Dagblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981. MmUBIB írfálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjöri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. AastoðsrritstjóH: Haukur Helgason. FréttastjOH: Ómar Valdimarsson. SkHfstofustjóri rítstjómar Jóhannes Reykdel. íþróttir Haliur Slmonerson. Mennlng: Aóelsteinn Ingólfsson. Aóstoðariréttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pélsson. Hðnnun: Hilmar Karisson. Bleðamenn: Anne Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Adi Steinarsson. Ásgeir Tómasson, Brafli Sifl urdsson, Dóra Stefénsdóttlr, Ekn Albertsdóttir, Glsli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hékonsrdóttir, Kristjén Mér Unoarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifu. BjamleHsson, Einar Ólason, RagnarTh. Slgurðsson, Sigurður Porri Siflurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjöri: Ólafur EvjóKsson. Gjaldkari: Préinn PorleHsson. Auglýsingastjóri: Mér E.M. Hnlldórs- son. DreHingarstjóri: Valgarður H. Svainsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgrslðsla, ésjtriftadeikMúBfýslngar og skrifstofur pverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27Ö22 (10 llnur). Satning og umbrot Dsgblaðið hf„ Siðumúla 12. Mynda- og plótugerð: Hilmir hf„ Siðumúla 12. Prentun: Árvekur hf„ Skeffunni 10. Áskriftarverð é ménuði kr. 70,00. Verð I leusesölu kr. 4,00. Andúð á flokkunum „Styð engan flokk. Þeir lofa öllu fögru en svíkja allt.” Ummæli af þessu tagi eru dæmigerð fyrir afstöðu stórs hóps háttvirtra kjósenda. Eitt hið athyglisverðasta, sem skoð- anakannanir Dagblaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna hafa leitt í ljós, er, hversu geysistór hópur er óákveðinn. Meira en það, mikill fjöldi er ekki aðeins óákveðinn, heldur lætur, óumbeðinn, í ljós andúð á öllum flokkunum og segist ,,engan flokk” styðja. Hópurinn, sem beinlinis afneitaði öllum flokkunum, var um tíu af hundraði af heildarúrtakinu í DB-könn- unum nú í janúar og í september síðastliðnum. Hann hefur verið álíka í fyrri könnunum. Að þessu fólki meðtöldu voru óákveðnir um 30 prósent af úrtakinu í könnun Dagblaðsins í september og hátt í 40 prósent í könnuninni nú. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, segir réttilega, að niðurstöður skoðanakann- ana Dagblaðsins eigi að vera leiðbeinandi fyrir stjórn- málamenn. Þeir skyldu því gefa því gaum, hversu stór sá hópur er, sem milli kosninga segist hafa skömm á öllum stjórnmálaflokkum og foringjum þeirra. Vissulega dragast flestir hinir óánægðu á kjörstað, þegar gengið er til kosninga. Það er rökrétt afstaða í lýðræðisþjóðfélagi, að slíkt fólk velji hinn „skásta” að þess mati, þegar það á þess kost. ,,Ég hef skömm á þeim, öllum saman.” ,,Allir jafn- slæmir.” ,,Allt sama súpan.” ,,Þeir eru allir stórlega viðsjárverðir.” ,,Þeir halda, að við séum fábjánar.” ,,Það er sami rassinn undir þeim öllum.” í svörum landsmanna í skoðanakönnunum Dagblaðsins um flokkafylgið er jafnan urmull af slíkum athugasemd- um. Það, sem Dagblaðið hefur birt af því tagi, hefur aðeins verið brot, sýnishorn af þess háttar ummælum. Fólk nefnir gjarnan, að stjórnmálamenn fari með ósannindi, ef þeim þyki henta. Augljóst dæmi er, að þeir eru jafnan reiðubúnir að verja með bústnum rökum, ef þeir sitja að ríkisstjórn, sams konar aðgerðir og þeir andmæltu með jafnítarlegum rökum, þegar þeir voru utan stjórnar. Stjórnmálamenn í ríkisstjórn skortir ekki rök til að mæla með gengislækkunum og kjaraskerðingu, þótt sömu menn væru jafnfúsir að hallmæla sams konar gengislækkunum og kjaraskerð- ingu, þegar þeir voru utan ríkisstjórnar, svo að einhver dæmi séu nefnd. í þessu efni á við sú margnefnda klisja, að kjósendur eru ekki jafnvitlausir og stjórn- málamenn halda. Fólk nefnir oft, að stjórnmálamenn skari eld að sinni köku en hugsi minna um þjóðarhag. Ráðandi þingmenn eru á hálum ís í fyrirgreiðslupólitík sinni. Þeir halda kannski vináttu gæðinga sinna, þegar þeir útbýta dúsunum, en gagnrýni á það framferði, hina gamalgrónu bitlingapólitík, er eitt helzta umræðuefni manna á milli. í hita kosningabaráttu kunna margir kjósendur að hrífast af einstökum frambjóðendum. Venjulega taka vonbrigðin við, þegar fram í sækir. Mikill og nokkuð stöðugur fjöldi hinna óákveðnu og þeirra, sem lýsa „frati” á flokkana