Dagblaðið - 18.12.1980, Síða 12
12
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Fromkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjötfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Aðstoðarritstjórí: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrtf stofustjóri ritstjómar. Jóhannes Roykdal.
Iþróttir: Hallur Simonarson. Monning: Aðalstoinn Ingótfsson. Aðstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrít Ásgrímur Pélsson. Hönnun: Hilmar Karlsson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urðsson, Dóra Stefénsdóttir, EHn Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hékonardóttir, Kristjón Mór Unnarsson, Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndir Bjamletfur Bjamletfsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorrí Sigurðsson
og Sveinn Þormóðsson.
Skrtfstofustjórí: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorletfsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Halldórs-
son. Dretfingarstjórí: Valgerður H. Sveinsdóttir.
5 milliarðar milli vina
Iðnaðarráðherra hefur birt gögn, sem
benda til, að Alusuisse, eigandi ísals,
hafi komið um 5 milljörðum króna
undan skatti til íslenzka ríkisins á
undanförnu hálfu sjöunda ári. Gögn
þessi eru studd af alþjóðlegri endur-
skoðunarstofu.
Þetta er ekki sannað mál, enda hefur forstjóri ísals
neitað harðlega. Álmenn hafa nú fengið tækifæri til að
koma athugasaemdum sínum á framfæri við endur-
skoðunarstofu Coopers og Lybrand í London, sem
íslenzka ríkið hefur ísal til aðhalds.
Iðnaðarráðuneytið hefur fengið tölur frá Hagstofu
Ástralíu, svo og aðflutningsskýrslur, farmbréf og
vörureikninga. Hin alþjóðlega endurskoðunarstofa
hefur staðfest gildi þessara heimilda og útreikning-
anna, sem á þeim eru byggðir.
Samkvæmt þessu á ísal að hafa greitt nokkurn veg-
inn rétt verð fyrir hráefni sitt, súrál frá Ástralíu, fram
til ársins 1974. En síðan þá hafi fob. verðið, eins og
það er skráð hér, verið miklum mun hærra en raun-
verulegt fob. verð þar.
Viðskipti þessi fara raunar fram milli skúffa í sama
skrifborði. Hið svissneska Alusuisse á 100% hlutafjár í
ísal og í Austraswiss, sem á aftur á móti 70% í súráls-
verksmiðjunni. Alusuisse kaupir súrálið af henni og
endurselur ísal.
Við slíkar aðstæður er auðvitað sérstaklega erfitt
fyrir utangarðsmenn að átta sig á gildi talna. Þær geta
endurspeglað raunverulegan markað. Og þær geta lika
falið hrikalega fjármagnsflutninga til skattalega hag-
stæðari skúffa.
Hér í blaðinu hefur til dæmis verið dregið í efa, að
nokkurt mark væri takandi á skiptingu Flugleiða á
hagnaði og tapi milli innanlandsflugs, Evrópuflugs og
Bandaríkjaflugs. Við höfum enga möguleika á að
sannreyna tölurnar.
Þetta hjálparleysi er enn alvarlegra gagnvart fjöl-
þjóðlegum fyrirtækjum eins og Alusuisse. Þess vegna
er nauðsynlegt að beita raunverulegum og alþjóðlega
þjálfuðum eftirlitsmönnum til að elta uppi fjármagns-
flutninga milli skrifborðsskúffa.
Með þessu er ekki sagt, að Alusuissé og ísal hafi gert
neitt af sér. Ragnar Halldórsson hefur bent á, að hlið-
stæð rannsókn bandarískra skattayfirvalda á þarlendu
dótturfyrirtæki Alusuisse hafi ekki leitt nein vafasöm
Ástralíuviðskipti i ljós.
Einnig segir Ragnar, að ísal greiði fyrir súrál 12—
13% af verði fullunnins áls, en ætti raunar samkvæmt
heimsmarkaðsverði að greiða 16—19% af verði full-
unnins áls. Súrálsverðið sé því síður en svo skráð of
hátt hér á landi.
