Dagblaðið - 05.01.1981, Page 18
18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1981
UM
HELGINA
Sigurður
Sverrisson
ALLIR GETA GRATKD MEÐ
—fær Lassie stórríddarakrossinn fyrir f rækilegt
björgunarafrek???
Mikið rosalega hefur Prúðu
leikurunum farið aftur frá því ég sá
þáttinn fyrst fyrir nokkrum árum. Þá
var allt uppfullt af skemmtilegu efni
og framúrskarandi hnyttnum
bröndurum í úrvalsþýðingu Þrándar
Thoroddsen. Þýðing Þrándar er enn
framúrskarandi en efni þáttarins
þynnist með hverjum mánuði.
Popplög í flutningi hunda og katta,
eða kanina e.t.v, eins og reyndin var
á föstudag, tröllríða nú þessum
fyrrum toppþætti. Má rekja það til
þess að um leið og þátturinn varð
alþjóðlegur varð að reyna að hafa
efnið auðveldara og auðskildara svo
það höfðaði til sem flestra. Það eru
nefnilega ekki allir sem skilja þessa
innanhússbrandara þeirra Breta.
Og áfram skemmtu Bretar á föstu-
dagskvöld með einhverri þeirri
döprustu gamanmynd sem ég hef
augum litið og hefur þó sitt hvað
slæðzt fyrir sjónir manns frá
fæðingu. No sex please we’re
British var svo hræðilega vitlaus að
ekki einu sinni ég gat hlegið að henni.
Öðru hverju mátti brosa að
tilburðum hins smávaxna Ronnie
Corbett, en þar með var það líka
upptafið.
Laugardagurinn hófst með þætti
Bjarna Fel. og i fyrsta sinn í langan
tíma gat ég fylgzt með honum —
a.m.k. með öðru auganu. Það verð
ég hins vegar að segja að efni þátt-
arins var þunnt ef frá er skilin hin
stórkostlega viðureign Svíans og
Kínverjans í borðtennis. Þar sáum
við hvernig leika á borðtennis eins og
hann gerist beztur.
Ég batt mig niður (með kvölum
þó) og horfði á Lassie. E.t.v. er
óþarfi að hnýta frekar í þesa
framleiðslu, sem augljóslega er ætluð
börnum ekki mikið eldri en 5 ára.
Hvernig hægt er að gera hvern
þáttinn á fætur öðrum um bókstaf-
lega ekki neitt er mínum skilningi
gersamlega ofvaxið. í þessu tilfellinu
er meira að segja boðið upp á
æsispennandi framhald þar sem
Lassie hefur 1,27 sek. til að krækja
sér í stórriddarakross fyrir frækilega
björgun fuglsræfils, sem situr
makindalega innan girðingar eld-
flaugastöðvar. Tekst Lassie að bjarga
fuglinum? Deyr fuglinn? Deyr
Lassie? Eða verður kannski enn frek-
ara framhald? Hver veit en víst er að
landslýður allur mun sitja stjarfur
fyrir framan skjái sína nk. laugardag.
Enski boltinn var næstur á dag-
skrá og á hann horfði ég í mestu
makindum, enda uppáhaldsefni
undirritaðs í sjónvarpinu. Hefur
leikjaúrvalið batnað til mikilla muna
undanfarna vetur í samanburði við
það sem áður var er sömu liðin
tröllriðu öllum þáttunum.
Freyðibaðsþáttinn Löður sá ég
ekki nema rétt í byrjun og sakna hans
ekki þó svo hann hverfi af skjánum.
Ég verð þó að segja að hann skákar
mörgum þeim afspyrnuslöku gaman-
þáttum, sem boðið hefur verið upp á
undanfarin misseri.
Ég sá Húsið á sléttunni í fyrsta sinn
(og örugglega það síðasta) í gærdag.
