Dagblaðið - 02.02.1981, Side 3

Dagblaðið - 02.02.1981, Side 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1981. 3 LÖGBOÐIN HNÝSNI Spurning dagsins Svavar Gestsson ráðherra. Svavar Gestsson á þorrablót — austur á Neskaupstað Pétur Óskarsson, Neskaupstað, hringdi: Á sama tíma og Alþýðubandalagið áformar að ráðast á kjör láglauna- fólks og vinnandi manna launaði Al- þýðubandalagið í Neskaupstað kaup- ránið með því að bjóða kaupránsfor- ingjanum Svavari Gestssyni á þorra- blót í Neskaupstað þann 31. jan. sl. Ég vona að ferðalag þitt austur hafi verið skemmtilegt og vona að þú hafir orðið saddur af þeim mat- föngum sem fyrir þig voru borin, því þetta mun hafa verið seinasta tæki- færið að fá ódýran mat áður en kaupránið kom til framkvæmda. Ennfremur geri ég ráð fyrir að þeir gömlu verkamenn pg verkakonur sem á blótinu sátu hafi dáðst að þér fyrir framlag þitt til launamála lág- launafólks. Hvað viltu borga ? Komdu og gerðu okkur tilboð í frystiskápa ogkistur ^ Við viljum selja þér frystikistu eða frystiskáp á kjörum sem þú býður okkur. Petta þýðir að þú gerir okkur greiðslu- tilboð sem inniheldur útborgun og afborganir. Hringið eða lítið inn og við ræðum málið. FÁLKIN itiiötceái SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 — Manntal 1981 i tutt og skýr bréf Enn einu sinni minna lesendaJálkar DB alla þá. er hynnjast senda þœttinum linu. að láta fvlyja fulll nafn. heimilisfany. símanúmer lef um það er að rœða) og \ nafnnúmer. Þetta er lítil fyrirhöfn fyrir hréfritara okkar of; til mikilla þieyindu fyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir á að hréf eiya að >era stutt og skýr. Áskilinnerfullur réttur til að ' stytta hrcfofi umorða til að spara rúm og koma efni hetur til skila. Bréf œttu helzt ekki að vera ’rí en 200—300 orð. Simatími lesendadálka DB er milli kl. 13 ofi 15 frá mánudöfium tilföstudaya. rafreiknum og tölfræði má svo með mikilli nákvæmni heimfæra slíkar stúdíur upp á alla þjóðina. Tölvan er nú þegar kynngimagnað, verkfæri til skoðunar á mörgum fyrirbærum svo sem þjóðarlíkamanum. Mörgum stendur þegar ógn af mætti hennar í þessa veru. Það boðar því illt að í árdaga tölvunnar skuli ríkisvaldið ganga fram fyrir skjöldu með laga- bókstaf að vopni og.krefjast þess að tölvufærðar séu svo persónulegar upplýsingar um þegnana sem þær, hversu þeir „leski sig saman” tveir og tveir utan þess ramma er ríkisvaldið sjálft hefur blessað. Er það ekki einkennileg tilviljun að slikar upplýs- ingar eiga að sjá dagsins ljós á því herrans ári 1984; sama ári og George OrweU fann ógnvekjandi alveldis- samfélagssýn sjnni tíma. Nei, góðir landsmenn, hér er of langt gengið. Það er óþolandi að inn í manntal geti hinir og þessir hópar út í bæ lagt spurningar að vild eins og kom fram i'sjónvarpsþætti hjá hag- stofustjóra. Ösómanum fylgdi nefndúr hagstofustjóri eftir með því að hóta að senda að mönnum njósn- ara, neituðu þeir að svara, auk þess að ota meintum lagabókstaf, sem lögfróðir menn hafa tjáð mér að sé næsta vafasamur. Maðurinn var blindur á að menn veigruðu sér við að svara af öðrum ástæðum en við- kvæmnis (sbr. hjal hans um konur og fædd börn þeirra). Hann skildi ekki, eða vildi alls ekki skilja, að hér er um grundvallarmál (principmál) að ræða sem snertir upplýsingarskyldu manna og tölvuskráningu, mál sem hefur orðið mörgum ærið umhugsunar- og áhyggjuefni hin síðustu ár. Það er að tala út í loftið að vera með þau rök að beðið sé um „saklausar” upplýs- ingar. Flestir geta víst verið sammála um að svo sé. En það er hitt sem skiptir máli að hér er brotið blað í sögu manntala og mörkuð ný stefna sem margir hugsandi menn eru mjög mótfallnir svo ekki sé meira sagt. Einar Jónsson skrifar: Nú um helgina fór fram manntal á Islandi. Nokkur kurr hefur risið út af þessari skráningu landsbyggðarinnar. Slíkur kurr er óvenjulegur, en ofur skiljanlegur, því nú var í laganna nafni verið að spyrja margs fleira en í „venjulegu” manntali. Manntal er og hefur verið meira en hausatal. í slíku tali hefur þótt nauðsynlegt að hafa fáeinar grundvallarupplýsingar svo sem, kyn, aldur, fæðingardag, o.s.frv. Spurningin er, hvar á að láta staðar numið með yfirheyrslurnar. Á mörgum vettvanginum lætur þjóð- félagið þegnana svara til um sína hagi, en þó sennilega hvergi eins kirfilega og á efnahagssviðinu þar sem síattayfirvöld með vönd á lofti freista þess að kreista út úr öllum þegnum upplýsingar um hvern eyri sem um hendur þeirra hefur farið. Þykja þessar aðfarir sjálfsagðar í nafni jöfnuðar, þannig að hver greiði réttilega af sínu. Einkahagir manna og heimili, þar sem efnahagnum sleppir, hafa þó hingað til verið látin nokkurn veginn í friði af yfirheyrslu- mönnum hins opinbera, og Hag- stofan hefur vel þekkt hvar marka- lína „velsæmis” liggur í þessum efnum. Þegar hins vegar gengið er í hús í embættisnafni og menn krafðir um einkahagi svo sem hvort þeir rísli lengur eða skemur í eldhúsinu hjá sér er skörin heldur betur farin að færast upp í bekkinn. Félagsfræðingar rannsaka nú alla mögulega og ómögulega hluti í fari og hegðan þjóðfélagsþegnanna svo sem í hvaða stellingum þeir sofi og eru síðan birt um þessi efni hin merk- ustu skrif. Hingað til hafa þessir fræðirýnar orðið að afla gagna um „meðal svefnstellingar og afbrigði- legar svefnstellingar manna” með úrtakskönnunum á eigin vegum. Með Á að banna reykingar á vinnustöðum? Ólafur M. Pálsson lifeyrisþegi: Já, það finnst mér, reykingamenn eiga að taka tillit til þeirra sem ekki reykja. Bryndís Arnþórsdóttir afgreiflslu- maður: Nei, það ætti ekki að banna reykingar en þyrfti að vera sér aðstaða fyrir minnihlutahópa á hverjum vinnu- stað. Lidia Moreau húsmóðir: Það ætti ekki að leyfa að reykja á vinnustöðum. Jónas Eysteinsson kennari: Já, tvi- mælalaust. Þeir sem ekki reykja eiga ekki að þurfa að þola að anda að sér reykjarstybbu. Gunnhildur Harðardóttir nemi: Já, það finnst mér. Þeir sem ekki reykja eiga ekki að þurfa að anda að sér reyk. 'riðrik Þorsteinsson slökkviliðsmaður: lei, ég sé ekki ástæðu til þess.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.