Dagblaðið - 07.03.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 07.03.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. MARZ 1981 Útgofandi: Dagblaöiö hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Aöstoöarritstjóri: Haukur Holgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Haliur Símonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aöstoöarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gbli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hókonardóttir, Kristjón Mór Unnarsson, SigurÖur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurösson, Siguröur Þorri SigurÖsson og Sveinn Þormóösson. Skrífstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorloifsson. Auglýsingastjóri: Mór E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Slðumúla 12. Afgreiösla, óskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalslmi blaösins er 27022 (10 Ifnur). Kerfið og íþróttirnar Fyrir nokkrum áratugum iðkuðu aðeins örfáar þjóðir í norðurálfu hand- knattleik. Síðan hefur orðið mikil breyting. Handknattleikur hefur borizt um nær alla heimsbyggðina og er kom- inn í hóp vinsælustu íþróttagreina hjá fjölmörgum milljónaþjóðum. Það verður því stöðugt erfíðara fyrir smáþjóð að ná árangri í handknattleiknum. Þrátt fyrir þessa staðreynd hafa íslenzkir handknatt- leiksmenn — bæði með félagsliðum sínum og landsliði — náð undraverðum árangri síðustu árin. Þau dæmi þekkja allir. í engri grein íþrótta stöndum við framar á alþjóðavettvangi. Handknattleikur er þjóðaríþrótt okkar. Þegar handknattleiksmenn íslands eru í eldlín- unni fylgist öll þjóðin með. Árangur íslenzka landsliðsins í Frakklandi á dögun- um var því mikið áfall, áfall, sem þarf að kryfja til mergjar. Láta slíkt ekki endurtaka sig. Þar átti sér stað röð mistaka allt frá því að skipt var um landsliðsþjálf- ara á sl. ári. Frakklandsförin var þó engin helför. Síður en svo. „ísland á marga framtíðarmenn í handknattleik. Leikmenn, sem geta verið toppmenn á ólympíuleikun- um í Bandaríkjunum 1984,” segir þjálfarinn snjalli, Pólverjinn Bogdan Kowalczyk, en bætir við: ,,Það háir handknattleik á íslandi, að hér eru of lítil íþrótta- hús. Fáir æfingatímar fyrir félögin.” Það vantar líka peninga. Ekki fást þeir frekar en áður hjá ríkisvaldinu. Allar ríkisstjórnir, allir stjórn- málaflokkar, hafa brugðizt íslenzku íþróttafólki. Hít ævintýra stjórnmálamannanna er óseðjandi, hvort heldur ævintýrin eru kennd við Kröflu eða Krísuvík, útflutningsuppbætur eða Þórshöfn. Fjárstyrkur ís- lenzka ríkisins til íþróttastarfs á hvern einstakling er aðeins brot af því, sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Síðan er styrkurinn tekinn af íþróttafólki margfaldur til baka í formi alls konar tolla og skatta. Þó vilja margir stjórnmálamenn íþróttum vel. Ævintýrin koma hins vegar i veg fyrir, að heilbrigðasta þætti islenzks þjóðlifs sé sinnt. Það er reynt að græða á honum sem flestu öðru. Kerfíð réttir stundum krónu til íþróttafólks með annarri hendinni en tekur tíkall til baka með hinni. Gott dæmi er Evrópuleikir Víkings í vetur í Laugar- dalshöl!,gegn meisturum Ungverjalands og Svíþjóðar. Leiktími í báðum leikjum var tvær klukkustundir. í húsaleigu og gjöld til ÍBR þurfti Víkingur að greiða 4,8 milljónir gkr. eða 2,4 millj. gkr. á klukkustund í leik- tíma. Það hlýtur að jaðra við heimsmet í leiguokri. Þegar íþróttafélög eða sérsambönd innan íþróttahreyf- ingarinnar eiga í hlut er leigu-hundraðshlutinn alltaf sá sami. Skiptir engu máli, hvort áhorfendur eru fáir eða húsfyllir, Oft hefur verið reynt að fá þessu breytt