Dagblaðið - 01.12.1980, Page 22

Dagblaðið - 01.12.1980, Page 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1980. I Menning Menning Menning Menning Máney og prinsinn í dreif býlinu BóK. — Nýjasta bók Snjólaugar Bragadóttur Eftirfarandi punkta fékk ég senda frá lífsreyndri vinkonu minni, úti- vinnandi margra barna móður. Hún ætlaði þá ekki til birtingar, þegar húr. setti þá niður á blað, en ég leyfi mér aðlátaþá flakkaáfram. -IHH. Snjólaug Bragadóttir — Dœgurlagasöngkonan dregur sig íhié, 151 bls. Útg.: öm ft úrlygur, 1980 Kópavogi 26/11 ’80 Kæra Inga Huld. Það gleymdist að sjóða fisk handa kettinum í gærkvöldi, svo hann vakti mig áðan, stórmóðgaður og sár- svangur. Úr því ég er nú á annað borð komin á flakk til að hreinsa samvizkuna og friða köttinn, ætla ég að nota tækifærið og losa mig við aðra vanrækslusynd, þ.e. loforð mitt við þig um að líta yfir Snjókubókina nýju. Ung, fögur og hjartahrein (það er ennþá í tízku?) mær, nefnd Máney, hverrar lifibrauð er poppsöngur og fatasýningar, er farin að hugsa „djúpt”. Hún hugsar meðal annars um hve starfið sitt sé auvirðilegt og fáfengilegt og samstarfsfólkið tómt í kollinum o.s.frv. o.s.frv. Máney á móður, alþýðukonu, fulla af speki og orðatiltækjum. Þessi vizkubrunnur á slangur af krökkum, þ.á.m. of feita og óaðlaðandi margra barna móður einhvers staðar í dreif- býlinu. Þessi Máneyjarsystir verður, mjög svo heppilega, bráðveik og er innlögð hið snarasta, en Máney fær köllun og fer út í dreifbýUð og bjargar búi og bömum. Það var vist einhver eiginmannsnefna þarna (hinnar of feitu) en hann er líklega á Borgarspítalanum að hugga títt- nefndaholdhrúgu. Djúpt hugsað Að sjálfsögu hittir Máney prinsinn í dreifbýUnu, að vísu ekki á hesti, það er komið úr móð, en á hestafli sem er líka sexí. Prinsinn hefur auðvitað ná- kvæmlega ekkert áUt á manneskju' sem er falleg, syngur og sýnir föt. Það skUur hver maður. Þótt það sé álitin einhver hörkuvinna úti í. löndum að gera svoleiðis, þá vita mörlandinn og Snjóka betur. í dreifbýlinu er nauðgari (oj bjakk), en Máney er ekki öU þar sem hún er séð, þrátt fyrir hjartahreinind- in, og sparkar í punginn á honum (hvar lærði hún svona dónalegt bragð, samrýmist þetta hjartahrein- leik?). Prinsinn kemur svo mátulega til að vera vitni. Ýmislegt fleira drífur að sjálfsögðu á dagana í dreifbýUnu, sem allt gefur Máneyju tækifæri til að sýna að hún er farin að hugsa „djúpt” og er ekki ncin innantóm sýningardama. (Þau orð, sem höfð eru um þessa starf- stétt, eru þann veg að jaðrar stundum við atvinnuróg, en skítt með það). Máney sér um böm og bú og er full af náungakærleik (mér verður óglatt) og hugsar ekki tU karlmanna, að séð verði, nema með hreinu hjarta, lík- lega náttúrulaus. Auðvitað, og að sjálfsögðu (Snjókubókin virðist skrifuð eftir gamalli uppskrift, svo hlutirnir verða auðvitað og að sjálf- sögðu að gerast eftir henni), ná svo hið hjartahreina kvendi og hið karl- mannlega karlmenni saman í bókar- lok (ég var næstum búin að skrifa brókarlok, en svo dónaleg er ég nú samt ekki) eftir, að sjálfsögðu og auðvitað, ýmsum krókaleiðum. Hundómerkileg Ég held ég hafi lesið þessa bók á dönsku fyrir svo sem 25—30 árum, en hún hefur verið stað- og tímafærð.’ Hún gæti hafa verið eftir Morten Koch, en ekki treysti ég mér nú tU að fuUyrða neitt um það. Jæja, mér finnst þetta hund- ómerkUeg, illa skrifuð bók fyrir stúlkur, hverra markmið í lífinu virðist að gerast eldhúsmeUur. Höfundur og sögupersónur eru fullar af fordómum, ekki fordómum líð- andi stundar, þótt sagan sé látin gerast núna, hafi ég lesið hana rétt, heldur 20—30 ára, ef ekki eldri, gildisviðmiðunum. Snjólaug Bragadóttir rithöfundur. Ég á annars bágt með að trúa því, að nútímastúlkur lesi þetta endemis buU. Kannski fullorðnar konur, sem misst hafa af strætisvagninum á sínum tíma og eru nú fyrst að taka út rómantíkina, kaupi þetta þrugl. Bók- menntaþjóðin lengi lifi, það sem vantar á gæðin bætum við upp með magninu. Skyldi Snjóka græða á þessu eða skrifar hún af innri þörf? Úr bíómyndum Amma mín myndi hafa kallað þessa tegund bókmennta „vinnu- konu-litteratur”, en ég hélt að vinnu- konur væru útdauðar! P.s. Ég gleymdi nú reyndar að minnast á „næstum því kærastann hennar Máneyjar,” sem næstum því sveik hana. Það mun hafa átt ein- hvern þátt í að gera hana svona „djúpa” í þankaganginum. Já, nú man ég hvernig formúlan hljóðar á amerísku, sem þeir ku hafa notað með góðum árangri i bíómyndum á sínum tíma og gera enn, þótt það verði víst að hafa svolítið meira við nú á dögum. Formúlan er svona, ef ég man rétt: „Boy meets girl. Boy loses girl. Boy gets girl”. Svo svissar maður boy og girl sitt á hvað og brenglar röðinni til að gera þetta allt frumlegt og ferskt, og á hinum síð- ustu tímum er komin tilbreyting í stefið; „boy meets boy (sem svo breytir sér í stúlku) and gets girl, loses girl, gets another girl or boy or it”. Þarna gaf ég Snjóku frábæra hug- mynd, ef hún vildi nýta sér hana og víkka sjóndeildarhringinn obbólítið. Jæja, það er komin nótt, kötturinn vill út og ég ætla aftur í háttinn. -Þin R. RauðhethH3furinn og Sigvaldi Allt í plati. Höfundur: Sigrún Eldjárn. Myndskreyting: Sigrún Eldjárn. Iflunn 1980. Hingað til hefur Sigrún aðallega verið í því að myndskreyta mál ann- arra rithöfunda en nú er hún ein á ferð og myndskreytir sitt eigið mál, eða ef til vill færi betur á því að segja að hún málskreytti myndirnar sínar. Því myndirnar taka yfirleitt minna pláss en textinn þegar talað er um myndskreytingar í bókum, en hér er þvi akkúrat öfugt farið. Myndirnar eru uppistaðan og textinn tengir þær saman og í sumum itilvikum eru myndirnar líka frásögn. Éf útí það er farið þá eru myndir alltaf frásögn — eða hvað? Neðanjarðar Sagan segir frá Eyvindi og Höllu og þennan dag er Eyvindur fýldur. Honum leiðist. Niðri við Tjörn hittir hann Höllu og þá veit Eyvindur að deginum er bjargað því HaUa finnur alltaf uppá einhverju skemmtilegu . Gg pa5 2ír'r ^11 bý®ur Eyvindi í alveg splunkunyjai" 1-!.^sem hún var að finna upp. Hugsanaleik- inn. Og það er sko svei mér leikur í lagi, þó hann séaUtíplati. jHann byrjar á því að þau fara inní jhugsanablöðru, svona einsog er notuð í teiknimyndasögunum þegar fólk er að hugsa. Það er hugsana- blaðra Eyvinds sem verður fyrir val- inu af því það er eiginlega meira spennandi að athuga hvað er undir hlemmunum sem eru á götunum en vita hvernig stríðsterturnar á Hressó eruábragðið. Þarna niðri í skólpræsum Reykja- víkurborgar búa krókófílar — nei ekki krókódílar — heldur krókófílar, það eru svona krókódUar með fUs- rana. Krókófílar eru aðeins til í augum þeirra sem vilja að þeir séu til og aðallega eru þeir tU í hugarheimi skemmtilegra krakka (aumingja leiðinlegu krakkarnir og aumingja við fullorðna fólkið). Sigvaldi, einn af krókófUunum, tekur HöUu og Eyvind með sér í könnunar- leiðangur en fyrst verða þau að fá lánaða rana svo þau kafni ekki úr fýlu. Það er ýmislegt sem krókófílar hafa fyrir stafni í