Dagblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981. 5 Tillögur Jan Mayen sáttanef ndarinnar opinberaðar: Sameiginleg nýting ís- lendinga og Norömanna —áauðlindumá landgrunninumilli íslandsogJan Mayen. ísland fengifjórðung olíuhagnaðar Tillögur sáttanefndarinnar í Jan Mayenmálinu voru kynntar íslenzkum blaðamönnum í gærmorgun og á sama tíma voru þær kynntar norskum blaða- mönnum. Svo sem fram hefur komið í fréttum var formaður sáttanefndar- innar, Bandaríkjamaðurinn Elliot L. Richardsson, hérlendis á dögunum og kynnti íslenzkum stjórnvöldum niður- stöður nefndarinnar. Hann er nú í Osló, þar sem hann hefur kynnt norskum stjórnvöldum sömu niður- stöður. Auk Richardsson voru fulltrúar íslands og Noregs i nefndinni. Hans G. Andersen sendiherra og Jens Evensen sendiherra. Tillðgur nefndarinnar eru á þá lund að Norðmenn og íslendingar nýti í Hans G. Andersen sendiherra, fulltrúi íslands I sáttanefndinni. DB-myndir: Einar Ólason sameiningu auðlindir á landgrunninu milli íslands og Jan Mayen. Ekki er dregin skiptilína milli landanna og er með því farið inn á nýja braut í slíkri skiptingu. Ólafur Jóhannesson utanríkisráð- herra sagði á fundinum í gær að sátta- tillögur þessar væru ekki bindandi fyrir ríkisstjórnir landanna. Koma þyrfti þessum tiilögum í samningsform og væri ekki ljóst hvenær það yrði. Ráð- herrann sagði að ríkisstjórnin væri mjög jákvæð gagnvart tillögunum og hefði fallizt á þær sem viðræðugrund- völl. Tillögur nefndarinnar hefðu einnig verið bomar undir þingflokkana og eru menn sammála um að með þeim sé fengin niðurstaða sem rétt sé að byggjaá. Hans G. Andersen sagði að tiltölu- lega lítið væri vitað um þetta svæði. Nefndin hefði kallað saman jarðeðlis- fræðinga frá Bandaríkjunum, Frakk- landi, Þýzkalandi, Noregi og íslandi og báru menn saman bækur sínar í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Aðallega var rætt um tvær spurn- ingar. í fyrsta lagi, hvort iita mætti á Jan Mayen hrygginn sem framhald af íslandi og síðan hvar væri vænlegast að finna auðlindir, aðallega olíu og gas, á svæðinu milli íslands og Jan Mayen. Niðurstaðan er sú að Jan Mayer. hryggurinn er ekki framhald af land- grunni íslands heldur sneið frá Græn- landi, fráskilin vegna Iandreks. Líkur eru á því að olíu og gas megi finna á ákveðnu svæði og aukast líkurnar eftir þvi sem nær dregur Jan Mayen. Norðmenn vildu fyrst binda sig við miðlínu milli fslands og Jan Mayen en féllu slðan frá þvi og tekið var tillit til sanngirnissjónarmiða. Megnið af þvi svæði sem talið er að finna megi olíu og gas á er utan 200 mílna markanna austur af íslandi, en þó teygir angi sig inn fyrir mörkin. Tillögur nefndarinnar eru þær að Norðmenn annist frumrannsóknir á svæðinu í samráði við íslendinga. Ef ekkert finnst borga Norðmenn. Ef olía eða gas finnst er gert ráö fyrir því að samið verði við olíufélag. Olíufélagið leggi út kostnáðinn og fái síðan 50% fyrir að finna og hagnýta olíuna og gasið. Hinum 50% verði siðan skipt jafnt milli fslands og Noregs. í skýrslu nefndarinnar er þó tekið fram, að dýpið, þar sem hugsanleg auðæfi sé að finna, sé það mikið að nútímatækni ráði ekki við vinnslu á því svæði. Þá er bent á- að fjarlægð frá mörkuðum sé mikil, þannig að finna verði mikið olíu- og gasmagn til þess að arðvænlegt sé að vinna það. Svæðið sem hér um ræðir er 45.475 ferkíló- metrar að stærð. Megnið er á Jan Mayen hryggnum en 12.725 ferkíló- metrar innan 200 mílna markanna við fsland. Gert er ráð fyrir því að tilraunabor- anir á svæðinu standi yfir í 5—9 ár. Það sem bendir til þess að þarna sé olíu og gas að finna er að ekki er úthafs- skorpa á þessu svæði. Ólafur Jóhannesson sagði að gerðir hefðu verið fyrirvarar um mengunar- varnir og umhverfisvernd er málið var kynnt fyrir þingflokkunum á dögun- um. Aðstaða væri sérstök í norðurhöf- um. Norðmenn ættu mikið undir