Dagblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 7
—einn af gamanleikjum Shakespeares í nýrrí þýðingu Helga Hálfdanarsonar frumsýndur í Iðnó á morgun Og þarna eru tveir keppinautar um ást Bjönku, annar ungur, hinn gamall. Þrátta þair um hvor sé eiguéegri. .. rosknum aidri fylgir festa," segir Gremio, en bak við hans gráa skegg ieynist engin önnur en Margrét Helge Jó- hannsdóttir. '„Æskuna tolur ungmær jafnan bezta," svarar Hortensio, en sá yngispittur er leikínn af Hönnu Mmriu Karlsdóttur. Leiksýningunni er mjög fjörlega stjórnað af Þórhildi Þorleifsdóttur. Hún er eindregin jafnréttiskona og við spurðum hana hvort henni væri ekki móti skapi að fást við verk sem þetta þar sem karlmaðurinn gengur með full- an sigur af hólmi í lokin. „Nei, nei,” sagði hún. „Þetta er gamanleikur þar sem allt er ýkt sem mest má verða. Ýkjurnar gera átökin sprenghlægileg. Og það er líka ágætt að geta gert grín að sjálfum sér öðru hvoru.” í leiknum eru aðeins þrjú kvenhlut- verk, og voru þau leikin af karl- mönnum á dögum Shakespeares því þá þótti óviðeigandi að konur væru i hópi leikara. Þórhildur snýr þessu við og lætur konur í ýmis karlmannahlutverk, en þó leikur karlmaður eitt kvenhlut- verk. Þá er ýmislegt gert til að færa leikinn nær nútímanum. Búningar eru sambland af gömlum flauelsklæðum og nútíma gallabuxum og lopavörum sem gætu verið keyptar í næstu búð. Og enn fremur hefur Þórhildur fellt niður formála Shakespeares sem átti að auðvelda brezkri alþýðu að átta sig á ítölskum aðalsmönnum. Hefur hún fengið Böðvar Guðmundsson til að semja nýjan formála sem ætti að henta betur íslenzkum almenningi. -IHH. Bjanka, yngri systír Katrinar (Tinna Gunniaugsdóttír, i miðju), þykir mtkkj bliðlyndari en skassið. Hún er umkringd af biðlum semþrá heittað fá að vera i návist hennar. Tveir þeirra hafa brugðið á það ráð tíl að ná þessu marki að dulbúast sem kennarar, annar i tónlist (Hanna Maria Karlsdóttir, tv.l, hinn i grisku (Ragnheiður Steindórsdóttír). Reyna hvor sem betur getur að vinna stúlkuna áslttband. Á tímum eins og okkar, þegar karlar eiga í vök að verjast fyrir ágangi harð- skeyttra og illvígra kvenna sem vaða uppi með heimtufrekju, er kannske ágætt að bregða sér í Iðnó og láta sann- færast um að þetta vandamál er ekki nýtt af nálinni, til eru ráð sem kunna að duga hinu „sterkara” kyni. í Ótemjunni, sem frumsýnd verður i Iðnó á morgun í nýrri þýðingu Helga Hálfdanarsonar, segir Shakespeare frá konu sem Katrín nefnist og uppi er í lok sögualdar á Ítalíu. Hún er fögur, en kvenskass hið mesta, og gæti í sumum greinum minnt á Hallgerði langbrók sem uppi var ekki löngu áður. Eins og við munum tókst frægasta eiginmanni hennar (af fjórum), Gunnari á Hliðarenda, illa að vekja virðingu og ást eiginkonu sinnar, þrátt fyrir kinnhestinn fræga og munnlegar fortölur. En hinum ítalska Petrutstio gengur mun betur að tjónka við Katrínu. Eftir viðureign, sem að vísu er bæði löng og hörð, vinnur hann sætan sigur. Katrín sem áður var tryllt ótemja, og hlýddi einskis manns vilja verður bljúg og undirleit og ráðleggur kynsystrum sin- um að elska menn sína í auðmýkt. Sannast á henni máltækið forna: berja skal konu til ásta. 77/ að brjóta mótþróa Kötu (Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur) á bak aftur varnar Petrutsio henni bæði svefns og matar. Banhungruð reynir hún að fá þjón hans (Jón Hjartarson) til að aumkast yfir sig — en hann er húsbóndahollur og segist í hæsta lagi eiga steiktar kýrvambir. DB-myndir Sig. Þorri. •*------«K Petrutsió (Þorsteinn Gunnarsson) er greinilega i sókn i viðureign þeirra Katrinar (Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir). Hann segir: „Ég, Kata, er fæddur til að temja þig, að gera villikött að Kötu þeirri sem verður blíðlynd Kata og heimakær — og kýsstumig nú, Kata..."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.