skólpræsunum. Til dæmis vökva þeir rætur ljósastaur- anna með lýsi svo þeir lýsi betur og svo reka þeir þorskaspitala fyrir langt leidda, illa haldna og taugaveiklaða þorska. Ofanjarðar En nú vill Sigvaldi að þau komi sér upp á jörðina. HaUa og Eyvindur eru treg (ég var líka treg) en Sigvaldi lofar að þau muni sjá allt með öðrum augum en venjulega, það er að segja maðhans krókófUsaugum. Fyrst fara þau í kirkjugarðinn þar sem kirkjurnar vaxa, því auðvitað vaxa kirkjur í kirkjugarði alveg eins og kartöflur vaxa í kartöflugarði og blóm vaxa í blómagarði. Síðan heim- sækja þau HaUgrímskirkju og þar hitta þau eldgamlan og illilegan karl, fara með honum uppi turn en þá kemur í ljós að sá gamU er fantur og fúlmenni sem heimtar morðfé fyrir að hleypa þeim niður aftur. Sigvalda, Eyvindi og Höllu tekst að ráða niðurlögum gamla fúlmennisins og síðan fljúga þau úti loftið og ævintýrið með Sigvalda heldur áfram — ofanjarðar. Hreint ekki afleitt Sigrún hefur ágætt ímyndunarafl. Hún er góður teiknari og hreint ekki Valdís Óskarsdóttir svo afleitur penni. Alla vega hef ég komist í tæri við rithöfunda sem ekki komast með tærnar þar sem Sigrún hefurhælana. í bókinni, AUt í plati, lætur Sigrún gamminn geisa, atburðarásin er hröð — -»n til á hverri síðu gerist eitthvað nýtt. Ef til vill hetöi ao mátt fækka atburðunum í bókinni og gera því efni sem eftir stóð betri skil. Ég hefði til dæmis ekkert haft á móti því að heyra í einhverjum þorskinum og spjalla við fleiri krókófUa en Sigvalda og skoða betur lífið niðri í skólpræs- unum. Fyrri hluti bókarinnar sem gerist neðanjarðar finnst mér áhugaverðari og betur unninn en seinni hlutinn sem gerist uppá jörðinni, þar verður sag- an flaumósakennd og æðibunuleg og þar af leiðandi ekki eins skemmtileg og fyrri hlutinn. Myndirnar standa svo sannarlega fyrir sínu og gera söguna sprelUif- andi. Aftur á móti fannst mér svolitið undarlegt að sjá blýantsstrik þvers og kruss um myndirnar en þau gera það að verkum að myndirnar verða hrika- lega rispaðar, alveg einsog þær hafi lent í klóruketti. Þar fyrir utan finnst mér þessi strik bera merki hroðvirkni sem ég á ekki að venjast í myndum Sigrúnar. En kannski er þetta frum- riss að myndunum og á að vera með — hvur veit. Sigvalda-augu Þar fyrir utan væri sko ekki ónýtt að hafa svona Sigvalda-augu tilað bregða fyrir sig þegar maður er fýldur eða hundleiðist í grámygluð- um hvunndeginum. Persónulega og prívat finnst mér alveg bráðnauðsyn- legt að lesa allt í plati ævintýri oft og mörgum sinnum og þá ekki tilað flýja raunveruleikann, heldur miklu fremur tilað viðhalda hugarfluginu og ímyndunaraflinu. Sér í lagi á þessum síðustu'Og verstu tímum þegar við liggur að góð barna- bók sé ekki önnur en sú sem dregur upp sem gleggsta mynd og helst líka svolítið dapurlega af þeim raunveru- Ieika sem börn lifa og hrærast í. Það • ■-* oA mér finnist að verið sé llggUr VIU uv ... ,4..„or. að skera upp herör gegn ímynuui.u." afli og hugarflugi og takmarkið sé að steingelda hugarheim krakka (og full- orðinna). Það er ekki þar með sagt að ég vilji afnema raunsæisbækur fyrir krakka, heldur vil ég fyrir alla muni.leyfa ævintýrunum að fljóta með og þá ekki bara þessi gömlu sígildu um Rauðhettuúlfinn, heldur líka splunkuný Sigvalda-augu ævintýri. Bflnúmerahappdrættíð Tíu glæsilegir vinnmgar að verðmæti 44 milljónir—Skattf rjálsir vinningar Dregið á Þorláksmessu — Verður þú einn hinna heppnu? /V

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.