Dagblaðið - 18.12.1980, Síða 20
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980.
20
I
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
I
Öruggur sigur
ÍBKáUMFG
Keflavík sigraði Grindavik 84-72 i 1.
delldinni i körfuknaUleik i Keflavík í
gaerkvöld efttr pð hafa leitt 42-37 i hálf-
leik. Jafnrœði var framan af með
liðunum og fyrst i siðari hálfleiknum
komst Grindavík i 52-50. Þá' settu
heimamenn allt i botn, skoruðu 20 stig
gegn 6 á skömmum tima, og komust i
70-58. Sá munur dugði þeim til loka og
öruggur sigur var i höfn.
Fyrir Keflavik skoraði Terry Read 30
stig, Axel Nikulásson 20 og Jón Kr.
Gislason 9, en fyrir UMFG Don Frasc-
ella 30 og Eyjólfur Guðlaugsson 18.
- emm
Hagnaðurinn
tæpar 13
milljónir
Að sögn Júliusar Hafstein, formanns
HSÍ, varð hagnaður af heimsókn V-
Þjóðverja hingað til lands rétt tæpar 13
milljónlr og voru þær vafalitið vel
þegnar þvi fjárhagur sambandsins var
bágborinn en virðist nú heldur vera að
lagast.
Á mánudag voru þeir fþróttaménn heiðraðir er Iþróttablaðið og ÍSl töldu bezta
hvern i sinni grein. Var öllum boðið til hófs að Loftleiðum og á myndinni að ofan
eru eftirtaldir: Aftari röð f.v. Björn Þór Ólafsson, skiði, Gunnlaugur Jónasson,
siglingar, Hannes Eyvindsson, golf, Bjarni Friðriksson, júdó, Óskar Jakobsson,
frjálsar fþróttir, Torfi Magnússon, körfuknattieikur, Leifur Harðarson, blak,
Páll Björgvinsson, handknattleikur, Karl Óskarsson, skotfimi, og Ingi Þór Jóns-
son, sund. Fremri röð f.v. Kristfn Magnúsdóttir, badminton, Áslaug Óskarsdótt-
ir, fimleikar, Sigurrós Karlsdóttir, fþróttafélag fatlaðra, Ragnhildur Sigurðar-
dóttir, borðtennis, og Skúli Óskarsson, lyftingar.
DB-mynd Sigurður Þorri.
Grasvöllur Vals vígður næsta sumar:
Með leik íslenzku atvinnu
Enn eitt jafntefli IR
ÍR-ingum kann að veitast erfitt að ná
sæti sinu i 1. deildinn! aftur þvi llðið
gerði sátt fjórða Jafntefli i 2. deUdlnni i
gærkvöld, 21-21, gegn Ármanni.
Valencia vann
stórbikarinn
Valencia vann i gærkvöld stórbikar
Evrópu (Supercup) með þvi að leggja
Nottingham Forest að velll, 1-0, á
heimavelli sinum að vlðstöddum 40.000
áhorfendum. Það var Morena sem
skoraði eina mark lelksins eftir að hafa
komizt inn i sendingu frá Raimondo
Ponte og teklð 60 metra sprett. Lyfti
Morena knettinum yflr Shilton en hann
hafnaði i þverslánni. Honum urðu hins
vegar engin mlstök á i annarri tilraun.
Trevor Francis lék með Forest i gær og
átti stórleik.
Lelkur liðanna var allan timann ákaf-
lega jafn, utan i byrjun er ÍR komst i 4-
0. Ármann leiddi i hálfleik 13-12, en ÍR
tókst að jafna metin f lok leiksins með
vitakasti Guðmundar Þórðarsonar,
sem varð jafnframt markahæstl leik-
maður ÍR i lelknum með 7 mörk — þai
af 3 úr vitum. BJarni Bessason skoraði
6 mörk, Ásgelr 3, Brynjólfur 2 og þeii
Ársæll, Guðjón og Slgurður 1 hver.
Fyrlr Ármann skoruðu: Óskar 7, Einai
4, Björn 4, Jón og Frlðrik 2 hvor
Kristlnn og Haukur 1 hvor.
ísrael steinlá
Portúgalir sigruðu Ísraela 3-0 i 6.
riðli Evrópu fyrir heimsmelstarkeppn-
ina á Spáni 1982 og tóku þar með for-
ustu f riðlinum. Fyrirliðinn, Coelho,
skoraði tvivegis en hann lék nú i lands-
liðinu eftir nokkurt hlé. Jordao skoraði
þriðja mark Portúgals.
