Dagblaðið - 02.02.1981, Side 10

Dagblaðið - 02.02.1981, Side 10
10 I DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent D Tilkynning um skilnað Kennedy-hjónanna kom sólarhring eftir að Reagan tók við forsetaembætti: KS FURUNÁLA-FREYÐIBAÐ jafn ómissandi og sápa FKKTEN.Víí HJONASKILNAÐURINN UPPHAFIÐ AÐ NVRRI KOSNINGABARÁTTU? Fréttin um að hjónin Edward og Joan Kennedy hefðu ákveðið að skilja kom aðeins einum sólarhring eftir að fyrsti forsetinn í sögu Banda- ríkjanna, sem hefur gengið í gegnum hjónaskilnað, sór embættiseið sinn sem forseti. Sú staðreynd að fyrra hjónaband Ronalds Reagan kom ekki til umræðu i kosningabaráttunni sýnir að bandarískir kjósendur gera sér ekki sömu rellu út af hjónaskiln- aði forsetaframbjóðanda eins og áður í tíð frambjóðenda eins og Adlai Stevensons og Nelson Rocke- fellers. Jafnframt hefur framtíð öldunga- deildarþingmannsins frá Massachus- etts aldrei verið eins óráðin og nú. Hann er án efa þekktasti kaþólikki í Joan Kennedy hefur nú fengið starf sem þulur i sjónvarpsstöð í Boston. Sögusagnir um veikleika Kennedvs í einkalífi eru taldar hafa stóran þátt í ósigri hans fyrir Carter. fæst um land al/t Bandaríkjunum sem hættir sér út í kosningabaráttu eftir hjónaskilnað. Hann mun keppa að því að verða kosinn forseti Bandaríkjanna árið 1984. Sennilega kom tilkynningin um hjónaskilnaðinn einmitt á þessari stundu vegna fyrirhugaðrar kosn- ingabaráttu. Fjögurra ára gamall hjónaskilnaður er ekki eins líklegur til að verða honum fjötur um fót í kosningabaráttu eins og að búa aðskilinn frá eiginkonunni árum saman. Hins vegar mun þessi ákvörðun Kennedys tæpast stöðva slúðrið um persónulegt líf hans. f kosningabar- áttunni á siðastliðnu ári nýttu menn Jimmy Carters sér einmitt mjög vel sögusagnir um veikleika Kennedys i einkalífinu. Talið er að það hafi öðru fremur kostað hann sigurinn í barátt- unni við Carter forseta. Joan og Edward Kennedy höfðu búið hvort í sínu lagi í hálft annað ár þegar þau tóku saman á ný, sýnilega til að auka sigurmöguleika Kennedys í kosningabaráttunni. Hún stóð fast við hlið eiginmanns síns allt þar til hann viðurkenndi ósigur sinn á flokksþingi demókrata i ágústmán- uði síðastliðnum. En samband þeirra var aðeins sýndarmennskan ein. Kennedy sýndi konunni, sem hann hafði verið kvæntur í 22 ár, aldrei neina ást. Joan Kennedy hefur aldrei leynt andúð sinni á hinu pólitíska lífi i Washington og sögusagnirnar um ástarsamband manns hennar við aðrar konur hafa gengið ákaflega nærri henni. Það var ekki sízt það sem gerði það að verkum að hún varð alkóhólism- anum að bráð, að því er hún sagði í samtali við MaCall-tímaritið í maí- mánuði síðastliðnum. „Það var auðveldara fyrir mig að fá mér nokkra sjússa heldur en að rjúka upp og spyrja Ted hver væri sannleikurinn um samband hans við aðrar konur. Ég róaðist við að drekka og ímyndaði mér að ég væri hvorki særð né sorgbitin,” sagði Joan Kennedy. ,,Ég fann að alkóhólið hafði ró- andi áhrif á mig og þannig tókst mér að vissu leyti að loka mig frá því sem gerðist.” f febrúar 1978 flutti hún frá manni sínum í Washington í eigin íbúð í Heildsölubirgðir: KRISTJÁNSSON HF. Símar 12800 og 14878. „Fólk, sem giftist jafnungt og Joan og F.dward Kennedy. getur þroskazt hvort frá öðru,” segir prestur þeirra. Chappaquiddick árið 1969. Starfs- maður kosningabaráttu Kennedys, ung stúlka að nafni Mary Jo Kope- chne, drukknaði eftir að Kennedy missti stjórn á bifreið sinni og keyrði út af brú. . . Spurningar um hvaða samband hafi verið á milli þeirra og hvers vegna slysið varð og hvers vegna Kennedy lét ekki vita af þvi strax hafa fylgt honum æ síðan. Joan Kennedy segist trúa fram- burði manns síns. Joan og Edward Kennedy eru í rómversk-kaþólskum söfnuði í Washington og þau ráðfærðu sig við safnaðarprestinn, séra James Eng- lish, áður en þau tilkynntu um skilnaðinn. Rómversk-kaþólska kirkjan í Bandaríkjunum mælir gegn skilnaði en bannar hann ekki. Venju- lega geta þeir er hafa skilið ekki fengið hjónavígslu á nýjan leik i kirkjunni. „Þeim er báðum ljóst að þau geta ekki gift sig aftur í rómversk- kaþólsku kirkjunni,” sagði séra Eng- lish. „Fólk, sem giftir sig jafn ungt og Ted og Joan, getur þroskazt á þann hátt að þau verði gjörólíkar mann- eskjur. Þau hæfa hvort öðru þá ekki svo vel lengur.” (Dagbladet) Boston og byrjaði að sækja kennslu- stundir í tónlist. Hún fékk meðferð við áfengissýkinni og sagði sjálf að hún hefði hlotið fullan bata þegar kosningabaráttan hófst. Hún lýsti því yfir að hún ætlaði sér að flytja með manni sinum í Hvíta húsið ef hann næði kosningu. Fjölmargar konur í samkvæmis- lífinu í Washington hafa verið orðað- ar við Edward Kennedy. Ein þeirra, Helga Wagner, gifti sig um áramótin og segja sögusagnir að Kennedy hafi ekki verið alltof ánægður með það því hún hafi verið sú eina af ástkon- um hans sem hann hafi getað hugsað sér að eiga. Ekki er neinn vafi á því að versta hneykslið á ferli Edwards Kennedy er

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.