Dagblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981. Bokassa með hinni rúmönsku Gabriella Roumaine árið 1975, einni af fjölmörgum hjákonum sinum. sem talið er að fram komi í febrúar, þegar Roger Delpey, einn af nánustu samstarfsmönnum Bokassa, birtir endurminningar sinar, þar sem fjallað er nákvæmlega um demantana 200. í útlegð Bokassa dvelur nú 1 útlegð á Fila- beinsströndinni. Honum var steypt af stóli árið 1979 með aðstoð út- lendingahersveitarinnar, þegar d’Estaing sjálfum fannst mælirinn orðinn fullur. Fall keisarans má rekja aftur til ársins 1977 þegar hann að fyrirmynd Napóleons kiýndi sjálfan sig til keisara í Bangui. Hin hátiðlega athöfn fór fram í Bokassa-íþrótta- höllinni við Bokassa-breiðstrætið rétt hjá Bokassa-háskólanum, steinsnar frá styttunni miklu af einni af fyrir- myndum keisarans, hinum steypta lifstíðarforseta i Uganda, Idi Amin Dada. Fyrir krýningarathöfnina keypti Mið-Afríkukeisaradæmið frá Frakklandi 5100 viðhafnarbúninga, 35 hersýningahesta, 100 tonn af flug- eldum, heilan flugvélarfarm af blómum og hálft annað tonn af heiðursmerkjum handa boðsgestun- um við krýninguna. Keisaraskrúði Bokassa líktist mjög skrúða Napóle- ons og örlög hans á Fílabeins- ströndinni minna líka á dvöl franska keisarans á eynni Elbu á sínum tíma. Dauðadómur bíður keisarans Bokassa hefur fengið fyrirmæU um að láta ekkert á sér bera. Óvist er hvort hann verður framseldur tU hins nýja Miö-Afríkulýðveldis þar sem dauðadómurinn biður hans. Þar skUdi hann eftír sig sárafátæka þjóð, sem hann sinnti í engu. Fílarnir 60 þúsund, sem í landinu eru, voru meira virði að hans mati. „Fílana er að minnsta kosti hægt að veiða til hágnaðar,” á Bokassa að hafa sagt einhverju sinni. (Politiken). ✓ Ef íslenskir stjórnmálamenn gerðu meira að því að kynna sér einföldustu undirstöðuatriði hagfræðinnar og blöðruðu aðeins minna þá byggi hér velmegandi þjóð. Það var nógu slæmt á sinum tíma þegar alþýðuflokksmenn höfðu for- göngu um stórkostlegar vaxtahækk- anir, að því þéir sögðu til að minnka ásókn í lánsfé. Þetta erlenda töfra- bragð átti að draga úr verðbólgunni og auðvitað átti full atvinna að haldast. Þaö að Seðlabankinn getur stjórnað peningaútstreymi bankanna — og þá gildir einu hve háir vextirnir eru — virðist hafa farið fram hjá þessum ágætu krötum. Þeir virðast heldur aldrei hafa áttað sig á að verð- bólga hjaðnar ekki við tilkomu okur- vaxta nema til atvinnuleysis komi. Nú hefur rikisstjórnin gengið einu skrefi lengra í vitleysunni og boðað stranga verðstöðvun. Hvernig sú ráðstöfun á samleið með okurvöxtum og fullri atvinnu getur að sjálfsögðu enginn skilið nema stjórnmálamenn sem ekki hafa kynnt sér misheppn- aðar verðstöðvanir víða um heim síðustu 700árin. Eðli vaxta Vextir eru peningar sem ekki eru fyrir hendi þegar lán er veitt. Þeir eru væntanlegir peningar í umferð. Ef þeir koma ekki i umferð þá verður einhver gjaldþrota þvi vextir kalla á sífellt meiri þenslu. Bankakerfið er eina uppspretta peninga og því verður að sækja þessa nýju peninga í bankana, þeir koma í umferð í formi láns sem ber vexti — og þannig koll af kolli. Því hærri vextir sem þarf að borga þeim mun hærri