Efnisuppbyggingin er ákaflega
svipuð og i Lassie. Söguþráðurinn
eins einfaldur og frekaslmá verða og
allir geta grátið með. Sannkallaður
,,Cry-along-show”. Með Húsinu á
sléttunni var mínu sjónvarpsglápi um
helgina lokið og hefur þó ekki i
annan tíma verið meira.
Veðrið
Spáð er austfngri átt, snjókoma
sunnanlands en minni á Norðuriandi.
Nokkuð hvasst verður viðast hvar.
Frost verður als staflar nema syflst á
landinu.
Kkikkan 6 var austan 7, snjókoma
og -6 stig í Reykjavfc, austan 6, skaf-
renningur og -6 stig á Gufuskákim,
norflaustan 3, frostúfli og -6 stig á
Galtarvita, sufleuflaustan 2, skýjafl og
•11 stig á Akureyri, suflsuflaustan 3,
abkýjafl og -8 stig á Raufarhflfn,
norðnorflaustan 2, skýjafl og -6 stig á
Dalatanga, austnorflaustan 5, skýjafl
og -6 stig á Hflfn og austsuflaustan
10, snjókoma og -11 stig á Stórhöf Aa.
í Kaupmannahöfn var snjókoma
og -2 stig, láttskýjafl og -12 stig í Osló,
skýjafl og -12 stig í Stokkhólmi,
heiflsktrt og -2 stig ( London, létt-
skýjafl og 0 stig í Parfs, heiðskfrt og -4
stig ( Madrid, hátfskýjafl og -11 stig (
Lissabon og léttskýjafl og -11 stig I
Jón Guðjónsson fyrrverandi bæjar-
stjóri á ísafirði, sem lézt 26. desember,
fæddist 2. október 1895. Foreldrar
hans voru Guðjón Sigmundsson og
Gunnjóna R. Jónsdóttir. Árið 1913
lauk Guðjón prófi frá Verzlunarskóla
íslands. Hóf hann síðan störf hjá Ás-
geirsverzlun þar til árið 1916 en þá
réðst hann til Eimskipafélags íslands.
Árið 1919 varð hann yfirbókari hjá
Eimskipafélaginu. Árið 1943-46 varð
Jón bæjarstjóri á ísafirði og árið 1951
var hann aftur kjörinn bæjarstjóri og
gegndi því starfi til ársins 1966. Árið
1919 kvæntist Jón Kristínu S.
Kristjánsdóttur. Áttu þau 4 börn.
Jóhanna Númadóttir, sem lézt 23.
desember, fæddist í Tröllakoti á
Tjörnesi 26. október 1884. Foreldrar
hennar voru Númi Elíasson og Aðal-
björg Guðmundsdóttir. Jóhanna
fluttist ung með foreldrum sínum til
Húsavíkur þar sem hún bjó í um 40 ár.
Árið 1951 fluttist hún til Reykjavíkur
og bjó þar með syni sínum. Eftir lát
hans fluttist hún til Grenivíkur og
þaðan aftur til Húsavíkur. Jóhanna var
gift Kristjáni Péturssyni, áttu þau 5
börn.
Guðrún Jónmundsdóttir lézt 27.
desember. Jarðarförin fer fram þriðju-
daginn 6. janúar kl. 10.30 í Fossvogs-
kirkju.
Hannes Sveinsson fyrrverandi veg-
hefilsstjóri, Skriðustekk 23, Reykjavík,
lézt 31. desember.
Rikharður Hallgrimsson bygginga-
eftirlitsmaður, sem lézt á jólanótt,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 7. janúar kl. 15.
Sigurður Jóhannesson, Njálsgötu 85,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginnó. janúarkl. 13.30.
Guðlaug Stefánsdóttir frá Þórukoti,
Njarðvík, lézt að heimili sínu, Hóla-
götu 3 Njarðvík, á nýársdag.
Jóhanna Guðmundsdóttir, Rjúpufelli
21, lézt á Borgarspítalanum 31.
desember.
Guðrún Þorsteinsdóttir, ölduslóð 17
Hafnarfirði, lézt i St. Jósefsspítala
miðvikudaginn 31. desember.
