Dagblaðið - 18.12.1980, Page 15

Dagblaðið - 18.12.1980, Page 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980. (t 15 Menning Menning Menning Menning I HVER ER ÉG? Bók menntir OLAFUR JÓNSSON Þorsteinn Antonsson: FÍNA HVERFID Frásögn Ljóðhús 1980. 224 bls. Ef þessi frásaga Þorsteins Antons- sonar væri skáldsaga — hvers lags saga væri hún þá? Þeirri spurningu er raunar auð- svarað. Höfundur bæði ber hana upp og svarar henni sjálfur, ef að er gáð, í sögu sinni. „Hver er ég? þetta er gáta,” segir hér í upphafi sögunnar. Og niðurstaðan að sögulokum: „Ég varð rithöfundur.” Fína hverfið er að sinum hætti þroskasaga, saga um ungan mann, leit hans að sjálfum sér og leið í þann áfangastað sem sagan lýsir sjálf, ekki bara með atburðum heldur öllu efni og eðli sínu. Og hún er um leið minningasaga, sögð af sjónarhóli hins fulltíða höfundar, þess sem orðinn er það sem ungi maðurinn í sögunni er nauðugur vilj- ugur að verða. ,,Nú er ekkert eftir, segir hann, sem ég get beitt mér við nema fortíðin. Hún er i veginum.” Fyrst og fremst er þá sagan tilraun þess sem hana segir til að gera sér grein fyrir því hver hann sé sjálfur og hvernig á honum standi. Eftir því er það þá líka sögumaðurinn sem mestu skiptir í sögunni, sá sem býr þar að tjaldabaki og sér og heyrir með eyr- um stráksins í sögunni. Símaskrá og samtíðarmenn En nú er Fína hverfið óvart alls ekki skáldsaga heldur sannorð frá- sögn, að því er virðist, af æsku og uppvexti höfundar sjálfs frá því hann er í bernsku og fram á miðjan þrí- tugsaidur. Þá er hann búinn að gefa út sína fyrstu bók og flosnaður frá námi sínu í háskólanum. Sögusviðið er tilteknar götur og staðir í Reykja- vík, Fjölnisvegur, Bergstaðastræti, Laufásvegur, menntaskólinn, Borgin, háskólinn, sögufólkið nafn- greindir félagar hans frá bernsku- og unglingsárunum og auðvelt fyrir for- vitinn lesanda að glöggva sig á því hverjir þeir séu hver og einn, ef hann kýs. Sjálfsagt standa þeir lt'ka á sínum stað i símaskránni og feður þeirra auðfundnir I uppflettiritum um samtíðarmenn, þeir sem ekki eru svo alkunnir að lesandi þarf ekki á fróðleik slíkra bóka að halda um þá. Sjálfir eru strákarnir ekki komnir á þá staði ennþá af þeirri einföldu ástæðu að slíkar bækur hafa ekki komið út nýskeð. Nema þeir sem eiga heima í þeim sem komið hafa. Eins og Þorsteinn Antonsson sjálfur í rit- höfundatali Menningarsjóðs. Þorsteinn Antonsson varð rithöf- undur og hefur á undanförnum tíu, tólf árum gefið út margar bækur, skrifað manna mest í hin og þessi tímarit, oft flutt erindi og frásagnir i útvarp. Ætli séu ekki fleiri áheyr- endur hans og lesendur heldur en ég sem hefur með köflum sett að mikinn svima og höfuðþyngsli við ærlegar tilraunir til að setja sig inn I frá- sagnarefni hans hverju sinni. Hjá Þorsteini hefur mér jafnan þótt fara saman alveg glögg sögumanns-gáfa, hæfileiki að lýsa fólki, setja á svið at- burði, sýna skilmerkilega staðhætti og umhverfi — við alveg óviðráðan- lega hvöt til þess að segja eitthvað sem hann með engu móti hefur getað komið orðum að i sögum sínum. Þangað til í fyrra, eða svo, að ég heyrði í útvarpinu ávæning af einkar þurrlegri skýrslu sem hann var að flytja um rithöfundarferil sinn. Þar var að minnsta kosti hvert orð skilj- anlegt sem ég heyrði. Trúlega er þetta texti sem fróðlegt væri að hafa til hliðsjónar við nýju bókina. Og þvi er ekki að neita að Fína hverfið vekur upp á nýtt áhuga um hin fyrri rit höfundarins. Sjón og raun Þorsteinn er skrýtinn. Og frásögn hans í Fina hverfinu er vissulega skrýtin og skemmtileg, svo hvers- dagsleg sem frásagnarefnin sjálf eru, hvert og eitt fyrir sig. Það er ekki því að neita að lesandi sem sjálfur ólst upp á sömu slóðum og í svipuðu um- hverfi, þótt það væri litlu fyrr, og hefur að sínu leyti farið svipaða leið ,,til manns” eins og það er víst kall- að, — það er ekki þvi að neita, segi ég, að