Dagblaðið - 03.01.1981, Page 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981
<s
Útvarp
23
Sjónvarp
»)
Hraun lagðist yfir hluta kaupstaðarins á Heimaey.
GOSID OG UPPBYGGINGIN í VESTMANN AEYJUNI
—sjónvarpkl. 20,55 ásunnudag:
Baráttan við hraunflóðið
Á sunnudagskvöld sýnir
sjónvarpið íslenzka heimildamynd
um eldgosið í Heimaey árið 1973,
eyðilegginguna, baráttu manna við
hraunflóðið og endurreisn staðarins.
Myndina tók Heiðar Marteinsson.
Heiðar var fréttamaður sjónvárps á
gostímanum og var í Vestmanna-
eyjum mest allan þann tíma, sem
gosið stóð yfir. Jón Hermannsson
annaðist vinnslu. Magnús Bjarn-
freðsson samdi handrit og er einnig
þulur.
Snemma morguns 23. janúar 1973
hófst eitt mesta eldgos í sögu Íslands
í Helgafelli á Heimaey. í þessu gosi
var unnið mikið brautryðjendastarf i
tilraunum til þess að stoppa hraun-
flóð og eftir að gosi lauk var hafizt
handa við mikið uppbyggingarstarf.
-GSE.
Guðný Guömundsdóttir, Asdís
Þorsteinsdóttir, Mark Reedtnan
og Nina Flyer leika Strengjakvart-
ett nr. 6 eftir Béla Bartok.
21.10 „Saga um afbrot” eftir
Matdm Gorky. Jón Pálsson frá
Hlíð þýddi. Hjalti Rögnvaldsson
leikari les fyrri hluta. Siðari hluti
sögunnar er á dagskrá kvöldið
eftir.
21.50 Að tafli. Guðmundur
Arnlaugsson flytur skákþátt.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Kvöldsagan: Reisubók Jóns
Ólafssonar Indíafara. Flosi Ólafs-
son leikari les (27).
23.00 Nýjar plötur og gamlar.
Þórarinn Guönason kynnir tónlist
og tónlistarmenn.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Laugardagur
3.janúar
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni
18.30 Lassie. Tólfti og næstsiðasti
þáttur. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
18.55 Enska knattspyrnan.
19.45 Frétlaágrip á tóknmáli.
20.00 Fréttlr og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Löður.' Þetta er síðasti þáttur-
inn að sinni, og er hann tvöfalt
lengri en venjulega. Þýðandi Ellert
Sigurbjörnsson.
21.25 Götóttu skórnir. Bresk dans-
mynd í léttum dúr, byggð á hinu
þekkta Grimms-aevintýri, um
Drinessurnar sem voru svo dans-
fiknar, að þær slitu upp til agna
nýjum skóm á hverri nóttu. Þýð-
andi Rannveig Tryggvadóttir.
22.15 Greifafrúin. (Die marquise
von O). Þýsk-frönsk bíómynd frá
1976, byggð á skáldsögu eftir
Heinrich von Kleist. Leikstjóri
Eric Rohmer. Aðalhlutverk Edith
Clever, Bruno Ganz, Peter LUhr
og Edda Seippel. Sagan hefst árið
1799. Rússneskur her ryðst með
ránum og rupli inn í Itallu. Greifa-
frúin af O. . . dvelst í virki, þar
sem faðir hennar er herstjóri, og
því ná Rússarnir á sitt vald eftir
harða baráttu. Þýðandi Kristrún
Þórðardóttir.
23.50 Dagskrárlok.
Sunnudagur
4. janúar
16.00 Sunnudagshugvekja.
16.10 Húsið á sléttunni. Tíundi þátt-
ur. Þýðandi Óskar Ingimarsson.
17.10 Leltin mlkla. Tíundi þáttur.
Afrísk trúarbrögð. Þýðandi Björn
Björnsson prófessor. Þulur Sigur-
jón Fjeldsted.
18.00 Stundln okkar. Aðalefni
þáttarins verður upprifjun efnis
sem var i Stundinni okkar á ný-
liðnu ári. Einnig rekia nemendur
úr Kennaraháskóla lslands sögu
jólasveinsins 1 máli og myndum,
og fastir liðir verða í þættinum.
Umsjónarmaður Bryndis Schram.
Stjórn upptöku Tage Ammen-
drup.
18.50 Hlé.
19.45 Fréttaágripátáknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Augiýsingarogdagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
20.45 Vindar. Þorsteinn frá Hamri
les kvæði sitt.
20.55 Gosið og uppbyggingin f Vest-
mannaeyjum. íslensk heimilda-
mynd um eldgosiö í Heimaey áriö
1973, eyðilegginguna, baráttu
manna við hraunflóðið og endur-
reisn staðarins. Myndina tók
Heiðar Marteinsson. Jón Her-
mannsson annaðist vinnslu.
Magnús Bjamfreðsson samdi
handrit og er einnig þulur.
21.20 Landnemamir. Bandarlskur
myndafiokkur. Sjöundi þáttur.
Efni sjötta þáttar: Englendingur-
inn Oliver Seecombe fær John
Skimmerhorn til að fara til Texas,
þar sem hann á að kaupa naut-
gripi og ráða kúreka. Rekstrar-
stjóri Skimmerhorns er hörkutólið
Poteet. Flokkurinn lendir i marg-
víslegum raunum á leiðinni frá
Texas til Colorado. Þýðandi Bogi
Arnar Finnbogason.
