Dagblaðið - 05.01.1981, Side 20
20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1981
I
Menning
Menning
Menning
Menning
Bók
menntir
JjjJj ra
AÐALSTEINN áék
INGÓLFSSON
LÝSINGAR 0G LIST
— Myndir úr íslandsleiðöngrum Banks og Stanleys
Kdward Dayes — Á islenskum bóndabæ.
-
hafði hann í föruneyti sínu nokkra
ágæta vísindatnenn. Tveir
leiðangursmenn, auk Stanleys, voru
ágætlega drátthagir, — John Baine
og Pirie sjóliðsforingi og gerðu þeir
allir fjölda mynda. Að leiðangrinum
loknum voru þær myndir fengnar
tveimur þekktum enskum Iistamönn-
um til endurgerðar, þeim Edward
Dayes (d. 1804) og Nicholas Pocock
(d. 1821).
Það eru sem sagt myndir þeirra
Miller bræðra, Johns Cleverley,
frummyndir Stanleys og eftirmyndir
Dayes og Pococks sem finna má í bók
Ponzis, með skýringum hans á ensku
og íslensku. Ef við svo berum saman
myndir leiðangranna tveggja, kemur
i ljós að þær eru afar ólíkar. Mynd-
listarmennirnir í leiðangri Banks voru
á staðnum og þeirra hlutverk var
fyrst og fremst heimildasöfnun.
Hér var ég
Þeir festa á blað lifnaðarhætti
Islendinga, húsakynni þeirra, klæða-
burð, landslag og jurtir á íslandi
o.s.frv. og tekst vel upp, að því er
sérfræðingar segja. Þó er einkenni-
legt að hvergi skuli sjást merki um
vesaldóm íslendinga á þessu tímabili
sem var þó eitthvað það erfiðasta sem
þjóðin hafði upplifað — arðrán
Dana, farsóttir, vetrarhörkur, eldgos.
Kannski hafa hugmyndir heimilda-
safnaranna mótast meir af fagur-
fræði en þeir gerðu sér grein fyrir, —
þeirra Stanleys & Co eru instamatík-
myndir þess tíma fremur en staðar-
lýsingar. „Hérna var ég” segja þær.
Þeir taka sér ýmiss bessaleyfi í túlkun
á landslagi, t.d. hraunmyndunum
(sjá Stapahelli í meðförum Pococks),
en í leiðinni bregða þeir yfir það sér-
kennilegri birtu, tjá hughrif sin gagn-
vart frummyndum þeim sem þeir
hafa í höndum, búa til listaverk. Þar
eru tilkomumest handverk Edwards
Dayes, t.d. að Bessastöðum og á
íslenskum bóndabæ, en hann hafði
síðaráhrif áTurner.
Ýmsar spurningar
Eins og áður sagði, er allur frá-
gangur á þessari bók til mikillar fyrir-
myndar. Þó finnst mér textinn helst
til rýr og ýmsar upplýsingar vanta
sem hefja mundu bókina upp fyrir
kaffiborðið. Er þetta úrval mynda úr
Ieiðöngrunum eða allt sem til er? Ef
þetta er úrval, hvaða forsendur réðu
vali mynda? Fleira væri gaman að
vita. Voru þessir leiðangrar fyrstu
skipulegu rannsóknarleiðangrar
Breta til íslands? Hver voru viðbrögð
Breta við þeim heimildum sem
leiðangrarnir höfðu með sér heim?
Svo finnst mér bruðlað óþarfiega
með pláss með því að endurprenta
hluta mynda, þó án þess að stækka
þá verulega. En útgáfan lofar góðu
og ber að þakka forlaginu fyrir fram-
takið.
-AI.
Frank Ponzi —
Island á 18. öld,
AB, 1880,123 bls.
Ég held það hljóti að vera endan-
legur prófsteinn á þroska íslenskrar
útgáfustarfsemi, hvort hér tekst að
prenta listaverkabækur í sama gæða-
flokki og í öðrum siðuðum löndum.
Slík prentun reynir mjög á þolrif
prentara, prentsmiðja og útlitshönn-
uða, því allt veltur á því hvort hin
ýmsu blæbrigði litaðra listaverka
koma til skila eða hverfa í gulu eða
blámóðu. Það litla sem gert hefur
verið á þessu sviði hérlendis hefur
flest mistekist hvað litprentun snertir
og sumar listaverkabækur eru nánast
ónýtar fyrir vikið. En nú er að rofa til
og smátt og smátt eru innlendir
aðilar að fá í hendur verkefni af
þessu tagi sem áður voru send
erlendum prentsmiðjum. Hér ber sér-
staklega að geta prentsmiðjunnar
Odda, prentstofunnar Grafíkur og
Myndamóta, en þessi fyrirtæki hafa
m.a. komið við sögu i prentun á bók
um Sverri Haraldsson, um myndverk
Williams Heinesen fyrir færeyskt
forlag og nú síðast unnu þau í sam-
einingu að bók Franks Ponzi um
íslandsmyndir úr leiðöngrum Banks
,og Stanleys á 18. öld.
Metnaðarmál
Allar eru þessar bækur mjög sóma-
samlega úr garði gerðar, sú slðast-
nefnda kannski best, enda stjórnaði
öllu útliti hennar nafntogaður
smekkmaður. Prentun listaverka-
bóka hér á landi ætti að vera okkur
metnaðarmál. Sú prentun er sjálfsagt
ekki eins hagstæð fjárhagslega og
prentvinna erlendis, en með tið og
tíma, — og nýrri tækni, hlýtur hún
að verða samkeppnisfær. Bókin um
íslandsmyndirnar sýnir glöggt að við
getum gert eins vel á þessu sviði og
flestar aðrar þjóðir, þótt við getum
kannski ekki keppt við prentverk
Svisslendinga eða Japana.
