Dagblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 12
í
BIABIB
írjálst, óháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritsfjón: Jónas Kristjánsson.
Aflstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Valdknarsson.
Skrffstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal.
íþróttir: Hallur Sfmonarson. Menning: Aöalsteinn Ingótfsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Asgrfcnur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karfsson.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Haldórsson, AtJi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elln Albertsdóttir, GisB Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurflur Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson
og Sveinn Þormóflsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Haddórs-
son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11.
AOaisfcni blaflsins er 27022 (10 Ifnur).
Setning og umbrot: Dagbfaflifl hf., Sfflumúla 12. Myndin og" plötugerfl: Hilmir hf„ Sfflumúla 12. Prentun:
Árvakur hf./Skshunni 1p.
Ammoníak á togarana
Allt stendur og fellur með eldsneyti,
hér á landi sem í öðrum þróuðum lönd-
um. Án þess kæmi nær enginn fiskur á
land og nær ekkert hey í hlöðu. Án þess
væru nær engir vöruflutningar, hvorki
til landsins né um það.
Við hljóitum því að fylgjast náið með
orkukreppunni í heiminum og tilraunum manna til að
bæta úr henni. Sérstaklega er okkur nauðsynlegt að
draga úr ofurvaldi olíunnar i rekstri nútíma þjóðfélags
á íslandi.
Talið er, að olíur og bensín muni að verulegu leyti
ganga til þurrðar á fyrri hluta næstu aldar. Þetta hefur
þegar komið fram í verðhækkun hráolíu úr 3 dollurum
í 32 dollara áratuginn 1970—1980. Og 1985 verður
olían komin í 80 dollara.
Efnahagskreppa Vesturlanda á síðasta áratug
byggðist langmest á þessum verðhækkunum olíu. Vax-
andi hluti verðmætasköpunarinnar hefur farið í elds-
neytiskostnað. Og við sjáum fram á enn þyngri róður á
næstu árum.
Hér á íslandi hefur jafnan verið talað um, að orkan í
fallvötnum og hverasvæðum landsins muni verða
okkur til bjargar. En samt höfum við enn sem komið er
aðeins nýtt þessa orku á afmörkuðum sviðum, einkum
til ljósa og hitunar.
Við erum komin svo langt í raforkumálum, að fram-
leiðsla rafmagns með olíu er nánast að verða úr sög-
unni. Þá hafa á síðustu árum verið stigin stór skref til
minnkunar á notkun olíu til hitunar, einkum með gerð
jarðhitaveitna.
Á öðrum sviðum stöndum við nánast á upphafs-
punkti. Samgöngutæki okkar ganga fyrir olíum og
fiskiskipafloti okkar gengur fyrir olíum. En svo þarf
alls ekki að verða um aldur og ævi. Við eigum nefni-
lega hráefni til eldsneytis.
Flestir kannast við tilraunir Gísla Jónssonar prófess-
ors til að vekja athygli á rafmagnsbílum, sem ættu með
vaxandi orkugeymslutækni að henta vel til innan-
bæjaraksturs og á öðrum stuttum vegalengdum.
Þá hefur Bragi Árnason prófessor bent á, að nota
megi innlenda orkugjafa til að framleiða vetni,
metanól og jafnvel bensín til notkunar á aflvélar sam-
göngutækja almennt. Orkugjafarnir yrðu þá vatnsafl
og mór.
Og nú hefur Bragi í viðtali í Dagblaðinu bent á sér-
staka lausn,/sem gæti hentað fiskiskipaflota okkar.
Það er að láta hann brenna ammoníaki, sem unnið yrði
úr lofti og vatnsafli, alveg eins og þegar er gert í
Áburðarver ksmiðjunni.
Ammoníak er hægt að nota á bensínvélar með litlum
breytingum og á dísilvélar með því að setja í þær kerti.
Orkunýting ammoníaks er meira að segja betri en
bensíns. Og loks er tiltölulega auðvelt að geyma fljót-
andi ammoníak í skipum.
Þessi aðferð mundi síður henta kaupskipum, sem
yrðu að taka eldsneyti í erlendri höfn, þar sem
ammoníak yrði mun dýrara en það, sem hér væri hægt
að framleiða. En fiskiskipaflotinn mundi nýta 750
megavött af vatnsorku landsins.
