Dagblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — LAUG ARDAGUR 23. MAÍ1981-115. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVF.RHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. f 7 Kreditkortastríði Olís og biðskýlisins í Kópavogi lokið: „MJOG OHRESS MED ÞESSA EINOKUN OLÍUFÉLAGANNA” —segir Jósteinn Krístjánsson sem dró kæru til Samkeppnisnef ndar til baka og fékk þá aftur bensín „Samkeppnisnefnd hélt fund um þetta mál og ákvaö að Verðlagsstofn- un yrði falið að ná sáttum í málinu. Áður en til þess kom frétti ég að Jósteinn væri búinn að draga kæruna til baka,” sagði Björgvin Guðmunds- son formaður Samkeppnisnefndar í gær er hann var spurður hvernig gengi með kæru Jósteins Kristjáns- sonar i biðskýlinu að Kópavogsbraut 115. Eins og DB skýrði frá á sínum tima lenti Jósteinn í striði við Olíu- félagiö vegna þess að hann seldi bensín út á krítarkort. Olís hætti að selja Jósteini bensin en hann kærði málið til Samkeppnisnefndar. „Því er fljótsvarað hvers vegna ég dró kæruna til baka. Ég fékk upplýst hjá einum aðila innan Samkeppnis- nefndar að Olíufélagið gæti staðið á þessu máli þar sem það á bensíntarik- ana. Auk þess hef ég orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni þar sem bensín hefur ekki fengizt hjá mér á annan mánuð. Ég á hvorki húsnæðið né bensín- tankana og sé mér ekki fært að missa tankana. En ég gerði þetta ekki með glöðu geði. Ég er mjög óhress með þessa einokun olíufélaganna,” sagði Jósteinn Kristjánsson í gær. Er kæran gekk til baka i fyrradag var strax afgreitt til hans bensín. -ELA. Norræna landskeppni fatiaðra: Ungen trimma samt Norrœna trimmkeppnin er ifullum gangi þessa dagana enda fer að styttast i að henni Ijúki. Það eru ekki bara þeir eldri sem taka þátt I keppninni. Hún er opinfyrir allan aldur. Börnin í sérdeildfjölfatlaðra i Múlaborgfara daglega igöngu og sund og safna þannig stigum I keppninni þó ekki séu þau gömul. Hér eru tvö barnanna ásamt þroskaþjálfara sínum, Hrefnu Þórarins- dóttur, að koma úrgöngu I gœr. ELA-DB-mynd Sig. Þorri _ ^ ejnnjg á jjfc J Óvíst þótti um þingslit um miðaftan ígær: Erfíöarfæð- ingarhríðir margra stjóm- arfrumvarpa — öllum stóru st jórnarf rumvörpunum hefurverið breytt Um miðaftan í gær þótti óljóst hvort þingslit yrðu kl. 11 í dag, eins og ráðgert hafði verið. Fæðingar- hríðir stjórnarfrumvarpsins um raf- orkuver voru erfiðar. Eftir að stjórnarsinnar gerðu á því breytingar, á þá leið að kveðið væri á um meiri orkuvinnslu á Hrauneyjafoss- og Sigöldusvæðinu en upphaflega var gert ráð fyrir, var frumvarpið sam- þykkt við 2. umræðu í neðri deild.. Voru breytingarnar sagðar það gjald sem Eggert Haukdal hafði sett upp til að tryggja frumvarpinu samþykki. Frumvarpið „slefaði” því til 3. umræðu og búizt var við atkvæða- greiðslu um það eftir 3. umræðu undir miðnætti sl. Næturfundur var fyrirsjáanlegur, þrátt fyrir mótmæli þingmanna um kvöldfund fjórða kvöldið í röð. Meðal umræðuefna áttu að verða frumvörpin um steinullarverksmiðju (2. umræða) og frumvarp um stál- bræðslu sem efri deild hefur sam- þykkt. Bæði verksmiðjufrumvörpin eru breytt orðin frá því að ráðherra lagði þau fram. Er þátttaka ríkisins bundin við að aðrir hluthafar leggi fram 30% af kostnaðarverði verksmiðja áður en ríkið kemur til. Fellt er og niður það orðalag að ríkið geti á nokkurn hátt haft forystu um uppbyggingu verk- smiðjanna. Frumvarpið um sjóefnavinnslu á Reykjanesi hlaut samþykki neðri deildar í gær. Þar var sú breyting á frumvarpinu gerð að óheimilt er að hefja byggingu 40 þúsund tonna saltverksmiðju nema að fengnu nýju leyfi Alþingis og að fengnum til- boðum í framleiðsluna. Neðri deildarmenn minntu á Kröflumistök- in í sambandi við saltvinnsluna. Þetta eru því ekki dagar Hjörleifs ráðherra Guttormssonar á Alþingi. -A.St. Albert beðinn að mæta ekki á þingfíokksfundi — sjá baksíðu Hjólað tilstyrktar fótiuðum _ — sjábls.7 Enginn afíi á hefðbundnum netaslóðum sjábls.6 I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.