Dagblaðið - 28.01.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 28.01.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent D „Það er ekkl okkar reynsla að allir þeir sem leita til Kristjaniu verði forfallnir eiturlyfjaneytendur.” Helena og Anders á göngu i hverfi þar sem búast má við að margir þeirra sænsku unglinga, sem hlaupizt hafa að heiman, haldi til. eiturlyfja- og drykkjusjúklinga. Ég varð mjög undrandi þegar ég komst að þvi hversu margir það eru raunverulega sem leita hingað og hversu erfitt það er að koma þeim aftur heim til Svíþjóðar og koma þeim þar á réttan kjöl. En við Helena verðum að trúa því að við getum hjálpað þessu fólki. Við viljum ekki gefast upp með neinn sem leitar til okkar. Það getum við ekki verið þekkt fyrir. Mörg þessara ungmenna hafa slæma reynslu af alls kyns félagsleg- um úrræðum þar til þau komu til Kaupmannahafnar, segir Helena. Þess vegna verðum við að nálgast þau á sérstakan hátt. Þau koma til dæmis til okkar og segjast hafa verið rænd eða að þau hafi týnt peningum sínum og nú vilji þau snúa heim. Þá fá þau kannski fjörutiu krónur sem nægja fyrir far- miða til Helsingborgar ásamt mat. Síðan verða þau að bjarga sér sjálf., Við vinnum ekki sem nein ferðaskrif- stofa og auðvelt er að ferðast á milli Svíþjóðar og Kaupmannahafnar. Oft hittum við viðkomandi aftur sama kvöldið í Kristjaníu og þá fáum við að heyra söguna eins og hún er. Þá fyrst getum við byrjað að hjálpa þeim. Ég er mjög hissa á hve góð áhrif það virðist hafa að við skulum dvelja hér,” 'segir Anders. Mikill hluti af tima Anders og Helenu fer í að ræða við áhyggjufulla foreldra. „Það er eðlilegt að þau verði áhyggjufull þegar börn þeirra hverfa allt í einu. Þau halda oft að meiri erfiðleikar séu hjá börnum þeirra en raunin er. Það er ekki reynsla mín að allir sem leita hingaö til Kristjaniu verði forfallnir eiturlyfjaneytendur. Ungmennin reykja meira hass en þau myndu gera heima hjá sér en ef þau eru ekki forfallin, þegar þau koma hingað, verða þau það ekkert frekar hér. Sumir foreldrar kjósa að koma og sækja börn sín. Þá reynum við að ræða við báða aðila því annars er mikil hætta á að viðkvæmir ungl- ingar verði komnir aftur innan skamms. Við náum beztum árangri með þau ungmenni sem vilja sjálf heim. Fyrst þegar þau koma hingað finnst þeim mjög gott að vera hér. Það er auðvelt að útvega hass hér. Þau geta farið inn í búð og keypt sér bjór ef þau vilja og þau hitta fjöldann allan af nýju fólki. En þegar tekur að kólna i veðri og viðkomandi verður kannski fyrir þvi að vera rændur fer gamanið að kárna og þá kemur heimþráin. Fyrirfram hefði maður búizt við því að eiturlyfjasjúklingarnir væru stærsta vandamálið sem við þurfum að kljást við. En því er þó ekki þannig varið,” segir Helena. „Eitur- lyfjasjúklingar eru yfirleitt ekki þannig á sig komnir að þeir séu færir um að skipta um dvalarstað. Þeir fara ekki að flytja frá Stokkhólmi til Kaupmannahafnar. Einu tilfellin af þessu tagi eru þegar eiturlyfjasjúkl- ingarnir hafa brotið þannig af sér að þeirverða að flýja. Unglingarnir drekka mjög mikið áfengi þegar þeir koma til Danmerkur því hér er svo auðvelt að nálgast það. Ekki er auðvelt að skilja hvers vegna Danmörk verður fyrir valinu hjá þessum unglingum. Sænskum ungl- ingum finnst Kaupmannahöfn draumaborg. Við skiljum það mætavel að ungl- ingar I Danmörku og