Dagblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981. MÍMBIAÐIB ífjáJst,úhád dagblað Útgefandi: Dagblaflið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofu8tjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Sfmonarson. Menning: Aðalsteinn lngótf|son. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Páteson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elfn Albertsdóttir, Gílsli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurflur Svefrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sig jrflsson, Sigurflur Porri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaidkerl: Þráinn Þodoifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. DreifingarstjórÍL Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Siflumúla 12.! Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsíngar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsimi blaflsins er 27022 (10 Knur). Sukkskýrslan Risna Landsbankans var á síðasta ári um 1,4 milljónir gamalla króna á hverja viku, eða um 300 þúsund krónur á hvern vinnudag. Risnan í utanríkisráðuneytinu varð rúmar 700 þúsund krónur á hverja viku ársins. Risna Seðlabankans, mennta- málaráðuneytisins og heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins varð yfir hálf milljón króna á viku hjá hverri stofnun, og þar fram eftir götunum. Alls var risnukostnaður 15 ráðuneyta og 18 ríkis- stofnana tæpar 400 milljónir króna yfír árið eða yfir ein milljón á hverjum degi að meðaltali. Landsmönnum mun þykja þessi risnukostnaður yfir- gengilegur. Þessu eyðir ríkið í risnu, meðan fjölmörg brýn verkefni eru óleyst, og má nefna heilbrigðisþjón- ustu við aldraða sem eitt dæmi af mörgum slíkum. Þessar upplýsingar komu fram á þriðjudaginn í svari Ragnars Arnalds fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns. Þessa skýrslu ^ fjármálaráðherra má með réttu kalla „sukkskýrsl- ^ una”. r í henni komu einnig fram upplýsingar um yfirvinnu í ríkisstofnunum. Yfirvinnugreiðslur hjá Orkustofnun reyndust vera nærri sjötíu prósent af öllum launa- greiðslum stofnunarinnar. Hjá Flugmálastofnun var þetta hlutfall um fimmtíu og fjögur prósent og litlu lægra hjá Landsvirkjun og Rafmagnsveitum ríkisins. í mörgum tilvikum er óhætt að fullyrða, að yfir- vinnugreiðslur til opinberra starfsmanna eru eins kon- ar „bónusgreiðslur”, gerðar til að tryggja kjör þeirra á tíma, þegar kaupmáttur launa hefur staðið í stað eða minnkað. Þessi yfirvinna er sumpart til þess ætiuð að komast hjá ráðningu fleira starfsfólks. Ráðherrum þykir nokkurs virði að halda fram, að ekki hafi verið fjölgað starfsfólki í ráðuneytum eða stofnunum, sem þeir eru settiryfir. í staðinn er keyrt á yfirvinnu í þeirri von, að lítið verði eftir því tekið. Gífurlegur risnu- og yfirvinnukostnaður mundi áreiðanlega teljast benda til slæms rekstrar, ef um væri að ræða einkafyrirtæki. Hið sama á við um opinberar stofnanir. Verið er að sólunda fé skattborgaranna. Athygli vakti á síðasta ári, þegar menn í þingfarar- kaupsnefnd upplýstu, að ýmsir „toppar” í ríkiskerfinu hefðu aukið laun sín um tuttugu af hundraði eða meira á skömmum tíma með því að taka til sín stórauknar yfirvinnugreiðslur. Þingfararkaupsnefnd skírskotaði til þessa og krafðist svipaðrar hækkunar á launum þingmanna á þeim forsendum, að slíka kauphækkun hefðu þeir menn í reynd fengið, sem kjör þingmanna væru miðuðvið. Þannig er andrúmsloftið í húsakynnum hins opin- bera. Margs konar sukk líðst óátalið. Toppunum þykir ekki mikið til koma. Þeir telja sig geta ráðstafað fé skattborgaranna eftir geðþótta. Af þessu andrúmslofti leiðir einnig vaxandi frekja starfsmanna hins opinbera í kröfugerð. Þetta ástand verkar vafalaust sem hvatning á tekju- háa sérfræðinga, þegar þeir vaða af stað með óheyri- lega kröfugerð eins og dæmin sanna. L Reagan geymir blaðaf ulltrúastarfið fyrir Brady: Stórkostleg heppni á mestan þátt íótrúleg- um bata James Brady Þegar James S. Brady, blaðafull- trúi Hvíta hússins.var skotinn í höf- uðið 30. marz siöastliðinn í tiiræðinu við Ronald Reagan forseta þá eyði- lagði kúlan væna sneiö úr hægri hluta heila hans. Dr. Arthur I. Kob- rine taugaskurðlæknir, sem kallaður hafði verið á vettvang, var svartsýnn. Raunar skýrðu sjónvarpsstöðvar í fyrstu frá því að Brady hefði látizt og það hefði hann líka vafalaust gert ef ekki hefði komið til margvísleg heppni. Dr. Kobrine og aðrir þeir sem önnuðust Brady segja að „stór- kostleg heppni” sé stærsti þátturinn í þeim ótrúlega bata sem Brady hefur náð. í fyrsta lagi vannst dýrmætur tími með því að Brady þurfti ekki að biða eftir sjúkrabíl. Leyniþjónustumenn sem voru á staðnum komu honum á sjúkrahús á aðeins örfáum mínútum. „Hann hefði dáið ef hann