Dagblaðið - 05.01.1981, Side 10

Dagblaðið - 05.01.1981, Side 10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1981 Danirfábetripylsur: Aukið kjöt og minni aukaefni Dönsku verzlunarsamsteypurnar FDB og Irma hafa nú nýlega tekið saman höndum um að auka gæði þeirrar kjötvöru sem þær bjóða upp á. í sameiningu hafa samsteypurnar gert auknar kröfur til þeirrar kjöt- vöru, sem þær verzla með og eru kröfurnar bæði varðandi lágmarks magn af hráefni og eins það hvaö ekki má vera í matvörunni. Fyrstu merki þessarar samvinnu munu Danir verða varir við nú í árs- byrjun. Sett verður á markað núna einhvern næstu daga pylsa án litar- efna, nítrits og sterkjuefna. f staðinn fá menn í pylsunni meira kjöt en venja er að sé í dönskum pylsum. Grundvöllur þess að þessar stóru verzlunarsamsteypur fóru að vinna saman eru óskir forráðamanna beggja um að slíðra samkeppnis- sverðin því með þau á lofti hefur gæðum matvörunnar sem boðið er upp á stöðugt farið hrakandi, vegna þess aö alltaf er veriö aö halda verðinu niðri. Hefur þetta sérlega komið fram i ýmsum áleggs- tegundum. FDB og Irma hafa undan- farin ár verið að reyna aö auka gæðin sin í hvoru lagi og hafa haft á boðstólum kjötvörur, sem uppfylla lágmarksskilyrði. En nýja varan á að gera neytendum kleift að velja um álegg sem er virki- lega gott og annað sem er I rauninni hálfgert drasl. Það kom að minnsta kosti í ljós í nýlegri vörukönnun sem blað neytendasamtakanna í Dan- mörku gerði á áleggi að margt af því ptenzt ekki þær kröfur sem samtökin gera. Stærsti gallinn var talinn sá að allt of mikið vatn var í pylsunum og vildu þær því tolla illa saman þegar átti aö sneiða þær niður ofan á brauð. Höfuðborgarferðin dýn Dýrt að búa utan borgarinnar P.E. skrifar: Kæra neytendasíða. Það var eitthvað annasamt hjá mér í nóvember svo októberseðillinn var aldrei sendur. Hann var anzi hár. Matarreikningurinn var upp á rúmlega 60 þúsund á mann. Þá var lika keypt slátur og lambakjöt sem ætti að endast i vetur. Nóvember var skikkanlegri í matarliðnum en annað er líka hærra. Þar á meðal er ferð hjá mér til Reykjavíkur (Frá Höfn) sem hleypti þessu upp um 170 þúsund. Flugfarið fram og til baka er orðið 64.500 fyrir einn og þá er fljótt að koma upp í hundrað þúsund ef eitthvað er verzlað í leiðinni. Það er margt sem spilar inn í það hvað miklu dýrara er að búa úti á landi, þar á meðal er ef fólk þarf að fara til Reykjavíkur, þá kostar það mikla peninga og tíma, að vísu mismikla peninga eftir þvi hvar búið er á landinu. En oft er það eitthvað sem fólk þarf nauðsynlega að erinda til höfuðborgarinnar. „Með bókhaldinu fylgist maður bet- ur með vöruverði” Þessum hjónum á tofu meöal annars vinsældir sinar i Bandarikjunum að þakka. William Schurtleff og Akoko Aoyage hafa skrifað bök um það. Á borðinu fyrir framan þau eru allir réttir úr sojabaunum. I sólargangi frá efsta rétti máteljaeggjalaust eggjasalat á samlokum, tofu-ostaköku, tofusalat með fersku grænmeti, tofu-borgara, kartöfluflögur úr Tempeh og eggjalaust eggjasalat. Nýjastaheilsuefnið: TOFU, næringarríkt, hollt og megrandi Sú fæöa hlýtur að teljast hrein draumafæða sem inniheldur mikið af eggjahvituefnum, litla fitu, kólesteról og hitaeiningar og er jafnframt ódýr. Þegar ofan á bætist að hún inniheldur engin hættuleg aukaefni eða annan óþverra. Slík fæða er til og nefnist tofu. Það er í rauninni sojabaunamjöl sem spáð er að verði aöal megrunar- og heilsufæðið á þessum nýhafna ára- tug. Frægt fólk úti í heimi hefur sýnt fordæmi meö því