Þá segja stjórnendur Alusuisse, að talnamisræmið
stafi af því, að á leið súrálsins til íslands sé bætt á það
fjárfestingarkostnaði, sem Alusuisse hafi í Ástralíu,
en liggi þó utan Ástralíu, væntanlega innflutt aðföng
framkvæmdanna.
Skýringin sýnir þó í raun, hvílíka talnaleiki má
stunda i alþjóðlegum viðskiptum af þessu tagi. Með-
ferð Alusuisse á fjárfestingarkostnaði sínum í Ástralíu
er í hæsta máta óvenjuleg, frá íslenzkum bæjardyrum
séð. Hún þarfnast skoðunar.
Iðnaðarráðherra segir, að fyrri endurskoðun hafi
leitt í ljós misræmi fob. verða árið 1974. Þá hafi menn
talið, að álmenn mundu bæta ráð sitt. Þess vegna hafi
endurskoðun ekki farið aftur fram fyrr en nú, og sam-
fellt misræmi því hlaðizt upp.
Ljóst er, að staða þessa máls er hin alvarlegasta.5
milljarðar króna eru enginn smápeningur. Svo sem gert
hefur verið, þarf að leggja þunga áherzlu á víðtækt
starf endurskoðenda og þefara. Að öðrum kosti getur
ísland ekki staðið í viðskiptum við fjölþjóðafyrirtæki
af þessu tagi.
Það mun vera tíl siðs hjá ýmsum
róttæklingum að snobba fyrir alþýð-
unni. Hún er víst þvílíkum kaunum
hlaðin af vondra manna völdum, að
engu tali tekur. En í þessu svartnætti
kúgunarinnar leynist þó sá vonar-
neisti að alþýðan vakni til vitundar
um mátt sinn og megin. Þá skal öllu
kippt í lið og sæluriki frelsaðra sálna
mun standa frá eilífð til eilifðar með
blómsturpotti í hverjum verksmiðju-
glugga.
Þetta er nokkuð snjöll kenning, en
því miður óraunhæf eins og svo
margar góðar hugmyndir. Hún er
óraunhæf vegna þess, að ef einhver
von á að vera til þess að menn vakni,
mega þeir helst ekki vera dauðir.
Afstaða stórs hluta alþýðunnar til
Gervasoni sýnir svo ekki verður um
villst, að siðferðisþrek alþýðu þessa
lands er álíka miklu lífi gætt og
flakaður þorskur á færibandi, svo ég
noti tuggu sem alþýðusnobbarar hafa
á heilanum.
Landflótta manni sem hvergi á
höfði að að halla vegna þess eins að
hann neitar að læra að framkvæma
grófasta glæp sem hægt er að fremja,
þ.e.a.s. manndráp, er vísað úr landi,
aðallega vegna þess, að hann hefur
ekki uppá vasann passa, sem hann
aldrei hefur fengið. Og alþýðan
bregst þannig við, að hún má vart
vatni halda í aðdáun sinni á siðblind-
um skriffinnum og einum flokkslið-
hlaupa, bara vegna þess að svo vill til
að hann er ráðherra.
Áður en gleymist. Síðan hvenær
fóru menn að hafa rétt fyrir sér í
krafti starfs síns?
Gervasonimálið sannar ótvírætt,
að lítilmennsku íslendinga eru óravíð
og teygjanleg takmörk sett, ef þá
nokkur.
A „Afstaða stórs hluta alþýðunnar til
Gervasoni sýnir svo ekki verdur um villst,
að siðferðisþrek alþýðu þessa Iands er álíka
miklu Iífí gætt og fíakaður þorskur á færi-
bandi...”
