Dagblaðið - 02.02.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 02.02.1981, Blaðsíða 20
20 Gert er ráð fyrir að norðaustanáttinl breiðist yfir alit landið f dag en geng-j ur fljótlega niður. Snjókoma verður áj Norður- og Norðausturlandi en smáél sunnanlands og vestan. Klukkan 6 var sunnan 4, skúrir og 3, stig ( Reykjavik, austan 4, slydduál og| 2 stig á Gufuskálum, norðaustan 4, snjókoma og —3 stig á Galtarvita, suðaustan 3, alskýjað og 2 stig á Akureyri, suðvestan 3, láttskýjað og 2 stig á Dalatanga, suðsuðvestan 5, úrkoma og 4 stig á Höfn og suðsuð- vestan 11, skúrir og 3 stig á Stór- höföa. i Þórshöfn var skýjað og 6 stig, , þokumóða og 5 stig i Kaupmanna-: höfn, alskýjað og 3 stig ( StokkhólmiJ þokumóða og —1 stig ( London.i þokumóða og 2 stig ( Hamborg, heið-j skirt og —1 stig (Par(s, heiðskirt og —! 8 stig (MadrkJ, og heiðrikt og 6 stig (> Sleinþór Þórflarson, Hala, scm lé/i '0 janúar sl., fæddisl 10. júní I892 á í Suðursveit. Foreldrar hans voru Þórður Steinsson og Anna Benedikts- dóttir. Árið I9ll stofnaði Steinþór lestrarfélagið í Suðursveit og ári síðar ungmennafélagið Vísi. Árið 1918 var hann kjörinn formaður Búnaðarfélags- ins. Steinþór var kjörinn í stjórn Kaup- félags Austur-Skaftfellinga árið 1919. Hann var formaður Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga i 65 ár, eða allt frá stofnun þess. Árið 1914 hóf Steinþór búskap á Hala, fyrst i sambýli við föður sinn en ári síðar tók hann við öllu búinu. Árið 1914 kvæntist Steinþór Stcinunni Guðmundsdóttur og áttu þau 2 börn. Jóna Lárusdóltir, sem lézt 24. janúar sl., fæddist I6vapríl 1930 I Krossanesi í Eyrarsveit. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Skarphéðinsdóttir og Lárus Guðmundsson. Ung giftist Jóna Árna Kristmundssyni og áttu þau 2 syni. Síðari ntaður Jónu er Björn Sveinsson, ólu þau upp fósturdóttur. Þau bjuggu lengi i Keflavik en fluttu til Innri- Njarðvíkur fyrir tveimur árum. Sigurður Friflriksson skipstjóri, frá Gamla Hrauni, til heimilis að Hring- braut 48 Reykjavík, lézt 21. janúar sl. Útförin hefur farið fram i kyrrþey. Margrét Gunnarsdóltir, Grenime! 24, er látin. Jarðarförin fór fram i kyrrþey. Hákon Jónasson fyrrverandi bifreiðar- stjóri, Skarphéðinsgötu 12, lézt að heimili sínu 29. janúar sl. Þórey Þorsleinsdótlir kaupkona, Snorrabraut 61, lézt 29. janúar sl. Margrél Jörundsdóttir, Njálsgötu 94,, lézt að Hátúni 10B 29. janúar sl. Elin Filippusdóttir Holmás lézt 28. janúar sl. í Bergen Ásgcir Þórhallur Guðjónsson frá ísa- firði, sem lézt 23. janúar sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju i dag, 2. febrúar, kl. 13.30. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1981. /2 OMAR VALDIMARSSO m.í'.