Dagblaðið - 05.01.1981, Page 1

Dagblaðið - 05.01.1981, Page 1
/ / f frjálst, oháð V ilillfll Jdagblað 7. ÁRG. — MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1981. — 3. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 L-AÐALSÍMl 27022. Ólafi Ragnarssyni ritstjóra Vísis sparkað um áramótin: VERKFALL Á VÍSI Á MIÐVIKUDAGINN Starfsmenn á ritstjórn Vísis hafa í skeyti til Ólafs Ragnarssonar fyrrv. ritstjóra blaðsins harmað hvernig góðu samstarfi þeirra lauk, en Ólafi var sagt upp störfum um áramótin með venjulegum uppsagnarfresti. Kaus Ólafur að láta af störfum sam- stundis. Kom uppsögn hans mjög á óvart þótt vitað væri að grunnt hefur verið á því góða milli Ölafs og útgáfu- stjórnar blaðsins í Reykjaprenti h.f., sem hefur þótt ritstjórinn fyrrver- andi full harður á sinni meiningu um sjálfstæði ritstjórnarinnar. Minnir það óneitanlega á það ástand, sem skapaðist fyrir rúmlega fimm árum og leiddi á endanum til stofnunar Dagblaðsins. Hvorki Ólafur Ragnarsson, né stjórn Reykjaprents hf. hafa viljað gera nánari grein fyrir þeim sambúðarerfiðleikum, sem leiddu til uppsagnar Ólafs. Stjórn Blaðamannafélags islands og stjóm Lífeyrissjóðs blaðamanna hefur boðað vinnustöðvun á ritstjóm Vísis frá og með miðvikudeginum 7. janúar vegna gjaldfallinna skulda blaðsins við lífeyrissjóðinn. Það verkfall var boðað með mánaðar- fyrirvara. Skuld Vísis við líf- eyrissjóðinn nær yfir allt síðasta ár, og nemur samtals um 12 milljón gömlum krónum, eða 120 þúsund nýkrónum. Tæpur helmingur þess er gjaldfallinn. Greiðslustaða Vísis hefur verið slæm að undanförnu. Blaðamenn blaðsins hafa t.d. enn ekki fengið greidd laun sin í þessum mánuði. 1 -vegna stórfelldra skuldavið Lífeyrissjóð blaðamanna síðasta mánuði voru laun greidd hinn 5. dag mánaðarins og þá í seðlum, sem þykir benda til að launa- reikningi blaðsins í viðskiptabanka þess hafi verið lokað og peningarnir hafi komið annars staðar frá. -ÓV. — Sjá einnig á bls. 5. Eins og oft áður var Breiðholtið erfiðast viðureignar. Stóra myndin er af bflum, sem skrfða þaðan hægt og sfgandi. Innfellda myndin er af bíl, sem sat fastur f skafli og lét sér ekki segjast þó ýtt væri við honum. -DB-myndir S. Fannfergi og skaf renningur á höfuðborgarsvæðinu: Umferð tafðist vegna vanbúinna bfla Um þrjúleytið í nótt byrjaði að fenna og skafa á höfuðborgarsvæðinu með þeim afleiðingum að götur lokuðust eða tepptust. Þegar menn byrjuðu að koma sér til vinnu var því úr vöndu að ráða og þeir sem óku bílum, sem ekki voru sérlega vel út- búnir, höfðu lítið heiman að gera. Sumir létu sig þó hafa það, jafnvel á bílum búnum sumarhjólbörðum. Þeir festu hins vegar bíla sína víða um bæinn og töfðu þar með fyrir öðrum. Lögreglan í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði hafði nóg að gera við að sinna köllum vegna þessa og koma fólki til vinnu, t.d. á sjúkrahúsin. Oft náðu þó vel búnir lögreglubílar ekki að veita þá aðstoð sem þurfti því jafnvel þeir festust í snjónum. Ekki var um hálftiuleytið í morgun kunnugt um að nein slys hefðu orðið á mönnum vegna færðarinnar. Hún hafði að minnsta kosti það gott i för með sér að menn óku hægt og gættu sín á þeim fjölda gangandi fólks, sem var að reyna að komast til vinnu á tveim jafnfljótum. Reynt var að halda strætisvagnaleiðum opnum eftir megni, svo og öllum aðalleiðum. Um hálf- tíuleytið var mesta ofankoman að því virtist hætt og gat þá ruðningur hafizt fyrir alvöru. Fella varð niður kennslu í nokkuð mörgum skólum á höfuðborgar- svæðinu og sveitunum í kring. Norðanlands var hins vegar hið bezta veður, logn og frost, og strax og komið var austur fyrir fjall var veðrið skárra. En búizt er við að fannkoman gangi þar yfir í dag. -DS. NGÞOTURNAR HL NIG Flugleiðum býðst kaupleigusamningur fyrir báðar Boeing727 -100 vélamar Hér á landi er nú staddur kaup- sýslumaður frá Nígeríu, Adamo að nafni. Hefur hann rætt við Flugleiða- menn um samvinnu á flugrekstrar- sviðinu en hann hefur áður samið um pílagrímaflug við Flugleiðir. Adamo hefur óskað eftir kaupleigusamningi um báðar Boeing 727-100 þoturnar til 5 ára fái hann flugrekstrarleyfi sem hann hefur sótt um. íslenzkar áhafnir myndu fylgja vél- unum a.m.k. fyrstu árin. Verði úr samningum þýðir það aukin verkefni fyrir flugáhafnir og binda menn miklar vonir við þetta, sérstaklega FÍA-menn. Málin munu skýrast um miðjan janúar en þá mun Adamo fá svör við ósk sinni um flugleyfi. -KMU. Yorkshire- morðinginn loksins fundinn? - Lögreglan hefur handtekið kvæntan mannáfertugsaldri sem grunaðurerum morðin á þrettán konum síðastliðin fimm ár — sjá erlendar fréttir ábls.6og7 Jón og Ómar Ragnarssyn- ir ísænska rallkeppni — sjá FÓLK á bls. 17 Fjallfossínauð- umundan Færeyjum — sjá bls. 11 Nýttguðshús fyrir Breiðhyltinga — sjá bls.4 yv

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.