Lágtimbraðir
útúrsnúningar
Fyrir örfáum dögum var gaukað
að mér úrklippu úr Dagblaðinu, sem
hafði að geyma leiðaragrein ritstjór-
ans á síðasta fullveldisdegi þjóðar-
innar, þar sem hann taldi sig tilknú-
inn að rífa niður ákveðið lagafrum-
varp undir fyrirsögninni: „Hátimbr-
uð lagasmíði”. Auk þess var fram-
leiðslunni varpað yfir menn í
morgunútvarpi daginn eftir.
Þar sem málið er mér skylt og þar
sem fram koma í greininni gróflegir
útúrsnúningar, rangfærslur, van-
þekking og jafnvel illkvittni í garð
þeirra, er frumvarpið sömdu, tel ég
mig knúinn til að drepa niður penna.
Það sem málið snýst um er frum-
varp til laga um hollustuhætti og
hollustuvernd, sem nýlega hefur
verið lagt fram áalþingi. Frumvarpið
var samið af stjórnskipaðri nefnd,
þar sem mér var falið að leiða starfið,
en með mér að þessu verkefni unnu
dr. med Jón Sigurðsson, frv. borgar-
læknir, sem hefur áratuga reynslu á
þessu sviði og er þeim allra manna
kunnugastur, Þórhallur Halldórsson,
framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur, sem í gegnum áratuga
starf er gjörkunnugur málum frá
öllum hliðum, Guðlaugur Hannes-
son, gerlafræðingur, forstöðumaður
matvælarannsókna rikisins, sem
unnið hefur að matvælaþættinum
sérstaklega um áratuga skeið, og
Albert K. Sanders, bæjarstjóri, sem
sveitarstjórnarmanna hvað mesta
hefur þekkingu á þessum málum.
Kjallarinn
IngimarSigurðsson
Þessi nefnd skilaði áliti í maímán-
uði sl. í formi lagafrumvarps þess,
sem áður er rætt um, auk þess sem
nefndin gerði sér far um að gera sem
gleggsta grein fyrir þessum málum
vítt og breitt í greinargerð sem fylgdi
með álitinu.
Sést yfir nýmœlin
Ekki er hægt að komast hjá því i
jafnviðamiklu frumvarpi að kveða á
um vald- og þvingunarráðstafanir
eftirlitsaðila, þar sem annars væri
hætta á að eftirlitið yrði marklaust.
Til þess að ná fram nauðsynlegum
umbótum er gert ráð fyrir slíku í
frumvarpinu en jafnframt er gert ráð
fyrir því að þar starfi sérstök úr-
skurðarnefnd til að tryggja sem best
rétt þeirra, sem eftirlit er haft með,
og er hér um nýmæli að ræða.
Sannleikurinn er sá að til þess að
ná fram ofangreindum markmiðum
verður ekki komist hjá því að setja
ítarleg lög. Stutt lög eru best, satt er
það. Ekki er unnt að hafa lengd laga-
texta að einu viðmiðuninni. Best er
að hafa lög sem nákvæmust og skipt-
ir þá ekki máli, hvort verið er að
fjalla um kostnað, valdsvið,
þvingunarúrræði eða refsingar í lög-
unum.
Þetta álit áðurgreindrar nefndar lá
fyrir í maí og var það fjölritað og sent
út, m.a. til Dagblaðsins, sem þó sá
enga ástæðu til þess að kynna efni
þess lesendum sínum, hvað þá að
vara ráðamenn landsins við þeim
voðaverkum sem þar væri að finna.
Hefði ritstjórinn óneitanlega gert
meira gagn með því heldur en að
slengja fram órökstuddum sparðatín-
ingi og dylgjum i blaði sínu, sem
síðan eru lesnar yfir alþjóð i útvarpi
og það fimm mánuðum eftir að
honum var sent frumvarpið frá við-
komandi ráðuneyti. Hvaða tilgangi
þjóna slík vinnubrögð?
Ef teknir eru til meðferðar einstak-
ir þættir í grein ritstjórans varðandi
nefnt frumvarp, mætti ætla, að hann