Dagblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1981. Smurbrauðstofan BJORNINN NjáSsgötu 49 — Sími 15105 REYKJAVÍKURHÖFN Reykjavíkurhöfn vinnur að því að gera byggingarhæfar lóðir á tveim athafnasvæðum við höfnina: I. Á fyllingu utan Grandagarðs: Lóðir þarna eru ætlaðar fyrir fyrirtæki sem tengd eru sjávarútvegi, fiskvinnslu og þjónustu við útgerð. II. Svæði við Skútuvog við Kleppsvik: Þar eru lóðir hugsaðar fyrir fyrirtæki, sem áherslu leggja á skipaviðgerðir. Þeir sem áhuga hafa á að koma til greina við lóðaúthlut- anir á svæðum þessum sendi skriflegar umsóknir til Hafn- arskrifstofunnar, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, fyrir 20. maí n k. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður. Hafnarstjórinn í Reykjavík Dvöl í orlofshúsum Iðju Iðjufélagar sem óska eftir að dvelja í orlofshúsum félags- ins í Svignaskarði sumarið 1981 verða að hafa sótt um hús eigi siðaren föstudaginn 15. maí nk. kl. 16.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 16. Dregið verður úr umsóknum, sem borizt hafa, á skrif- stofu félagsins 16. maí nk. kl. 17.00 og hafa umsækjendur rétt á að vera viðstaddir. Þeir félagar sem dvalið hafa í húsunum á 3 undanförn- um árum koma aðeins til greina ef ekki er fullbókað. Leigugjaldið verður kr. 400,00 á viku. Sjúkrasjóður Iðju Sjúkrasjóður Iðju hefur eitt orlofshús til ráðstöfunar handa Iðjufélögum sem eru frá vinnu vegna veikinda eða fötlunar og verður það endurgjaldslaust, gegn framvísun læknisvottorðs. Stjórn Iðju. Er atvinnuöryggi stefnt í voða? - Stöðnun í góðæri Dóra Gis8urardóttir Asgeir Hannes Eiríksson Kriatján Guðbjartsson Geir Hallgrímsson Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið, atvinnu- og efnahagsmál á almennum fundi að Seljabraut 54 fimmtudaginn 7. maí kl. 20.30. Fundarstjóri: Kristján Guðbjartsson. Fundarritarar: Dóra Gissurardóttir og Ásgeir Hannes Eiriksson. Fundurinn er öllum opinn. , Félag sjátfstæðismanna í Fella- og Hó/ahverfi í Breiðholti. Sænska ríkisstjórnin er fallin: —samvinnu borgaraf lokkanna þriggja lauk vegna ágreinings um skattamál Ljóst er nú aö samsteypustjóm borgaraflokkanna þriggja í Svíþjóf er fallin. Ráðherrar Hægriflokksins ákváöu i gær að segja af sér eftir að sýnt var að ekki væri unnt að leysa ágreining stjórnarflokkanna um skattamál. Thorbjöm Fálldin forsætisráð- herra frestaði því i gærkvöldi að leysa stjórnina upp og sagði að þrir mögu- leikar væru fyrir hendi: Stjómin gæti sagt af sér, kosningar mætti boða eða að hann gæti haldið áfram sem for- sætisráðherra með óbeinum stuðn- ingi Hægriflokksins. Hann gaf ekki tíl kynna hvaða leið yrði fyrir valinu. ,,Né get ég sagt um hve langan tima þaö tekur mig að komast að niðurstöðu. ” Samkomulagsumleitanir stjómar- flokkanna hafa staðið án árangurs í hálfan mánuð og lauk þeim tílraun- um i gærkvöldi með þvi að Gösta Bohman, fjármálaráðherra og for- maður Hægriflokksins, lýstí því yfir að hann og sjö flokksbræður hans í rfkisstjórninni hefðu ákveðið að segja af sér vegna hins umdeilda samkomulags sem hinir stjórnar- flokkarnir tveir hefðu gert við stjórnarandstöðuflokk jafnaðar- manna um skattamál. „Við áttum ekki annarra kosta völ,” sagði Bohman i gærkvöldi og bætti því við að hinir stjómarflokkamir hefðu snúið baki við upphaflegum mark- miðum stiórnarinnar. Leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja. Frá vinstri eru Gösta Bohman fjármálaráðherra, sem nú hefur sagt af sér, ásamt flokksbræðrum sinum, Thorbjörn Fálldin forsætisráðherra og Ola Ullsten utanrikisráðherra. Erlent Erlent Hægriflokkurinn hefur sagt sig úr stjóminni Kvenstúdentar — Kvenstúdentar Við höldum árshátíð fimmtudaginn 7. maí, kl. 19.30, í Lækjarhvammi. 25 ára stúdínur sjá um skemmtiatriði að vanda. Girnilegur kvöldverður — glæsilegt happdrætti. Aðgöngumiðar verða aðeins seldir í gestamóttöku Hótel Sögu miðvikudaginn 6. maí kl. 16—19, verð kr. 150, og gildir hver miði sem happdrættismiði. Takiðbekkjarsysturnar með! Stjórnin. fVinnuskóli Reykjavfkur Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa um mánaðamótin maí - júní nk. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1966 og 1967 og/eða voru nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla Reykjavíkur skólaárið 1980—1981. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar Borgartúni 1, sími 18000, og skal umsóknum skilað þangað eigi síðar en 21. maí nk. Nemendum, sem síðar sækja um, er ekki hægt að tryggja skólavist. Vinnuskóli Reykjavíkur. Frakkland: Sjónvarpsein- vígi Giscard og Mitterrand Valery Giscard d’Estaing Frakk- landsforsetí og keppinautur hans, sósíalistinn Francois Mitterrand, mætast i kvöld í sjónvarpseinvígi sem talið er að geti ráðiö úrsUtum um það hvor þeirra verður forseti Frakklands næstu sjö árin. Erlendar fréttir Kínverjar ánægðir með Nató-fundinn FréttastofanNýja Kína sagði í gær að fundur utanríkisráðherra Nató í Róm væri mjög þýðingarmikill fyrir banda- lagiö og möguleika þess á að halda aftur af útþenslustefnu Sovétríkjanna. Fréttastofan birtí tvær langar fréttír af fundinum sem endurspegluðu þá skoðun Kínverja að Atlantshafsbanda- lagið sé nauðsynlegt ef halda eigi aftur af Sovétmönnum, erkifjendum Kín- verja.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.