hann hefur bæði skömm og gaman af ýmsum frásögnum Þor- steins á meðal annars af því að hann þekkir sig í hverfinu, göturnar, húsin og fólkið, og getur dundað á meðan hann les við að bera saman líkt og ólíkt I sínum eigin minningum og höfundarins. Samt sem áður held ég að eðlilegt og sjálfsagt sé að lesa Fína hverfið sem skáldsögu eins og fyrr var sagt, — sögu um höfundinn I sögunni að verða til. Auðvitað tekur lesandi eftir þvi hversu þröngt úrval efnisatriða frásögn eins og þessi hlýtur nú eins og jafnan að fela í sér, þótt hún sýnist kannski frjálsleg í sniðinu, afmörkun þess ytri veruleika sem hún kýs að lýsa og einbeitingu að tiltekinni braut sögumanns frá upphafi til lokasetn- ingar sögunnar: Hvernig ég varð rit- höfundur. Og hvernig sem lesandi metur hin fyrri rit Þorsteins Antons- sonar, ef hann þá þekkir þau, hyggég að hann hljóti að reka augun i það við Iesturinn hversu rakin frásagnar- efni í hefðbundinn „borgaralegan róman” hér er hvarvetna farið með: raunsæislegar reykjavíkursögur með raúnhæfri sálfræðilegri uppistöðu at- burðarásar og mannlýsinga. Það er ósköp auðvelt að hugsa sér Eron, Svein, Bóbó, Einar og hvað þeir heita félagar Þorsteins í sögunni, fjöl- skyldur þeirra, hús og heimili sem þátttakendur og vettvang skáldaðrar atburðarásar sem ætti þó allar sínar rætur úti í raunveruleikanum sjálfum eins og við sjáum og þekkjum hann í kringum okkur. Og við góðir les- endur erum satt að segja ekkert of- haldnir af slíkum samtíðarsögum. En þótt hún sé í eðli sínu skáldsaga held ég samt sem áður að sannsögli frásögunnar sé mesti styrkur Fína hverfisins, trúnaður höfundarins í sögunni við sjálfsýn og eigin raun, efnivið sögunnar eins og hann hefur varðveist I minnisstöðvum og sjón- taugum hans. Þetta stafar ekki bara af vantrausti á mátt og getu höfundarins að semja nógu góða sögu eða sögur upp úr þvi hráefni skáldskapar sem hann svo augljós- lega fer með í bókinni. Heldur af því að það er að endingu önnur og ann- arskonar skáldsaga sem hann hefur samið. Frelsi, helsi Um hvað er þá sagan? Ungling í uppvexti, umhverfi og samfélag sem hann vex til í sögunni. Sjálfsagt mætti nota ýmisleg einkennisorð um kynslóð Þorsteins Antonssonar, fædda á stríðsárunum, uppvaxna til manns á árunum eftir stríð. Stríðs- börn, ástandsbörn, gróðabörn. Börn kalda stríðsins. Eða þvílíkt. Og hið þrönga umhverfi og samfélag sem hann lýsir I sögunni mætti á sama máta auðkenna með einföldum orðum: kenna það til dæmis við borgina sjálfa, borgarbúa, borgara- stétt á árunum eftir styrjöldina og fram á þennan dag. Það sem mestu skiptir um frásögn Þorsteins held ég sé að hann lætur vera að „tjá og túlka” efnið fyrir lesanda sínum að þessum eða öðrum hætti venjubund- innar skáldsögu, lætur sér nægja að láta það uppi og lætur lesanda álykt- anirnareftir. Fína hverfið I frásögn Þorsteins af- markast í stórum dráttum af Baróns- stíg og Njarðargötu, Sóleyjargötu og Freyjugötu, og mætti að vísu draga mörkin enn þrengra. Sjálfur er hann fæddur á jaðri þess, og svo er um fleiri I sögunni. Og þótt hann eigi svo að segja innangengt um bakdyrnar í það ættar- og embættisveldi sem ýmsir félagar hans byggja er það deg- inum Ijósara að sjálfur á hann heima utan þess. Um einkahagi sína er Þorsteinn í senn berorður og einkennilega fá- orður. Enda ekki þeir sem mestu skipta heldur það umhverfi og sam- félag sem hann kynnist við í æsk- unni og víkur að sögulokum Irá því að leita þar inngöngu eða upp- töku. Af hverju? Því svarar ekki sagan enda er hún ekki skáld- saga. En Ijóst er af frásögninni hversu þröngur, einangraður þessi heimur er — og þó hvar- vetna þunn skurnin sem aðgreinir hann frá umheimi, annarskonar fólki, lífsháttum og lífsbaráttu á aðra hönd, heimi draumóra og martraðar á hina. Og frá heimi skáldskapar. Fjölmargar einstakar mannlýsingar og atvik frásögunnar virðast eins og fyrr var