upphæðir þarf að borga í bankakerfið til að borga til baka. Hugsum okkur að Viðey sé sjálf- stætt ríki með 10 ibúa og einn maður hafi einkarétt á að búa tU peninga og lána. Segjum að hann láni þessu fólki 1000 krónur svo það geti stundað við- skipti sín á mUU. En þessi lánardrott- inn leggur á vextí og krefst þess að fá 1400 krónur til baka. Og vegna þess að hann er eina uppspretta peninga í Viðey þá verður fólkið að koma til hans og fá lánaðar þær 400 krónur sem upp á vantar. Þær fara í umferð í formi láns sem ber vexti. Það er alveg sama hvemig fólkið streöar — allir peningar í umferð eru skuld. Ef þess- ir nýju peningar koma ekki í umferð er augljóst að einhver verður gjald- þrota og eignir veröa teknar eignar- námi. Þar á eftír kemur atvinnu- leysið. Þetta er nákvæmlega það sem gerist i hvaða þjóðfélagi sem er. Verðbólga Verðlag ræðst af hlutfalli vöru og þjónustu annars vegar og peninga- magni í umferð hins vegar. Ef pen- ingamagnið eykst hraðar en vara og þjónusta skapast verðbólga því fólk hefur fleiri seðla til að bjóða í svipaö magn vöru og þjónustu. Ein öruggasta ieiðin tíl að auka peningamagn i umferð er að skrúfa upp vexti og þvinga þjóðina til að sækja sífellt meira peningamagn í bankana til aö geta staðið í skiium. Fyrirtæki og einstaklingar neyðast til að reikna okurvextina sem kosmað og verðbólgan magnast. Með öðrum orðum, það er ekki hægt að ná verð- bólgu niður með okurvöxtum nema til hálfgerðs hruns atvinnuveganna komi. Víða erlendis, þar sem háir vextir eru notaðir í baráttunni við verðbólg- una (með þvi aö gera peninga „dýra”), er bdnllnis verið að stíla upp á aukið atvinnuleysi svö ÍÓ!.k hafi minni fjárráð (peningamagn í umferð minnkar). Þetta er í sjálfu sér N Kjallarinn JóhannesB. Lúðvíksson fáránleg leið til að sigrast á verðbólgu því færri vinnandi hendur orsaka rýmun vöru og þjónustu. Þetta er því aðeins kapphlaup að rýra lifskjörin hraðar en nemur samdrætti vöm og þjónustu. Það væri nær að lækka vexti og auka framleiðsluna og ná þannig jöfnuði á milli peningamagns í umferð og vöm og þjónustu, Verðstöðvun Þegar stjórnmálamenn segja að þeir getí gert einhverjum gagn með verðstöðvunarlögum þá eru þeir ann- aðhvort iygarar eða börn. Að lög- leiða verð er svipað og heíla bensíni á vél og skipa því svo að brenna hægt. Hækkun á vöru og þjónustu er aöeins síðasta skreftð i langri þróun. öll verðbólga byrjar á skrifstofu bankastjórans og þegar rikisstjórn- inni er lánað. Vaxtaprósentan segir til um hve mikið fé þarf að taka út úr þessum stofnunum í framtiðinni til að standa i skilum og hvaða áhrif það hefur á verðlagið. Ef fyrirtæki og einstaklingar fá ekki þessa verð- bólgupeninga til að borga okurvext- ina þá blasir við gjaldþrot og at- vinnuleysi. Verð á einstökum vöruflokkum og þjónustu ræöst af framboði og eftír- spurn. Þegar stjórnmálamenn ákveða hvað einhver hlutur á að kosta er verðið venjulega of hátt eða iágt. Lambakjöt er niðurgreitt (og því of- borgað) og lambakjöt er offramleitt. í Rússladi og Póllandi ákveöa stjórn- málamenn of lágt verð á kjöti og fólk verður að standa klukkustundum saman i röðum tii aö fá nokkur grömm skömmtuð. Þetta