Dagblaðið - 28.01.1981, Blaðsíða 12
BLAÐIÐ
Útgefandi: Dagblaðið hf. "
Framkvæmdastjöri: Svainn R. EyjóMsson. Ritstjóri: Jónas Kristjénsson.
Aðstoðarritatjóri: Haukur Heigason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjóri ritstjóman Jóhannas Reykdal.
íþróttin HalHir Slmonarson. Menning: Aöalstainn IngóMsson. Aðatoöarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit Ásgrimur Pélsson. Hönnun: HUmar Karisson.
Btaðamann: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgair Tómasson, Bragi Sig-
urðsson, Dóra Stef&nsdóttir, EHn Albartsdóttir, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur ÓjamlaMsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Siguröur Þorri Sigurðsson
og Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóMsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞoriaMsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs-
son. DreMingarstjóri: Valgaröur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgraiðsla, áslirif^iðaikk'diLiQfýsingar og skrMstofur Þverholti 11.
Aðalsimi blaðsins ar 27022 (10 línur).
Sotning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentunj
Áryakur hf., SkeMunni 10. ...................
Land,þjóð, tunga
ognorrænt samstarf
Fáar kenningar eru eins auðveldar í
smíðum og samsæriskenningar. Alls
konar vanmetaskepnur í íslensku þjóð-
lífi hafa fyrir margt löngu komið sér
upp einni slíkri. Gengur hún út á það að
smátt og smátt sé verið að hneppa
okkur í viðjar norræns samstarfs, hvar
við ekki eigum heima sökum „sérstæðrar menningar-
arfleifðar vorrar” eins og sagt er á tyllidögum og er
dulbúin þjóðremba.
Þessir sömu kenningasmiðir verða einatt heldur
vandræðalegir þegar það gerist að fulltrúar allra nor-
rænna landa taka sig saman og heiðra íslensk skáld á
borð við Ólaf Jóhann Sigurðsson og nú síðast Snorra
Hjartarson. Það þarf nefnilega ekki að lesa lengi í
skáldskap þeirra til að sjá að undirrót hans er sönn
virðing fyrir „landi, þjóð og tungu” íslendinga, svo
gripið sé til ljóðlínu í þekktu kvæði Snorra Hjartar-
sonar, en þá ,,þrenningu sönnu og einu” ættu norræn-
ir nágrannar okkar einmitt að gera sér far um að afmá
eða „skandínavísera” samkvæmt fyrrgreindri sam-
særiskenningu.
Upphaflegar forsendur fyrir stofnun bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs voru þær að Norðurlanda-
þjóðirnar allar mynduðu eitt og sama menningar- og
bókmenntasvæðið. Nú má vel vera að sú ályktun hafí
ekki verið á rökum reist og víst er að bókmenntir ann-
arra Norðurlandaþjóða eru hér ekki mikið í umferð,
hvorki á frummálum né í þýðingum. Og þrátt fyrir
norræna þýðingarsjóðinn er enn alveg undir hælinn
lagt hvaða bækur íslenskar lenda á markaði meðal ná-
grannaokkar.
En þótt þetta samstarf um bókmenntir sé reist á
vafasömum hugmyndafræðilegum grunni, þá er ekkert
í vegi fyrir því að þessar fimm þjóðir, auk minnihluta-
hópanna svonefndu, haldi áfram að kynna sér bók-
menntir hver annarrar, auki þýðingar og samvinnu um
bókmenntaleg málefni. Þótt menning okkar komi ekki
ávallt heim og saman við það sem er að gerast á hinum
Norðurlöndunum, — eins og dómnefndin vegna bók-
menntaverðlaunanna viðurkennir reyndar með vali
sínu á ljóðum Snorra Hjartarsonar, þá stöndum við
ekki nær öðrum þjóðum en einmitt Norðurlandaþjóð-
unum.
Nú má hugsa sér annað fyrirkomulag á bókmennta-
samvinnu en hátíðlegar úthlutanir peningaverðlauna.
Gott væri til dæmis ef við nytum sama réttar og Danir,
Norðmenn og Svíar og fengjum verðlaunuð verk undir
eins á íslenska tungu. Engu að síður hafa þessar viður-
kenningar í för með sér stóraukinn áhuga á þeim rit-
höfundum sem þær hljóta. Eftir að Ólafur Jóhann
Sigurðsson hlaut bókmenntaverðlaun þessi fyrir fímm
árum, hófst sannkölluð þýðingarbylgja verka hans
víða um Norðurlönd og náði allar götur til Þýskalands.
