Dagblaðið - 02.02.1981, Side 12
12
BIMIÐ
írjálst, óháð dagblað
Utgefandi: Dagblaflið hf. * *
Framkvœmdastjón: Svoinn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson.
Aöstoöamtstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjón: Ómar Valdimarsson.
Skrífstofustjóri ritstjómar. Jóhannes Roykdal.
Íþróttin Hallgr Simonarson. Menning: Aöalsteinn Ingótfsson. Aðstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Atfi Rúnar Halldórsson, Adi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hókonardóttir, Krittjón Mór Unnarsson, Siguröur Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjamleifui Öjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurösson, Siguröur Porri Sigurösson
og Svainn Þormóðsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þróinn Þoríeifsson. Auglýsingastjórí: Mór E.M. Halldórs-
son. Droifingarstjórí: Valgeröur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, óskriftadeildý tfugfýsingar og skrífstofur Þverholti 11.
Aðaisimi blaðsins er 27022 (10 linur).
Sotning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- oþ plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun;
Árvakur hf., Skeifunni 10.
Áskriftarverð ó mónuði kr. 70,00. Verð I la^isasölu kr. 4,00..
Sígjaldþrota raunsæisstefna
Þegar íslenzkir aðilar tóku þátt í
jálparstarfi í Biafra, heyrðust raddir
um, að hjálpin gæti skaðað skreiðarsöl-
ur til Nigeríu. íslendingar væru fáir og
smáir og yrðu að líta á utanríkismál sem
hrein og köld viðskipti.
Þessar raddir fengu ekki að ráða
ferðinni. Menn töldu, að almennar hugmyndir um
mannréttindi, þar á meðal réttinn til að lifa, væru svo
mikilvægar, að taka mætti nokkra fjárhagslega áhættu
til að styðja þær í verki.
Á Vesturlöndum hafa frönsk stjórnvöld komizt
einna lengst á þeirri braut, að utanríkismál væru hreint
valdatafl, þar sem gæta skyldi franskra hagsmuna í
hvívetna án tillits til nokkurra mannlegra eða siðrænna
sjónarmiða.
Franskur vopnaiðnaður hefur hagnazt töluvert á
þessari stefnu. Frönsk vopn hafa ævinlega verið til
reiðu handa harðstjórum þriðja heimsins, þegar önnur
vestræn ríki hafa fyrir sitt leyti bannað slíkar vopnasöl-
ur.
Að baki hinni frönsku afstöðu liggur svonefnd
raunsæisstefna í utanríkismálum. Samkvæmt þeirri
stefnu felst óleyfílegt veiklyndi í þeirri stefnu Carters,
fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að blanda mannrétt-
indahugmyndum saman við.
Við verðum að vera raunsæir, segja valdshyggju-
mennirnir. Við verðum að gæta hagsmuna útflutnings-
iðnaðar okkar,þar á meðal vopnaframleiðslunnar.Við
verðum að gæta pólitískra hagsmuna okkar í ríkjum,
þar sem stjórnarfar er vont.
í krafti þessarar stefnu vinguðust frönsk stjórnvöld
ákaflega við Bokassa, þáverandi keisara í Mið-Afríku.
Giscard d’Estaing auðsýndi honum vináttu, fór með
honum á veiðar og er nú grunaður um að hafa þegið af
honum demanta.
Þar á ofan liggur nú fyrir í opinberu ákæruskjali sú
fullyrðing, að einn ráðherra Frakklands hafi snætt
mannakjöt í veizlum hjá Bokassa. Slíkt át var einmitt
helzta ástríða keisarans, önnur en að berja, limlesta og
drepa börn og fullorðna.
Raunsæisstefna af þessu tagi virðist ekki gera ráð
fyrir þeim möguleika, að vesalings fólkið í löndum
„vinveittra” harðstjóra geti risið upp og rekið þá af
höndum sér. Bokassa valt úr sessi og spillti þannig hinu
franska tafli.
