Dagblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 3
V'! tbúa við Blesugróf finnst litið fara fyrir gatnagerðarframkvæmdum þar. Allir telja sjálfsagt að: Bjarga fólki úr háska DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981. — hér er því att út í hættuna Rödd úr Blesugróf: Háttvirti borgarfulltrúi Guðrún Helgadóttir. í Þjóðviljanum miðvikudaginn 31. des. sl. segir þú: Tek aldrei þátt í niðurtalningu á mannslífum. Þetta er djúpt tekið í árinni, en ekki efa ég að hugur fylgi máli. Því sný ég máli mínu til þín. Hér í borg er hverfi sem 1 daglegu tali er kallað Blesugróf. Það er svo vanrækt af Reykjavíkurborg, að þvi er snertir þjónustu við ibúana, að ég tel að um gróf mannréttindabrot sé að ræða. í því sambandi nægir að Sjómenn fá ekki oft tækifæri til að kaupa ódýrara en aðrir. Bréfritari vill kaupa nytsama hluti fyrir gjaldeyrí sinn. Mætti ekki rýmka: Tolla- lögin? Sjómaður hringdi: Ég var að koma úr siglingu og þegar verið var að tollafgreiða skipið tjáðu tollararnir mér að ég mætti ekki koma með meira tollfrjálst með mér en sem samsvaraði 600 kr. Sem þýðir að við sjómenn erum beinlínis skyldaðir að eyða mestu af okkar gjaldeyri í sukk í erlendri höfn. Þegar við seldum úti fengum við jafnvirði 3000 kr. í erlendri mynt og af því mátti ég kaupa varning fyrir' 600 kr. Því sem eftir er, 2400 kr., átti ég að eyða í bjór og brennivín og þaðan af nytsamari hluti. Nú er það ekki oft sem við sjómenn fáum tæki- færi til að gera betri kaup en aðrir, því finnst mér ekki nema sanngjarnt að við fáum að kaupa til heimilisins og gjafir handa börnunum fyrir eitt- hvað hærri upphæð en 600 kr. benda á, að hér eru engar götur með varanlegu slitlagi, engar gangstéttir og annað eftir því og i þurrkum á sumrin, þegar rykið úr moldargötun- um er óþolandi, er okkur neitað um vatn til að slá dálítið á óþverrann. Þó eru samgöngurnar verstar. Allir telja sjálfsagt að bjarga mönnum úr háska og fyrirbyggja svo sem unnt er að slys verði. Hér er fólki beinlínis att út í hættuna. Ef íbúar þessa hverfis ætla niður í bæ, með strætisvagni, verða þeir að fara yfir Reykjanes- braut, allar fjórar akreinarnar. Þetta er engum bjóðandi, hvorki ungum né gömlum, sjúkum né ósjúkum. Það er líka svo, að löng verður oft biðin og margir vagnar farnir hjá, áður en þessi torfæra er að baki. Þetta má laga með þvi að láta vagn ganga vestan við hverfið (um Stjörnugróf) og þarf litlu að breyta svo aðstaðan sé viðunandi. En það er nóg ef vilj- ann vantar hjá embættismönnum Reykjavíkurborgar. Ég vona að þú sjáir þér fært að leggja þessu fólki lið svo sem þú frek- ast mátt og viss máttu vera um það að hér er ekkert ofsagt og þörfin er brýn. * ' Finnst þór gi í skólanum? Bttrn f Æflng*-Ofl tttraunaakttla KHl. Auflur Þórflardóltlr: Já, mér fmnst skemmtilegast að læra stafina. Spurning dagsins Orri Þór Bogaaon: Já, mér fínnst lang- skemmtilegast aö læra að reikna. Kolbrún Anna Björnsdóttir: Já, það er mest gaman í mömmuleik. Drífa Hansen: Já, mér fínnst skemmti- legast að föndra. Guðrún Ástþórsdóttir: Já, mér finnst mest gaman aö reikna. Guflrún I. Gufllaugsdóttlr: Já, það er skemmtilegast að reikna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.