í kjölfar þeirra þýðinga fylgdu miklar umræður um ís-
lenskar bókmenntir. Ekki er að efa að hinar snilldar-
legu þýðingar Inge Knutsons á ljóðum Snorra Hjartar-
sonar munu beina athygli norrænna bókmenntamanna
að þessum völundi íslenskrar nútímaljóðlistar. Við ís-'
lendingar erum einnig gjarnir á að sækja frægðina er-
lendis. Þótt margir hafi þekkt hið hlédræga skáld
Snorra Hjartarson og verk hans, þá þurfti þessa ábend-
ingu norrænna nágranna okkar til að við gerðum
okkur fyllilega grein fyrir verðleikum hans. Útnefning
Snorra Hjartarsonar til bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs er einnig tímabær áminning. Þar fer skáld
sem ávallt lætur sér annt um siðferðilegar skyldur
mannsins, gagnvart sjálfum sér og landinu sem hann
yrkir.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1981.
Gervasoni hinn franski var fluttur
úr landi, og þótti víst mörgum tími til
kominn.
Ef menn virða fyrir sér allan þann
vaðal, sem um manntetrið var ritaður
í blöðum, þann óeðlilega langa tíma,
sem hann dvaldi hér í umsjá útlend-
ingaeftirlitsins og lögreglunnar,
vekur það hvort tveggja hina mestu
furðu. Auðvitað gera allir sér grein
fyrir þvi, enda aldrei mótmælt, að
maðurinn smaug inn í landið á föls-
uðum skilríkjum, og var þvi frá upp-
hafi brotlegur við íslensk lög. Þegar
svo dómsmálaráðherra visar honum
úr landi samkvæmt skýlausu ákvæði
islenskra laga, rís upp nokkur hópur
manna undir forustu kommúniskra
alþingismanna og fylgispakasta lög-
manns þeirra og hafa í hótunum við
ráðherrann og hyggjast neyða hann
til að brjóta landslög með því að
breyta ákvörðun sinni um brottvísun-
ina og láta veita manninum íslenskt
vegabréf eins og einhvern aufúsugest
hafi borið að garði.
Og svo mikið þótti liggja við, að
hótað var stjórnarslitum, ef ekki yrði
gengið að þessum kröfum. Hvernig
getur slíkt og þvilíkt gerst? Já, það
eru dálaglegir fulltrúar á Alþingi,
sem svona hegða sér.
. Víst var Gervasoni kominn á ein-
hverjar villigötur, og sjálfsagt þarfn-
ast hann aðstoðar, og ef til vill á hann
nokkra samúð skilið. En menn hljóta
einnig að spyrja: Hvers vegna getur
þessi maður ekki beygt sig undir lög
lands síns eins og milljónir landa
hans gera ár hvert, eða unnið af sér
herskyldutímann, svo sem hægt er,
að sögn, með tveggja ára þegnskyldu-
vinnu? Að þvi búnu gæti hann ferð-
ast um hnöttinn að vild — frjáls
maður.
Þetta gera margir Frakkar. T.d. er
sagt, að i franska sendiráðinu hér i
Reykjavík starfi maður, sem hafi
Kjallarinn
/
ðlafur E. Einarsson
enginn mannkærleikur, sem stefn-
unni ræður hjá forvígismönnum
Gervasoni-upphlaupsins hér á landi.
Þvert á móti er hér á ferðinni dæmi-
gerð pólitísk leikflétta að sið komm-
únista.
Sú staðreynd, að Alþýðubanda-
lagið er nú einn af stuðningsflokkum
ríkisstjórnar islands og að menn úr
þeim flokki skipa þriðjung ráðherra-
embættanna, hefur orðið þess
valdandi, að þeir hafa nauðugir vilj-
ugir orðið að hverfa að verulegu leyti
frá hefðbundnum pólitískum bar-
áttuaðferðum sínum. T.d. er nú víg-
orð þeirra frá 1978 um „samningana
í gildi” algerlega gleymt og fallið í
skuggann, því að þess í stað berjast
þessir sömu menn nú eins og Ijón
fyrir því, að samningarnir nái ekki
gildi. Þetta er mergurinn málsins.
