Dagblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981. 13 I I Erlent Erlent Erlent Erlent Woody Allen með þelrrl fyrrverandl og hinni núverandi — eða öfugt — báðar gætu jafnvel verið núverandi. Hvað er með WoodyAllen? — er hann með Míu eða Jean? Undanfarið virðist ástin hafa blómstrað milli þeirra Miu Farrow og Woody Allen en hvað er nú að gerast? Fyrrverandi vinkona hans, Jean Doumanian, hefur allt í einu skotið upp kollinum á nýjan leik. Ekki nóg með það, heldur sást hún með þeim hreint um alla Parísarborg núna nýverið. Hefur þetta undarlega háttalag þrenningarinnar valdið miklum heila- brotum. Til dæmis velta menn fyrir sér hvort hún hafi komizt upp á milli Woody og Miu, eins bókstaflega og þessi mynd bendir til, þvi Woody er þó tæplega að búa sig undir fjölkvæni. Anthony Quinn hélt heldur betur upp á 66 ára afmælisdaginn sinn um daginn, enda fjallhress og lífsnautna- maður hinn mesti. Uppruninn á sennilega ekkert lítinn þátt í því máli því Quinn er írskur Mexíkani, eða mexíkanskur íri — allt eftir hvernig maður lítur á hlutina. Ætli leyndarmálið í sambandi við úthaldið gæti ekki verið einhver hugguleg blanda af viskíi og tequila? Einhver vís- indalega sinnaður áhugamaður um efnið ætti að drífa sig í að rannsaka það mál — og láta okkur fyrir alla muni vita hið bráðasta — ef niður- staðan reynist jákvæð. En áfram með afmælið. Það hélt Quinn í Manhattan einhvers staðar, í ekta Zorba-stil. Hann hvatti gesti sína eindregið til þess að borða, drekka og skemmta sér sem bezt og tilkynnti að síðar um kvöldið ættu allir að fækka fötum og dansa. { þessu sambandi er rétt að geta þess strax að fötum var ekki fækkað svo mikið að til vandræða horfði, bara smá. Hins vegar var svo sannarlega dansað af hjartans lyst. Afmælisbarnið var til mikillar fyrirmyndar í þeim efnum. Einn gest- anna lét hafa eftir sér að Quinn hefði dansað við allar konur nema sína eigin. Við höldum að tvær hafi orðið útundan, eiginkonan og siðan sú sem þetta sagði. Eitt er þó öruggt, nefnilega að söngkonu, Mercedes að nafni, lét hann ekki afskipta og kemur það mjög greinilega fram á myndinni af þeim. Anthony Quinn heidur upp á 66 ára afmælið sitt af lifi og sál.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.