Bragi telur, að um þessar mundir sé ammoníak 50—
75% dýrara eldsneyti en gasolía. En það ætti fljótlega
að verða samkeppnishæft, ef olía hækkar meira en
tvöfalt í verði á næstu fimm árum. Við erum því þegar
á þröskuldi mikilla möguleika.
Allar þessar hugleiðingar eru liður í nauðsynlegri
viðleitni okkar til að tryggja hag okkar í erfiðri og
óvissri framtíð, viðleitni okkar til að láta innlenda
orkugjafa koma í stað takmarkaðra, erlendra orku-
gjafa, sem sífellt hækka í verði.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981.
Réttlausir sjó-
menn í eigin
stéttarfélagi
Minn ágœti formaöur i Sjómanna-
félagi Reykjavikur, Guðmundur
Hallvarðsson, helgar mér stóra grein
i Dagblaðinu 31. mars sl. Tilefni
skrifa Guðmundar er grein'min um
Sjómannafélagið sem birtist i Dag-
blaðinu 20. mars sl.
Guðmundur vill ekki deila við mig
um ágæti greinar minnar eða tilgang.
Um það er ég honum sammála, til-
gangur greinar minnar eöa ágæti
skiptir ekki öllu máli úr þessu.
Tilgangur greinar minnar var þó
m.a. sá að fá verkalýðsrekendur Sjó-
mannafélagsins tii þess að ræða til-
tekin atriöi opinberlega og það tókst.
Ef grein min hefur orðið meðal
annars til þess að fá verkalýðsrekend-
ur Sjómannafélagsins til þess að tjá
sig um tiltekin atriði á opinberum
vettvangi, þá hefur hún þó borið
árangur og þvi má segja að tilgangur-
inn helgar meðalið.
Misskilningur
afla hvafl?
Um félagsgjöldin til Sjómannafé-
lagsins virðumst við Guðmundur
vera sammála og þá staðreynd að sjó-
maður ófróður um félag sitt og rétt
sinn kann að hafa greitt félagsgjald
til Sjómannafélagsins (i Reykjavík
og/eða viðar) árum saman án þess að
eiga nokkurn rétt í hvorki einu félagi
né öðru. Viðkomandi sjómaður gerir
sér ekki grein fyrir þvi, að hann
verður að ganga frá inntökubeiðni i
viðkomandi stéttarfélag til þess að
njóta félagslegra réttinda.
Þannig er aðalatriði annars hluta
gagnrýni minnar rétt. Nú er fjöldi
sjómanna bæði á farskipum og fiski-
skipum réttindalaus félagslega vegna
þess að þeir þekkja ekki eða gæta
ekki þeirrar skyldu sinnar að ganga
frá inntökubeiðni i tiltekið sjó-
mannaféiag. Um þetta atriði er eng-
inn misskilningur milli min og Guð-
mundar Hallvarðssonar formanns
Sjómannafélags Reykjavíkur.
Skey tifl sem hvarf
Það skip sem ég hef starfaö á og
Guðmundur veit vel hvert er, var á
siglingu við Vestur-Evrópu um sl.
áramót. Bátsmaöurinn, Sigurður
Valgeir Sveinsson, fékk skeyti frá
Sjómannaféiagi Reykjavíkur. 1 þvi
var hann beðinn um aö annast at-
kvæðagreiðslu um borð um tillögu i
kjaradeilu félagsins (hvort það var
sáttatillaga eða samningstilboð veit
ég ekki). Vitanlega veit og sér Guð-
mundur formaður að það skiptir
engu máli 1 umræddu tilviki.
Staðreyndin er sú, aö það vita allir
um borð i umræddu skipi, að báts-
maöurinn fékk skeyti og i því var
hann beðinn um að annast atkvæða-
greiðslu fyrir Sjómannafélag Reykja-
vikur. Bátsmaðurinn taldi útilokað,
eftir ítarlegar umræöur um máliö, að
annast umrædda atkvæðagreiðslu án
þess að hafa tillöguna við höndina.
