Dagblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981. i Snorri Hjartarson fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: „Snorri er sannkallaður meistari forms og stíls” Formaður dómnefndar vegna bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs, Norðmaðurinn Leif Maehle, var eins og örlítið undirfurðulegur þegar hann stóð upp í Lækjarhvammi á Hótel Sögu síðdegis í gær til að tilkynna hver hlyti bókmenntaverðlaunin í ár, bað svo um þriggja mínútna hlé og hvarf á bak við rennihurð. „Þetta kalla þeir dramatisk pause,” varð Árna Berg- mann ritstjóra Þjóðviljans að orði. Stuttu síðar kom Maehle aftur og var þá með Snorra Hjartarson Ijóðskáld með sér. Var mönnum þá ljóst hvert stefndi því bók Snorra, Hauströkkrið yfir mér, hafði verið lögð fram fyrir íslands hönd ásamt bók Sigurðar A. Magnússonar, Undir kalstjörnu. Maehle leiddi Snorra til sætis og lýsti því svo yfir að dómnefndin hefði orðið ásátt um að veita Snorra hin eftirsóttu verðlaun sem nema nú 75.000 dönskum krónum (um 78.000 nýkr.) fyrir ljóða- bók hans. „Hauströkkrið yfir mér lætur uppi tæra persónulega náttúru- skynjun sem ummyndast í víða verald- arsýn,” segir i umsögn dómnefndar- innar. ,,Við erum afskaplega glaðir yfir þessum úrslitum,” sagði Hjörtur Páls- son, annar fulltrúi íslands i dómnefnd- inni, „og teljum verðlaunin hafa farið á góðan stað. Snorri Hjartarson er sannkallaður meistari forms og stils.” Per Olof Sundman, rithöfundur og annar fulltrúi Svía, lýsti einnig yfir að- dáun sinni á ljóðum Snorra og sagði að þýðandi þeirra, Inge Knutson, hefði unnið verk sitt svo snilldarlega að nær allir dómnefndarmeðlimir hefðu lesið Ijóðin eins og móðurmál sitt. „Við urðum okkur allir meðvitandi um kynngi islenzkrar tungu,” sagði Sund- man. Nú eru fimm ár liðin síðan Ólafur Jóhann Sigurðsson hlaut bókmennta- verðlaunin fyrir tvo ljóðabálka og vakti Maehle athygli á þvi hve vel Ijóðið stæði að vigi á Norðurlöndum því meirihluti verðlaunahafa væri ljóð- skáld. -AI Þeir voru fljótir að nálgast Snorra Hjartarson. þeir Helgi H. Jónsson frá hljóðvarpinu (t.v.) og Helgi Helgason frá sjónvarpi. þegar formaður dómnefndar, Leif Maehle sem er vzt til vinstri á mvndinni, hafði tilkynnt um úrslit. -DB-mvnd S, „Myndvís skynjun andstæðna” EKKIAFKASTAMIKIÐ, EN VANDAÐ SKÁLD — segir Ólaf ur Jónsson um Snorra H jartarson og verðlaunabókina Snorri Hjartarson er fæddur á Hvanneyri í Borgarfirði 22. apríl 1906. Hann ólst upp í Andakíl og í Stafholts- tungum, nam síðan við Flensborgar- skóla í Hafnarfirði og Menntaskólann í Reykjavík tvo vetur. Listnám stundaði hann siðan í Kaupmannahöfn og Osló 1930—32 og hefur æ síðan verið mikill unnandi myndlista. Bókavörður var Snorri við Bæjarbókasafnið í Reykja- vík (nú Borgarbókasafn) 1939—1943 og yfirbókavörður 1943—1966. Eftir Snorra liggja bæði frumsamin verk og ýmsar sýnisbækur Ijóða og prósa. M.a. gaf hann út íslenzk ástar- Ijóð 1949, Ljóðmæli Sveinbjarnar Egil- sonar 1945 og þýðingar Matthíasar Jochumssonar á Sögum herlæknisins eftir Topelius. Fyrsta ljóðabók hans nefndist einfaldlega Kvæði og kom út( árið 1944, síðan komu Á Gnitheiði 1952, Lauf og stjörnur 1966 og loks Kvæði 1940—1952. Hauströkkrið yfir mér kom út 1979, þannig að langt er á milli bóka Snorra. 