Mikil óánægja hefur gripið um sig
innan raða alþýðubandalagsmanna,
því að margir líta eðlilega svo á, að
forsprakkarnir séu að ganga á bak
„Um leið og á þarf að halda mun nýr
Gervasoni dreginn fram á leiksviðið ...”
færst undan því að gegna herskyldu
vegna trúarskoðana sinna eða ein-
hverrar heimspekilegrar afstöðu, en
bauðst þess í stað til að vinna hver
þau störf önnur, sem stjórnvöld
legðu honum á herðar, svo sem
frönsk lög mæla fyrir. Það er því
augljóst, að það er eitthvað bogið við
allan þann mikla málflutning og
þras, sem orðið hefur hér í sambandi
við þetta Gervasoni-mál.
Nei, góðir hálsar, það er öldungis
orða sinna. Þeir séu að svíkja fyrri
málstað og ganga erinda annarra
sjónarmiða. Það má vel teljast eðli-
legt, að ungir menn, sem árum saman
hafa verið fóðraðir, stjórnmálalega,
á kommúnistískum æsingaáróðri
samfara rangri, 19. aldar hugmynda-
fræði og hatursmenguðum málflutn-
ingi, bæði í ræðu og riti, um flest,
sem varðar þjóð okkar og þjóðerni,
fari að verða ruglaðir í ríminu. Og þá
er einmitt gripið til uppþotsaðgerða
af þvi tagi, sem Gervasoni-samtökin
beittu sér fyrir.
Fjórmenningaklíkan
Fyrir nokkrum dögum gat að líta í
Dagblaðinu stutta kjallaragrein eftir
,Sófus Bertelsen um viðhorf hans til
þessara mála. Hann bendir á, að
Gervasoni hafi komist inn í landið á
ólöglegan hátt, og jafnframt, að
dómsmálaráðherra sé skylt að fara að
lögum. Samt hneykslast Sófus stór-
lega á framkomu manna við Gerva-
soni, sem hann lýsir sem auðnu- og
lánlausum ógæfumanni. Sannleik-
urinn er sá, að vart er hægt að hugsa
sér, að tekið hefði verið mýkri
höndum á þessu lögbroti í nokkru
öðru landi á byggðu bóli. Eða
hvernig skyldu þeir til dæmis af-
greiða svona mál, stjórnarherrarnir I
járntjaldslöndunum, sem margir
Gervasoni-stuðningsmenn dá öðrum
fremur? Sófus vill afgreiða þetta mál
af meðaumkun en ekki að lögum.
Það er bæði mannlegt og heiðar-
legt og lýsir góðu innræti að finna til
með þeim, sem halloka fer I lífsbar-
áttunni. Og Sófus lýsir því jafnframt
í grein sinni, að hann hafi upplifað þá
stund að tárfella á erlendri grund við
að sjá íslenska fánann óvænt eftir
nokkra dvöl fjarri föðurlandinu.
Vissulega hafa margir, sem betur fer,
fundið fyrir þessari tilfinningu við
sömu kringumstæður. En ætli skoð-
anabræður þínir, Sófus, og þá fyrst
og fremst forsprakkar Gervasoni-
samtakanna, séu sama sinnis? Ætli
þeir klökkni nokkuð við að líta ís-
lenskan fána óvænt á erlendri grund
— frekar en hér heima?
Sannleikurinn er sá, að Gervasoni-
málið er allt tilbúningur frá rótum.
Maðurinn er 'sendur hingað til lands
(af hverjum?) og eflaust eftir pöntun,
enda var einhver fjórmenningaklíka
viðbúin að taka á móti honum með
lögfræðing og allt með það eitt mark-
mið að gera hann að einhverju póli-
tísku baráttutákni. Síðan var reynt að
blása lítið mál upp í stórt mál með
æsiskrifum og hávaða á mannfund-
um.
Þetta eru gamalkunnar aðferðir
kommúnista víða unvheim — sem ef-
laust verður haldið áfram til þess eins
að breiða yfír hrakfarir eða draga
athyglina frá viðkvæmum hlutum.
Áður en varir er þessi Gervasoni
gleymdur, en um leið og á þarf að
halda mun nýr Gervasoni dreginn
fram á leiksviðið í einhverri mynd.
Sama aðferðin — sömu orðin.
Spurningin er bara: Hver borgar
brúsann?
íslenska þjóð — varaðu þig á fjór-
menningaklíkunni!
Ólafur E. Einarsson
forstjóri.
Skyldu þau klökkna við að lita islenzka fánann?
BERUMORD-
UMSAGT