er lögmál, sem engin ríkisstjórn getur umflúiö. Jóhannes Björn LúöVÍÍSÍP11 ^ „Veröbólga hjaðnar ekki viö tilkomu okurvaxta nema til atvinnuleysis komi.” nefnd um skipulag Keflavíkur — Njarðvíkur og Keflavíkurflugvallar, Brunamálastofnun, skipulagsstjóra ríkisins og Jóni Jónssyni jarðfræð- ingi. Jón hefur manna mest kannað vatnsforða á Suðurnesjum og segir i umsögn um „Olíustöð í Helguvík” eftir að hafa lýst aðstæðum: „Sam- kvæmt ofansögðu verður ekki séð að frá þessari fyrirhuguðu oliustöð stafi nokkur hætta á mengun vatnsbóla eða grunnvatns, sem notað verði nú eðaí framtiðinni”. Að sjálfsögðu er hér reiknað með að allur umbúnaður yrði í samræmi við nútíma kröfur. Þá er rétt að árétta einu sinni enn að allir bæjar- ráðsmenn í Keflavík og Njarðvík, þar með talinn Oddbergur Eiríksson sem Karl Sigurbergsson vitnar til að hafi aðra skoðun, hafa margítrekað gert kröfu um að olíuhöfn verði byggð í Helguvík. Hvað Oddberg varðar má einnig tninna á að hann hafði meira að segja bein í nefinu til þess að standa uppi í hárinu á fiokksforkólf- um á landsfundi Aiþýðubandalagsins í svokölluðu Helguvikurmáli. Afgreiðsla Helguvíkurmálsins í báðum bæjarstjómunum var málið afgreitt mótatkvæðalaust þegar Helguvík var endanlega valin, f bæjarstjórn Njarðvíkur með öllum atkvæðum, þar með talinn fulltrúi Alþýðubandalagsins. í bæjarstjóm Keflavikur var tillaga bæjarráðanna, sameiginlega tíags. 20. marz 1978, bori.'í. upp með fleiri málum sem bæjarráo hafði fjallað um. Fundar- gerðir bæjarráðs frá 20/3, 21/3 og 31/3 voru samþykktar á fundi bæjar- stjórnar 4. apríl með 9 samhljóða at- kvæðum. Karl G. Sigurbergsson gerði fyrirvara um fundargerð frá 20/3 (Helguvík). Hann greiddi ekki atkv. á móti málinu og gerði enga bókun sem hann er óspar á að gera i málum þótt smærri séu. í júli 1980 var haft eftír núverandi utanríkisráð- herra að hann myndi hefja undirbún- ing olíustöðvar í Helguvík. Þessi yfir- lýsing oili miklum úlfaþyt í Þjóðvilj- anum. Á bæjarstjórnarfundi í Kefla- vík þann 29/7 var málið rætt og sam- þykkt samhljóða með 9 atkv. að fela bæjarráði i samráði við bæjarráð Njarðvíkur að lýsa stuðningi við ákvörðun utanríkisráðherra og ánægju með mikil og góð störf „tankanefndar”. Á þennan bæjar- stjórnarfund mæííi fvrir Alþýðu- bandalagið varafulltrúinn Gylfi Guð- mundsson. Stœrð og landgæði Helguvfkur Á yíírbórðinu hafa alþýðubanda- lagsmenn (kommar) néfr.t fyrst og fremst tvennt sem mælir á mótí olfu- stöð við Helguvik: 1) að hér sé um stór hernaðarmann- virki að ræða, 2) að Kefiavík missi dýrmætt bygg- ingarland. Varðandi fyrra atriöið mættí spyrja hvort Alþýðubandalagið myndi ekki telja olíustöð fyrir NATO hernaðarmannvirki hvar sem hún væri staðsett. Stærð Helguvíkur getur hver og einn sannreynt með því að leita að henni á íslandskortínu. Varðandi síðara atriöið þá eru staðreyndir þær að varnarliöið fengi aftur 1 km’ af öllu því landi sem ríkið tók aftur af vamarliöinu 1971 og seldi Keflavíkurbæ. Þarna er Bergið hæst, eintóm klðpp og hallar Kjallarinn Ólafur Bjömsson verulega frá sjó. Það er því mjög óheppilegt til byggingar, holræsalögn óheyrilega dýr og byggö nakin fyrir NA-næðingnum sem