að neyta þessarar fæðutegundar bæði i heilsu- og megrunarskyni. Núna eru Bandaríkin stærstu framleiðendur sojabauna. Hefur það sæti náðst á ótrúlega skömmum tíma því árin upp úr 1970 vissi nánast enginn þar í landi hversu lags baunir það voru. Það voru aðeins innflytjendur frá Austurlöndum, sem kunnu skil á þessari ágætis fæðu. Kínverjar og Japanir hafa í margar G. A. skrifar: Liðurinn matur og hreinlætisvörur er ofboðslega hár núna eða tæp 90 ■■■■ aldirneytt þeirra sem aðalfæðis. Nú framleiöa yfir 170 aðilar i Bandaríkjunum tofu. Flestar verzlanir sem selja heilsufæði bjóða upp á tofu. Kaupendur eru líka margir og margir þeirra rikir. Tofu á verulegan hluta vinsælda sinna að þakka Kaliforníubúanum William Shurteff sem er giftur japanskri konu að nafni Akiko Aoyagi. Þau skrifuðu í sameiningu bók um tofu og hefur bókin selzt í glfurlegu upplagi. Shurteff segir að 200 gramma skamtur af tofu innihaldi aðeins 145 kalóriur eða jafnmikið og er í fjórum eggjum og aðeins þriðjungþess sem er í einum hamborgara. Miöað við hið ríka eggjahvituinnihald sé tofu með aifæstar hitaeiningar. Tofu er búiö til úr sojabauna- mjólk sem er sýrð, pressaður úr vökvinn og svo kæld niður úr öllu valdi. Úr þessu fæst hvitt duft, sem þúsund á mann. En inni í þessari upphæö er 1/2 naut á 155.435 og 10 kg útsölusmjör á 20 þúsund. bæta má í hvers konar bragðefnum. Sojasósa er mest notuð svo og þvít- laukur. Duftið er hægt að móta áns og kökur og má t.d. steikja það eins og hamborgara, hræra því saman við eggjakökur eða grilla það, baka og matreiða á nær hvaða hátt sem er. Jógúrt hefur fram til þessa verið aðalheilsufæöan í Bandaríkjunum sem víða annars staðar. Ekki er búizt við að tofu leysi það af hólmi en hinu má búast við að vinsældir þess verði jafnmiklar. Þaö þýðir í raun að tofu kæmi í stað þriðjungs af kjöt- framleiðslunni. Tofu kynntist Schurteff í gegn- um konu sina og hafa þau í sameiningu birt mikið af uppskriftum af réttum úr tofu. Margir þessara rétta eru vel kunnir í Japan en aðrir eru hugarsmíð hjónanna. Bók þeirra hefur selzt í 250 þúsund eintökum og þegar er hafin smíði nýrrar bókar, i þetta sinn um miso og tempeh, tvær fæðutegundir í viðbót, sem unnar eru úr sojabaunum. Ekki mun vera hægt að fá þessa dýrindisfæðu hér á landi enn sem komið er að 'minnsta kosti. En það á að vera hægt að búa hana til úr þeim efnum, sem meðal annars fást í Korn- markaðnum á Skólavörðustíg. -DS. Naut og útsölusmjör — segir íbréfi frá einni sem byrjar bókhald eftir3jaára hlé H.J. skrifar: Kæra síða. Hér koma fyrstu seðlarnir frá mér. Ég hafði gleymt að senda þér októberseðilinn en nú verð ég að reyna að muna eftir seðlunum hér eftir. Það eru líklega 3 ár siðan ég hélt heimilisbókhald síðast og nú tek • ég upp þráðinn aftur. Það er alveg nauðsynlegt að halda bókhald, því ég held að þá hugsi maður frekar um það hvað hin og þessi varan kostar. Annars ætlaði ég að skýra frá þessum októberseðli. í liðnum annað er af- borgun af íbúð (4 milljónir), notuð þvottavél sem var keypt og fleira. [Upplýsingaseðill ítil samanbuiðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsinganúðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiiiskostnaðar fjölskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki cigið þér von um að fá nytsamt hcimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í desembermánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. ____ Annaö kr. Alls kr. WB YIKIA

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.