Knattspyrnufélagið Valur verður
sjötfu ára næsta vor. Stofnað i mai
1911 fyrir áeggjan séra Friðriks Frið-
rikssonar, hins mikla leiðtoga
KFUM. I
mannanna gegn Valsmönnum
I tilefni afmælisins munu Vals-
menn efna til ýmissa íþróttamóta í
hinum einstöku íþróttagreinum, sem
iðkaðar eru i félaginu.
Þá verður nýi grasvöllurinn á
Hlfðarendasvæðinu vigður, sennilega
í júni. DB hefur frétt að i vigsluleikn-
um muni Valur leika við úrvalshð,
sem skipað verður helztu atvinnu-
mönnum okkar i knattspyrnunni eins
og Ásgeiri Sigurvinssyni, Janusi Guð-
laugssyni, Teiti Þórðarsyni, Arnóri
Guðjohnsen og Pétri Péturssyni svo
nokkur nöfn séu nefnd og auðvitað
Valsmönnunum Atla Eðvaldssyni og
Magnúsi Bergs. Það fylgir líka frétt-
inni að þessir leikmenn muni koma'
með einn til tvo þekkta leikmenn úr
þeim liðum, sem þeir leika með. Það
gæti svo farið, að með úrvalsliöinu
— islenzku atvinnumönnunum —
lékju leikmenn eins og Ralf Edström,
Standard, Lato eða Lubanski, Loker-
en, Flemming Nielsen, Fortuna Köln,
Jan Peters, Feyenoord og Burgs-
mílUer, Borussia Dortmund. Jafnvel
einhverjir fleiri þekktir leikmenn.
- hsim.
Einar og
Þorbjöm
ílandsliðið
Hilmar Björnsson hefur ákveðið að
þeir Einar Þorvarðarson, markvörður-
inn snjalli úr HK, og Þorbjöm Guð-
mundsson úr Val séu þelr menn sem
hann þarf fyrir leikina gegn Belgum um
helgina. Þeir léku báðir með pressulið-
inu gegn landsliðinu f sigri þess fyrr-
nefnda á Selfossl á þriðjudag. Undir-
búningur landsliðsins stendur nú sem
hæst fyrir lelkina en sfðan verður gert
örstutt hlé rétt fyrir jólahátfðina en svo
tekið tll við á fullu á ný.
-SSv.
Fundi f restað
Aðalfundi knattspyrnudeildar Vik-
ings, sem vera átti f kvöld, hefur verið
frestað af óvlðráðanlegum orsökum.
Sigurlið Fram aó leiknum loknum f gær. Á litlu innfelldu myndinni afhendir Hákon Bjarnason Oddnýju Sigsteinsdóttur
sigurlaunin. DB-myndir S.
Ásgeir Sigurvinsson
Enn einn sigur Fram
sigraöi Val 15-12 í úrslitum Reykjavíkurmótsins í gærkvöld
Framstúlkurnar urðu i gærkvöld
Reykjavikurmelstarar i meistaraflokki
kvenna i handknattleik er þær lögðu
stöllur sinar frá Hlfðarenda að velli 15-
12 f hörkuleik f Höllinni.
Fram hafði alltaf undirtökin í leikn-
um og í hálfleik var staðan 10-7 þeim í
vil. Valsdömurnar mættu ákveðnar til
leiks f siðari hálfleik og Harpa Guð-
mundsdóttir var í miklu stuði. Tókst
Val að minnka muninn niður í eitt
mark, 10-11, en nær komust þær ekki.
Fram seig fram úr á ný og sigraði
örugglega.
Mörkin: Fram: Guðriður Guðjóns-
dóttir, 7, Oddný Sigsteinsdóttir 3,
Jóhanna Halldórsdóttir 2, Margrét
Blöndal 2, Sigrún Blomsterberg 1.
Valur: Harpa Guðmundsdóttir 8,
Sigrún Bergmundsdóttir 2, Marin Jóns-
dóttir 1 og Erna Lúðvíksdóttir 1. - SSv.
Burridge
tilQPR
Útsalan hjá Palace heldur áfram. í
gærkvöld keypti Terry Venables John
Burridge, markvörðinn sterka hjá
Palace, fyrir 250.000 pund og hefur nú
keypt 3 leikmenn frá Alkison til QPR á
skömmum tíma. Þá bauð Venables
John Bond 50.000 pund i varamark-
vörð City, Keith McRae, en fékk
neitun.