Þar með var ákveðið að hann sendi
skeyti til Sjómannafélags Reykjavik-
ur með beiðni um að tillagan yrði
send okkur til Seixal í Portúgal.
(Timi var nægur.)
Hvort bátsmaðurinn sendi skeytið
veit ég ekki. (Hann sagðist mundu
gera það).
Alla vega kom engin tiUaga um
borö og að sjálfsögðu fór þvi engin
atkvæðagreiðsla fram.
Það skrýtUega I þessu sambandi
var þó það, sem ég hefi ekki nefnt
fyrr, að bátsmaðurinn, sem aldrei
hefur verið i Sjómannafélagi Reykja-
víkur, taldi rétt og löglegt að alUr
undirmenn um borð gætu tekið þátt i
þessari atkvæðagreiðslu. Aðspurður
hvort aðrir en fuUgildir félag-
ar í Sjómannafélagi Reykjavikur
gætu greitt atkvæði um samninga
þess félags sagði hann: „Við höfum
aUtaf gert það.” — Sé þetta rétt
Uggur fyrir að vegna þátttöku utanfé-
lagsmanna hafa undanfarnir samn-
ingar Sjómannafélags Reykjavíkur
verið ólöglegir.
Taki einn utanfélagsmaður þátt i
atkvæðagreiðslu um samninga félags
þá eru úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu
marklaus.
Þessi túlkun bátsmannsins ásamt
miklum umræðum um máUð, hvar ég
benti á, að aðeins tveir menn um
borð hefðu rétt til atkvæðagreiðslu
um málefni Sjómannafélags Reykja-
víkur, kann að .hafa leitt tU þess að
bátsmaðurinn sendi aldrei skeyti með
beiðni um að tUlagan yrði send okkur
tU Seixal.
Ég sýndi félögum minum um borð
fram á að það væru aðeins fiflskap-
armál félagslega ef aðrir greiddu at-
kvæði um tUlöguna en fullgUdir fé-
lagar i Sjómannafélagi Reykjavíkur.
Og enn vU ég taka fram að í þvi efni
skiptir engu máU hvort um sáttatU-
lögu eða samningstiUögu er að ræða.
Misskilningurinn er enginn, Guð-
mundur. Bátsmaðurinn fékk skeytið,
en vissulega verður viðurkennt að
mér tekst ekki að fullyrða að hann
hafi sent svarskeyti, þvi bátsmaður-
inn er ekki hér um borð nú og mér
umhendis að ná i hann.
Kjallarinn
Kristinn Snæland
Ekkert samband
Það sem mér þykir slæmt og Guð-
mundur tekur illa upp er þetta: Sjó-
mannafélag Reykjavikur hefur allar
götur frá því fyrir 1973 vanrækt að
hafa samband við sjómenn sina og
upplýsa þá um réttindi sin og
skyldur.
Guðmundur vill snúa út úr máli
mínu og þykist, með þvi að benda
mér á að Sjómannafélag Reykjavikur
eigi ekki erindi um borð i skip allra
landsmanna, hafa heldur betur neglt
mig.
Guðmundur Hallvarðsson! Var
ekki Eimskipafélag íslands i eina tíð
kallað óskabarn Islendinga og eru
ekki Sambandsskipin eign' allra
landsmanna og eiga ekki landsmenn
um allt land hluti i öðrum skipafélög-
um, eru ekki farskipin t.d. Rikisskip
eign og hluti allra landsmanna?
Þótt útgerð skipa sé ekki endilega
miðuð við Reykjavík þá er Sjó-
mannafélag Reykjavíkur samnings-
aðili vegna sjómanna sem starfa á
skipum allra landsmanna. Svona
orðaleikur er ekki sæmandi þegar við
af alvöru tölum um hagsmuni og fé-
lagslega stöðu sjómanna.
Guðmundursegir að ég nefni ekki
Æk „Jafnvel þó ekki gerðist annað en það, að
^ þegar við kæmum um borð, lægju fyrir í
messanum rit, bæklingar eða blöð frá
Sjómannafélagi Reykjavíkur, það væri gam-
an.
að hafa séð fréttabréf frá Sjómanna-
félaginu útgefið í september né fé-
lagsblað útgefið í desember. Ástæð-
an er einfaldlega sú að þessi gögn hefi
ég alls ekki séð um borð i skipi minu.
