Dagblaðið - 02.02.1981, Page 31

Dagblaðið - 02.02.1981, Page 31
31 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1981. Útvarp Sjónvarp Súpa, þáttur fyrir ungt fólk—útvarp kl. 20,00: Viljum koma efni eftir ungt fólk á f ramfæri — ogætlum ekkiað predika yjfr því, segja nýju stjórnend- urair, Elín Vilhelms- dóttirogHafþór Guðjónsson í kvöld klukkan átta verður þáttur fyrir ungt fólk tekinn upp að nýju. Hann hefur legið niðri að undanfömu, en var óhemju vinsæll á sínum tima. Verður hann nú hálfsmánaðarlega til aðbyrja með. Stjórnendur eru að þessu sinni Elín Vilhelmsdóttir og Hafþór Guðjónsson. „Ég hef aldrei unnið fyrir útvarp áður, en hins vegar mikið með ungu fólki,” sagði Elín, „til dæmis í Fellahelli og við útideild Reykjavíkurborgar.” Hafþór hefur áður verið með þætti i útvarpinu og hann á dóttur á réttum aldri sem væntanlega segir honum til. „Við ætlum að vera með blandað efni um ýmisleg mál, eins og áfengi, rokk, ástina og málefni fatlaðra ung- linga, svo eitthvað sé nefnt. En okkur langar að koma á framfæri hugmynd- um unglinganna sjálfra ög flytja efni eftir þá í stað þess að mata þá með okkar eigin skemmtilegheitum,” sagði Elín. , ,í hverjum þætti ætlum við að fá einhvern nemanda til að flytja pistil og lýsa skoðunum sinurn í fyllstu ein- lægni. Svo tökum við fegins hendi öllum ábendingum og aðsendu efni frá unglingunum.” í kvöld verður ýmislegt blandað efni. Farið verður í heimsókn í unglingaat- hvarfið á Hagamel 19 og talað við starfsfólk þar og unga fólkið sjálft. Svo verður talað við tvö ungmenni úr nemendaráði Hagaskóla um félagslifið í skóianum. Það verður líka talað við nemendur úr Menntaskóianum við Sund og segja þeir frá fyrirhugaðri þorraviku þar. Verður þá í eina viku lögð niður kennsla í hefðbundnum stil og í stað þess vinna nemendur hópverkefni. Biönduð tónlist verður flutt og að sjálfsögðu gleymist ekki pistili kvölds- ins, að þessu sinni fluttur af nemenda úr Fjölbraut. -IHH. m------— > Áheyrcndahópurinn, sem Súpan er hugsuð fyrir, er mjög hress eins og sjá má af þessari mynd úr Fellahelli. DB-mynd: Ragnar Th. i ENDURFUNDIR - sjónvarp kl. 21,15: REKTORSFRÚÁ NÆTURSVEIMI —grinmynd um brezka háskólaborgara „Þetta er ærslakennd mynd, þar sem gert er talsvert grín að brezkum BHM-mönnum,” sagði Björn Baldursson, þýðandi brezka sjón- varpsleikritsins, sem er á dagskránni í kvöld. Myndin hefst á því að nokkrir virt- ir borgarar koma í gamla skólann sinn til að halda upp á tuttugu ára stúdentsafmælið. Einn skólabróðir- inn er orðinn rektor þar, en þegar hátíðahöldin hefjast er hann kominn tilútlanda. En kona hans er á staðnum og minnist þess nú að eitt sinn var hún ástfangin af einum bekkjarbræðra mannsins sins. Þegar liður á nótt fer hún út i gömlu heimavistina þar sem gestirnir búa, til að leita hans. Verður ekki meira sagt af því nema hvað hinir bekkjarbræðurnir koma henni i opna skjöldu, en á síð- ustu stundu tekst henni að fela sig. Það hefur hinar margvislegustu og flóknustu afleiðingar. Hinir virðu- legu háskólaborgarar, en í hópi þeirra eru aðstoðarráðherra, frægur skurðiæknir og vel metinn rithöf- undur, hafa fengið sér vel neðan í því og hverfa aftur til barnalegra uppá- tektaskólaáranna. ■ Höfundur þessa leikrits, sem upp- hafiega er samið fyrir svið, er Micha- el Frayn, en aðalhiutverkið, rektors- frúna á næturgöltri, leikur Penelope Keith. -ÍHH. Rektorsfrúin (Penelope Keith) vill ekki með nokkru móti að upp komist um sitt raunverulega erindi, enda er greinilegt að gamla stúdentinn grunar ekkert. Bifreiðaeigendur í Kópavogi athugið Aðalskoðun bifreiða í Kópavogi 1981 hefst 5. febrúar 1981 og fer fram við Áhaldahús Kópavogs við Kársnesbraut. Skoðun lýkur 27. mars 1981. Eiga þá allar bifreiðir skráðar í Kópavogi að hafa verið færðar til skoðunar, sbr. auglýsingu um skoðunardaga, dags.28.1. 1981. Eftir 27. mars 1981 er eigendum óskoðaðra bifreiða bent á að snúa sér til Bifreiðaeftirlits rfkisins í Hafnarfirði eða Reykjavík. Bifreiðir sem ekki hafa verið skoðaðar á tilsettum tíma verða teknar úr umferð hvar sem til þeirra næst. Bæjarfógetinn í Kópavogi. VIDEO VHS videospólur til leigu í miklu úrvali ásamt mynd- segulbandstækjum og litasjónvörpum. Ennfremur eru . til leigu 8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur í mjög miklu úrvali i stuttum og löngum útgáfum, bæði . þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 yC mm) og tökuvéla, m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt . pisney, Bleiki Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir full- orðna m.a. Jaws, Marathon man, Deep, Grease, God- . father, Chinatown o.fl. Filmur til sölu og skiptá. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opi'' alla daga nema sunnudaga. Kvikmyndamarkaðurinn Sími 15480 Skólavörðustíg 19 (Klapparstígsmegin) H| nen m kv 1; KVIKMYNDIR má OPIÐ í KVÖLD FRÁ KL. 18-01 HalldórÁmi ídiskótekinu * SPAKMÆLI DAGSINS: „ Oft er / holtí heyrandi nær." SJÁUMST HEIL Óða/

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.