út af sakrament-
inu er Sadat gerði samningana á
Camp David. f samningunum á
Camp David milli Sadats Egypta-
landsforseta og Begins forsætisráð-
herra fsraels var Sadat uppálagt að
ná samkomulagi um tvö atriði: 1.
Sadat bar að tryggja það að Pal-
estinumenn öðluðust sjálfstæði,
fengju sitt eigið landssvæði og fengju
sína eigin stjórn. 2. Að Jerúsalem,
sem líka er helg borg fyrir múham-
eðstrúarmenn, yrði gerð að alþjóð-
legu svæði, en ekki innlimuð í fsrael
eins og fsraelsstjóm hefur gert nú í
bili.
Hvorugu af þessum takmörkum
náði Sadat í Camp David. Afleiðing-
in varð sú að Egyptaland var sett út
af sakramentinu í öllum samvinnu-
stofnunum arabaríkjanna.
Leiðandi ríki
Hver kom svo upp í þessari stöðu
sem leiðandi riki í arabaheiminum?
Það hefur reynst vera frak með
Hussein forseta í broddi fylkingar.
Og hver eru hin nýju stuðningsrfki
fraks sem var leiðandi byltingarafl i
arabaheiminum ekki fyrir mörgum
mánuðum síðan? Það reynist vera öll
hin hægfara ríki, meira að segja
Saudi-Arabia þar með talin. Og
hvernig stendur á því að Saudi-
Arabía er orðin aðalaöstoðarríki
fraks? Þar kemur inn í útflutningur á
byltingu Khomeinis 1 íran.
Það voru ekki liðnir nema nokkrir
mánuðir frá því að Khomeini var
kominn til valda i fran, aö hann réðst
harkalega á fraksstjóm og skoraði á
klerkastéttina og almenning í írak aö
rísa upp gegn Hussein forseta og
ríkisstjórninni. Talaði hann þar til
55% þjóðarinnar, sem eru sítar eða
af sama trúflokki innan múhameðs-
trúar og Khomeini er sjálfur. Aðeins
45% fraka em sunnar, sem er hinn
aðaltrúflokkur múhameðstrúar-
manna, og sem allar ríkisstjórnir í
öllum arabalöndunum aðhyllast. Hér
hefur sem sagt komið til sögunnar
hættulegt afl í arabaheiminum, sem
varð að kveða niður. Fyrstu viðbrögð
Husseins íraksforseta var að taka svo
og svo mikið af prestastéttinni, sem
voru sítar, og hengja þá. Jafnframt
voru þúsundir manna sem stóðu
framarlega í trúmálum síta í írak
fangelsaðir og sitja enn þann dag í
dag í fangelsi.
En hann gerði annað og meira,
hann undirbjó og framkvæmdi hern-
aðarárás á fran með það fyrir augum
að ná verulegum hemaðarlegum sigri
og fella stjóm Khomeinis í íran. Við
þessa ráðagerð naut hann aðstoðar
fyrrverandi herforingja í íransher,
sem spáðu því, að íranski herinn
mundi ekki þola hernaðarárás frá
frak. Jafnframt hafa öll hægfara ríki
múhameðstrúarheimsins snúizt á
sveif með írak og veita því nú
mikilvægan fjárstuðning og her-
gagnastuðning í stríðinu við fran.
Breytt afstaða
Saudi-Arabíu
Það þarf meira en lítið til þegar um
slíka algjöra stefnubreytingu er að
ræða í utanríkisstefnu lands eins og
Saudi-Arabíu. Saudi-Arabía er rík-
asta og öflugasta oliuveldi jarðarinn-
ar. Það hefur treyst algjörlega á
Bandaríkjamenn í sambandi viö
varnir sínar, en þeir hafa horft með
auknum kvíöa á þróun undanfarinna
ára. Slik stefnubreyting sem átt hefur
sér stað í Saudi-Arabíu hlýtur að
byggjast á sögulegum forsendum. Og
þessar sögulegu forsendur em stefna
Bandaríkjanna gagnvart sinum fyrr-
verandi bandamönnum frá Víetnam,
þar sem þeir skildu eftir um það bil
hálfa milljón manna af stuðnings-
mönnum sínum sem mátti gera ráð
fyrir að yrði færð í sláturhús komm-
únistanna í Hanoi.
Bandarikjamenn yfirgáfu stjórnina
á Taiwan. Bandaríkjamenn yfirgáfu
stuðninginn við Persakeisara sem er
næsti bær við Saudi-Arabiu. Ekki
var séð að um neina verulega
hernaðaruppbyggingu væri að ræða
til varnar Saudi-Arabíu gegn siaukn-
um flotastyrk og síaukinni aðstöðu
Sovétríkjanna i Austur-Afríku og á
hafsvæðum í kringum Saudi-Arabíu,
á hafssvæðum fyrir sunnan og vestan
Arabíuskagann. Þetta orsakaði það
að ráðamenn í Saudi-Arabíu fóru að
líta í kringum sig í sambandi við sínar
varnir og hugsanlega eftir nýjum
bandamönnum og nýrri aðstoð til
þess að tryggja öryggi landsins. Aug-
ljóst er að ráðamenn í Saudi-Arabíu
álíta, að meiri hætta stafi af útfiutn-
ingi á irönsku byltingunni til annarra
arabalanda heldur en frá fyrrverandi
og kannski núverandi sósíalistarikinu
írak. Saudi-Arabar eru ekki einir hér
um, heldur er þetta sameiginlegt álit
allra hinna hægfara arabísku ríkja.
