Dagblaðið - 01.12.1980, Page 18
18____________________________________________________________________________________________________DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1980.
Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir
Villa að gefa ef tir í bar-
áttunni um meistaratitilinn
—JafnteHi i laugardag gegn Arsenal og liðið hefur aðeins hlotið þrjú stig af sfðustu átta mögulegum
Enski landsliðsmaðurínn Trevor Francis hlýtur nú að fara að leika á ný f aðalliði
Nottingham Forest. Skoraði þrjú mörk i varaliði liðsins á laugardag.
Heldur er Aston Villa faríð að gefa
eftir f keppninni um enska meistaratitil-
inn, þó liðið hafi enn tveggja stiga for-
ustu i 1. deildinni. Lék á laugardag
fjórða leikinn f röð án sigurs. Jafntefli
heima við Arsenal og Villa, hefur
aðeins hlotið þrjú stig af átta möguleg-
um i síðustu leikjum. Reyndar aðeins
sigrað f einum leik f nóvember — á
heimavelli gegn Leicester. Aston Villa
hefur 29 stig. Liverpool er komið i ann-
að sætið með 27 stig en Ipswich er f
þriðja með 26 stig og hefur leikið
þremur leikjum minna. Hefur þvi
aðeins tapað átta stigum en Villa hins
vegar eliefu. Atta leikjum varð að
fresta á laugardag vegna snjókomu,
þar á meðal heimaleik Ipswich gegn
Middlqpbrough.
Arsenal, sem frægt er fyrir varnar-
leikaðferð sína á útivöllum, hélt upp-
teknum hætti á laugardag. Lék mjög
sterkan varnarleik. Willie Young kom
inn sem miðvörður á ný eftir meiðsli en
Steve Walford hélt sæti sinu á kostnað
David O’Leary, sem enn er engan
veginn góður af meiðslum sem þjakað
hafa hann í allt haust. Litið gerðist í
fyrri hálfleiknum nema hvað Tony
Morley fór oft hroðalega með hægri
bakvörð Arsenal, John Devine, án þess
öðrum framherjum tækist að nýta það
til marka. Á 57. mín. tók Morley hins
vegar til eigin ráða á markasviðinu.
Lék á Devine, sendi á Gary Shaw. Fékk
knöttinn aftur og skoraði hjá Pat Jenn-
ings.
Eftir það varð Lundúnaliðið að
draga sig út úr varnarskelinni. Tókst
það. Brian Talbot skoraði fallegt mark
á 73. mín. Fleiri urðu mörkin ekki í
kuldanum á Villa Park, þrátt fyrir
sóknarþunga Villa. Áhorfendur
30.140, sem er næstbezta aðsókn, sem
Villa hefur fengið á leiktímabilinu á
heimavelli. Tveimur mín. fyrir leikslok
var Alan Sunderiand, Arsenal, rekinn
af velli fyrir mótmæli. Hafði áður verið
bókaður.
En lítum þá á úrslitin á laugardag.
l.deild
A. Villa — Arsenal 1-1
Coventry — Nottm. For. l-l
C. Palace — Man. City 2-3
Everton — Birmingham 1-1
Ipswich — Middlesbro frestað
Leeds — Brighton 1-0
Leicester — Norwich 1-2
Man. Utd. — Southampton 1-1
Sunderland — Liverpool 2-4
Tottenham — WBA 2-3
Wolves — Stoke 1-0
2. deild
Blackburn — Bristol Rov. 2-0
Bristol City — Oldham 1-1
Derby — Cardiff i-1
Grimsby — Cambridge 3-1
Luton — Bolton 2-2
Notts Co. — Chelsea 1-1
Orient — Newcastle 1-1
QPR — Shrewsbury 0-0
Sheff. Wed. — Watford 1-0
Wrexham — West Ham 2-2
Phil Boyer kominn til Man. City. Þriöja
félagið, sem hann leikur með undir stjórn
John Bond. Áður Bournemouth og Nor-
wich.
