Dagblaðið - 04.03.1981, Page 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981.
1X2 1X2 1X2
26. leikvika - leikir 28. feb. 1981.
Vinningsröð: X22-X12-10X-X22
1. vinningur: 11 réttir — kr. 40.815.-
27166(4/10) 40768(6/10)
2. vinningur: 10 réttir — kr. 1.249.-
196. 26341 27183 298561 32383 34914 41649
152771 26580 27184 30115(2/10) 33746 40352 42712
18886+ 27165 29572
Kærufrestur er til 23. marz kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skrifleg-
ar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni Reykja-
vík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða senda
stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir
lok kærufrests.
GETRAUNIR - ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINNI - REYKJAVÍK
RÍSKÚLUR
í MIKLU ÚRVALI
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
UÓS OG HITI
Laugavegi 32 — Sími 20670
Lögmenn
Munið félagsfundinn um lífeyrismál
fimmtudaginn 5. marz nk. kl. 20.30 í stofu
101 Lögbergi HÍ.
Stjórnin.
ÚTBOÐ
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar öskar eftir tilboðum í
lagningu 6. áfanga aðveituæðar.
6. áfangi aðveituæðar er rúmlega 10 km langur og liggur
milli Hafnarár og bæjarins Lækjar í Leirársveit.
Útboðsgögn verða afhent á eftirtöldum stöðum gegn 500
kr. skilatryggingu:
t Reykjavik á Verkfræöistofunni Fjarhitun hf„ Álftamýri
9.
Á Ákranesi á Verkfræði- og tciknistofunni sf., Heiöar-
braut 40.
í Borgarnesi á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen,
Berugötu 12.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar, Heiðarbraut 40 Akranesi, þriðjudaginn 24.
mars kl. 11.30.
Listasaf n íslands
Tilboð óskast í að steypa upp byggingu fyrir
Listasafn íslands á lóðinni nr. 7 við Fríkirkjuveg
í Reykjavík og að ganga frá lóð og húsi að utan.
Húsið er ein hæð á kjallara og tvær að hluta, alls
um 7600 m2.
Uppsteypu húss og frágangi þaks 2. hæðar skal
iokið 15. des. 1981, en verkinu að fullu lokið 15.
september 1982.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri,
Borgartúni 7 Rvk, gegn 1000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn
26. mars 1981 kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Stjórn Blaðamannafélags Islands á fundi sínum í gær — Kári Jónasson formaður (við borðsendann) ræðir við lögfræðing
félagsins, Magnús Sigurðsson, um mál blaðamanna DB. DB-mynd: Sig. Þorri.
Blaðamannafélagið lýsir eindregnum stuðningi við
blaðamenn DB:
Augljósir hags-
munir og skylda
blaðamanna
—að greina ekki f rá nöf num heimildarmanna sinna
Stjórn Blaðamannafélags íslands
hefur lýst yfir eindregnum stuðningi
við DB-blaðamennina Ómar Valdi-
marsson og Atla Steinarsson, sem
neitað hafa að gefa upp nöfn
heimildarmanna fyrir frétt í DB 31.
janúar sl., þar sem sagði frá játningu í
svokölluðu Kötlufellsmáli.
f ályktun, sem stjórn BÍ gerði á fundi
sínum í gær, segir að stjórn Blaða-
mannafélags íslands líti svo á, að það
séu „augljósir hagsmunir blaðamanna,
jafnt sem skylda þeirra við heimildar-
menn sína, að skýra ekki frá þeim. Ef
út af þessu væri brugðið myndi það
verða til að stórskerða möguleika
blaðamanna til fréttaöflunar og verða
þannig stjórnarskrárvernduðu ritfrelsi
fjötur um fót. Það er því ekki að
ástæðulausu,” segir í ályktun stjórnar
BÍ, ,,að í siðareglum Blaðamanna-
félags íslands er skýrt tekið fram, að
blaðamanni beri að virða nauðsynlegan
trúnað við heimildarmenn sína.”
í ályktuninni vísar stjórn Blaða-
mannafélagsins til ummæla Ólafs
Jóhannessonar, fyrrum lagaprófessors,
í grein í lögfræðitímaritinu Úlfljóti
1969, þar sem segir meðal annars:
„Það er augljóst að prentlögin
byggja á þeirri reglu, að höfundi rit-
smíða í dagblöðum, vikublöðum og
timaritum sé óskylt að nafngreina sig.