Giscard d’Estaing hefur upp á síðkastið haft veruleg-
an ama af stuðningnum við Bokassa. Uppljóstranir um
barnamorð og mannakjötsát eiga umtalsverðan þátt í,
að frönsku forsetakosningarnar í vor eru allt í einu
orðnar tvísýnar.
Skoðanakannanir sýna, að frambjóðandi jafnaðar-
manna, Mitterand, hefur um þessar mundir meira fylgi
en forsetinn, aldrei þessu vant. Og nýtur Mitterand þó
ekki stuðnings kommúnista að þessu sinni.
Bandaríska útgáfan af frönsku raunsæisstefnunni
felst í að styðja þá harðstjóra þriðja heimsins, sem
segjast vera virkir andstæðingar kommúnismans. Til
dæmis Reza Pahlevi í íran, Pinochet í Chile, Batista á
Kúbu og Papa Doc á Haiti.
Við stjórnarskiptin í Bandaríkjunum komust aftur
til valda menn, sem halda því blákalt fram, að raun-
sætt sé að styðja harðstjóra þriðja heimsins til að forða
þjóðum þeirra frá enn verra oki kommúnismans.
Samt er þessi raunsæisstefna margreynd. Hún
hrekur á.sjálfvirkan hátt almenning í fang þeirra afla,
sem eru sameiginlegir óvinir harðstjóranna og Banda-
ríkjanna. En Reagan og menn hans virðast því miður
ekki vel að sér í sagnfræði.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1981.
" ' ..................
I upphafi
alþjóðaárs
fatlaðra
HLUT1AF
HEILDINNI
Hvað er fatlaður maður? Á hvaða
hátt er hann öðruvisi en aðrir menn?
Spurningum sem þesSum er rétt að
velta örlítið fyrir sér nú í upphafi
Alþjóðaárs fatlaðra. Fatlaður er
maður sem á einhvern hátt uppfyllir
ekki þann mælikvarða á starfsemi
likamans sem fjöldinn miðar við, þ.e.
líkamlega eru þeir öðruvísi en fjöld-
inn telur „eðliíegt”. Þetta er alrangt
hugarfar, það væri óeðlilegt ef allir
uppfyiltu þennan meðallagsmæli-
kvarða. Það er nú einu sinni svo að
engir tveir menn eru eins, einn getur
V—
1 1
verið heimsmethafi i hlaupum og
annar getur verið í hjólastól en báðir
eru þeir samt fullkomlega eðlilegir.
Fatlaður maður er ekki á neinn hátt
annan en líkamlega öðruvísi en fjöld-
inn, hann er tilfinningalega eins og
aðrir.
Það sem gerir fatlaða verr stadda í
samfélaginu er að þeir eru minni-
hlutahópur, og þangað til nýlega
A „Þess vegna er stærsta verkefnið hér á
^ íandi á alþjóðaári fatlaðra að breyta því
umhverfi, sem fyrir er, þannig að tekið verði
tillittil allra... ”
Sannleiksleit
eða rógur?
Að undanförnu hafa birst skarpar
aðfinnslugreinar i fjölmiðlum, eink-
um Dagblaðinu, um opinbera inn-
heimtu. Við lestur þessara óvægnu
aðfinnslugreina hefur mér virst gæta
litils skilnings á því að ríkisheildin er
ekkert annað en við sjálf, starfandi
þegnar þessa lands. Það er þó öllum
ljóst þegar hrinda þarf vinsælum
mannúðar-, menningar-og velferðar-
málum í framkvæmd. Kröfum á
hendur „hinu opinbera” linnir að
minnsta kosti ekki og undir þær er
ótæpilega tekið af fjölmiðlunum. En
sneyðast kann um stuðninginn við
„hið öpinbera” þegar það þarf að
afla tekna til að standa straum af
vaxandi kröfum. Menn eru að visu
haldnir mismikilli þráhyggju í and-
stöðú sinni við tekjuöflun hins opin-
bera en hún virðist þó yfirgnæfa sam-
úðina með samfélagsheildinni.
