Dagblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 28
Belgískur togari -ssr*
vélarbilunar
strandar i Eyjum gerirerfittumvik
Belgískur togari, sem verið var að
draga inn i Vestmannaeyjahöfn
vegna vélarbilunar, strandaði þar
laust fyrir kl. 8 í morgun. Gerðist
þetta beint fram af Básaskers-
bryggju, í svokölluðum Botni. Engan
mann sakaði.
Togarinn, Henri Jéanne, hafði
verið að veiðum skv. fiskveiðisamn-
ingum ásamt öðrum belgískum tog-
urum suður af Vestmannaeyjum er
vélarbilun varð hjá honum í gær.
Hélt annar belgískur togari, Pegasus,
með Henri Jeanne í togi í átt til Vest-
mannaeyja. Togararnir komu að Eyj-
um seint í gærkvöldi en vegna slæms
veðurs og myrkurs var ekki taiið
ráðlegt að þeir héldu þá inn í
höfnina. Biðu þeir því i vari við Eyjar
I nótt.
1 morgun hélt Pegasus með Henri
Jeanne I togi inn i höfnina og hélt
Lóðsinn í að aftan til að stýra. Veður
var þá enn slæmt; 10 vindstig af
austri, og var því mjög erfitt um vik.
Hafnsögumaður var um borð í Henri
Jeanne en ekki kom það i veg fyrir
strandið.
Strax Var reynt að ná togaranum út
aftur en tilraunir til sliks báru ekki
árangur í morgun. Á að reyna aftur á
flóðinu í kvöld. Þar sem togarinn
liggur er frekar mjúkur leirbotn og er
hann talinn óskemmdur. Hann er
frekar lítill síðutogari, um 300 tonn
að stærð.
Fjöldi fólks fylgdist með'atburðum
i morgun af bryggjum Vestmanna-
eyjahafnar og úr gluggum vinnustaða
og heimahúsa.
- KMU / FÓV, Vestmannaeyjum.
Ekkert ofsagt um frjósemina f Firðinum
Þrisvar sinnum tvíburar . . .segirm.a. Firðinum leynir sér ekki, en þar tók Mæöurnar eru báðar hinar ánægðustu hag sínum vel líka.
< gömlum reviutexta. Frjósemin i Magnús Hjörleifsson þessa mynd. og ekki ber á öðru en að litla fóikið uni
Hjón um þrítugt handtekin í Hafnarfirði:
SELDU 6-700 BRENNIVÍNS-
FLÖSKUR Á TVÖFÖLDU VERDI
—stunduðu vínsöluna bæði og seldu aðallega unglingum
Ung hafnfirzk hjón hafa játað að
hafa stundað ieynivínsöiu um tveggja
ára skeið og á því timabili selt rúm-
Iega 6ÖÖ flöskur, flestar á tvöföldu
verði miðað við verð í útsölustöðum'
ÁTVR.
Rannsóknarlögreglan í Hafnar-
firði handtók hjónin, sem eru um þrí-
tugt bg eiga þrjú börn þar af eitt 7
mánaða gamalt, um miðjan dag 2.
mai. Klukkan 4 nóttina eftir lá játn-
ing fyrir um rúmlega 600 fiösku sölu.
Var þá hjónunum sleppt. Brennivíns-
salan hafði verið í umsjá þeirra
beggja, eftir þvi hvemig á stóð.
Sveinn Björnsson yfirrannsóknar-
lögreglumaður syðra sagði að gengið
hefði verið i þetta mál þá er allmargir
unglingar voru i geymslu hjá lögregl-
unni vegna ölvunar. Lengi hafði
verið orðrómur á sveimi um ólöglega
vinsölu í bænum. Unglingarnir hefðu
síðan viðurkennt að hafa keypt um
20—30 flöskur hver hjá umræddum
hjónum síðan í ágústmánuði sl.
Verðið var alltaf u.þ.b. tvöfalt miðað
við útsöluverð. Aðallega var verzlað
með íslenzkt brennivín.
Sveinn sagði að eftir væri að yfir-
heyra ýmsa aðila sem hjónin hafa
gefið upp sem kaupendur vinsins.
Sveinn kvað ástand i áfengismálum
Hafnfirðinga slæmt. Þar væri engin
útsala áfengis en grunur léki á um
töluvert brugg og meira að segja að-
sumir bruggarar seldu framleiðslu
sina. Þá hefði einnig, i litlum mæli
þó, orðið vart við smyglað áfengi.
- A.St.
frfálst, úháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAl 1981.
Frumvörp
um þrjár
verksmiðjur
ígær
Iðnaðarráðherra færðist mikið í fang
í gær og bar fram þrjú stjómarfrum-
vörp um verksmiðjubyggingar.
Með þeim yrði ríkisstjóminni heimilt
að leggja fram alit að 40 prósent af
hlutafé í stálbræðslu.
Rikisstjórninni yrði heimilt að leggja
fram 40 prósent af hlutafé i steinullar-
verksmiðju. í því fmmvarpi er ekki
tekin afstaða til stærðar og staðsetn-
ingar hugsanlegrar steinullarverk-
smiðju. Um það hafa menn á Sauðár-
króki og i Þorlákshöfn deilt.
Samkvæmt þriðja fmmvarpinu yrði
rikisstjórninni heimilt að leggja fram
allt að 45 milljónum króna sem hlutafé
í sjóefnavinnslu á Reykjanesi. -HH
16 ára
fangelsi
fyrir
mann-
dráp
— undirréttardómur
staðfesturí
Hæstaréttiígær
Hæstiréttur staðfesti í gær 16 ára
fangelsisdóm Sakadóms Reykjavíkur
yfir Þráni Hleinari Kristjánssyni fyrir
að hafa orðið Svavari Sigurðssyni að
bana hinn 1. apríl 1979.
Með hliðsjón af geðrannsókn var
Þráinn Hleinar mednn sakhæfur. Ekki
er ljóst neitt tilefni þess að hinn dæmdi
vann það voðaverk á Hverfisgötu 34 í
Reykjavik hinn 1. apríl 1979 að verða
Svavari að bana með beittum hnífi.
Halidór Þorbjörnsson yfirsakadóm-
ari kvað upp dóm sakadóms. Fjórir
dómarar í Hæstaréttí, Björn Svein-
björnsson, Armann Snævarr, Logi
Einarsson og Magnús Þ. Torfason,
stóðu að dómsorðinu. Sigurgeir Jóns-
son skilaði sératkvæði um 14 ára refs-
ingu með tilliti til geðrannsóknar og
ástands banamanns, er voðaverkið var
unnið.
Þórður Björnsson rikissaksóknari
flutti málið af hálfu ákæmvaldsins.
örn Clausen hæstaréttarlögmaður,
skipaður verjandi, fluttí málið fyrir
hinn sakfeilda.
Þráni Hleinari var gert að greiða
allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar
með talin saksóknarlaun tíl rikissjóðs,
kr. 5 þúsund, og málsvarnarlaun réttar-
gæzlumanns og verjanda Arnar Claus-
en hrl., kr. 6 þúsund.
Til frádráttar refsingunni kemur
gæzluvarðhald frá 2. apríl 1979. Svav-
var heitinn var 56 ára er hann lézt. Þrá-
inn Hleinar er 38 ára gamall.
-BS.
diet pepsi
MINNA EN EIN
KALÓRÍA í FLÖSKU
Sanilas
\