*. Fréttastofan njóti sannmælis Þetta var alveg þokkaleg útvarps- og sjónvarpshelgi. Þó játa ég það strax í upphafi, að ég hef lítið hlustað á útvarp um helgina — einfaldlega vegna þess að þar er yfirleitt harla fátt sem freistar mín. Þannig er t.d. með það helgarefni útvarpsins, sem áður fyrr var hrein nauðsyn að fylgjast með — laugar- dagsþátturinn í vikulokin: ég efast um að öllu almennari og óskemmti- legri mistök séu gerð í dagskrárgerð Rikisútvarpsins um þessar mundir. Þátturinn sá er alveg laus við að hafa nokkuð sem kalla mætti „tempó”, hvað þá að hann sé léttur og frísk- Iegur. Nei, heldur lætur þetta væna fólk, sem ég raunar þekki ekkert og er áreiðanlega allt af vilja gert, dynja yfir okkur ýmsar misjafnlega skýr- legar og landsföðurlegar athuga- semdir og hvatningar til að gera hitt og þetta. Það er bjargfjöst skoðun mín, að þessi þáttur hafi ekki borið sitt barr síðan honum stjórnuðu þau Jón Björgvinsson, Edda Andrésdótt- ir, Árni Johnsen og Ólafur A. Geirs- son. Líklega hefur öllu betri maga- sínþáttur ekki verið gerður á íslandi en einmitt sá þáttur. Mistökin voru náttúrlega upphaflega þau að reyna að halda þæltinum áfram — og alltaf versnar hann. Eftirminnilegasta rikisfjölmiðla- efni helgarinnar eru glimrandi góðar fréttamyndir af gosinu í Gjástykki. Ef ekki væri fyrir kvikmyndirnar, sem kvikmyndatökumenn sjónvarps- ins (líklega Haraldur Friðriksson nú um helgina) hafa tekið af þessum gosslettum þá ætti maður líklega erfitt með að sjá muninn á einu gosinu og öðru. Fréltastofa sjón- varpsins hefur oft fengið illilega á baukinn i þessum pistlum og trúlega hefur hún oft átt það skilið. En ég er þó ekki viss um að samanburðurinn við fréttastofu útvarpsins sé alltaf fyllilega réttlætanlegur. Á fréttastofu sjónvarpsins vinna tveir eða þrír fréttamenn á hverri innlendri vakt og líklega einn á hverri erlendri. Það er augljóslega ekki hægt að gera miklar rósir í sjónvarpsfréttum með slíkum mannskap — það er meira en að segja það að fara í fréttaferðir með margra manna lið — myndatöku- menn, hljóðmenn og fleira fólk. Og ekki bæta úr þær ýmsu reglur og þröngu skorður, sem starfsemi frétta- stofu sjónvarpsins eru settar. í þessu sambandi nægir að minna á þær furðulegu uppákomur, sem orðið hafa i sambandi við kvikmyndun íþróttaleikja. Vinna á föstudagskvöldið tafði mig að verulegu leyti frá sjónvarpi það kvöld — þó sá ég dularfulla kvik- mynd um ennþá dularfyllri símtöl frá löngu dauðum manni. Sjónvarpið hefur að undanförnu sýnt nokkrar myndir í þessum dúr og er nú engu likara en að andatrúin hafi tekið völdin í Lista- og skemmtideildinni. Vonandi spilla þessar draugamyndir — sem margar hafa verið ágætlega skemmtilegar — ekki svefni fyrir þeim í LSD. Og Landnemarnir á sunnudags- kvöldum eru líklega að verða búnir, enda heldur farið að teygjast úr þeim þáttum. Þeir halda samt áfram að deyja þar hver um annan þveran — eftir að ofbeldinu lauk er hending að menn deyi þar úr öðru en hjartaslagi. -ÓV. Stjórnmáfðfundir Sigþór Karl Þórarinsson, Einarsnesi, sem lézt 23. janúar sl., fæddist 28. janúar 1918 i Reykjavik. Foreldrar hans voru Þórarinn Jónsson og Sigríður Gisladóttir. Árið I939 kvæntist Sigþór Sigríði Guðmunds- dóttur. Hófu þau búskap á Valbjarnar- völlum árið 1940 en árið 1947 keyptu þau Einarsnes