i skoðanakönnun- um Dagblaðsins, er vissulega eitt hið athyglisverðasta við niðurstöðurnar og ætti að vera leiðbeinandi fyrir landsfeðurna, þótt líklega sé borin von, að svo verði. Réttarhöldin yffir keisaranum Bokassa: Veizlumaturinn var búinn til úr and- stæðingum Bokassa Mannakjötið var borið f ram með víni og grænmeti „Franskur ráðherra snæddi mannakjöt, drakk með því vín og hafði grænmeti með. Föngum var kastað fyrir ljón eða í krókódíla- tjarnir og börnum var slátrað.” Þetta kom fram þegar fyrrver- andi keisari Mið-Afríkukeisara- dæmisins, Jean Bedel Bokassa, var fyrir stuttu dæmdur fjárstaddur til dauða af dómstóli einum í Bangui, höfuðborg ríkisins. Réttarhöldin hljóta að hafa verið áfall- fyrir ráðherrann Robert Galley, sem fer með málefni aðstoðar Frakka við þróunarlöndin. Vitni fullyrða að ráðherranum, sem var tíður gestur Bokassa við keisarahirðina í Berengo, í 60 km fjarlægð frá Bangui, hafi verið boðið upp á dýrindis kjötrétti, sem búnir voru til úr pólitískum andstæðingum Bokassa. að útbúa málsverð úr kjötlundum steiktum á teini og hrísgrjónum.”v' Matsveinninn var hikandi í fyrstu en tók síðan til óspilltra málanna við matreiðsluna. Sagt var að keisarinn sjálfurhefðitekið sér beztu bitana og etið með beztu lyst. Leifunum var svo pakkað inn og þær sendar til höfuðborgarinnar Bangui þar sem Bokassa átti einkadýragarð. D Estaing fókk 200 demanta að gjöf Þótt það hafi ekki komið fram við réttarhöldin þá var það ekki aðeins mannakjöt sem Bokassa bauð háttsettum frönskum gestum upp á. Forseti Frakklands, Valery Giscard d’Estaing, kallaði Bokassa „bezta vin Frakklands í Afríku”. Frá því Keisaranum fannst mannakjötið gott Eitt af vitnunum, yfirmatsveinn keisarans fyrrverandi, Philippe Linguissa, hélt því fram að Bokassa hefði alltaf heimsótt kjötgeymslurn- ar, þegar von var á háttsettum gestum. „Dag einn kom keisarinn til mín,” sagði Linguisse fyrir réttinum, ,,og bað mig að koma með sér í kæliklefann. Þar valdi hann eitt af hálshöggnu líkunum og skipaði mér Ekkert var til sparað að gera krýningarathöfnina i Bangui 1977 eins glæsilega og verða mátti. Jean Bedel Bokassa keisari eignaðist 33 börn áður en honum var steypt af stóli. Hér er hann með einni af konum sinum, Catherine, og tveggja ára göml- um krónprinsi. Bokassa tók völdin í Mið-Afríku- ríkinu á sjötta áratugnum og þar til honum var steypt 1979 var franski forsetinn tíður gestur við hirðina og skemmti sér m.a. við fílaveiðar. Því hefur verið haldið fram að meðal þess sem franska forsetanum var gefið hafi verið 200 demantar, sem fluttir voru til Parísar sem einka- eign d’Estaings. Þessi gjöf frá Bokassa hefur valdið d’Estaing miklum vand- ræðum. Orðrómurinn um gjöfina hefur m.a. orðið til þess að veikja stöðu hans sem stjórnanda Frakklands. Og Frakkar bíða spenntir eftir þeim uppljóstrunum, Olíustöð íHeiguvík: Vandlega undirbúið mál Margt hefur að undanförnu verið ritað og rætt um olíustöð í Helguvík. í DB þann 12. janúar sl. birtist sem kjallaragrein ritsmíð eftir Karl G. Sigurbergsson sem áður hefur birzt í Víkurfréttum hér í Keflavík. Svo aug- ljósar eru þær firrur sem Karl heldur fram í grein sinni að ekki var ástæða til að svara henni meðan hún birtist aðeins heimamönnum. En þar sem ritsmíðin hefur nú komið fyrir sjónir landsmanna almennt tel ég rétt að svara henninokkrum orðum og þá um leið fleiru sem fram hefur komið um málið, ekki sizt vegna þess að Karl gæti af lítt kunn.ugum verið tekinn al- varlega þar sem hann titlar sig bæjar- fulltrúa við undirskrift greinarinnar. Hálfur sannleikur lygi verri Um aðdraganda þess að Helguvík var valin segir Karl að vitamálastjóri hafi bent á garð frá Innri-Njarðvík. Rétt er það svo langt sem það nær. Þegar leitað var álíts vitamálastjóra taldi hann að þeir staðir sem til greina kæmu væru Helguvík og Innri- Njarðvík, en nánari athugunar væri þörf. Sú athugun fór fram og leiddi í ljós að Helguvík reyndist á allan hátt heppilegri staður fyrir olíustöð. Um- sagnir voru fengnar frá t.d. Hafna- málastofnun, c/o Aðalsteinn Júlíus- son, nefnd um olíumengunarvarnir, c/o Hjálmar Bárðarson, samvinnu- ^ „Meö einni undantekningu eru sveitar- stjórnarmenn í Keflavík og Njarövík sammála um aö olíustöð í Helguvík sé lausn sem báðum er sú hagkvæmasta.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.