Svíþjóð verði örvæntingarfullir þegar þeir fá ekkert að gera eða geta ekki byrjað á námi. Þess vegna gefur það góða raun að starfa hér með þeim,” segja Helena ogAnders. „Annað slagið verður maður þó þreyttur, eins og til dæmis þegar stúlka, sem við sendum heim fyrir jól, sat fyrir utan skrifstofu okkar þegar við opnuðum eftir áramótin. En við gefumst samt ekki upp.” (Ekstrabladet) Hass, marijúana or önnur fikniefni er auðvelt að nálgast í Kaupmannahöfn. Hinn daglegi starfsvettvangur Helenu Alring og Anders Förae er í Kristjaníu i Kaupmannahöfn og í hverfinu kringum aðaljárnbrautar- stöðina og Istedgötu. Starf þeirra er fólgið í því að hafa uppi á sænskum unglingum sem hafa flúið til Kaup- mannahafnar. Þegar þau finna þessi ungmenni er það verkefni þeirra að fá þau til að snúa aftur og reyna að útvega þeim vinnu og dvalarstað í Svíþjóð. Helena hefur dvalið i Kaupmanna- höfn í fimm ár og hefur vegna vinnu sinnar fylgzt mjög náið með þróun þessara mála sem hún telur mjög ugg- vænlega. „Þegar ég byrjaði voru það mest hippar sem komu hingað um sumar- tímann til að skemmta sér í Kristjaníu. Nú er þetta mun yngra fólk sem kemur. Það kemur til Kaup- mannahafnar vegna þess að það heldur ekki út að vera i Stokkhólmi, til dæmis, og Kaupmannahöfn er síðasta vonin. Það óhugnanlegasta við þetta er að hér er um að ræða 16—17 ára ungl- inga sem fást ekki við neitt. Þeir eru búnir að koma sér á framfæri hins opinbera og þegar við höfum sam- band við sænsk yfirvöld og félagsráð- gjafa virðast þau einnig vera búin að gefast upp og það sama á einnig við um unglinga í Danmörku. Anders kom til Kaupmannahafnar fyrir þremur mánuðum. Hann hafði áður unnið á meðferðarheimili fyrir Unglingamir gefast upp og fara á framfæri hins opinbera 16 ára gamlir Kaupmannahöfn ersíðastavon fjölmargra unglingaá Norðurlöndum DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Debbie Harry. Hverju konur eru í raun búnur til úr Úr hverju eru litlar stúlkur gerðar? Venjulegur konulikami inniheldur m.a. 100 grömm af sykri, nóg klór til að sótthreinsa fimm sundlaugar, fos- fór í 20.000 eldspýtuhausa, fitu i 10 sápustykki, járn i 6 sentímetra langa nál, nægan brennistein til að losa hund við ailar flær og nóg glyscrín til að sprengja fallbyssukúlu. Þessar upplýsingar er að finna í bók sem fjallar um furðulegar stað- reyndir og ber heitið The Book of Strange Facts. rTTTi Debby Harry htjóð- ritar sólóplötu — sem aðalmennirnir í Chic stjórna Nile Rodgers og Bernard Edwards, aðalmennirnir í hljómsveitinni Chic, hafa verið ráðnir til að stjórna upp- tökum á sólóplötu með Debbie Harry söngkonu hljómsveitarinnar Blondie. Þeir Rodgers og Edwards sáu alveg um síðustu plötu söngkonunnar Diönu Ross, sem meðal annars hafði að geyma lögin I’m Coming Out og Upside Down. Þá hafa þeir unnið mikið fyrir söngsveitina Sister Sledge. Debbie Harry er ein vinsælasta söngkona heimsins um þessar mundir. Hún átti ásamt hljómsveit- inni Blor.die vinsælasta lag Banda- ríkjanna í fyrra, lagið Call Me. Um þessar mundir er hljómsveitin ofar- lega á vinsældalistum víða um heim með LP plötuna Auto-american og lagið The Tide Is High. I fréttum segir að Debbie Harry þurfti ekkert að óttast ef svo skyldi fara að sólóplatan hennar yrði ekki vinsæl. Hún á alltaf öruggt sæti i hljómsveitinni Blondie, sem hún stjórnar reyndar ásamt sambýlis- manni