Dagblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. MAl 1981. 7 Norræna trimmkeppni fatlaðra: ÞAU YNGSW TAKA ÚKA ÞÁTTÍLANDSKEPHmil —aðeins ársgömul en fara samt í göngu og sund Það cru ekki bara þeir eldri sem taka þátt í norrænu trimmkeppninni. Þessi litlu. sem eru í sérdeild fyrir fjölfötluð börn I Múlaborg, fara daglega í göngu með fóstrum og þroskaþjálfum og fá stig í kepprinni að launum. DB-mynd Sig. Þorri Það eru ekki bara þeir fullorðnu sem taka þátt í norrænni landskeppni fatl- aðra. Börn á barnaheimilinu Múla- borg, sem eru frá fyrsta ári, hafa einnig verið dugleg að stunda trimmið ásamt fóstrum sínum og þroskaþjálfum. Á barnaheimiUnu er ein deild fyrir fjölfötluð börn og eru þau núna 16. Fjögur þeirra eru allan daginn en hin skipta milli sín deginum. Þó að börnin séu ekki orðin gömul fara þau reglulega í sund sem er liður í þjálfun þeirra. Þar geta þau aflað sér stigs. Einnig fara þau mikið í göngu, þá í barnakerrum. Að sjálfsögðu fá fylgdarmenn þeirra einnig stig. í reglunum segir að ef fatl- aður maður í hjólastól getur ekki ekið sjálfur megi hann hafa aðstoðarmann og skora þá báðir stig í keppninni. Greinilegt er að mikill áhugi er meðal fatlaðra fyrir trimmkeppninni, jafnt hjá ungum sem öldnum. Þar sem starfsfólkið er duglegt að drífa vist- menn út fást flest stig. Þess vegna skorum við á það starfsfólk, sem ennþá hefur gefið keppninni lítinn gaum, að bregða skjótt við áður en keppnin er á enda. Þar með er stuðlað að sigri íslands í þessari norrænu keppni auk þess sem útivera og hreyfing er til mikilla bóta fyrir fatlaða. -ELA. Norræn trimm- landskeppni fatlaðra Hjólreiðadagur í Reykjavík á morgun: HIOLAÐ TIL STYRKTAR FÖTLIHHIM BÖRNUM — hjólað f rá tíu skólum á Laugardalsvöll þar sem verður skemmtidagskrá Á morgun verður mikið hjólað i Reykjavík því þá verður í fyrsta sinn haldinn hjólreiðadagur á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Hver þátttakandi hefur safnað áheitum og rennur söfnunarféð óskipt til eflingar útivistar og iþrótta fatlaðar barna. öllum er heimil þátttaka og að leggja á þann hátt góðu málefni lið á ári fatlaðra. Þátttakendur safnast saman við tíu skóla í borginni um klukkan 13 og þá fá allir húfur og númer. Klukkan 14 verður hjólað af stað og haldið í Laugardal. Félagar úr Hjólreiða- félagi Reykjavíkur fylgja hópunum svo engir fari of geyst eða dragist aftur úr. Þá sjá lögreglumenn um að hjólreiðafólkið fái að hjóla óáreitt um göturnar. Eru ökumenn beðnir um að vera tillitssamir og leggja hjól- reiðadeginum sitt lið á þann hátt. Rétt fyrir klukkan 15 koma hóp- arnir á Laugardalsvöll og afhenda þá söfnunarféð og fá viðurkenningar- skjal fyrir veittan stuðning. Á Laugardalsvelli verður skemmti- dagskrá, hljómsveitin Start, Eiríkur Fjalar og Texas-tríóið slá á létta strengi. Belgíumaðurinn Patrick Sercu, sem er margfaldur heims- og ólympíumeistari, keppir við félaga úr Hjólreiöafélaginu og hann dregur út númer úr hópi þátttakenda, sem hlýtur reiðhjól | vinning. Þá fáþátt takendur einnig kók til að hressa sig á. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur þegar tilkynnt þátttöku og vitað var að borgarfulltrúar voru að leita sér að hjólum en þeim var öllum boðin þátttaka. -JR. Aðalf undur Alþýðubankans: MEST HLUTFALLSLEGINNLÁNSAUKNING — viðskiptabankanna annað árið í röð Hagur Alþýðubankans stendur með miklum blóma. Á síðasta ári var bankinn annað árið I röð með mestu hlutfallslegu innlánsaukningu allra viðskiptabankanna og jukust innlán um 77.5% frá árinu áöur. Aukning útlána varð77%. Rekstrarafgangur bankans á síðasta ári varð 76.6 milljónir króna, sem er 45.8 milljónum meira en árið áður. Heildartekjur námu 2.170.7 milljónum og höfðu hækkað um 109.7% fráárinu 1979. Þetta kom fram á aðalfundi Alþýðubankans sem haldinn var nýlega. Þar voru allir aðalmenn í bankaráð endurkjörnir, en það skipa nú: Benedikt Davíðsson, Bjarni Jakobsson, Halldór Björnsson, Teitur Jensson og Þórunn Valdimars- dóttir. Endurskoðendur voru kjörnir Böðvar Pétursson, Magnús Geirsson og Gunnar R. Magnússon, löggiltur endurskoðandi. Samþykkt var á aðalfundinum að greiða 5 prósent arð til hluthafa fyrir árið 1980, á greitt hlutafé og útgefin jöfnunarhlutabréf. Aðalfundurinn samþykkti einnig að ráðstafa 30 þúsund krónum til Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. í tilefni af tiu ára afmæli bankans gaf bankaráðið Listasafni ASÍ mál- verkið Minningu eftir Eirlk Smith. í lok aðalfundarins afhenti Benedikt Davíðsson, formaður bankaráðsins, Hannibal Valdimarssyni, formanni stjórnar Listasafnsins, málverkið. Bankastjóri Alþýðubankans er Stefán M. Gunnarsson. -ÓV. Frá aðalfundi Alþýðubankans: bankaráðið færir Listasafni ASI málverkið 'Minningu aðgjöf. GEFUM FÖTLUÐUM ATVINNU- TÆKIFÆRI: EKKIMEÐ VORKUNNSEMI EÐA FORSJÁ HELDUR FYRIR MANNGILDIÐ EITT: „LEGGJUM ÖRYRKJUM LIГ JCsendirfrásér bækling: GEFUM FÖTLUÐUM ATVINNU- TÆKIFÆRI JC-hreyfingin á íslandi vinnur nú að landsverkefni undir kjörorðinu „Leggjum öryrkjum lið”. í tilefni af því hefur JC-Borg sent frá sér bækling sem nefnist Gefum fötluðum atvinnu- tækifæri. Ekki með vorkunnsemi, eða forsjá, heldur fyrir manngildið eitt. Bæklingnum verður dreift um allt land. Hefur Vinnuveitendasamband íslands gefið vilyrði um að dreifa bæklingnum til allra sinna 4000 félaga. Þá hefur Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna þegar dreift bæklingn- um og kynnt hann. Bæklingurinn verður kynntur af JC i bæjarfélögum og í stærri stofnunum. -ELA. Eskifjörður: Mikil ólykt af kolmunna Mikil ýldulykt hefur undanfarna daga angrað Eskfirðinga. Júpíter kom með kolmunna síðastliðinn þriðjudag en um leið og lestir skipsins voru opnaðar gaus upp mikil ólykt. Urðu íbúar Eskifjarðar að loka gluggum húsa sinna vegna þess að lyktina lagði um allan bæinn. Júpiter var búinn að vera á veiðum síðan 1. maí og hafði aldrei landað fyrr en nú. Og þá geta allir ímyndaö sér hvernig lyktin muni vera. Þess má geta að Jón Kjartansson, sem verið hefur á kolmunnaveiðum, er bilaður. Liggur við að Eskfirðingar lofi guð fyrir þegar kolmunnaskip fer í bilirí. Fjögur stór og glæsileg saltfisk- verkunarhús eru á sömu lóð og loðnu- bræðslan. Óttast saltfiskframleiðendur um fiskinn sinn vegna þessarar miklu dragýldu sem kemur frá kolmunnan- um. Og iyktin fer jafnt í frystihúsið sem annað því hún smýgur inn um allt og gerir öllum jafnt undir höfði, rétt eins og gamli jafnaðarmannaflokkur- inn. Loðnulyktin var vond en miðað við kolmunnalyktina var hún bara góð. Þetta er eins og eiturpöddur hjá okkur Eskfirðingum.KMU/Regína, Eskifirði. Helgarvinnabönnuð áEskifirðiísumar Verkamannafélagið Árvakur á Eski- firði hélt fund á sunnudaginn um það hvort banna ætti helgarvinnu á tímabil- inu frá 1. júní til 15. ágúst eins og var i fyrrasumar. Of fáir mættu á fundinn. Því var gengið á milli vinnustaða á þriðjudag og fólk látið kjósa. Þegar talið var kom í ljós að 78 eru með helgarbanni, 45 á móti. 10 seðlar voru auðir og tveir ógildir. Það verður því frí um helgar á Eskifirði í sumar. -Regina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.