1 umsögn sinni um verðlaunabók Snorra segir Ólafur Jónsson (DB 29. des. 1979) og byrjar á því að vitna i titilljóð bókarinnar: „Hauströkkrið yfir mér kvikt af vængjum yfir auðu hreiðri í störinni við fljótið. Andstæðurnar sem þetta ljóð lætur uppi svo látlausum orðum geyma, held ég, það sem mestu skiptir í hugarheimi hinna nýju Ijóða Snorra Hjartarsonar: þar er vissulega haust, rökkur, auðn en jafnframt því vitund skáldsins um vængjað líf loftsins, fljótið sem streymir hjá, sífellt samt og sífellt nýtt. Og það er til marks um skýrasta auð- kenni hinna nýju ljóða: sjóngildi þeirra, hið ofur-einfalda orðfæri þar sem ekkert er aukreitis lengur, öll við- höfn afnumin í máli, brag, hugmynd- um, myndvísa skynjun andstæðna sem skapar líf ljóðanna.” - Al Leiðrétting: Faðirístað sonar Með kjallaragrein í DB á fimmtu- daginn var í misgripum notuð mynd af Sveini B. Valfells (eldra) í stað myndar af syni hans, Sveini Valfells verkfræðingi. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þvi. Sveinn Valfells verkfræðingur. ^ S STILL Esslingen lyftarar uppgerðir fré verksm. Til afgreiflslu nú þegar. Rafmagns: 1,5 t, 2 t, 2,51 og 3, tonna. Disil: 3,51,41 og 6 tonna. Greiðslukjör. STILL einkcumboð á íslan ii M K JÓNSSON&CO. HF § "mn^W |BMW 728 árg.1978 Renault 20 TL árg.1978 IbMW 525 árg.1974 Renault 20 TL árg.1977 BMW 520 árg.1978 Renoult 12TL árg. 1971 |BMW 320 árg.1979 Renault 5 GTL árg. 1980 IbMW 320 árg.1978 Renault 5 TL árg. 1975 BMW 318 autom. árg.1979 Renault 4 TL árg. 1979 . BMW 316 árg. 1980 Renault 4 VAN F6 árg. 1977 BMW 320 árg. 1980 Renault 4 VAN F6 árg.1978 <$> KRISTBNN GUÐNAS0N HF SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Reykjavíkur Kæri félagi. í tilefni 90 ára afmælis félagsins bjóðum við þig hjartanlega velkominn til afmælis- fagnaðar að Hótel Sögu, sunnudaginn 25. janúarn.k., kl. 14 til 17. Dagskrá verður í stórum dráttum þannig: Safnast saman í Súlnasal. Hljómsveit hússins leikur létt lög. Ávörp. Félagsmenn heiðraðir. Tvöfaldur kvartett Söngskólans í Reykjavík syngur. Manúela Wiesler og Snorri öm Snorrason leika saman á flautu og gitar. Ég vona að þú og sem flestir vinnufélaga þinna sjáið ykkur fært að taka þátt í þessari afmælishátíð félagsins og þiggja veitingar. Með félagskveðju, f.h. VERZLUNARMANNAFÉLAGS REYKJAVfKUR HEWLETT jip, PACKARD HEWLETT Jtp, PACKARD HEWLETT JlD. PACKARD HEWLETT Jip PACKARD HEWLETT JlD, PACKARD Einkaumboð á Islandi fyrir vasa- og borðtölvur — Upplýsingar, sala, þjónusta STALTÆKI, Banka.trætis simi27sio

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.