Nafnleyndin er að vísu ekki heimiluð
sérstaklega berum orðum, en hún leiðir
af ábyrgðarkerftnu. Um það segir m.a.
svo í greinargerð frumvarpsins um
prentrétt: „Ábyrgðarkerft þessu er
ætlað að slá vörð um prentfrelsið með
því að sporna við eftirgrennslun yfir-
valda um það, hverjir kunna að eiga
hlutdeild í því sem ritað er, að ná með
skjótum og virkum hætti til þess, sem
telst sekastur og loks sérstaklega að
vernda nafnleynd höfundar og
heimildarmanns.” Auk þess verður
nafnleyndarréttur höfundar dreginn af
því að í lögunum er nafngreiningar-
skylda lögð berum orðum á útgefanda,
ritstjóra og prentara, en ekki niinnzt á
höfunda,” skrifaði Ólafur Jóhannes-
son 1%9.
-BS.
anum
Björg Bcnjamínsdóttir, Kötlufelli 11
í Reykjavik, játaði í gær að hafa verið
völd að brunanum á heimili hennar á
sunnudagskvöldið sem varð eigin-
manni hennar, Sigfúsi Steingrímssyni,
að bana. Stóðu yfirheyrslur yfir Björgu
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins enn í
gærkvöld þegar DB fór í prentun og
tókst blaðinu ekki að ná sambandi við
Þóri Oddsson aðstoðarrannsóknar-
lögreglustjóra sem hefur stjórnað rann-
sókn málsins.
Skv. upplýsingum, sem DB hefur
aflað sér, hcfur Björg játað að hafa
notað bensin við ikvdkjuna. Bensinið
keypti hún á brúsa, upphafiega til að
setja á bíl sinn, en af þvi varð ekki og
geymdi hún þvi brúsann á svölum
ibúðarínnar á annarrí hæð fjölbýlis-
hússins.
Björg ndtaði i fyrstu staðfastlega að
hafa átt nokkurn þátt í dauða eigin-
manns síns, en i gærkvökl játaði hún
svo, fmt^vri^orstöðumann^jfös
AsTæðavoSarerísmwnunTTric^vera*
fyllilega Ijós, þó er talið \ íst að það
hafi verið unnið i bræðik.tsti sem átti
sér alllangan aðdragarda. m.a. vegna
Iangvarandi óreglu eiginrnannsins.
-ÓV/ASt.
Hæstiréttur á
þeim þröskuldi
— sem hann má aldrei stíga yfir, segir
Stefán Jónsson alþingismaður
„Þarna er Hæstiréttur kominn með
tærnar að þeim þröskuldi, sem hann
má ekki stíga yfir”, sagði Stefán Jóns-
son, alþingismaðúr, í viðtali við DB er
hann var spurður álits á máli tveggja
blaðamanna DB og úrskurði Sakadóms
Reykjavíkur, sem skyldar þá til að
skýra frá heimildum fyrir frétt.
„Ég er alveg steinhissa á lögreglu- og
dómsmálayfirvöldum að gera þetta”,
sagði Stefán. „Þessir blaðamenn gefa
vitanlega ekki upp heimildarmenn,
hvað sem Hæstiréttur gerir. f afstöðu
þeirra felast engin mótmæli gegn
Hæstarétti eða nokkur óvirðing við
hann. Hann er að dæma þessa menn
<1
Dagblaðsfréttin 31. janúar sl„ sem öllu
fjaðrafokinu hefur valdið. Undirstrik-
uðu linurnar urðu forstöðumanni Fila-
delfiusafnaðarins tilefni til að krefjast
rannsóknar á tilurð fréttarínnar og
heimildum blaðamanna DB.
frá ævistarfi, ef hann hnekkir ekki
úrskurði sakadóms. Ég er steinhissa á
þessum forkostulegu aðgerðum. Þetta
er ekki hægt,” sagði Stefán Jónsson
alþingismaður.
-BS.
Stefán Jónsson alþingismaður: „Stein-
hissa á lögreglu- og dómsmálayfirvöld-
um.”