Föstudag:
Swansea — Preston 3-0
3. deild
Barnsiey — Fulham 2-2
Burnley — Gillingham 3-2
Charlton — Chesterfield 1-0
Colchester — Oxford 3-0
Exeter — Carlisle 2-0
Huddersfield—Brentford 3-0
Millwall — Plymouth 1-1
Portsmouth — Chester 2-0
Reading — Blackpool 3-0
Rotherham — Newport 1-0
Swindon — Hull 3-1
Walsall — Sheff. Utd. 4-4
4. deild
Bury — Wimbledon 1-0
Crewe — Mansfield 1-2
Doncaster — Rochdale 1-2
Halifax — Bournemouth 1-2
Hartlepool — Torquay 0-2
Hereford — Wigan 1-1
Northampton — Tranmere 3-1
Stockport — Aldershot 1-0
Liverpool hélt uppteknum hætti á
Roker Park. Hefur ekki tapað þar fyrir
Sunderland síðan leiktímabilið 1958—
1959. Á iaugardag komst Liverpool i 0-
4 áður en Sunderland skoraði. Strax á
fjórðu min. skoraði David Johnson og
á 35. min. Terry McDermott. Þannig
stóð þar til á 82. mín. að Sammy Lee
skoraði tvívegis á rúmri mínútu. öllu
lokið hvað úrslitum viðkom en leik-
menn Liverpool tóku fulllétt á málun-
um .Alan Brown og Stan Cummins
skoruðu fyrir Sunderland á þremur
síðustu mínútunum. Að því er við bezt
vitum lék Richard Money sem mið-
vörður I liði Liverpool. Tók þar stöðu
Irvine, Money var keyptur fyrir sex
mánúðum frá Fulham fyrir 300 þús-
und steriingspund.
WBA ífjórða sœti
West Bromwich fór á kostum í fyrri
hálfl. á White Hart Lane í Lundúnum
gegn Tottenham. Skoraði þá þrjú mörk
án svars frá Tottenham. Ali Brown
skoraði fyrsta markið. Undir lok hálf-
leiksins bættu þeir Bryan Robson og
Peter Barnes tveimur mörkum við á
fimm mínútna kafla. Framherjar
Tottenham alls ekki á skotskónum og
þeir voru það ekki heldur í síðari hálf-
leik. Miðverðir liðsins skoruðu hins
vegar tvö mörk. Fyrst John Lacy og
síðan fyrirliðinn, Steve Perryman,
fjórum mínútum fyrir leikslok. Totten-
ham tókst hins vegar ekki að jafna á
þeim mínútum, sem eftir voru þrátt
fyrir mikla sókn.
Það á ekki af miðvörðum Man. Utd.
að ganga. Fyrir leikinn við
Southamptonx veiktist írski landsliðs-
maðurinn Kevin Moran og þar sem
Martin Buchan og Gordon McQueen
eiga enn við meiðsli að stríða fékk 16
ára svertingi, Gary Worrall, sitt tæki-
færi. Lék sem miðvörður með júgó-
slavneska landsliðsmanninum Nikola
Jovanovic. í fyrsta sinn sem blökku-
maður leikur í aðalliði Man. Utd. Þá
var fyrirliðinn Lou Macari með á ný
eftir lasleika.
Ekkert gekk hjá framherjum United
lengstum i leiknum — Gary Birtles
meiddist á ný og „lék á annarri löpp-
inni” mest ailan síðari hálfleikinn. Svo
— sjö mínútum fyrir leikslok — náðu
Dýrlingarnir góðu upphlaupi og Nick
Holmes skoraði. Leikmenn United
gáfust ekki upp. Sóttu mjög og
nokkrum sekúndum fyrir leikslok fékk
Joe Jordan háa sendingu inn í vítateig
Dýrlinganna. Náði knettinum niður og
skoraði. Fyrsta mark Man. Utd. á
heimavelli í 269 mínútur. Áhorfendur
46 þúsund.
Evrópumeistararnir
heppnir
Coventry sótti og sótti gegn Evrópu-
meisturunum Nottingham Forest á
heimavelli en uppskeran var aðeins
annað stigið. Mjög gegn gangi leiksins
náði Forest forustu á 25. min. Ian
Wallace skoraði eftir hornspyrnu Gary
Mills. Áttunda mark Wallace á leik-
timabilinu. Á 53. mín. tókst Coventry
að jafna. Vítaspyrna dæmd á Forest og
úr henni skoraði írski landsliðsmaður-
inn Gerry Daly. Fleiri urðu ekki mörk-
in en Coventry átti stangar- og sláar-
skot í leiknum. Góðar fréttir fyrir
áhangendur Forest hins vegar að
Trevor Francis, enski landsliðsmaður-
inn, skoraði þrjú mörk í varaliði Forest
á laugardag. Hlýtur nú að fara að leika
með aðalliðinu eftir langvarandi
meiðsli.