Sigurbjörg Hjálmarsdóttir frá Siglu-
firði lézt í Landspítalanum á nýársdag.
Ellert Árnason fyrrverandi yfirvél-
stjóri lézt í sjúkradeild Hrafnistu 1.
janúar.
Baldvin Sigurðsson, Sólvöllum 6
Akureyri, lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri 1. janúar.
Jóhann Jóhannsson fyrrverandi skóla-
stjóri á Siglufirði lézt 30. desember.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju, fimmtudaginn 8. janúar kl. 15.
Margrét Hálfdánardóttir, Kaplaskjóls-
vegi 39, sem lézt á jóladag verður
jarðsett frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 5. janúar kl. 15.
Ottó Tryggvason verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6.
janúar kl. 15.
Bryndis Leifsdóttir, Mávabraut 5 B
Keflavík, frá ísafirði, lézt í Ríkis-
spítalanum i Kaupmannahöfn 29.
desember. Jarðarförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju mánudaginn 5.
janúar kl. 14.
Vinningar hjá
Krabbameinsfélaginu
Dregið var hausthappdrætli Krabbameinsl'élagsins
1980 á aðfangadag jóla. Vinningarnir tólf féllu á cftir
talin númer:
82331: Volvo 345 GLS, árgerð 1981.
25343: Bifreiðaðeigin vali fyrir 6.5 millj. kr.
54299: Bifreið aðeigin vali fyrir 5.5 millj. kr.
10089, 19937. 91616 og 141669: Myndscgulbands
tæki. Philips. 6232. 62881.78383. 89008 og 143.852;
Hljómflutningstæki fyrir 700 þús. kr. hvcr vinningur.
Krabbameinsfélagið þakkar vcittan stuðning og
óskar öllum landsmönnum árs og friðar.
Vinningsnúmer í símahapp-
drætti Styrktarfélags lam-
aðra og fatlaðra
Dregið viriSimahappdrættiSlvrktarfélags lamaðra og
fatlaðra i skrifstofu borgarfógeia. þriðjudaginn 23.
dcscmber. fcftirfarandi númer hlutu vinninga.
I. Daihalsu-Charade bifreið 91-51062. 2. Daihatsu-
Charade bifrcið 91 15855. 3. Daihatsu-Charade
bifreið 91-45246.
Aukavinningar 40 að tölu hver með vöruútlckl að
upphæðkr. 200.000.
91-16204 91-13979 91-15381
91 -16204 91-16595 91-16887
91 -17420 91 17449 91-17967
91 23966 91-24784 91-25444
91-25734 91-30136 91 31875
91-32290 91-43302 91-45078
91 -45281 91-50108 91-51181
91-50586 91-66821 91-72049
91-77418 91-81153 91-82523
91 -82810 91-83828 91-85801
92-03680 93-06328 94-07221
94-0812I 95-04136 95 04722
96-24112 97 08840 98 0118/
98-0II87 9802274
Félag austfirskra kvenna
Fundur í kvöld að Hallveigarstöðum kl. 20.30. Félags
vist.
Kristniboðsfélag
karla Reykjavík
Fundur verður i kristniboðshúsinu Betania. Laul'ás
veg 13. i kvöld. 5. jan.. kl. 20.30. Allir karlmenn vel
komnir.
Skólaslit í
Flensborg
Haustönn Flensborgarskóla var slitið laugardaginn
20. desember sl. og þá brautskráðir 3 nemcndur með
almennt verzlunarpróf og 30stúdcntar.
Beztum árangri á stúdentsprófi náði Ingibjörg
Harðardóttir. náttúrufræðibraut: hún fékk 38 sinnum
A og 12 sinnum B á námsferlinum. cn skólinn starfar
eftir áfangakerfi og einkunnir eru gefnar i bókstöfum.
Stúdentarnir skiptast þannig á brautir að 11 eru af
viðskiptabraut. 8 af náttúrufræðibraut. 6 af eðlis
fræðibraut, 3 af félagsfræðabraut og 2 af uppeldis-
braut.