hefði komiö nokkrum minútum seinna á sjúkrahúsið,” segir dr. Kobrine. í öðru lagi fékk Brady rétta með- höndlun fyrr en ella hefði verið vegna þeirrar tilviljunar að heilaskurðlækn- ir var staddur á slysadeildinni þegar komið var með Brady þangað. í þriðja lagi var skotárásin á þeim tima dags að allir þeir læknar og sér- James S. Brady. fræðingar sem þörf var á til að ann- ast hinn særða voru á sjúkrahúsinu og ekki önnum kafnir yfir öðrum sjúklingum. Þeir voru því í stakk búnir til að hefja nauðsynlegar rann- sóknir þegar 1 stað. í fjórða lagi hafði það ekki svo lítið að segja að Brady er rétthentur en kúlan eyðilagði þann hluta heilans sem stjórnar hreyfingum fólks sem er örvhent. Byssukúlan vann mjög litlar skemmdir á vinstri hluta heila Bradys, sem hefur að geyma stöðvar sem stjórna máli og hugsun. Dr. Kobrine segir að ef kúlan hefði farið í gegnum hægri augabrún og inn i vinstri heilann í stað þess að fara í gegnum vinstri augabrúnina og inn í hægri heilann, þá hefði Brady hugs- anlega lifað árásina af eftir sem áður en hefði líklega „ekki orðið starfandi mannleg vera”. Nýlegar uppgötvanir á sviði lækn- isfræðinnar komu líka að góðum notum. Þar sem Brady hafði nýlokið við að borða er hann varð fyrir skot- inu þá var mikil hætta á að hann hefði fengið mjög alvarlega lungna- bólgu ef hann hefði kastað matnum Geirsarmurínn sendir út súkkulaðidrengi Og þar með er þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins loksins búinn að segja þjóöinni sannleikann og um leið viðurkenna að það voru 17 þing- menn í Sjálfstæðisflokknum sem voru svo sinnulausir og ábyrgðarlaus- ir og skeyttu ekki um að hugsa um heill og hag íslensku þjóðarinnar og fylgja sínum reynda og happadrjúga stjórnmálamanni.Gunnari Thorodd- sen, þegar hann tilkynnti þingflokki sinum að hann gæti myndað ríkis- stjórn. En eins og alþjóð man þá voru formenn allra flokkanna búnir að reyna myndun rikisstjórnar en gátu ekki. Forseti fslands, Kristján Eldjárn, bað flokkana að reyna að mynda ríkisstjórn. Bæði hann og almenn- ■ingur f iandinu vissu alitaf að utan- þingsstjórn situr ávallt í stuttan tima i ráðherrastólunum, því i flestum til- vikum hefur hún iitinn hluta þing- manna á sinu snæri. Þetta vissu lika allir hugsandi alþingismenn, nema Geirsarmurinn í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins. Þeir sögðu að Gunnar Thoroddsen hefði svikið sinn flokk og neituðu Gunnari um að kosið yrði um það í þingflokknum hve margir fylgdu honum að málum í stjórnarmyndunarviöræðum. Ólafur G. Einarsson, form. þingflokksins, útbjó tillögu þess efnis að fela Geir Hallgrímssyni áframhaldandi stjórn- armyndunartilraunir. Aldrei hefur þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins misstigið sig eins herfilega og að neita dr. Gunnari um Kjallarinn Regína Thorarensen að vita hve margir vildu fylgja hon- um að máli i þessum efnum. Þarna sáum við sjálfstæðisfólk, um land allt, hvað við eigum marga súkku- laðidrengi innan þess þingflokks, getulausa og ábyrgðarlausa á öllum sviðum. Það veit öll þjóðin að Geir Hall- grimsson hefur aldrei getað myndað rikisstjórn. Það var Ólafur Jóhannes- son sem færði Geir Hallgrimssyni forsætisráðherratitilinn á silfurfati eftir alþingiskosningarnar 1974. Sjálfstæðisfólk á Austurlandi. veit það líka að Sverrir, vinur minn, Her- mannsson var óánægður með þá rikisstjórn sem skírð var í höfuðið á Geir Hallgrimssyni. Á sjálfstæöis- fundi hér á Eskifirði spurði ég Sverri hvernig samkomulagið væri innan ríkisstjórnar Geirs. Sverrir svaraði ailtaf: gott og getur ekki verið annað þvi Framsókn ræður alveg öllu sem hún vill . og Sjálfstæðisflokkurinn kemur engum málum i gegn þrátt fyrir mikinn þingstyrk. Á þessum tíma var Sverrir sjáandi og ábyrgur þingmaður. Ég batt miklar vonir við hann. En siðan hann fékk Fram- kvæmdastofnunina hefur hann mjög litla sjón sem þingmaður, enda störfum hlaðinn. Þingstarfið er bara aukavinna hans og illmögulegt fyrir ráðandi menn hér fyrir austan að hitta hann. I DB 5. maí sl. segir Björn Her- mannsson: Ekki aðeins að skipta um formann og varaformann, heldur endurnýja forystuna að þingflokkn- um meðtöldum. Þessi orð Björns get ég tekið undir. Þingflokkurinn er búinn að sýna það í verki að hann er getulaus og ábyrgðarlaus og þing- mennirnir sjá ekki neitt fram i tím- ann. Þegar sjónin er best sjá þeir á tærnar á sér og ekki meir. Þegar dr. Gunnar Th. tilkynnti þingflokki sinum i byrjun febrúar 1980 að hann gæti myndað rikis- stjórn, þá átti þingflokkurinn að sýna þá ábyrgð að styðja nú dyggilega við bakið á hinum fjölhæfa og reynslu- ríka stjórnmálamanni og lofa Guö fyrir að Gunnar gæti myndað ríkis-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.