sinum Chris Stein. Hœgt að fá gesti leigða — til að sinna óþotandi œttingjum eða leiðinlegum vinum sem þú ert neyddur til að bjóða Stofnað hefur verið fyrirtæki í Bandaríkjunum (hvar annars staðar?) sem leigir út fólk til að sitja við hlið óþolandi ættingja eða leiðin- legra vina sem eru líklegir til að eyði- leggja samkvæmi eða kvöldverðar- boð. Fyrirtækið heitir Vinir fjölskyld- unnar (Friends of the Family). Starfs- menn þess bjóðast til að sitja við hlið þeirra gesta sem fólk er neytt til að bjóða og halda þeim frá hinum gest- unum svo að samkvæmið verði ekki leiðinlegt. Sheila Shapiro, einn af stofnend- um fyrirtækisins, segir: „Næstum því hver einasti maður hefur Ient I því að sitja í samkvæmi við hlið leiðin- legrar frænku eða frænda sem ekki gat hætt að tala . . . eða lent í brúð- kaupsveizlu með ættingja sem erfitt var aðgeratil geðs.” Fyrir 35 dollara er hægt að fá par leigt og 15 dollara kostar að fá einn á leigu (karl eða konu). Þá er séð til þess að hinir óæskilegu séu ekki að trufla aðra gesti of mikið. „Við notum okkar eigin nöfn og ef einhver spyr hver við séum segjum við bara: Vinir fjölskyldunnar,” sagði Sheila. Forráðamenn fyrirtækisins segjast hafa haft nóg að gera, m.a. þurft að sinna miðaldra pari, sitja við hlið frænku sem var haldin óteljandi sjúkdómum að eigin sögn, hlæja að fúlum bröndurum eins sem taldi sig með fyndnari mönnum og i eina veizlu þurftu sex manns frá fyrirtæk- inu að mæta. í þeirri veizlu voru fjórir sem að áliti húsráðandans voru óþolandi. Hvaða hjól skyldi ég eiga? I stórborgum Japan hefur götum viða verið lokeO fyrir bileumferO vegne menguner. Er umferO reiO- hjóle þess i steO leyfO. En viO þaO hefur skapazt nýtt vandemél sem er jafnvelekkiminna.. .aO finnahjóHO aftur þegar halda á heim á leiO. Aðeins þriðj- ungur sviss- neskra úra fram- leiddur í Sviss Flest hinna þekktu svissnesku úra eru framleidd utan Sviss. Samtök sviss- neskra úrsmiða segja að af 9,8 milljón- um svissneskra úra sem frantleidd voru árið 1979 hafi aðeins 34% þeirra verið algerlega framleidd i Sviss, miðað við 66% fyrir 5 árum. 43% úranna voru framleidd af sviss- neskum fyrirtækjum sem notfærðu sér ódýrara vinnuaf! í öðrum ríkjum og 23% voru sett saman erlendis úr hlut- um framleiddum i Sviss. Frank Sinatra: / sviðsljósinu í nær hálfa öld Frank Sinatra hefur tekizt aö vera í sviösljósinu í nær hálfa öld. Og nú er þessi mjó- slegni strákur frá Jersey orðinn 65 ára gamall. Þegar hann byrjaði feril sinn varð hann fljótt stjarna unglinganna og enn nýtur hann vinsælda, að vísu ekki meðal ungl- inganna í dag heldur fyrst og fremst meðal miðaldra fólks. Frank Sinatara er mikill vinur Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og heyrzt hefur að hann muni taka að sér að útvega fræga skemmtikrafta í Hvíta húsið. Við látum hér fylgja nokkrar myndir af Sinatra. Þær ná yfir 40 ár á ferli skemmti- kraftsins. 1943 — 27 ára f>amaU og þc>>ar orðinn cinn vinsælasti söng vari Bandaríkjanna. 1949 — 33 ára on á toppnum. Þá þepar hafði hann ieikið i jjöida kvikmynda. 1962 — 46 ára op enn ekkert fárinn aó dala. 1966 — Fimmtupur hneykslaói hinn i- haldssami Sinatra heiminn með þvi að kvænast unpri lcikkonu, Miu Farrow. Orðrómur um tenpsl hans við Mafiuna lék hann yrátt. 1979 — 64 ára kvæntist hann Barhöru Marx.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.