Ég viðurkenni að félagsblaðið sá ég
á skrifstofu félagsins er ég kom þar i
mars sl. en siðan ég hóf siglingar i
ágúst sl. hefi ég ekkert séð um borð i
skipi minu frá Sjómannafélagi
Reykjavikur. öll gögn og upplýsing-
ar sem ég hefi aflað mér með heim-
sóknum til hins ágæta fólks á skrif-
stofu Sjómannafélags Reykjavíkur
hefi ég þó limt upp á veggi um borð
og reynt að berja inn i hausinn á fé-
lögummínum.
Svo áhugasamur um mitt félag sem
ég er þá finnst mér hart að manni
utan mins félags sé falið að annast at-
kvæðagreiðslu í alvariegu málefni er
varðar enga (nema óbeint) aðra en fé-
laga i minu félagi.
Svona vinnubrögð kalla ég ekki
annað en það að félag mitt hafi of lit-
ið samband við menn sina og lái mér
hver sem vill.
Heimsókn um borfl
Eitt atriði sem ég benti á og taldi
æskilegt var að fulltrúi frá Sjó-
mannafélaginu kæmi öðru hvoru i
heimsókn um borð.
Þessu svarar Guðmundur með þvi
að nefna að 95 skip séu gerð út frá
Reykjavík og engu félagi sé ætiandi
að koma á svo marga vinnustaði.
Með þessu gefur Guðmundur í
skyn að um borð í hvert skip þurfi eða
ég ætlist til að komi fulltrúi frá fé-
laginu hverju sinni sem skipið kemur
í höfn, og loks það að liggi skip i
höfn þá séu sem betur fer fáir við
vinnu um borð.
Vissulega hefur Guðmundur
„stjómmálalega” rétt fyrir sér, ekk-
ert félag gæti mætt um borð hverju
sinni sem skip væri i höfn, en mikið
óskaplega væri ánægjulegt ef fulltrúi
frá Sjómannafélagi Reykjavíkur
kæmi um borð i skip mitt svona einu
sinni á ári og kæmi þá svona einum
eða tveimur timum áður en lagt er úr
höfn. Ég hlýt að reikna með þvi að
formaður Sjómannafélagsins viti að
þá eru flestir úr áhöfninni komnir um
borð. Jafnvel þó ekki gerðist annað
en það að þegar við kæmum um
borð, lægju fyrir I messanum rit,
bæklingar eða blöð frá Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur, það væri gamaú.
Ég skal vissulega reyna að berja
„mina stráka inn í Sjómannafélag
Reykjavikur” en mér þætti vænt um
örlitla hjálp.
Að lokum
Ég þakka þér, Guðmundur, fyrir
hve drengilega þú tókst undir niður-
lag greinar minnar og sannarlega vii
ég og mun vinna heiishugar með þér
að þvf að fá sjómenn til þess að
ganga I sitt rétta félag. Viðkvæmni
þinni hins vegar gagnvart því að ég
skyldi velja að vekja mál þetta upp á
siðum Dagblaðsins vísa ég alfarið á
bug. Ég hygg að skrif min og þin á
síðum Dagblaðsins verði til þess að
margir sjómenn munu lesa þessi skrif
og ekki nóg með það, þessi skrif
munu jafnvel jafnast á við margar
heimsóknir fulltrúa frá Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur um borð i skip
„landsmanna”, því Dagblaðið er
yfirleitt vel lesið þar.
Loks varðandi það er þú, Guð-
mundur, reynir að snúa útúr fyrir
mér og segir mig taka stökk aftur á
bak. Mitt álit, hvort sem þú skilur
það eða ekki, er það að félagið á að
hafa gott samband við sjómenn al-
mennt, hvort sem þeir eru i félaginu
eða ekki. Þegar um trúnaðarmál, svo
sem atkvæðagreiðslu í samningsmál-
um, er að ræða, þá á Sjómannafélag
Reykjavíkur einungis að hafa sam-
band við löglega féiaga. Snúðu út úr
þessu ef þú getur.
Samt með vinsemdar- og félags-
kveðju,
Kristinn Snæland
dagmaður.