Sumir, örfáir að vísu, eru svo öfga-
fullir i andúð sinni að það er eins og
þeir leiti með logandi ljósi að hugsan-
legum misfellum við tekjuöflunina;
fullyrða jafnvel að brotin séu laga-
ákvæði við opinbera innheimtu.
Einkum er þar verkadrjúgur stjórnar-
maður í Neytendasamtökunum sem
notar stöðuheiti sitt til að gera
áróðurinn áhrifameiri. M.a. hefur
hann fullyrt að stofnun sú sem ég
veiti forstöðu hafi seilst of Iangt í inn-
heimtuaðgerðum og visvitandi brotið
lög og reglugerðir. Þessum skrifum
hefði ég ekki sinnt, enda sjá flestir
hvers kyns málflutningur prófessors-
ins er, hefði tiltölulega áhrifamikill
fjölmiðill, Dagblaðið, ekki í eigin
nafni gerst meðflutningsmaður að
áróðrinum. Og það fullyrði ég að ef
aðfinnslurnar eru jafn,,haldgóðar”
gegn öðrum opinberum stofnunum
og þær eru gagnvart tollstjóra-
embættinu þá mega þessar stofnanir
vel við una.
Dagblaðinu svarað
Kem ég þá að efnisaðfinnslum
A „Það stendur ekki á gagnrýni á fram-
kvæmd opinbers eftirlits og hrikalegar
smyglsögur ganga fjöllunum hærra... ”
Flugmál landsbyggðarínnar:
ÁRÉTTLÆTl
0G RAUNSÆI
BRESTUR
aðeins stundarkorn við lestur dag-
blaðs eða bókar. Þar með er samt
ekki öll sagan sögð. f misjafnri færð
og veðrum verður fólk að komast úr
fjarlægum sveitum á flugvöll, bíða
þar tímunum saman úti í bíl með vél-
ina og miðstöðina á eða inni í „flug-
stöð,” ef seinkun verður. Varlegra er
að hafa orðið „flugstöð” innan
gæsalappa, a.m.k. hvað varðar
Aðaldalsflugvöll, sem þjónar Húsa-
vík og Suður-Þingeyjarsýslu.
„Flugstöðin” er heldur óhrjálegur
kofi.
Oft, eftir að komið er fram í
myrkur, sitja menn þar, berja sér til
hita og mæna eftir stækkandi ljósi að
Ekki tekur nema um nálega eina
klukkustund að fljúga með Fokker-
Friendship-vélum Flugleiða frá
helztu byggðakjörnum landsins til
Reykjavíkur: Egilsstöðum Húsavík,
Akureyri, Sauðárkróki, ísafirði og
Vestmannaeyjum. Tækjabúnaði fyrir
blindflug niðri á flugvöllum og uppi í
flugvélum fleygir fram með hverju
árinu, sem líður. Samgöngur í lofti
gerast ótrúlega öruggar. Innanlands-
flugið hefur fært landsmenn nær
hver öðrum en í kílómetrum verður
talið.
Notalegt flug, en
kuldaleg bið á jörðu
niðri
Ferðin landshorna á milli tekur
ofan. Og seint og um síðir er tilkynnt,
að ekkert verði úr flugi það kvöldið.
Endumærandi hressingu í „flug-
stöðinni” er ekki að fá, en skafrenn-
ingurinn hefur gleypt völlinn og
stormurinn steypir sér á brautina.
Anzi nöpur biðin í kofanum, þegar
snúa verður við út í kuldann og
kafaldið.
Hótel Húsavfk
Búskapurinn á Aðaldalsflugvelli
stingur 1 stúf við þjóðlífið, sem þar
þrýstist um slagæð. Mundi ný flug-
stöð þó ekki kosta nema sem svarar
brú á nýjum skuttogara. „Flugstöð-
in” á Áðaldalsflugvelli stenzt harla