og bjuggu þar upp frá því. Sigþór og Sigriður áttu 7 börn. Jón Guðbrandsson, sem lézt 20. janúar sl., fæddist 23. ágúst 1918 á Sólheim- um í Laxárdal. Foreldrar hans voru Guðrún Helga Jónsdóttir og Guð- brandur Jónasson. Jón var verkstjóri við byggingu Ræsis I Reykjavík og veitti síðan smurstöð fyrirtækisins for- Stöðu um árabil. Árið 1959 flyst hann að Höfða á Valnsleysuströnd og stundaði búskap en jafnframt stundaði hann akstur fyrir frystihúsið í Vogum. Síðustu 10 árin vann hann á bifreiða- verkstæði varnarliðsins á Keflavikur- flugvelli. Jón var m.a. formaður verka- lýðsfélags Vatnsleysustrandar í nokkur ár. Árið 1939 kvæntist hann Ástu Þórarinsdóttur og áttu þau 7 börn. Davíð Sigurðsson forstjóri, Blikanesi 24, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unn í Reykjavík 3. febrúar kl. 13.30. Borghildur Einarsdóttir frá Eskifirði. Skólavörðustíg 41, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 3. febrúar kl. 13.30. Guðný Jakobsdóttir, Ásvegi 29 Akur- eyri, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju 3. febrúar nk. kl. 13.30. Jón Hafliðason fulltrúi, Hátúni 10 A, sem lézt 24. janúar sl., verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni 3. febrúar kl. 15. Anna Hannesdóttir, Hellu Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju þriðjudaginn 3. febrúar kl. I4. Tónleikar Tónleikarað Kjarvalsstöðum Sigrún Gestsdóttir sópransöngkona, John Speight baritónsöngvari og Sveinbjörg Vilhjdlmsdóttir halda tónlcika þriðjudaginn 3. febrúar kl. 20:30 að Kjarvals- stöðum. Á efnisskránni eru tvisöngslög cftir Pursell og Mozart og einsöngslög cftir Finzi. Mozart og fleiri. Arshátídir Árshátíð Átthagafélags Snæfellinga og Hnappdæla á Suðurnesjum vcrður í Stapa laugardaginn 7. febrúar nk. og hefst með borðhaldi kl. 19. Heiðursgestir verða Guð- mundur Jónsson og frú, Emmubergi. Tex-sex tríó skemmtir. Hljómsveit ólafs Gauks leikur fyrir dansi. Aðgöngumiðar verða seldir hjá L árusi Sumarliðasyni, Baldursgötu 8, s. I278 þriðjudags- kvöld frá kl. 20—22 og hjá Þorgils Þorgilssyni, Lækjargötu 6 A, s. 19276. Aðalfundir Kvenfélag Laugarnessóknar Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 2. febrúar kl. 20 i fundarsal kirkjunnar. Venjulcg aðal fundarstörf. Félög sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi og Vestur- og Miðbæjarhverfi boða til hverfafundar í Átthagasal Hótel Sögu i kvöld, mánudaginn 2. febrúar, og hefst fundurinn kl. 20.30. Borgarfulltrúamir Davið Oddsson og ólafur B. Thors 'mæta á fundinn og hafa framsögu um stefnu Sjálfstæðisflokksins i borgarmálum. Að loknum framsöguræðum munu borgarfulltrúarnir svara fyrirspurnum. Fundarstjóri: Þórir Kr. Þórðar- arson, prófessor, Ritarar: Áslaug Cassata, kaup- maður og Björn Björgvinsson, bankagjaldkeri. íbúar hverfanna eru hvattir til að fjölmenna. Akranes Fundur verður í Sjálfstæðishúsinu Heiðargerði 20 i kvöld, mánudaginn 2. febrúar kl. 20.30. Fundar- efni: Hvað er framundan i flokks- og þjóðmálum. Framsögumaður Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum mæta einnig al- þingismennirnir Friðjón Þórðarson og Jósef H. Þor- gcirsson. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur i kvöld mánudaginn 2. febrúar, kl. 20.30 i Lárusarhúsi. Fundir Kvenfélag Lágafellssóknar Fundur verður haldinn i Hlégarði mánudaginn 2. fcbrúar kl. 20.30. Efni m.a. kynning á vörum unnum úrafurðum Mjólkursamsölunnar. Kvenfélagið Fjallkonurnar Fundur verður haldinn mánudaginn 2. fcbrúar kl. 20.30 að Seljabraul 54. Matarkynning frá Kjöt & Fisk. Serviettuskreytingar. Kaffiveilingar. Framkonur \ Munið fundinn mánudaginn 2. febrúar kl. 10.30 i Fram-heimilinu. Ostakynning. Mætum allar vel og stundvíslega og tökum meðokkur gesti. Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi halda hádegisfund i Norræna húsinu mánudaginn 2. fcbrúar. Orator aðstoðar við skattframtöl Svo sem á siöasta ári hefur Orator, félag laganema. ákveðið að gangast fyrir aðstoð við almenning við út fyllingu skattframtala hjóna og einstaklinga. utan at- vinnurekstrar, fyrir tekjuárið 1980. Aðstoð þessi hófst i tilraunaskyni i fyrra, og þótti þá takast mjög vel, og naut mikilla vinsælda framtelj- cnda. Fjöldi fólks hcfur haft samband við félagið og óskað eftir að starfsemi þessi færi nú aftur af stað. Stjórn Orators hcfur því ákveðið að verða við þess- um tilmælum og hefst framtalsaðstoö laganema mánudaginn 2. febrúar og stendur til og með 10. fcbrúar nk. Er fólki bent á að koma í Lögberg, hús lagadeildar, sunnan aðalbyggingar Háskóla íslands. á1 I. hæð. þar sem laganemar munu taka á móti þvi. Framtalsaðstoðin verður veitt virka daga kl. 17 til 22 og um helgar kl. 13 til 19 og beina lagancmar þeim tilmælum til framteljenda að þeir hafi með sér öll framtalsgögn og hclzt afrit af siðasta skattframtali vcgna ársins 1979. Þá verður einnig hægt að hafa simasamband við laganema á sama tima. i sima 21325. og er simaþjónustan einkum miðuð við fram- tcljendur utan Reykjavikursvæðisins. Laganemar þeir sem framtalsaðstoðina annast eru allir á síðasta námsári við lagadeild Háskólans og hafa allir sótt sérstakt námskcið í skattarétti. Cijald fyrir þjónustu þessa cr mjög i hóf stillt og hefur stjórn Orators ákveðið hana nýkr. 140.00 (gkr. 14.0001. íþróttablaðið ÍÞRÓTTM (t ÚTlUf 1. Ibl IMI 41. ♦r8.«Cí. tt.tO 1. tbí. íþróttablaðsins er komiðút Iþróttamenn ársins 1980 eru aðaluppistaða i fyrsta tölublaði Iþróttablaðsins I98I. I blaðinu eru viðtöl við þá alla og sagt frá afhendingu viðurkenning anna.Einnig cr farið i heimsókn til Keflavikur og hið nýja íþróttahús Keflvikinga skoðað. Nýr sendiherra Breta á íslandi l marz nk. munu verða sendiherraskipti hjá Bretum hér á Islandi. Hr. K.A. East CmG mun láta af emb ætti en W.R. Mcquillan mun taka við af honum. Hr. Mcquillan var forstöðumaður upplýsingadeildar ulan- rikisráðuneytisins í London. Hann hefur undanfarið starfað i Lusaka, Santiago og Guatemala og er 50 ára gamall. kvæntur og á 3 börn. Ný frímerki Fyrstu frimerki ársins koma út i febrúar