Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.02.1981, Qupperneq 8

Dagblaðið - 02.02.1981, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1981. i Erlent Erlent Erlent Erlent I Runald Reagan Bandarikjaforseti. Reagan skilur ekki —segir Tass-f réttastofan sovézka Hin opinbera sovézka Tass-frétta- stofa sagði um helgina að þær ásakanir Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta að Sovétríkin væru að reyna að setja á stofn alheimskommúnistaríki sýndu að hann skildi ekki eðli heimsbyltingarinn- ar. Fréttastofan neitaði þeim ásökun- um Reagans að Sóvétríkin beittu svikum og prettum í alþjóðasamskipt- um. Krístnir Kínverjar þinga i Bejingborg Rúmlega hundrað kristnir Kinverjar hittust í Beijing um helgina á þriðja þingi samtaka kínverskra mótmæl- enda. Þingið valdi Yien Jixeng, 71 árs gamlan prest, sem formann. Hann hvatti alla kristna menn í Beijing til að sameinast öllum íbúum Kina til að stuðla að uppbyggingu landsins og heimsfriði. í Beijing eru tvær mót- mælendakirkjur þar sem guðsþjón- ustur eru haldnar reglulega. Bandalag Kína, NATÓ- ríkjanna ogJapan? „Innrás Sovétríkjanna i Pólland kynni að leiða til bandalags milli Bandaríkjanna, Vestur-Evrópu, Japans og Kína,” sagði fyrrum örygg- ismálaráðgjafi Bandaríkjastjórnar, Zbigniew Brezenski, I gær. Hann sagði fréttamönnum að ef hin sjálfstæðu verkalýðsfélög í Póllandi yrðu kúguð af Sovétríkjunum gæti það leitt til endurnýjunar andrúmslofts kalda stríðsins frá því um 1950. SjóslysiðáJövuhafi: Lifandi farþegar ennþá aö finnast Fjörutíu og fimm farþegar af indó- nesíska skipinu Tampomas II, sem sökk í Jövuhafi sl. þriðjudag, fundust á lifi I gær á eyju hundrað mílur frá slys- staðnum. Leit hefur nú verið hætt og eru fjögur hundruð og fimmtíu manns taldir af en sjö hundruð og þrjátíu var bjargað. Meðal þeirra sem fórust með skipinu var skipstjórinn en hann mun hafa haldið því fram að eldurinn sem kom upp í skipinu hefði stafað af íkveikju. Enn er ekki séð fyrir endann á borgarastyrjöldinni i El Salvador, sem á siðastliönu ári kostaði yftr tfu þúsund ibúa landsins lifið. Skæruliðar vinstri manna segjast nú undir- búa nýja „lokasókn” og er þvi vart við öðru að búast en að blóöbaðið aukist frekar en hitt. Myndin sýnir hóp skæruliða. Rússar svara Reagan f ullum hálsi: Nýtt kait stríð i uppsiglingu? —„Bandaríkjamenn skipuleggja hryöjuverkastarfsemi” Harðorðar yfirlýsingar stjórnvalda í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum hvorra í annarra gerð eftir að Ronald ■ Reagan tók við forsetaembætti i Bandarikjunum þykja minna talsvert á tímabil kalda stríðsins svonefnda. Tass-fréttastofan sovézka sakaði í gær bandarísku leyniþjónustuna um að skipuleggja hryðjuverkastarfsemi og útbreiða um heiminn. Ásökun þessi kemur í kjölfar þeirrar yfirlýsingar Alexanders Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Sovétmenn styddu við bakið á hryðjuverkamönnum. Tass-fréttastofan sagði að hryðju- verkastarfsemi I pólitískum tilgangi væri víðsfjarri Sovétmönnum en það væri hins vegar bandaríska leyni- þjónustan CIA sem væri miðstöð hryðjuverkastarfsemi í heiminum. Hún skipulegði morð og sendi hópa hryðjuverkamanna inn í önnur lönd. Tass nefndi sem dæmi, að CIA hefði lagt á ráðin um að myrða Fidel Castro leiðtoga Kúbumanna og staðið fyrir morðunum á Italanum Aldo Moro árið 1978 og marxist- anum Salvador Allende, forseta Chile, auk þess sem Bandaríkin hefðu komið Iranskeisara til valda á sinum tíma. Skæruliðar rauðu khmeranna svonefndu I Kampútseu hafa stöðugt haldið uppi vopnaðri andspyrnu 'gegn innrásarliði Viet- nam. Skæruliðarnir hafa notið stuðnings Kinverja. „ Viljum sameina alla andstæðinga Vietnam" — segir f orsætisráöherra Kína, Zhao Ziyang Forætisráðherra Kína Zhao Ziyang sagði í gær að Kínverjar styddu tilraun- ir til að sameina alla andstæðinga Viet- nam í Kampútseu. Zhao sagði á blaða- mannafundi að hann vonaðist til að andspyrnuhreyfingar i Kampútseu sameinuðust gegn Víetnömum sem her- tóku landið fyrir tveimur árum. Zhao, sem er í opinberri heimsókn í Thai- landi, sakaði Víetnama um að auka á spennu I suðaustur-Asiu. blað alþýðunnar minntist í engu á til- lögur Vietnama um friðarsamninga Vietnam og Kína varðandi Kampútseu- málið. Kona forsætisrád' herra Noregs? Dagblað alþýðunnar í Kína skrifaði um helgina, að tillögur Vietnam, Laos og leppstjórnar Vietnam í Kampútseu um ráðstefnu um framtíð Kampút- seu væru settar fram einungis til að draga athyglina frá kúgun Vietnama gagnvart Kampútseumönnum. Dag- Frú Gro Harlmen Brundtland, fyrr- um umhverfismálaráðherra og varafor- maður norska verkamannaflokksins, þykir líkleg til að verða næsti forsætis- ráðherra Noregs eftir að Oddvar Nordli lét af embætti forsætisráðherra á föstudag af heilsufarsástæðum. Aðrir sem til greina koma eru um- hverfismálaráðherrann Rolf Hansen og fyrrum olíu- og orkumálaráðherra, Bjartmar Gjerde. Nordli, sem er 53 ára gamall, lét af embætti að læknisráði en talið er að hörð gagnrýni á hann innan verkamannaflokksins hafi einnig átt þátt i ákvörðun hans.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.