Dagblaðið - 02.02.1981, Page 32

Dagblaðið - 02.02.1981, Page 32
fijálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 2. FEB. 1981. Skákþing Reykjavíkur: Jón heldur forystunni Jón L. Árnason heldur enn foryst- unni á Skákþingi Reykjavikur. Hann hefur hlotið 5,5 vinningum úr 7 skák- um. Skák hans og Helga Ólafssonar, sem átti að tefla í gærkvöld, var frestað vegna veikinda Jóns. Helgi mátti bíta í það súra epli að tapa fyrir neðsta manni mótsins, Benedikt Jónassyni. Hann er með 4,5 vinninga og 2 frest- aðar skákir. Elvar Guðmundsson er kominn í toppbaráttuna með 4,5 vinn- inga og eina frestaða skák og Karl Þor- steins hefur einnig 4,5 vinninga. Síðan kemur Bragi Halldórsson með 4 vinn- inga og eina frestaða skák og Dan Hansson með 4 vinninga. Björgvin Viglundsson og Þórir Ólafssorihafa3,5 vinninga og lestina reka Ásgeir Þ. Árnason og Benedikt Jónasson með 2,5 vinninga. Keppni í unglingaflokki lauk á laugardag. Þar lagði Arnór Björnsson a!la keppinauta sína og hlaut 9 vinn- inga. Annar varð Jóhannes Ágústsss. með 7 vinninga og þriðji Þröstur Þór- hallsson með 6,5 vinninga. -GAJ. ÓkútafáSvalbarðs- strönd: Ökumaður illa slasaður Bíll fór út af veginum við bæinn Miðvík á Svalbarðsströnd síðdegis á laugardaginn. í bílnum var kona sem slasaðist illa og var flutt á sjúkrahús á Akureyri. Þegar þangað kom reyndist ekki unnt að taka strax mynd af áverk- anum vegna þess hversu illa hún var haldin. Grunur lék á að hún væri hryggbrotin. Bíllinn er illa skemmdur, ef ekki ónýtur. -DS. Marsa Júlía fórfróður strax eftir viðgerðina — brunadælurnar höfðu undan lekanum Vclbáturinn María Júlía BA — 36 fór i róður í gærkvöldi eftir að viðgerð lauk og þannig stöðvaður leki, sem að bátnum kom út af Látravík við Hval- látra um hádegi á laugardag. Þegar lekans varð vart og Ijóst var að dælur skipsins höfðu ekki undan inn- streyminu kom togarinn Kaldbakur frá Akureyri til hjálpar. Ekki nægðu þetdur dælur Kaldbaks og tók hann Maríu Jújíp í tog áleiðis til heima- hafnar á Patreksfirði. Þaðan lagði á stað tii aðstoðar vb. Vestri með brunadælu frá slökkviliðinu og fjóra slökkviliðsmenn- Það munaði heldur betur um brunadæluna og tætndist María Júlía brátt af sjónum sem í lest hennar var kominn. Gekk ferðin tj| hafnar vel og viðgerð auðfengin. Erlingur Guðmundsson skipstjóri á Maríu Júlíu telur að skipshöfnjn hafi aldrei verið í hættu. Að sögn Jóhannes- ar Árnasonar , sýslumanns á Patreks- firði, hafði ekki í morgun verið óskað eftir sjóprófum vegna þessara atvika. Vb. María Júlia er rösklega 100 lesta eikarskip, byggt í Frederikssund í Dan- mörku árið 1950 sem björgunar- og varðskip Vestfirðjnga, en er nú sem fyrr segir vejðiskip gert út frá Patreks- firði. -BS. Játaði kyn- ferðisbrot gegn 17 ára pilti 31 árs gamall maður var hand- tekinn á laugardagsnóttina vegna ákæru um kynferðisafbrot gegn 17 ára pilti. Hefur sá handtekni játað afbrolið, en rannsókn máls- ins er enn ólokið. Ekki liggur Ijóst fyrir hvort um árás af einhverju tagi var að ræða í þessu máli, ,,og það verður rannsókn málsins að leiða i ljós,” sagði Erla Jónsdóttir rannsóknar- dómari í morgun. Hinn ákærði mun ekki áður hafa gerzt sekur um afbrot sem þelta. - A.Sl. Hvammstangi: Léztaf voðaskoti Þrettán ára piltur á Hvamms- tanga, Guðjón Páll Arnarson, Hvammstangabraut 23, lézt af voðaskoti á heimili sinu þar sl. fimmtudagskvöld. Pilturinn var að handleika stóran riffil, sem faðir hans geymdi í bilskúrnum, þegar skot hljóp af. Lézt hann samstundis. Talið er að slysið hafi orðið um kl. 22.20, en þá heyrði nágranni hvell án þess að verða var við nokkuð frekar. Guðjón heitinn var einn heima með yngri bræðr- um sínum tveimur og varð ekki Ijóst um slysið fyrr en um mið- nætti, er foreldrar hans komu heim. Fólk á Hvammstanga