En margt fer öðru vísi en ætlað er.
Iraksher hefur ekki náö þeim árangri
í styrjöldinni gegn íran, sem búizt var
við. Styrjöldin var hafin að haustlagi,
það eru rigningar á næsta leiti, sem
geta orsakað að ekki verði rekinn
vélahernaður í þessum heimshluta.
Því er hugsanlegt að myndist kyrr-
staða í styrjöldinni sem hefur ekki
fært írökum nein endanleg úrslit.
Þessi kyrrstaða kemur til með að vara
í það minnsta fram á næsta sumar.
Þessi staða mun eflaust orsaka það
að mörg arabaríki, sem hafa veitt
írak aðstoð fram á þennan tima
endurskoða nú afstöðu sína.
Hver borgar brúsann?
En hver er það svo sem borgar
brúsann? frak og íran fluttu út um 5
milljónir tunna af olíu á dag. Tekið
hefur algjörlega fyrir þennan útfiutn-
ing. Önnur olíuframleiðsluríki eins
og Saudi-Arabía hafa aukið fram-
leiðslu sína til þess aö mæta þessu
tapi um samtals 3 milljónir tunna á
dag, en þau hafa krafizt tveggja doll-
ara aukagreiðslu fyrir hverja tunnu.
Einnig var vegna minni hraða og
efnahagsstarfsemi í heiminum al-
mennt um á að giska tveggja milljón
tunna minni notkun á dag á undan-
förnum mánuðum. Þannig urðu
fyrstu áhrifin lítil, en það er að breyt-
ast. Nú er ástandið orðið þannig að
olíunotkun í heiminum er komin
fram úr olíuframleiðslunni, enn
hefur ekki verið um neina verulega
verðhækkun að ræða á olíu. Olíu-
birgðir i heiminum almennt hafa
verið mun meiri í ár heldur en á und-
anförnum árum eða nokkurn tíma
áður. Eins og framleiðslu og notkun
er háttað í dag er gengið á þær olíu-
birgðir sem til voru í notkunarlönd-
,unum. Þess sjást nú fyrstu merki að
olíuverð á Rotterdammarkaði hefur
tekið aðhækka.
Fyrst er á ferðinni veruleg olíu-
hækkun um og yfir 50% á svokall-
aðri svartolíu. Þetta getur komið
mjög alvarlega og gerir nú þegar við
afkomu okkar íslendinga, því að stór
hluti af okkar fiskiskipaflota gengur
fyrir svartolíu. Bensin og hráolía
hafa ekki hækkaö ennþá, en það er
búizt við að hækkanir verði til-
kynntaránæstunni.
Við skulum vona að það takist að
halda átökunum í Miöausturlöndum
innan valdatafls arabaþjóðanna. En
það er ekkert ssm segir að þetta geti
ekki breiðz; út þannig að upp úr
þessu spretli valdatafi risaveldanna
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum
fyrir mannkynið. En nú þegar er aug-
ljóst að gjaldið fyrir valdataflið er
borgað í írönsku og íröksku blóði og í
lífsafkomu fólks í olíuneyzlulöndun-
um, þar sem öll fljótandi orka i formi
olíu bæði til framleiðslu og lífsþæg-
ind kemur til með að kosta meira í
framtiðinni.
Eftir að Saudi-Arabía gerðist
bandamaður íraks er staðan fyrir
Bandaríkin orðin miklu erfiðari en
áður var. Sovétrikin hafa verið aðal-|
vopnamiðlarar íraks en í Saudi-
Arabíu eiga Bandaríkjamenn mestra|
hagsmuna að gæta af öllum löndum i
Miðausturlöndum, þar sem 40% af
allri olíu sem vitað er um í jörðu er;
komiðsaman f Saudi-Arabíu. Banda-
ríkin geta ekki gengið á móti hags-
munum Saudi-Araba svo staðan
virðist vera sú í dag, að Persía sé ein-
angruð og að risaveldin tvö séu nauð-
beygð til að skipa sér að baki íraks.
Hér skipta hinir 52 stríðsfangar sem
voru teknir í sendiráði Bandaríkj-
anna i Teheran fyrir rúmu ári ekki
neinu verulegu máli lengur. Ef
Bandaríkjastjórn yrði í þeirri stöðu
að þurfa að velja á milli vinfengis við
íran annars vegar og Saudi-Arabíu
hins vegar er ekki nema um eitt að
ræða. Bandaríkjastjórn hlýtur að
velja Saudi-Arabíu. því er staðan sú
að ekki er að sjá að um verulega hættu
um árekstur á milli risaveldanna sé að
ræða í þessum heimshluta i bili. En
skjótt skipast veður í lofti. Skjótast
skipast veður i lofti á hinum pólitíska
himni arabalandanna.
Pétur Guðjónsson,
form. Félags áhugamanna
um sjávarútvegsmál.