Dagblaðið - 03.01.1981, Side 1

Dagblaðið - 03.01.1981, Side 1
7. ÁRG. - LAUGARDAGUR3. JANÚAR1981. - 2. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl ll.-AÐALSÍMl 27022. Mun meira að gera við seðlaskiptin í bönkum en búizt var við: Heimingur gömlu seð/ anna úrumferð ígær . _■ ■ ■ ■ x ■■ ■ ■ m m m jk m ■ ___m - m r ■ ■ V ...................... Deila Amarflugs ogflugvirkja: Alltvið það sama Enn situr allt við það sama í deilu Arnarflugs og Flugvirkja- félags Sslands vegna uppsagnar reyndasta flugvélstjóra félagsins. Svo sem DB greindi frá fyrir jól, samþykktu flugvirkjar á fundi sínum að gefa stjórn og trúnaðar- mannaráði Flugvirkjafélagsins heimild til vinnustöðvunar hjá Arnarflugi vegna upp- sagnarinnar. Flugvirkjar segja að ekki sé fyrir hendi ágrein-' ingur um starf flugvél- stjórans, heldur sé um að ræða persónulegt mál milli hans og flugfélagsins. Þeir vilja að uppsagnir fari eftir starfsaldri manna. Arnarflug telur sig hins vegar óbundið af starfsaldri. Geir Hauksson, formaður Flugvirkjafélagsins sagði að lítið hefði gerzt í málinu yfir hátíðar, enda væri tíminn þá ódrjúgur. Hins vegar mætti búast við viðræðum deiluaðila strax eftir helgina. Uppsögn flugvélstjórans kom til framkvæmda hinn 1. desember sl , -JH. Gervasoni látinn laus í Danmörku Gervasoni var í gær látinn laus úr varðhaldi á meðan dönsk yfir- völd íhuga beiðni hans um pólitískt hæli. Danska lögreglan taldi ekki ástæðu til að halda honum lengur þar sem hann hefur gert henni fullnægjandi grein fyrir ferðum sínum. Gervasoni málið hefur vakið athygli danskra fjölmiðla, og hafa m.a. helztu blöð Kaup- mannahafnar skýrt frá þvi. Gervasoni var sem kunnugt er sendur héðan 30. desember sl. -KMU. Sagaer ekkisjónvarp — Ólafur Jónsson skrifarum Paradísarheimt — sjábls.7 —sjá viðtöl á bls. 6 og 7 DB-mynd: Slg. Þorri. NORÐANÁTT UM ALLT LAND —er spá veðurstofunnar um helgarveðrið Á morgun er spáð norðanátt um dag. Það er þvi útlit fyrir að þessi veðurstofan gerir ráð fyrir að hvass- allt land. Snjókoma verður nokkur ungi herra, sem renndi sér á skíðum í viðrið verði gengið niður þá. Trausti fyrir norðan, en búizt er við að hann gærdag á Miklatúni, verði að geyma Jónsson veðurfræðingur sagði haldist þurr á Suðurlandi. Þó má skíðin inni í dag. Á morgun ætti að okkur að talsvert frost yrði um allt gera ráð fyrir skafrenningi, einkum í vera hægt að skella sér í Bláfjöll því land þessa helgina. -ELA Krafa stjómarandstöðunnar: Þingverði kvatttil funda 7. janúar — „stjómarandstaðan er íkasti,” segir SvavarGestsson „Það er dregið í efa, að þing- meirihluti sé fyrir bráðabirgða- lögunum. Auk þess er óeðlilegt að nota sér jólafrí þingmanna til að gefa út bráðabirgðalög í mikil- vægu máli og setja alþingi út í horn,” sagði Matthías Bjarnason alþingismaður (S) í gærkvöld. Þingflokkur sjálfstæðismanna samþykkti í gær að krefjast þess, að Alþingi yrði kallað saman eigi síðar en 7. janúar, vegna bráða- birgðalaganna. Þingflokkur Alþýðuflokksins gerði sams konar ályktun í gær. Matthías nefndi meðal annars óljósa afstöðu Guðrúnar Helga- dóttur alþingismanns (AB) til nýju laganna. Stjórnarliðar voru fjarstaddir þingflokksfund sjálfstæðismanna í gær, og var ályktunin samþykkt einróma. Albert Guðmundsson fór þá af fundinum áður en til at- kvæðagreiðslu kom. , ,Þessi viðbrögð stjórnandstöð- unnar eru athyglisverð. Þau snú- ast um formsatriði en ekki inni- hald ráðstafananna og eru hluti af því almenna kasti, sem stjórn- arandstaðan virðist vera í,” sagði Svavar Gestsson ráðherra um þetta mál. Svavar sagði engan vafa á, að aðgerðirnar hefðu stuðning meirihluta þings og ástæðulaust væri að kalla þing saman fyrr en í lok janúar. -HH. Jón L varð í2.-5.sæti —Akesson sigraði Jón L. Árnason varð í 2.-5. sæti á Evrópumeistaramóti unglinga í skák. Síðasta umferð mótsins í Groningen í Hollandi var tefld í gær og sigraði Jón þá Ungverjann Caroli. Svíinn Akesson hafði yfirburði á mótinu og vann það með 11,5 vinningum af 13 mögulegum. Með Jóni i 2,- 5. sæti urðu Pigusov frá Sovét- ríkjunum, Adrianov, Sovét- ríkjunum, og Búlgarinn Dana- ilov. -JH. I

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.