22.55 Dagskrártok.
Mánudagur
5. janúar
19.45 Fréttaágríp á táknmáli.
20.00 Fréttlr og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Tommlog Jenni.
20.40 Áfengisvandamálið. Joseph
P. Pirro starfar aö fræðslumálum
á Freeport-sjúkrahúsinu í Banda-
rikjunum, þar sem margir
íslendingar hafa leitað sér lækn-
inga við áfengissýki. Pirro var á
ferð hér á tslandi i sumar og gerði
íslenska sjónvarpið þá þrjá stutta
þætti með honum. Fyrsti þáttur.
Annar þáttur verður sýndur
þriöjudaginn 6. janúar og þriðji
miövikudaginn 7. janúar.
20.55 íþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
21.25 Sól er ætfð gull á sunnudegi.
Austur-þýzkt sjónvarpsleikrit.
Höfundur handrits og leikstjóri
Rainer Bár. Aöalhiutverk Anne-
gret Siegmund, Horst Drinda og
Michéle Marian. Blaðamaður
finnur dagbók lítillar stúlku, þar
sem lýst er ferð hennar og fööur
hennar til baöstrandar. Blaða-
maðurinn vili vita nánari deili á
stúlkunni og rekur slóð þeirra
feðginanna. Þýðandi Kristrún
Þórðardóttir.
22.45 Ákvörðunarstaður: Island.
Greenpeace-menn hafa látið gera
þessa kvikmynd um ferðir
Rainbow Warriors á íslandsmiö
og viðureign áhafnarinnar við ís-
lendinga. I myndinni er kveðinn
heldur harður dómur yfir Is-
lendingum, sem þykja stundum
virða lítils skynsamleg friðunar-
sjónarmið og gildandi alþjóða-
reglur. Þýðandi Ingi Karl
Jóhannsson. Þulur Gylfi Pálsson.
23.35 Dagskráriok.
GREIFAFRÚIN
—sjénvarp kl. 22,15 íkvöld:
ÁSTARÆVINTÝRI í
HERSETNU VIRKI
Laugardagsmynd sjónvarpsins að
þessu sinni er þýzk-frönsk bíómynd
frá 1976 og heitir Greifafrúin eða
„Die marquise von O”. Mynd þessi
er byggð á skáldsögu eftir Heinrich
von Kleist.
Myndin hefst árið 1799. Rúss-
neskur her ryðst inn í Ítalíu. Greifa-
frúin af O dvelst í virki þar sem faðir
hennar er herstjóri, og því ná Rúss-
arnir á sitt vald eftir harða baráttu.
Þar sem greifafrúin af O er
hefðarfrú er ekki til þess ætlazt að
hún blandi mikið geði við hersetulið-
ið, en þrátt fyrir staðfastan ásetning
verður greifafrúin þunguð.
Foreldrar greifafrúarinnar eru
auðvitað ekki ánægð með það og á-
saka dóttur sína um lausLeii. Ekki
bætir það úr aðgreifafrúin kann eng-
ar skýringar á þunga sínum.Foreldrar
greifafrúarinnar gerast nú allill i fasi
og neyðist greifafrúin að flytjast
burtu úr kastalanum.
Greifafrúin setur nú töluvert ofan
í lifnaðarháttum, en deyr ekki
ráðalaus. Hún gripur til þess ráðs
að auglýsa eftir föður að barni sínu,
sem sennilega hefur verið frekar
óvenjulegt um aldamótin 1800. Hvað
um það, draumaprinsinn kemur
riðandi á hvítum hesti, kominn aftur
á fornar slóðir úr mikilvægri
sendiför. Eins og i góðum ævin-
týrum, allt er gott þegar endirinn er
góður.
Leikstjóri er Eric Rohmer.
Aðalhlutverk Edith Clever, Bruno
Ganz, Peter Luhr og Edda Seippel.
Þýðandi er Kristrún Þórðardóttir.
-GSE.
Hliðaskóli i Reykjavik.
ÞETTA ERUM VID AÐ GERA
—útvarp kl. 17,20: kl. 17,20 í dag:
Ýmislegt að ger-
ast hjá krökkunum
í Hlíðaskóla
„Þetta erum við að gera” heitirdag-
skrá sem börn í Hlíðaskóla í Reykjavík
gera með aðstoð Valgerðar Jónsdóttur.
Þátturinn er tekinn upp bæði niðri i út-
varpi og í Hlíðaskóla. Krakkarnir byrja
á því að líta inn til nemendaráðs og for-
vitnast um hvað er á dagskrá hjá því í
vetur. Síðan er talað við félaga í ferða-
klúbbi skólans og kemur þar m.a. fram
að ferðafélagið hefur nýlega farið í
Landmannalaugar í boði Náttúru-
verndarráðs.
Fluttir verða tveir leikþættir,
gamanþættir, sem nemendur úr
sjöunda og áttunda bekk flytja.
Tónlistin í þættinum er að mestu leikin
af hljómplötum, nema hvað hópur í
áttunda bekk syngur lagið „Það er svo
margt ef að ergáð”.
Þing Sameinuðu þjóðanna hefur á-
kveðið árið ’81 alfa ár eða alþjóðaár
fatlaðra. Fjallað verður um málefni
fatlaðra en í Hliðaskóla er sérdeild fyrir
hreyfihamlaða.
Að síðustu verður sagt frá starfsemi
ljósmyndaklúbbs skólans. Þátturinn
byggist mikið upp á viðtölum
krakkanna við skólasystkini sín. Alls
taka um 50 krakkar þátt í gerð dag-
skrárinnar. -GSE.
SANDGERÐI
Umboðsmann vantar strax í
Sandgerði.
Uppl. í síma 92-7696 eða 91-
mmiAÐin