Það sauð upp úr, þegar Everton og
Birmingham gerðu jafntefli á Goodi-
son Park i Liverpool. Alan Ainscow
náði forustu fyrir Birmingham á 27.
min. en-Eamon O’Keefe jafnaði fyrir
Everton rétt fyrir hálfleik. í siðari hálf-
leiknum leik Birmingham betur og
Frank Worthingon sendi knöttinn í
mark Everton. Gott mark að flestra
áliti en dómarinn var á annarri skoðun.
dæmdi markið af. Worthington
reiddist mjög og því lauk með að dóm-
arinn rak hann af velli.
Man. City heldur áfram sigurgöngu
sinni. Sigraði Crystal Palace i Lundún-
um á laugardag. Áhorfendur aðeins
16.525. Eftir aðeins 20 sekúndur sendi
Kevin Reeves knöttinn I mark Palace
og á 26. min. skoraði nýi leikmaðurinn
frá Bristol City, Gerry Gow. Þannig
stóð þar til langt var liðið á leikinn að
Crystal Palace jafnaði í 2-2 á rúmri
mínútu. Fyrst skoraði Ian Walsh, síðan
Rony Sealey, sem komið itafði inn sem
varamaður, þegar fyrirliði Palace,
Gerry Francis, meiddist. En Gow hafði
ekki sagt sitt siðasta orð. Hann skoraði
sigurmark Man. City fjórum mínútum
fyrir leikslok eftir góðan undirbúning
Tommy Hutchison. Gengið var frá
kaupum á Phil Boyer á föstudag.
Man. City borgaði 250 þúsund sterl-
ingspund fyrir þennan rúmlega þrítuga
framherja, sem var markhæsti leik-
maður Southampton á síðasta leiktíma-
bili með 26 mörk. Þar með hefur John
Bond eytt 825 þúsund sterlingspundum
á nýja leikmenn siðan hann tók við
Man. City fyrir sex vikum.
Um aðra leiki í 1. deild er það að
segja, að Carl Harris skoraði eina
markið á Elland Road í Leeds, sem
nægði til sigurs á Brighton. Normann
Bell skoraði sigurmark Úlfanna gegn
Stoke í síðari hálfleik. Justin Fashanu
og Joe Royle skoruðu fyrir Norwich
áður en Alan Young skoraði eina mark
Leicester á Filbert Street.
Efstu liðin í 2. deild gerðu jafntefli.
Alan Devonshire náði forustu fyrir
West Ham í Wrexham. Cartwright
jafnaði. Paul Goddard kom Lundúna-
liðinu aftur yfir en Edwards jafnaði
strax. Arabinn Rachid Harkouk
skoraði fyrir Notts County en Chelsea
tókst að jafna í 1-1. Shinton skoraði
fyrir Newcastle en Peter Tayior jafnaði
fyrir Orient. Hans fyrsta mark síðan
hann var keyptur frá Tottenham.
Kappinn kunni, Andy McCulIoch,
skoraði sigurmark Sheff. Wed. gegn
Watford og staðan hjá Iiði Elton John
ernú aðverðaljót í2. deild. /
í 3. deild mættust efstu liðin.
Charlton sigraði og hefur 33 stig.
Barnsley 29 og Chesterfield 28. í 4.
deild er Southend efst með 32 stig. Lin-
coln er með 31 stig og Hartlepool 28
stig. Haiifax George Kirby þar nú
neðst.
Staðan er nú þannig:
1. deild
A. Villa 20 12 5 3 35-18 29
Liverpool 20 9 9 2 42-25 27
Ipswich 17 10 6 1 29-12 26
WBA 20 9 8 3 26-19 26
Arsenal 20 9 7 4 31-2i 25
Man. Utd. 20 6 12 2 27-14 24
Everton 20 9 5 6 32-23 23
Nottm. For. 20 8 6 6 28-22 22
Birmingham 19 7 7 5 26-22 21
Tottenham 19 7 6 6 34-31 20
Stoke 20 6 8 6 22-27 20
Southampton 20 7 5 8 34-32 19
Middlesbro 19 7 4 8 28-29 18
Wolves 20 7 4 9 20-26 18
Coventry 20 7 4 9 23-32 18
Sunderland 20 6 5 9 26-27 17
Man. City 20 6 5 9 27-33 17
Norwich 20 6 4 10 24-37 16
Leeds 20 6 4 10 17-32 16
Brighton 20 4 4 12 21-36 12
C. Palace 20 4 2 14 23-40 10
Leicester 20 4 2 14 18-35 10
2. deild
West Ham 20 12 5 3 34-15 29
Chelsea 20 11 6 3 38-19 28
NottsCo. 20 10 8 2 25-17 28
Sheff. Wed. 20 10 4 6 26-23 24
Swansea 19 8 7 4 27-18 23
Blackbum 20 9 5 6 25-19 23
Orient 19 8 6 5 28-21 22
Derby 20 7 8 5 27-27 22
Newcastle 20 7 6 7 17-27 20
Luton 20 7 5 8 23-26 19
Cambridge 19 9 1 9 26-30 19
Bolton 20 6 6 8 34-28 18
QPR 20 6 6 8 26-21 18
Cardiff 20 8 2 10 22-28 18
Preston 19 5 8 6 16-23 18
Shrewsbury 20 4 9 7 18-22 17
Wrexham 20 6 5 9 18-23 17
Grimsby 19 4 9 6 12-17 17
Watford 19 6 3 10 22-27 15
Oldham 20 4 7 9 13-20 15
Bristol C. 20 3 7 10 15-28 13
Bristol R. 20 1 9 10 16-32 11
- hsím.