er harmi slegið yfir þessu hörmulega slysi. -ÓV Þrjar nauðlendingar sömu vélarinnar: Einshreyfils vél lentí á veginum við Stokkseyri Horace P. Byrd ftugmaður virðist ekki ætla að komast héðan af landi þrátt fyrir itrekaðar tilraunir. Þrisvar hefur hann lagt upp á eins hreyfils vél sinni og jafnoft orðið að nauðlenda. Hann er þó það heppinn í allri þessari óheppni að í ekkert skiptanna hefur flugvél hans eða hann látið á sjá. Síðasta tilraun Horace var gerð á laugardaginn, þá lagði hann upp frá .Reykjavík áleiðis til Bretlands. Þegar vélin var komin nokkuð á haf út bil- aði hreyfillinn og Horace hafði sam- band við Flugturninn í Reykjavík sem leiðbeindi honum inn á landið aftur. Hann lenti vélinni giftusam- lega á veginum við Stokkseyri. Vélin er bandarísk áburðardreifi- vél af gerðinni Rockwell Truch Commander. Hér á landi hefur hún verið siðastliðinn hálfan mánuð. Þegar upphaflega átti að leggja af stað héðan drap hreyfill vélarinnar skyndilega á sér um 60 milur út frá landinu. Tókst að ræsa hreyfilinn aftur og snúa vélinni til lands. Þegar búið var að gera við var lagt upp aftur. Þá brugðust stjórnvírar í stéli og enn varðað snúa við. En Horace vegna skulum við vona að allt sé þegar þrennt er. Horace og vélin hans voru í gærdag á Selfossi og biðu vara- hluta. - DS Flugmaðurinn nauðlenti vélinni giftusamlega á veginum skammt frá Stokks- eyri. Myndin er tekin er vclin hafði verið dregin út af þjóðvcginum. Lögreglan dró vélina siðan til Selfoss, þar sem hún bíður á flugvellinum. DB-mynd Magnús Karel, Eyrarbakka. Skellir ríkið jöfnunar- gjaldi og söluskatti á rafmagnið frá jámblendinu? — Gjaldskrár RR og RH veiða að hækka um 1-3% vegna orkukaupanna f rá Grundartanga ,,Það verður að hækka gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur um 1 — 3% frá 1. mai til næstu áramóta, ef ná á upp á þessu ári þeim aukakostn- aði sem Rafmagnsveitan greiðir fyrir það rafmagn scm hún fær vegna lok- unar • Járnblendiverksmiöjunnar,” sagði Aðalsteinn Guðjohnsen raf- magnsstjóri i viðtali við DB. „Hækk- un gjaldskrár Hafnfirðinga vegna þessara orkukaupa er hin sama og hjá RR en mun óljósari hjá Rarik, sem fær og greiðir 45% orkunnar sem Járnblendið átti forkaupsrétt að. Aðalsteinn taldi kaup RR, RH og Rarik á orku járnblendiverksmiðj- unnar skárri kost en rafmagns- skömmtun, sem annars hefði verið óumflýjanleg. í viðtalinu við Aðalstein kom fram að með öllu væri óráðið hvernig kaupum á orku Járnblendisins yrði fyrir komið. Hækkun raforkuverðs um 1—3% réðist af því hversu lengi járnblendiverksmiðjunni yrði lokuð og þetta væri riauðsynleg hækkun vegna nettóverðs orkunnar. Óráðið er hvort leggja á jöfnunar- sjóðsgjald á þessa orku og einnig er óráðið hvernig farið verður með sölu- skatt af þessari orku sem dreifiveit- urnar kaupa á verði Járnblendifélags- ins. Ljóst er að ef jöfnunarsjóðsgjald verður á lagt svo og söluskattur þá mun ríkið hagnast talsvert á þvi að Grundartangaverksmiðjan lokar um- fram það sem verið hefði í vandræða- lausu árferði. -A.St. Gosiö fer minnkandi en er þó enn aflmikió. DB-mynd Þorri.; Enn gýs úr tveimur gígum „Gosið hefur minnkað en það er þó enn aflmikið,” sagði Eysteinn Tryggvaspn jarðeðlisfræðingur er DB spurði hann í morgun um jarðeldana i Gjástykki. „Það virðist fara stöðugt minnk- andi, nú gýs aðallega úr tveimur gígum. Aðeins gýs í hluta af upphaflegu sprungunni enn,” sagði Eysteinn. Að sögn Eysteins er hraunrennsli enn töluvert. Rennur hraunið mest í einni hrauná, til norðurs, ofan á nýja hrauninu. Hraunbrúnin vjrðist ekki færast fram heldur leggst nýja hraunið ofan á það sem rann fyrsta dáginn. Hefur þegar myndazt talsvert stórt hraun og liggur það ofan á júli- hrauninu. -KMUi

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.