og hafa að myndefni tvo merka Islendinga. þá Finn Magnússon (1781 —1847) og Magnús Stephcnsen dómstjóra (1762—1833). Verögildi þeirra verða I70og I90aur- ar. Hæstu frimerki verða hin svonefndu Evrópufrí merki sem fyrirhugað er að komi út i byrjyn mai. Myndefni þeirra verður að þessu sinni sótt i þjóð- sögur. önnur frimcrki, sem ákvörðun hefur vcrið tekin um, eru frimerki i tilefni af alþjóðaári fatlaðra, frí merki í tilefni af 1000 ára afmæli kristniboðs á Islandi og frimerki með jarðstöðina Skyggni að myndefni, en i haust verða liðin 75 ár frá þvl Island komst i slmasam- band viðönnur lönd. Sveitarstjómarmál, seinasta tbl. 1980 Sveitarstjómarmál, 6. og- seinasta tölublað 1980. flytur m.a. grein um Húsavíkurkaupstað þrjátíu ára eftir bæjarstjórann, Bjama Aðalgeirsson, og Bjarni Þór Einarsson hitaveitustjóri skrifar um Hitaveitu 1 Húsavikur tiu ára. Sagt er frá stofnun Sambands islenzkra hitaveitna i októbermánuði siðastliðnum og birt erindi, sem (lutt voru á stofnfundinum. Gunnar Haraldsson hagfr. skrifar um rekstur hitaveitna, Krist- mundur Halldórsson deildarstjóri um gjaldskrármál hitavcitna og Gunnar Sverrisson verkfræðingur um nýja tegund djúpdælu við nýtingu jarðhita. Klemens Tryggvason hagstofustjóri skrifar um manntalið 31. janúar. og tilhögun þess, Stefán Ingólfsson deildar- verkfr. um tölvuvinnslu Fasteignamats ríkisins. Magnús R. Gíslason tannlæknir lýsir þeirri aðstöðu sem þarf undir tannlækningar og Jón Björnsson. félagsmálastjóri á Akureyri, skrifar um atvinnumál aldraðra. Þá er sagt frá Samskiptamiðstöð sveitar- félaga, fundi minjavarðia á scinasta ári, norrænum fundi úm iþrótlamannvirki á Akureyri, kynntur iðn- þróunarfulltrúi Austurlands og birtar ýmsar ábend- ingar til sveitarstjórna og fréttir frá Sambandi isl. sveitarfélaga. Forustugreinina skrifar Jón G. Tómas- son, formaður sambandsins, um stofnun Sambands ísfenzkra hitaveitna. Tölublað þetta er 64 bls. að stærð að meðtöldu efnisyfirliti þessa 40. árgangs tímaritsins. sem samanlagt cr 340 bls. að stærð. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferðamanna- Nr. 20 — 29. janúar 1981 gjaldeyrír Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 6,230 6,243 6,873 1 Sterlingspund 14,981 15,005 16,506 1 Kanadadoilar 5,193 5,208 5,729 1 Dönskkróna 0,9870 0,9898 1,0868 1 Norskkróna 1,1582 . 1,1596 1,2755 1 Sœnskkróna 1,3715 U756 1,5131 1 Finnskt mark 1,5686 1,5730 1,7303 1 Franskur franki 1,2926 1,2983 . 1,4259 1 Belg. franki 0,1867 0,1882 0,2048 1 Svissn. franki 3,2893 3,2988 3,6287 1 Holleruk fLorina 2,7442 2,7521 3,0273 1 V.-þýzkt mark 2,9783 2,9889 3,2856 1 Itölsk Ura 0,00828 0,00829 0,00892 1 Austurr. Sch. 0,4208 0,4220 0,4842 1 Portug. Escudo 0,1127 0,1130 0,1243 1 Spánskur peseti 0,0758 0,0780 0,0838 1 Japansktyen 0,03058 0,03086 0,03372 1 Irsktpund 11,113 11,145 12,260 SDR (sérstök dréttarróttindi) 8/1 7,8088 7,8294 * Breyting fré sióustu skréningu. SknsvaH vegna gengisskróningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.