Lengi var mönnum kunnugt um
að til væru vatnslitamyndir úr
íslandsleiðöngrum þeirra Joseph
Banks og J. T. Stanleys, bæði í eigu
safna hér og einstaklinga, margt úr
einkasafni Marks Watson og hefur
lengi staðið til að gera eitthvað fyrir
þær. Það er fagnaðarefni að obbinn
af þeim skuli nú vera samankominn i
bók Franks Ponzi.
Að ferðast til þroska
Þeir Banks og Stanley voru breskir
höfðingjar sem uppi voru á öld
upplýsingar þegar landkönnun og
ferðalög voru mjög í tísku. Þá var
t.d. til siðs að senda unga menn af
góðum ættum í ferðalög til nokkurra
ára, til að koma þeim til þroska og
fræða þá um veröldina. Ýtt var undir
það að þeir hefðu með sér vatnsliti og
ritblý, eða þá dagbækur, til að festa á
pappír það sem fyrir augu bar. Hinn
frægi landkönnuður James Cook hélt
upp í fyrsta leiðangur sinn árið 1769.
Með honum var ungur náttúrufræð-
ingur, Joseph Banks, siðareinn helsti
náttúruvísindamaður Breta. Banks
tókst síðan á hendur ferð til islands
árið 1772, til náttúrurannsókna fyrst
og fremst og til „myndatöku” fóru
með þrír myndlistarmenn, Miller
bræðurnir James og John og John
Cleverley Jr.
Endurgerð
frummynda
John Thomas Stanley var öllu
meiri dílettant og ævintýramaður en
Banks og kannski var það metnaður
fremur en sannur áhugi á landi og
þjóð sem rak hann til að skipuleggja
annan íslandsleiðangur árið 1789. Þó
heimildin varð að vera myndræn,
picturesque. Og það voru bláfátækir
fslendingar vissulega ekki.
í myndum þeirra Dayes og Pocock
erum við komin ansi langt frá frum-
heimildum, enda voru þær unnar í
Englandi af mönnum sem ekki höfðu
verið á íslandi. En kannski skipti það
ekki svo miklu máli, því myndir
John Cleverley Jr. — Dönsk pakkhús I Hafnarfirði.
STRENGJASVEIT N.N.
Guðmundur Emilsson — kappsamur stjórnandi.
Tónleikor strongjasveitar í Bústaöakirkju 29.
dasembar.
Stjórnandi: Guðmundur Emilsson.
Einleikari á óbó: Sigríöur Vilhjálmsdóttir.
Verkefni: C.P.E. Bach: Sinfónía nr. 3; Samuel
Barber:
Adagio fyrir strengi; G.F. Hándel; Konsert nr. 3
í g-moll fyrir óbó og strengi; P. Tschaikowsky:
Seronada op 48.
Nafnlaus hélt hún sína fyrstu tón-
leika, nýja kammersveitin, í Bústaða-
kirkju á mánudagskvöldið. Saga
hennar er i stuttu máli sú, að
strengjanemendur undir forystu
nokkurra útlærðra spilara, með Guð-
mund Emilsson í broddi fylkingar,
ákváðu að taka saman höndum og
halda konsert í jólafríinu. Síðan var
keppst við að æfa hátíðisdagana alla,
undir drep, og árangurinn fengum
viðaðheya umrættkvöld.
Sterkt og veikt
í verkefnavalinu felst bæði styrk-
leiki og veikleiki. Styrkleiki, að þvi
leyti að öll eru verkin, nema kannski
óbókonsertinn, gjarnan á dagskrá
skólahljómsveita og því má reikna
með að meðlimirnir kannist við þau
af raun. Um leið felur það í sér vissan
veikleika, því að verkin eru jafnþekkt
meðal áheyrenda, sem gjarnan hafa
hlýtt á þau með úrvalshijómsveitum.
Verkefnavalið ber þvi með sér hrein-
skiptni af hálfu aðstandenda hljóm-
sveitarinnar — og þau komu sannar-
lega til dyranna eins og þau voru
klædd.
Leikur strengjasveitarinnar var op-
inn og blæbrigðaríkur. Frjálslegur,
en þó undir sæmilegum aga. Að sjálf-
sögðu vantaði á að hann væri nógu
fínt pússaður. En hver.væntir þess
líka að strengjasveit verði gljáfægð á
nokkrum æfingum. Og flutningur
einkenndist af heiðarleika. Til dæmis
hefði það verið öruggari og einfaldari
leið að láta aðeins þá pottþéttu leika
síðustu pianissimo tónana i lok elegi-
unnar í Serenöðu Tschaikowskys.
Blekkingalaus leikur þeirra varð
kannski ekki alveg jafnhreinn og
fagur, mér fannst hann þó margfalt
meira virði.
Makalaus heppni
Sigríður Vilhjálmsdóttir lék óbó-
konsert Hándels af hreinni snilld.
Tónn hennar mætti vera örlítið meiri,
en fallegur er hann. Sigríður er enn
ein gangandi sönnun þess hversu
makalaust heppin við ætlum að verða
með óbóleikara okkar hér á íslandi.
Guðmundur Emilsson stýrði liðinu
af röggsemi. Hann virðist kappsamur
stjórnandi, með lipurt og greinilegt
slag og á eflaust leftir að slípa sviðs-
ímynd sina áður en yfir lýkur.
Víst má það teljast ánægjuvottur,
að hlutaðeigendur skyldu tíma að
verja jólafríi sínu til þessa tónleika-
halds.
-EM.
\i