Dagblaðið - 28.01.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 28.01.1981, Blaðsíða 6
Sovétmenn saka Bandaríkjaforseta um gáfnaskort: „Dansleiknum erlokið” HEWLETTjh^ PACKARD HEWLETT ^ ; PACKARD HEWLETT j MPACKARD HEWLETT PACKARD HEWLETTjh^PACKARD Einkaumboð á Islandi fyrir vasa- og borðtölvur — Upplýsingar, sala, þjónusta STALTÆKI, Bankastr»ti8 ami 27510 Mikil skelfing íbúa Esbjerg í Danmörku: —fjórtán ára gömul stúlka var f immta fómarlambið hans Hettumaðurinn svokallaði, sem valdið hefur mikilli skelfingu í Es- bjerg og nágrenni, lét til skarar skríða í fimmta sinn í síðustu viku. Að þessu sinni varð fjórtán ára gömul stúlka fyrir barðinu á honum. Kynferðisglæpamaður þessi hefur í öllum tilfellum brotizt inn í íbúðir eftir að hafa kynnt sér aðstæður áður, að því er virðist, og ógnað fórnarlömbum sínum með hnífi áður en hann nauðgar þeim. Hann hefur hettu yfir höfðinu, þannig að hann þekkist ekki. Aðfaranótt síðastliðins föstudags brauzt hann inn í einbýlishús í útjaðri Esbjerg og nauðgaði þar fjórtán ára gamalli stúlku. ,,Ég vaknaði við, að kveikt var ljós i herberginu mínu. Ég blindaðist af ljósinu en sá þó mann með hettu. Hann skipaði mér að leggjast á mag- ann og tók mig síðan úr náttfötun- um. Hann beindi hnífi að andliti mínu og sagði, að ef ég gerði ekki eins og hann segði þá mundi hann stinga hnífnum í magann á mér. Síðan nauðgaði hann mér aftan frá,” sagði stúlkan. Eftir að hafa komið fram vilja sínum skipaði maðurinn stúlkunni að hafa hægt um sig og láta ekki í sér heyra. Síðan hvarf hann jafnhljóð- lega og hann kom. Það var ekki fyrr en hálftími var liðinn að stúlkan þorði að hlaupa upp til foreldra sinna sem hringdu þegar í stað á lögregl- una, sem stendur enn sem fyrr ráð- þrota gagnvart kynferðisglæpamanni þessum. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í fúa- varðar þverslár fyrir dreifilínur. Útboðsgögn nr. 81003 verða seld á skrifstofu okkarfráog með miðvikudeginum 28. janúar 1981. Tilboð verða opnuð á skrifstofu okkar 27. febrúar 1981 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. Rafmagnsveitur ríkisins, Innkaupadeild „Nú er dansleiknum lokið”, segir í sovézka blaðinu Literatunaja Gazeta um hátíðarhöldin kringum innsetningu Reagans forseta. Blaðið varar lesendur sína við bjartsýni varðandi forseta- skiptin og minnir á að dýrðir voru einnig miklar við innsetningu Carters í embættið. „Og allir muna fögur orð Jimmy Carter er hann tók við emb- ætti”, segir í blaðinu. Ummæli Sovét- manna í garð Carters hafa sífellt orðið neikvæðari eftir versnandi sambúð ríkjanna við innrás Sovétmanna í Afganistan. Nú keppast fjölmiðlar í Sovétríkjunum við að taka saman þau málefni sem Carter hefur mistekizt við. „Ekki einn einasti forseti Bandaríkj- anna á seinni tíma hefur haft gáfur til að fást við vandamál 20. aldar”, segir í blaðinu. „Og á þetta þó sérstaklega við um Carter. Hann var ekki viðbúinn að gegna þessu embætti og ekki bætti baptistatrú hans úr skák.” Stjórnartíð Carters er sögð ein mis- tök frá upphafi til enda varðandi framkomu Bandaríkjanna við Sovét- ríkin. Sovétmenn segja að einnig hafi verið mikið um dýrðir við innsetningu Carters i emb- ætti, og blaðið Literatunaja varar við bjartsýni varðandi hinn nýja forseta Bandarikj- anna, Ronald Reagan, sem hér sést dansa við konu sina. Friðarráðstefna í Helsinki: SÆNSK STÚLKA REK- INAF RÁÐSTEFNUNNI —vegna þess að Rússar hótuðu að ganga út Sænskri stúdinu, Austra Krastins, var neitað um þátttöku í ráðstefnu sem haldin var i Helsinki í Finnlandi í síðustu viku. Ráðstefna þessi er alþjóðleg friðarráðstefna sem ung- menni úr ýmsum löndum halda. Austra Krastins er formaður lett- neskrar hreyfingar sem lætur til sín taka málefni lettnesks fólks, sem er í útlegð. Rússneskir þátttakendur hót- uðu að ganga út af ráðstefnunni ef stúlkan fengi að taka þátt í henni. Hún ætlaði að taka þátt i ráðstefnunni sem fulltrúi þessarar hreyfingar og hafði verið sent bréf á ráðstefnuna frá þessum samtökum, þar sem sú áskorun var sett fram að Rússar færu burt með her sinn frá Eystrasaltslöndunum, þar sem þessi svæði ættu rétt á frelsi sínu. Forstöðumaður hreyfingarinnar neitar því að rússneskir þátttakendur hafi haft áhrif á brottvísun stúlkunnar af þinginu og ástæðan fyrir brottvísuninni hafi ekki verið sú að hún veitir þessari hreyfingu forystu, heldur hafi það verið orð- sendingin, sem réði úrslitum. m---------► Austra Krastins DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent Hettumaöurinn enn á ferðinni Varaforsetinn trimmar Heilsurækt er í hávegum höfð i Bandaríkjunum og þar trimma menn sér til heilsu- bótar enda sýna opinberar skýrslur að færri látast nú þar úr hjartasjúkdómum en fyrir nokkrum árum. Hér sést hinn nýi varaforseti Bandarikjanna, George Bush, á hlaupum ásamt hundi sínum. HREVFlLL Simi 8 55 22 TRÉSMIÐIR - VERKAMENN Trésmiðir óskast strax í innréttingasmiði. Einnig verka menn vanir byggingavinnu. Uppl. í síma 71730 — 71699 Kvöldsími 23398. Reynir hf., byggingafélag Smiðjuvegi 18, Kóp.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.