Fyrsti sígur
Morton
á Ibrox Park
— Sigraði Rangers þar
álaugardag0-l
Skozku meistararnir hjá Aberdeen
léku ekki á laugardag, þar sem völlur
félagsins var þakinn snjó. Þrátt fyrír
það heldur liðið þriggja stiga forustu
sinni í úrvalsdeildinni. Rangers iék á
heimavelli við Morton og i fyrsta skipti
i sögunni vann Morton á Ibrox!! — 0-
1. Jim Tolmie skoraði sigurmark
Morton á 55. min. og þó knötturinn
værí eftir það að mestu i og við vítateig
Morton tókst Rangers ekki að jafna
Aberdeen hefur nú 26 stig eftir 15 leiki
— Rangers 23 stig eftir 16 leiki.
Celtic er i þriðja sæti með 22 stig
eftir 16 leiki. Hreint furðulegt lið. A
laugardag vann Celtic stórsigur á
Dundee Utd. 0-3 í Dpndee en það var
einmitt Dundee Utd. sem sló Celtic út í
undanúrslitum skozka deildabikarsins,
0-3, i Parkhead á dögunum. Á laugar-
dag skoruðu þeir Tom McAdam, John
Weir fyrir Celtic auk þess sem Paul
Hegarty sendi knöttinn i eigið mark.
Önnur úrslit i úrvalsdeildinni urðu
þau, að Airdrie tapaði á heimavelli
fyrir Partick 0-2. St. Mirren sigraði
Kilmarnock 2-0 i Paisley. Aberdeen átti
á laugardag að leika við Hearts, botn-
lið.
Lokeren
fékkskell
á heimavelli
Einhver óvæntustu úrslitin i
belgísku 1. deildinni síðan Standard
vann FC Brugge 7—1 á útivelli fyrst i
haust urðu i gær er Lokeren steinlá á
heimavelli fyrír botniiði Antwerpen,
1—4. Var lengst af ekki heil brú í leik
liðsins. Standard vann hins vegar mjög
góðan sigur á útivelli gegn Lierse, 1—0,
og komst við sigurinn i 3. sætið. Úr-
slitin urðu annars þessi:
Molenbeek-Gent 1—0
Courtrai-Waregem 3—1
Beríngen-FC Brugge 1—3
Lokeren-Antwerpen 1—4
CS Brugge-Berchem 1—0
Lierse-Standard 0—1
Beerschot-Anderlecht 0—1
Winterslag-Beveren 1—2
FC Liege-Waterschei frestað
Staðan í 1. deildinni er nú þannig:
Anderlecht 14 12 1 1 33—9 25
Beveren 14 9 3 2 27—11 21
Standard 14 8 3 3 31—19 19
Lokeren 14 8 1 5 24—16 17
FC Brugge 14 7 2 5 26—20 16
Molenbeek 14 7 2 5 19—19 16
Lierse 14 6 3 5 25—22 15
Courtrai 14 7 1 6 22—23 15
Waregem 14 6 2 6 20—20 14
Winterslag 14 6 1 7,19—20 13
Berchem 14 4 5 5 15—20 13
CS Brugge 14 5 3 6 22—29 13
Antwerpen 14 4 4 6 18—28 12
Gent 14 4 3 7 18—19 11
Waterschei 13 5 1 7 25—28 11
Beerschot 14 3 1 10 13—25 7
Beringen 14 2 3 9 17—34 7
FC Liege 13 2 1 10 13—23 5