því að lífríki raskaðist ekki en við íslend- ingar enn meira vegna fiskveiðanna. Utanríkisráðherra sagði að þegar Richardsson hefði kynnt skýrslu sátta- nefndarinnar í Noregi hefði Knut Frydenlund utanrikisráðherra sagt að tiliögurnar gætu orðið grundvöllur fyrir samninga. Tillögur nefndarinnar kynntar á fundi i gær. Hans G. Andersen sendiherra, Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra og Hannes Hafstcin skrifstofustjóri utanrikisráðuneytisins. DANIR MUNA HANN JÖRUND — Litla leikfélagið í Garðinum í Danaveldi „Danirnir héldu að ég ætti við Anker Jörgensen forsætisráðherra, þegar ég nefndi „Kong Jörgensen”, og hlógu dátt,” sagði Sigurjón Kristjánsson, túlkur Litla leikfélags- ins úr Garðinum, sem þessa dagana sýnir Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason, í Danaveldi, „Það var fyrir fyrstu sýninguna, þegar ég rakti efnisþráðinn fyrir áhorfendur, en „Jörundur” er leikinn á íslenzku,” bætti hann við. Gestgjafarnir, leiklistaráhugafólk i Jellerup á Jótlandi, tók á móti Litla leikfélaginu meö kostum og kynjum, þjóðdönsum og söng. Einnig var farið með hópinn í skoðunarferð um nágrennið, en leikararnir bjuggu á einkaheimilum. „Þeir i Jellerup voru mjög hrifnir af Jörundi og vildu fá aðra sýningu en því varð ekki við komið vegna fyrirhugaðra sýninga í Kaupmannahöfn. Hins vegar sungu leikararnir alla söngvana úr Jörundi í kveðjuhófinu, þar sem þeir voru hljóðritaðir fyrir þá sem ekki gátu séð leikritið,” tjáði Sigurjón okkur f gegnum símann. Um helgina verða þrjár sýningar á Jörundi í Theater Katten í miðborg Kaupmannahafnar en heimleiðis heldur hópurinn fljótlega eftir helg- ina. -emm Kort af svæðinu milli íslands og Jan Mayen. Island sést neðst 1 vinstra horninu og Jan Mayen ofarlega fyrir miðju. Það svæði sem líkur eru taldar á að geymi oliu og gas er dekkt með örsmáum punktum. Verði gerður samningur upp úr tillögum sáttanefndarinnar verður að leggja hann fyrir þing beggja þjóð- anna. Líklegt er að slíkur samningur verði lagður fyrir Alþingi í haust. -JH. MAJOR GEOLOGICAL PROVINCES JAN MAYEN RIDGE AREA N MAVEN F 2. CNUST [-------MAJ*SUN0E!l»1InÍ4«TNUCr EE3 Lionsmenn gefa heila skurðstof u á HNE-deild Borgarspítala: YFIRLÆKNIR TAL- AR UM „BR0STINN HLEKK” í STJÓRN HEILBRIGDISMÁLA —þegar þróun heillar sérgreinar grundvallast að verulegu leyti á gjöfum Lions-manna „Staöreyndin er að uppbygging og landi meðan svo er. Læt ég ósvarað þróun heillar sérgreinar læknisfræð- þeirri spurningu hvort sá hlekkur innar við sjúkrastofnun á íslandi, í fyrirfinnst i yfirstjórn heilbrigðis- þessu tiifelli háls-, nef- og eyrna- má]a þeSsa iands eða innan vcggja læknisfræðinnar, hefur að verulegu þessa spítala, eða hvort tveggja,” leyti grundvallazt á stórgjöfum vel- sagði yfirlæknirinn. viljaðrar fjöldahreyfingar I landinu,” Lionsmenn um iand allt söfnuðu i sagði Stefán Skaftason, yfirlæknir fyrravor um 72 milijónum króna til Háls-, nef- og eyrnadeildar Borgar- styrktar áðurnefndum lækningum. spítalans, er hann sýndi blaðamönn- Voru tækin þegar pöntuð og greidd um stórgjöf Lionshreyfingarinnar á 0g hefur nýtízku skurðstofa nú verið fslandi, fullkomna tækjasamstæðu sett á laggirnar meö tækjum þeim til sérhannaðrar skurðstofu fyrir sem keypt voru fyrir afrakstur háls-, nef- og eyrnalækningar að fjaðras.ölunnar. Eru tækin í dag virði verðmæti um 160 milljónir gkr. rúmlega 100 milijóna króna en ríkis- „Hversu má það ske að sjúklingar sjóður gaf eftir aðfiutningsgjöld og haldnir þessum sjúkdómi eiga heiisu söluskatt að upphæð um 60 millj. sina verulega að þakka félögum sem gkr. Gjöf þessi mun vera sú stærsta að líknarmálum vinna. Óneitanlega sem líknarfélag og þjónustuklúbbur er einhvers staðar brostinn hlekkur í hefur gefið til þessa til liknarmála. uppbyggingu sjúkrahúsmála á ís- jbP.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.