sagt rakin tilefni allskonar annarskonar frásagna — sem allar væru þó venjulegri en hún er sjálf. Ekki þyrfti mikið að snúa upp á lýs- ingar sögunnar á húsameistara á heimili sínu, ráðherra við skál á Þing- völlum, til dæmis, til að þar væri komin uppistaðan i venjubundna skopádeilu með öllum venjubundn- um hleypidómum um borgaraskap- inn I bænum. Það er bara ekki gert. Eða hasarleikir barna á götunni, unglingaveislur á höfðingjasetrun- um. Kynni við stúlku I skólaferð. Efnin blasa allstaðar við en sagan lætur þau uppi sem veruleika, án túlkunar — annarrar en þeirrar sem í frásagnarhættinum felst, sjóninni sem nemur sviðið og fólkið. Gátan geymir svar sitt sjálf. Ég er sá sem spyr. En til hvers er þá sagan sögð? Sjálfrar sín vegna, vænti ég, vegna þess að hún var það sem fortíðin geymdi þegar að var gáð. Sumstaðar í sögunni víkur Þorsteinn Antonsson að tvennskonar ófrelsi sem á börn sé lagt í uppvexti — í fjölskyldu þeirra og því samfélagi sem tekur við unglingnum þar sem fjölskyldunni sleppir. Vera má að hann hafi fyrir sér eða ali með sér hugmyndir I sög- unni um að unnt sé að kasta af sér helsi og öðlast þar með frelsi að ein- hverjum hætti. En það er þá yrkis- efniíaðrabók. Þorsteinn Antonsson á söguslóðum sinum. \ ✓ athafnamenn íslenskir Bragi Einarsson i Eden. Allir þekkja þaðfræga fyrirtækien færri manninn, sem stendur aö baki athöfn- unum. Athafnaþrá, bjartsýni og dugn- aður var eina veganestið 0£ oft hefur Bragi og þau hjón, þúrft aö beygja bakiö á fyrstu árunum. Erfiðleikarnir létu ekki á sér standa, en ekki var bugast og árangurinn blasir við. Helgi Eyjólfsson. Byggingameistari. Hagsýni og dugnað- ur eru þungamiðja hans starfssögu. Honum hefur verið sú list lagin að fram- kvæma hlutina á hagkvæmari hátt en aðrir og oft hefur hann gert þaö sem flestir töldu öfært. Má þar m.a. nefna byggingu verksmiöjanna á Djúpuvik og Hjalteyri, sem hann byggði við aöstæð- ur sem vægast sagt voru ekki aðlaðandi. En Helgi fann ráð við öllum vanda og svo hefur verið allar hans athafnir. Kristmundur Sörlason. F'átækur sveitastrákur aí Ströndum. Byrjaði sinar athafnir i smáskUr, eftir ýmiskonar svalk á sjö og i landi. Hefur nU ásamt Pétri bróöur sinum, komið á fót umsvifamiklu fyrirtæki, Stálveri h.f., sem hefur fitjaö upp á ýmsum ný- unguny M.a. smiðaö vél sem framleiöir is Ur sjó og margt fleira mætti telja sem aðhafst er á þeim bæ. Áþreifanlegt dæmi þess, hverju vilji og dugnaður fær áorkað. Páll Friðbertsson. Forstjóri, Súgandáfirði. Hann er að segja má fæddur inni sitt hlutverk. Fað- ir hans var forustumaöur um atvinnu- mál og það hefurfallið i hlut Páls að halda uppi merkinu. Oft hefur verið þungt fyrir fæti, en nú hefur fyrirtækinu, sem hann hefur stjórnað, tekist að koma á fót einu best bUna frystihúsi á landinu og eignast nýjan skuttogara.Páll hefur átt þvi láni að fagna að eiga ágæta sam- starfsmenn'og SUgfirðingar hafa staðið fast saman um sin atvinnumál. Soffanías Cecilsson. Hefur nokkra sérstöðu i þessum hópi. Hann byrjaði formennsku og fyrirvinnu heimilis i barnæsku. Var um árabil af- burðafengsæll skipsljóri. En hætta skal hverjum leik þá hæst hann ber. Sofíanias rekur nU fiskvinnslufyrirtæki á Grundarfirði. Hefur átt i vmsum brösum viö kerfið en ekki látið undan siga. Temur sér ekki víl eða vol. Litrik persóna sem gaman er að kynnast þeg- ar allt er undirlagt afbölsýni og barlóm. Þorsteinn Matthíasson hefur skráð þessa þætti, af sinni al- kunnu háttvisi. Honum er þaö helst til foráttu fundið að hann leitar fremur eftir þvi betra I fari sinna viðmælenda. Málshátturinn „F'ár bregður þvi betra ef hann veit hið verra” er honum vfðsfjarri. Hann er ekki I nýtfskulegri leit að ávirðingum og hneykslismálum. Það er óhætt að fullyröa að þessi bók er lærdómsrik og auk þess skemmtileg og myndum prýdd. Ægisútgáfan

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.