Skólameistari Flensborgarskóla cf Kristján Bersi
Ólafsson.
Skert útlán
Byggðasjóðs
Stjórn Framkvæmdastofnunar rikisins hcfur tilkynnt
að útlán Byggðasjóðs munu verða verulega skert á
árinu 1981, miðað við það sem verið hcfir vcgna
minni fjárráða sjóðsins. í mörg ár hafa ýmsir lána-
flokkar verið i allföstum skorðum og lánbeiðcndur þvi
með nokkrum rétti getað talið sig vera í góðri trú um
fyrirgreiðslu Byggðasjóðs. Stjórn sjóðsins mun sem
fyrr meta mikilvægi hvers máls út af fyrir sig. og
kemur þar engin sjálfvirkni til greina. Þá hcfir stjórn
Framkvæmdastofnunarinnar samþykkt að herða
útlánakjör og skilmála. segir i fréttatilkynningu frá
stofnuninni.
Dómaranámskeið
t knattspyrnu
Upp úr miðjum janúar hyggst knattspyrnudeild
Breiðabliks standa fyrir dómaranámskeiði i knatt
spyrnu. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku hafi samband
við Jón Inga Ragnarsson formann deildarinnar i sima
40394.
Mmnsngarspjöld
Minningarspjöld Styrktar-
sjóðs vistmanna á Hrafnistu
fást hjá Aðalumboði DAS, Austurstræti. Guðmundi
Þórðarsyni gullsmið. Laugavegi 50. Sjómannafélagi
Reykjavikur, Lindargötu 9. Tómasi Sigvaldasyni.
Brekkustíg 8, Sjómannafélagi Halnarfjarðar. Strand
götu 11 og Blómaskálanum við Nýbýlaveg og Kárs
nesbraut.
Minningarspjöld
Blindrafélagsins
fást á skrifstofu Blindrafélagsins að Hamrahlíð >7..
simi 38180og hægteraðfá þau afgreidd meðsimtali.
Ennfremureru þau afgreidd i Ingólfsapótcki. Iðunnar
apóteki, Háaleitisapótcki. Vesturbæjarapóteki. Garðs
apóteki. Kópavogsapótcki. Apóteki Hafnarfjarðar.
Apóteki Keflavikur. Apóteki Akureyrar og hjá Ástu
Jónsdótturá Húsavik.
Minningarkort Menningar-
og minningarsjóðs kvenna
fást á eftirtöldum stöðurn:
Bókabúð Braga Laugavegi 26. Lyfjabúð Brciöholts
Arnarbakka 4-6, BókaverZluninni Snerru Þverholti
Mosfcllssveit og á skrifstofu sjóðsins að Hallveigar
stöðum við Túngötu alla fimmtudaga kl. 15 17. sfmi
11856. *.
Minningarkort Hjúkmnar-
heimilis aldraðra í Kópavogi
eru seld á skrifstofunni að Hamraborg I, simi 45550,
og cinnig i Bókabúðinni Veduog Blómaskálanum við
Nýbýlaveg.
Minningarkort Sambands
dýravemdunarfélaga íslands
fást á eftirtöldum stöðum:
REYKJAVÍK: Loftið Skólavörðustig 4. Verzlunin
Bella Laugavegi 99, Bókaverzlun Ingibjargar Einars
dóttur Kleppsvegi 150, Flóamarkaður SDÍ, Laufás
vegi 1, kjallara, Dýraspitalinn Viðidal.
KÓPAVOGUR: Bókabúðin Veda Hamraborg.
HAFNARFJÖRÐUR: Bókabúð Olivers Steins
Strandgötu 31.
AKUREYRI: Bókabúð Jónasar Jóhannssonar Hafn
arstræti 107.
VESTMANNAEYJAR: Bókabúðin Hciðarvcgi 9.
SELFOSS: Engjavegur 79.
