Dagblaðið - 07.03.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 07.03.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — LAUGARDAGLR 7. MARZ 1981 - 56. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMl 27022. Sjö mönnum bjargaö í roki og sandbyl skipbrotsmenn fluttiraöSkóg- um — lekikom- inn að skipinu, vélóvirkog rafmagnfóraf Vestmannaeyjabáturinn Sigur- bára VE 249 strandaði skömmu fyrir hádegið í gær á Skógasandi, skammt austan Jökulsár á Sólheimasandi. Á bátnum var sjö manna áhöfn og tókst björgunarsveitinni Víkverja frá Vík í Mýrdal að bjarga áhöfninni í land. Allir voru komnir heilir á húfi í land á fimmta tímanum í gær. Að sögn Hannesar Hafstein í gær tilkynnti Vestmannaeyjaradíó Slysa- varnafélaginu kl. 10.50 í gær að Sigurbáran væri strönduð vestan Dyrhólaeyjar. Jafnframt var tilkynnt að úti fyrir væru fjögur skip ásamt varðskipinu Tý. Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal var þegar ræst út. Sveitin lagði af stað kl. 11.35 og fór veghefill fyrir, þvi ófærð var mikil. Ferðin sóttist vel og var sveitin komin á strandstað kl. 13.05. Aðstaða á strandstað var mjög erfið, mikið rok á norð-austan og varla sást út úr augum végna sandroks. Skipverjar á Sigurbáru gátu skotið linu i land, en skipið hafði strandað í grjóturð, um 200 metra frá landi. Leki var kominn að skipinu, vélin orðin óvirk og rafmagn farið af því. Samband náðist við skipið um kl. 13.30. Skömmu eftir að línan náðist færðist skipið vestar og nær landi. Ákveðið var að koma togvírum frá Sigurbáru í land og voru þeir settir fastir í veghefilinn til þess að reyna að halda í við skipið. Mjög braut á skipinu á þessum stað. Sigurbára VE 249. Skipið er nýlegt stálskip, smíðafl á Seyöisfiröi 1978. Fyrsti skipverjinn náðist í land kl. 15.43 og síðan hver af öðrum unz allir voru komnir í land kl. 16.13. Hlé varð þó að gera meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Þegar allir voru komnir í land voru skipbrots- menn fluttir að Skógum. Að sögn Hannesar Hafstein gekk björgunin með miklum ágætum, enda björgunarsveitin Víkverji mjög reynd í björgunum. sem þessum. Sigurbára VE er stálskip, 127 lestir að stærð, smíðað á Seyðisfirði árið 1978. -JH. BÍÐA AF SÉR VEÐ- UR í ÓBYGGÐUM ,, Vatnamælingainennirnir eru í bíl- um sinum á stikuðu leiðinni upp með Þjórsá og hafa verið síðan á þriðju- dag. Um leið og veðrið stillist halda þeir áfram sínum störfum,” sagði Sigurjón Rist vatnamælingamaður i viðtali við DB i gærkvöldi. „Það er einföld formúla þegar svona veður skellur á. Hún er sú að vera um kyrrt,” sagði Sigurjón. Mælingamennirnir eru í bílum sínum sunnan við vaðið á Svartá. Nöfn eins og Eyvafen og Norðlinga- alda hafa fyrir misskilning komizt inn í frásögn af staðsetningu mæl- ingamannanna. Þeir eru, eins og Sigurjón Rist segir, um kyrrt í bílum sinum með vistir til nokkurs tíma, ekki minna en svo sem vikuforða. ,,Ef eitthvað þrengir að og veðrið stendur lengi fara menn eins og Halldór Eyjólfsson frá Rauðalæk og Sigurpáll í Sigöldu- virkjun til mælingamannanna. Þess gerist þó naumast þörf,” sagði Sigur- jón Rist. -BS Garðyrkjuskóli ríkisins: Trúnaðarmaðurinn fékk reisupassann — sjá bls.6 — Sjá FÓLK-síðuna á bls. 16 Allir á skíði á Miklatúni —liðkum stirða limikL 14ídag —sjá nánar á bls. 5 Leikur í sól og srtjó á Seltjarnarnesi. / daf’ veróur vœntanlef’a mikill leikur, nlens og t’aman á Miklatúni í Reykjavík þar sem DB efnir til skíóadays fjölskyldunnar — ef veöur leyfir. DB-mynd Einar Ölason.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.