en alltaf verið talað fyrir daufum eyrum. Leiguokrararnir standa uppi með allan gróðann, þegar vel gengur. íþróttafélögin, sem í hlut eiga, ná varla endum saman. Þau sitja ekki við sama borð og til dæmis listahátíð. Leiga þar skiptir engu máli. Farið er í fullan peninga- kassann eftir vel heppnaða íþróttaheimsókn og hann tæmdur til að greiða tap listahátíðar í Laugardalshöll. Hlutur íþróttafélagsins vegna Evrópuleikjanna hefði orðið mikíu meiri,ef íþróttahöllin stæði undir nafni. Hefði verið hönnuð sem slík. Hundruð manna urðu frá að hverfa vegna skorts á áhorfendasvæði. Uppselt löngu fyrir léik. Félagið varð af milljónum. HSÍ hefur einnig gegnum árin tapað stórfé af þessari ástæðu. Húsfyllir nú gerir ekki mikið betur en standa undir kostnaði og leiguokri. Bygging íþróttahússins í Laugar- dal er ævintýri, sem í iþróttamálum er í flokki með Krísuvík og Kröflu. Fróðir menn hafa reiknað út, að fyrir þá peninga, sem fóru í að koma hvolfþakinu á Laugardalshöll, hefði mátt byggja veglegt íþróttahús með áhorfenda- svæðum beggja vegna leikvallarins og fyrir aftan mörkin. íþróttahús, sem jafnvel hefði rúmað þann fjölda áhorfenda í sæti, sem vill sjá leiki íslenzkra handknattleiksmanna, þegar bezt gengur. Þjáningar íbúanna halda áf ram eftir að f riður komst á: HUNGURSNEYB VOFIR Nlí YFIR f VÍETNAM — Missætti komið uppámilli Sovétríkjanna ogVíetnam Frönskum stjórnarerindreka, sem áður hafði gegnt embætti í Hanoi, var nýverið boðið í ferð um Vietnam. Síðar var hann beðinn að láta í ljós álit sitt á því sem fyrir augun bar við Pham Van Dong, forsætisráðherra Víetnam. Stjórnarerindrekinn kvaðst hafa orðið mjög undrandi á þeirri fátækt, hungri og þjáningu, sem fyrir augu hans bar. „Þjáningin virðist meiri nú en þegar bandarískar sprengjur eyddu sveitum landsins,” sagði hann. Gestinum til mikillar furðu samsinnti forsætisráðherrann því sem hann sagði og bætti þreytulega við: „Okkur hefur ekki tekizt að ráða við vandamálin sem upp hafa komið að stríðinu loknu.” Leiðtogar Norður-Víetnam, sem sýndu svo mikla þrautseigju í styrjöldinni, virðast ófærir um að glíma við vandamálin á friðarlímum. Milljónir Víetnama búa við aðstæður, sem eru jafnvel enn verri en í Kampútseu og þar með hinar verstu í Suðaustur-Asíu. Hungrið í lardinu eykst og sumir sérfræðingar í má.'efnum landsins telja að landiö þurfi á mjög aukinni hjálp að halda ef takast á að koma í veg fyrir hung- ursneyð. Óánægðir bændur gagnrýna stjórnvöld fyrir opnum tjöldum og þess sjást merki að stjórninni mæti andstaða, jafnvel meðal mjög hátt- settra embættismanna þjóðarinnar. Þjáningar ibúa Víetnam • i stvrjöldinni við Bandarikin voru miklar. Stjórn landsins virðist hafa mistekizt eftir að friður komst á og þvi halda þjáningarnar á- fram. Ásama tíma virðisl sem banda- menn í þriðja heiminum og í Sovét- blokkinni hafi mun minni áhuga á málum Hanoi en áður. Ekki bætir svo úr skák að Kinverjar halda uppi stöðugum þrýstingi á norðurlanda- mærum landsins. Jafnvel hin nafn- togaða hernaðarmaskína Vietnam er ekki söm og áður. Um hana sagði einn andstæðingur Víetnam í Asíu: „Víetnam líkist pappirstígrisdýri sífellt meira.” Ekkert hefur veikt Víetnam meira en fæðuskorturinn. Talið er að 15 kíló af hrísgrjónum séu hreint lág- mark fyrir einn mann á ári ef hann á ekki að biða tjón á heilsu sinni. Á síðasta ári var meðalskammtur Víet- Þúsundir Vietnama reyna enn að komast úr landi á litlunt bátkænum, oft með skelfilegum afieiðingunt. Frá Ho Chi Minh borg. Ibúarnir bera litla virðingu fyrir stjórnvöldum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.