Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.03.1981, Qupperneq 2

Dagblaðið - 04.03.1981, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981. Forseti okkar stóð sig vel — sló í gegn með alþýðlegri f ramkomu 2663-3419 hringdi: Mikil lifandis ósköp var gaman að sjá hversu vel Vigdís Finnbogadóttir forseti okkar stóð sig í kryddsíldar- veizlunni sem sjónvarpað var sl. sunnudagskvöld. Að vísu voru flestar spurningarnar kurteislega orðaðar en Raddir lesenda SCANI iH'Bl.K ÍS samt hefði verið auðvelt að misstiga sig undir svona pressu. Forseti okkar vakti greinilega mikla athygli þarna á fundinum og mátti glöggt sjá að danskir blaða- menn voru hrifnir af alþýðlegri fram- komu Vigdísar. Það hefur gert okkur sjálfum gott að fylgjast með þeim frábæru mót- tökum, sem Vigdís hefur fengið ytra, fyrir það eiga Danir þakkir skildar. I Bréfritara finnst Vigdís Finnboga- dóttir forseti Islands hafa svarað spurningum danskra blaðamanna mjög vel. Myndin er úr „kryddsíldar- veiziunni”. DB-mynd Ragnar Th. Til hvers alla þessa leynd? Ari T. Guðmundsson skrifar: Um daginn sendi ég DB smápistil um álversmálið. Mér þótti nóg um að Alusuisse fengi allan þann tíma til að tina saman útskýringar á hækkun súrálsverðs sem fyrirtækinu þóknaðist að taka. Nú er skýrslan loksins komin. Og viti menn, þá er hún „óopinber”! Auðvitað að beiðni fyrirtækisins. Okkur óbreyttum íslendingum, sem höfum áhuga á stóriðjumálum, er engin skýring gefin á þessari leynd. Hverjar eru eiginlega ástæður Alusuisse? Hvers vegna tekur ríkistjórnin jafn vel í beiðni Alusuisse um að skýrslunni verði haldið utan við opinbera umræðu og í beiðnina um hinn langa frest til skýrslugerðarinnar? Reyndar er hugsanlegt að birta megi eitthvað úr umræddri skýrslu eftir að ríkisvaldið, stofnanir þess og brezka endurskoðunarskrifstofan hafa afgreitt hana. Með svona fram- ferði og hortugheitum er verið að skerða möguleika almennings til þess að hafa áhrif á gang stóriðjumála. Það gerir tal þingsalaflokkanna um lýðræði harla kyndugt. Mér finnst réttmætt að krefjast þess að álversskýrslan verði gerð opinber þegarístað. Hring»ísín» Nýbylgja grein- ist auðvitað í margar áttir Álveriö í Straumsvik. Bréfritari telur að almenningur eigi heimtingu á þvi að sjá skýrslu Alusuisse um álverið i Straumsvík. Alfreð S. Böðvarsson, 0243-8062, skrifar: Svo fróðleiksfýsn Garra sé svalað þá kalla ég þá nýbylgju sem er frumleg, skemmtilega fríkuð og fersk og full kímnigáfu hæsta klassann í þeirri stefnu; s.s. Madness, Police, Ian Dury o. fl. o. fl. Nýbylgja greinist auðvitað í margar aðrar á- gætis áttir ónefndar hér. En eins og í allri tónlist cr til léleg og leiðinleg ný- bylgja og eru það hermikrákur, mis- heppnaðir músíkantar, sem fela sig bak við nýbylgjunafnið, að viðbættum þeim, sem eingöngu eru að reyna að græða á fyrirbærinu. Þeir einu sem „fíla” Iron Maiden, Kiss og þvílikan hávaða eru barnaskólanemendur og máske væri það bara heillaráð að sýna fleiri filmur með þessum vitleysingum því þá sækju krakkarnir hvað þetta eru ömurlegir gæjar og færðu sig á aðeins dýpri og fengsælli mið. Auðvitað er Fræbbblunum fjand- ans sama um mitt álit á þeim, alveg eins og langsamlega flestum er fjandans sama og meira en það um þeirra „tónlist”, sem má bezt sjá á því að aðrar og betri hljómsveitir hafa fyrir löngu kúplað þeim út í kuldann. Fræbbblarnir voru aðeins nýjabrumsbóla og voru mest frægir fyrir það hvað þeir voru grátbroslega lélegir. í leiðinni langar mig að minnast á hrikalega fyndið viðtal i Vöku um daginn við einhvurn Kristján Davíðs- son. Téður Kristján titlar sig víst myndlistarmann og fengum við að sjá hann við „listsköpun” sína þar sem hann þrýsti pensli á léreft hér og þar. Þetta barnalega krass var kallað málverk og virtist „lista- maðurinn” bara harla ánægður með afrekið. Einnig talaði hann andaktugur um ekki neitt og hrósaði sér auðvitað af því, eins og margir misheppnaðir listamenn gera, að hafa tekið i höndina á Halldóri Laxness. Stórfurðulegt var að sjá hvað maðurinn tók sjálfan sig of- boðslega alvarlega og hélt að hann væri mikill snillingur. Lét Leifur Þórarinsson platast allhrapallega i þetta skiptið. Væri óskandi að hann héldi sig í framtíðinni við alvöru listamenn sem hafa eitthvað að segja, en eyddi ekki dýrmætum tíma Vöku i svona kalla. Hljómsveitin Police. Bréfritari tclur þá félaga hafa eitthvað: frumlegt, skcmmtilegt og ferskt fram að færa.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.