Minningarspjöld Slysavarna-
félags íslands
fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavik. Kópavogi og
Hafnarfirði:
Ritfangaverzlun Björns Kristjánssonar. Vesturgötu 4.
Reykjavik. Bókabúð Vesturbæjar, Viðimel 19.
Reykjavik. Bókabúð Glæsibæjar. Álfheimum 74.
Reykjavík. Árbæjarapóteki. Arnarvali, Breiðholti.
Bókabúö Fossvogs, Efstalandi 26. Reykjavik. Veda.
bóka og ritfangaverzlun. Hamraborg 5, Kópavogi.
Verzluninni Lúna, Kópavogi. Skrifstofu Slysavarnafé
lagsins, Grandagarði 14. simi 27000. BókabúðOlivers'
Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði.
Einnig eru þau til sölu hjá öllum slysavarnadcildum á
landinu.
Minningarkort Styrktar-
félags vangefinna
fást á eftirtöldum stöðum:
Á skrifstofu félagsins. Laugavegi II. Bókabúö Bragy
Brynjólfssonar. Lækjargötu 2. Bókaverzlun Snæ
bjarnar. Hafnarslræti 4 og 9. Bókaverzlun Olivcrs
Steins, Strandgötu 31. Hafnarfirði.
Vakin er athygli á þeirri þjónustu félagsins að tekið
cr á móti minningargjöfum i sima skrifstofunnar
15941 en minningarkortin siðan innheimt hjá scnd
anda með giróseðli. Mánuðina apríl ágúst vcrður
skrifstofan opin frá kl. 9 16. Opið i hádeginu.
Minningarkort
kvenfélagsins
Seltjarnar
vegna kirkjubyggingarsjóðs eru seld á bæjarskrifstof-
unum á Seltjarnarnesi og hjá Láru i sima 20423.
Minningarkort Hjálpar-
sjóðs Steindórs Björnssonar
frá Gröf
eru afgreidd í Bókabúð Æskunnar. Laugavegi og hjá
Kristrúnu Steinsdórsdóttur. Laugarnesvegi 102.
Minningarkort Styrktar-
félags vangefinna á Austur-
landi
fást i Reykjavik i verzluninni Bókin. Skólavörðustig
6 og hjá Guðrúnu Jónsdóttut\Snekkjuvogi 5. Sími
34077.
Hóseas Björnsson, Skipasundi 48,
Reykjavík, varð 95 ára 25. desember sl.
Skólameistari afhendir nvstúdent bókarverðlaun.
Ljósmynd: Troels Bendtsen.
GENGIÐ
GENGISSKRÁNING Farflamanna
Nr. 1 — 1. janúar 1981 gjaldeynr
Einingkl. 12.00 .-Kaup Sala Sala
1 BandarfcJadolar 6^230 6,248 6,873
1 Steriingspund 14,890 14,933 16,426
1 KanadadoUar 5,236 5,251 5,778
100 Danskar krónur 1,0340 1,0370 1,1407
100 Norskar krónut U026 1,2061 U267
'100 Saenskar krónur 1,4224 1,4265 1,5692
100 Finnsk mflrk 1,6224 1,6271 1,7898
ioo Franskir frankar 1,3738 1,3777 1,5155
100 Belg. frankar 0,1973 0,1979 0,2177
100 Svissn. frankar 3,5198 3,5299 3,8829
100 GyMlni 2,9228 2,9313 3,2244 .
100 V.-þýzk mörk 3,1818 3,1910 3.B101 J
100 Lfrur 0,00670 0,00672 0,00739
100 Austurr. Sch. 0,4469 0,4482 0,4930 v
100 Escudos 0,1177 0,1180 0,1298
100 Pesetar 0,0786 0,0788 0,0867
100 Yen 0,03060 0,03069 0,03376
1 frskt pund 11,8180 11,8520 13,0372
1 Sérstflk dráttarróttindi 7,8240 7,8457
* Breyting frá sfflustu skráningu. Símsvari vegna gt. 'gisskráningar 22190.