Dagblaðið - 05.01.1981, Page 11

Dagblaðið - 05.01.1981, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1981 11 Fokker flugvél Landhelgisgæzlunnar flaug vfir Fjailfoss, eftir að skipið hafði sent út neyðarkall. Tómas Helgason flugmaður tók bá bessa mvnd af skininu. Veður var bá skaplegt. Ms. Fjallfoss f nauðum skammt undan Færeyjum —skyndilegur leki kom að skipinu —danskt strandgæzluskip fylgdi Fjall fossitil Þórshafnar ,,Ósköp lítið er hægt að segja um hvað komið hefur fyrir,” sagði Ragnar Ágústsson skipstjóri á m/s Fjallfossi þegar blaðamaður DB hafði samband við hann kl. 3.30 í gær. Fjallfoss lá þá í Þórshöfn, en þangað kom skipið kl. 04.00 aðfaranótt sunnudags. ,,1 þessu er að leggjast upp að okkur dæluskip og það er ekkert hægt að segja um á- stæður lekans fyrr en búið er að dæla sjónum úr skipinu.” Það var kl. 9.40 á laugardags- morgun, sem Fjallfoss kallar út beiðni um hjálp, skipið var þá statt 130 mílur vestur af Færeyjum. Það hafði komið mikill leki að skipinu, lekinn var í aft- urlest skipsins, sem í var ósekkjaður fóðurbætir. Fjallfossi var strax svarað af nokkrum skipum, Loftskeytastöðinni í Neskaupstað og Loftskeytastöðinni í Þórshöfn. Skipin sem svöruðu Fjallfossi voru: Guðsteinn, Dettifoss, Álafoss og Selá, og tóku þau öll þegar stefnuna á Fjallfoss. Fokker Friend- ship-vél Landhelgisgæzlunnar var cinnig send á vettvang. Um hádegis- bilið hafði danska strandgæzluskipiö Vædderen samband við Fjallfoss og tók Vædderen einnig stefnuna til hans. Um það leyti varð ljóst að skipverjar á Fjallfossi virtust ætla að ráða við lekann með þeim dælum, sem eru um borð og var þá ekki lengur sú hætta fyrir hendi að þeir þyrftu að yfirgefa skipið og fara í björgunarbátana. Vædderen fylgdi siðan Fjallfossi til hafnar í Þórshöfn í Færeyjum. Þar verður rannsakað hvað þaö var sem olli þessum skyndilega leka, en það skýrist þegar dælt hefur verið úr lest skipsins. -GSE. Mikil örtröð hefur verið við þá fáu staði í Reykjavík og nágrenni, sem selt hafa bensín í bensinverkfaliinu. Umferðartruflanir hafa orðið í Lækjargötu og Skólastræti þar sem Bifreiðastöð Reykjavíkur er til húsa. Nú um helgina varð iögreglan að grípa til þess ráðs að loka aðkeyrslunni að BSR vegna ásóknar bensinþvrstra ökumanna. DB-mynd: Sveinn Þorm. Tilmælí til viðskf ptamanna banka og sparisjóða Vinsamlegast greiðið fyrir gjaldmiðilsskiptum með því að halda gömlu og nýju krónunum aðskildum í öllum greiðslum. Útbúnir hafa verið sérstakir fylgiseðlar til útfyll- ingar fyrir innborganir eða skipti á gömlum seðlum og mynt. Bankar og sparisjóóir QJ <3

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.