Dagblaðið - 07.03.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. MARZ 1981
5
Heitt kakó og
kex á boðstólum
Til að hressa upp á gesti og gang-
andi verður heitt Carnation kakó og
Frónkex á boðstólum. Verður það af-
greitt úr pylsuvagninum sem verður
við Kjarvalsstaði.
Börnin fá endurskinsmerki með
merki skíðadagsins til minja um
komunaáMiklatún.
Nú er bara að sýna og sanna að
borgarbúar séu ekki með öllu áhuga-
lausir um útiveru og íþróttir og fjöl-
menna á skíðadag fjölskyldunnar í
dag á Miklatúni.
- JR
jgskrá skíðadags
jlskv»dunnar á
liklatúni
14 00: Lúðrasveit Reykjavtk-
11 ur leikur viö Kjarvals-
staði.
, 14 15: Avarp borgarstjorans
í Reykjavík, KSi,s
Skúla Ingibergssonar.
a 14.30: Skíðagangan hefst.
Leiðbeinendur “r
Skíðafélagi Reykja-
víkur
kenna
Vetur konungur og lið hans sýndu
hvassari hliðar sínar í gærdag. Von-
andi sýna þeir betri hliðina i dag því
klukkan tvö ætlum við að blása til
leiks á skíðadegi fjölskyldunnar.
Klukkan tvö í dag byrjar Lúðra-
sveit Reykjavikur að leika við Kjar-
valsstaði á Miklatúni. Auk þess að
kynna fyrir fólki ágæti skíðagöng-
unnar ætlum við jafnframt að vekja
athygli fólks á að ekki þarf alltaf að
leita út fyrir borgina til að finna tæki-
færi til að iðka skíðagöngu og úti-
veru.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Egill
Skúli Ingibergsson, setur skíðadaginn
klukkan 14.15. Um klukkan hálfþrjú
byrjum við að ganga. Skíðamenn úr
Skíðafélagi Reykjavíkur munu vera
byrjendum til leiðbeiningar jafn-
framt því að þeir leggja braut fyrir
göngufólkið.
í dag er tilvalið tækifæri fyrir þá
sem eiga skíði og ekki hafa notað þau
lengi að bursta af þeim rykið og
koma á Miklatún og ganga með.
Einnig er tilvalið fyrir fjölskyldur að
drifa sig út, þótt engin séu skíðin, og
koma á skíðadag fjölskyldunnar og
sjá hvernig á að bera sig að við skíða-
gönguna og njóta útivistarinnar um
leið.
á Miklatúni í dag
— safnazt saman við Kjarvalsstaði klukkan tvö
—heitt kakó og kex fyrirgesti oggangandi
—bömin fá endurskinsmerki skíðadagsins
Landsbankinn vill Kaup-
félag Skaftfellinga undir
hamarinn:
Nauðungar-
uppboð
vegna
vaxtadeilu
— málið afgreitt, segir
kaupfélagsstjóri
Sýslumaðurinn í Vestur-Skaftafells-
sýslu, Einar Oddsson, auglýsti nýverið
nauðungaruppboð á fasteigninni
Víkurbraut 5, Vík í Mýrdal. Hér er um
að ræða eign Kaupfélags Skaftfellinga
og er uppboðskrafan gkr. 12,7 millj-
ónir auk vaxta, dráttarvaxta og alls
kostnaðar.
Uppboð þetta var boðað mánu-
daginn 27. april nk. en samkvæmt upp-
lýsingum Matthíasar Gíslasonar kaup-
félagsstjóra i gær er málið nú afgreitt.
Landsbanki íslands gerði kröfu sam-
kvæmt heimild í 2 veðskuldabréfum,
útgefnum 6. maí 1970 og 20. ágúst
1971. Kaupfélagsstjóri sagði að þarna
hefði frekar verið um að ræða deilumál
kaupfélagsins við bankann en bein van-
skil.
„Kaupfélagið yfirtók gamalt lán en
deilan stóð um vaxtakjör,” sagði
Matthías. „Málið er nú afgreitt gagn-
vart Landsbankanum.” Þaðkemur því
tæpast til uppboðs hjá kaupfélaginu.
Kaupfélag Skaftfellinga er stærsti
vinnuveitandinn i Vestur-Skaftafells-
sýslu og sagði kaupfélagsstjóri að 80—
100 manns ynnu að jafnaði hjá félag-
inu, á síðasta ári hefðu um 200 manns
verið á launaskrá með sumarfólki.
Hann sagði að á vegum kaupfélagsins
væri rekinn umfangsmikill iðnaður og
þjónusta og hefðu þeir þættir frekar
aukizt en hitt.
Hann sagði hins vegar að verzlunar-
rekstur í dreifbýli væri erfiður og væri
þar svipað á komið með Kaupfélagi
Skaftfellinga og öðrum kaupfélögum
og verzlunum í dreifbýlinu. -JH
1891-1981
Málefni aldraðra
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur borgarafund
um málefni aldraðra að Hótel Sögu, Átthagasal,
laugardaginn 7. marz klukkan 14.00.
Fundurinn er öllum opinn.
Þeirra hlutskipti í dag, verður okkar á morgun.
Hvernig búum við að þeim sem arfleiddu okkur að velferðarþjóðfélaginu?
Eru kjör þeirra í samræmi við hugmyndir æskunnar um eigið ævikvöld?
Frummælendur verða:
Skúli Johnsen
borgarlæknir.
Adda Bára Sigfúsdóttir,
formaður heilbrigðisráðs
Reykjavíkurborgar.
Albert Guðmundsson
alþingismaður.
Ásthildur Pétursdóttir
húsmóðir.
Pétur Sigurðsson
alþingismaður.