við þekkjum svo vel hér. í staðinn losnaði mikið stærra land og mjög auðvelt til bygg- ingar, halli aö sjó hæfilegur fyrir iagnir og’nánast ekki annað en fram- lengja þær sem fyrir em. Að vísu yrði skipt á landi i Keflavik fyrir land í Njarðvík. Flestum er löngu ljóst að aðeins þrjózkan aðskilur þessi tvö sveitarfélög og aðeins tímaspursmál hvenær þau verða sameinuð. Þegar er meirihluti í bæjarstjórnunum fyrir áð skipuleggja svæðið sem iosnaði fyrir sameiginlegan miöbæ. Eftir sameiningu yröi ekki litið við að brjóta hábergið undir byggingar heldur yrði byggt áfram milli byggða og í átt til Grindavikur. Þar er bezta byggingariand á Suöurnesjum og í þá áttina er að vænta flestra atvinnu- tækifæra, rætist vonir manna um nýtingu jarðhitans i Svartsengi og á Reykjanesi. Þetta byggingarland vili Karl G. Sigurbergsson hringleggja með olíuleiöslu. Fjórfjöldun tankarýmis? Fram hefur komið að land það sem NATO á aö fá norðan Helguvíkur er 1 km!. Það var talið hæfilegt land- rými fyrir tanka sem rúma um 200 þúsund tonn af olium. Hvort talin er J;örf fyrir að byggja alla þá tanka og hvenær þeir yróu bySJÖir er að sjálf- sögðu samningsatriði milli sijó'Pr valda og forsvarsmanna NATO. Á það er þó rétt að benda að allt tal um að hér yrði um fjórföldun á olíu- birgöum að ræða er villandi f meira lagi. Vamarliðið geymir hér olíu viðar en á flugvallarsvæðinu og víðar eru gamlir tankar sem mikið vantar á að gengið sé frá að nútímakröfum. Ekkert hefur verið athugað hverslags vanda þeir tankar gætu valdið né á hverjum það kynni að bitna. Með því að tryggja sér landrými fyrir tanka sem rúma 200 þúsund tonn er ef tíl vill hugsað fyrir að geta einnig lagt það dót niður. Á því verður vafalaust þörf innan þess tíma sem tekur að byggja olíustöð í Helguvik og þó fyrr hefði verið. Hver veit og getur upp- lýst hver aukning yrði þá á olíu- birgðarými varnarliðsins? Erum viö í NATO eöa ekki? Ekki fer milli mála að ríflegur meirihluti íslendinga styður aðild að NATO og ætla verður að þeim sem þaö gera sé ljóst að aðildinni fylgja nokkrar kvaðir. Um þær eigum við að semja uppréttir. Til þessa hafa kvaðir Íslendinga fyrst og fremst bitnað á næstu nágrönnum flugvall- arins, í Keflavik og Njarðvík. Þar ber hæst yfirvofandi eyðilegginguvatns- bóla og hættuástand af löngu úr- eltum og ónýtum oliutönkum og leiðslum. Þegar loksins fékkst að ræða þetta vandamál við ráöamenn NATO reyndust þeir reiðubúnir til þess að leysa málið. Sveitarstjórnar- mönnum í Keflavik og Njarðvík var og er ljóst aö varnarstöð getur ekki án oiíu verið. Með einni undantekn- ingu eru þeir sammála um að olíustöð i HeiguvíiC iausn sem báöum er sú hagkvæmasta. Undanték'.’i;.,!®in er Karl G. Sigurbergsson, sannfærður kommúnisti. Hefur nokkrum sem styður NATO dottið í hug að Karl eða aðrir trúar- bræður hans ættu að ákveða hvað séu hæfilegar birgðir af olíum fyrir NATO á íslandi? Eöa er svo komið að kommar ráöi öllu hér á landi? Þeir hafa hirt öll völd í löndum þar sem þeir hafa átt minna fylgi að fagna. Árangurinn birtist daglega í fjölmiðl- um. Ólafur Björnsson bæjarráðsmaður, Keflavik.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.