Dagblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1981.
Skora á alþingis-
menn að lögleiða
ekki notkun bflbelta
—bflbelti eiga fullan rétt á sér í þéttbýli en ekki f dreifbýli
Birglr Jónsson (1124—2308) skrifar:
Ég vil skora á alþingismenn að lög-
leiða ekki notkun bílbelta.
Fólk er orðiö langþreytt á þessum
vitlausu lagasetningum, boðum og
bönnum alls staðar. Hnefaleikar eru
bannaðir, bannað er að drekka
sterkan bjór og fyrir nokkrum árum
var bannaö að reykja i leigubílum.
Það er orðið óvært á þessum kletti
fyrir alls konar bjánalegum laga-
setningum.
Já, þetta meö bílbeltin. í sambandi
við þau gilda ekki sömu lögmál
þegar ekið er i dreifbýli og í þéttbýli.
Lögleiðing notkunar bílbelta i þétt-
býli á fullan rétt á sér þar sem
árekstrahætta þar er miklu meiri en
þegar ekið er i dreifbýli.
En þegar ekið er í dreifbýli er betra
að vera óspenntur ef bíllinn hendist
út af veginum, eins og dæmin sanna.
Það er því fjarstæða af alþingis-
mönnum að ætla að lögleiða notkun
bílbelta án updantekninga.
Segðupang íBreiðlioltsleikhúsinu:
Þarft verk sem vekur
upp margar spumingar
— kærar þakkir fyrir góða skemmtun
Úr sýningu Breiðholtslelkhússins á
Segöu pang.
Móðir við Vesturberg skrifar:
Um síðustu helgi fór ég með dætur
mínar tvær að sjá sýningu Breiðholts-
leikhússins á barnaleikritinu Segðu
pang.
Ég verð að segja það að þaö er
langt siðan ég hef skemmt mér
jafnvel í leikhúsi. Það var ekki síður
gaman að sjá hve gaman börnin
höfðu af leikritinu.
Mig langar til að senda Breiðholts-
leikhúsinu þakkir mínar fyrir frá-
bæra skemmtun og sérstakar þakkir
færi ég hinum óþekkta höfundi fyrir
vel samið og þarft verk sem á ekki
síður erindi til okkar fullorðna
fólksins.
Leikritið vekur margar spurningar
sem við foreldrar ættum að hugleiða
við uppeldi barna okkar.
Birgir skorar á alþingismenn að lögleiða ekki notkun bilbelta.
Leiðrétting
í lesendabréfi sl. miðvikudag skrif-
aði Stafkerling um hættulegar
tröppur sem væru e.t.v. á vegum
fyrirtækisins Jöfurs i Kópavogi.
Þessar tröppur hafa e.t.v.
einhverntíma verið ábyrgð Jöfurs, en
eru það a.m.k. ekki lengur þar sem
fyrirtækið flutti fyrir ári frá
Auðbrekku og er nú staðsett við
Mýbýlaveg.
Hringtö isíma
\
Utsýnarferö —
bezta fjárfestingin
AUSTURSTRÆT117
SÍMAR 20100 OG 26611
SABBIAD0R0 LIGNANO
NU SKIN SOLIN GLATT A
GULLNU STRÖNDINNI
OG HITINN ER
ÞÆGILEGUR
Forsjáll ferdamaður
velur Útsýnarferð
Blikandi sólskin — blátt haf — dimmgrænn furu'skógurinn. sem ilmar
yndislega — idandi mannltf — góöar verzlanir — og ítölsk matar-
gerdarlist — hvað er hægt að hugsa sér hetra í sumarleyfinu?
RESIDENCE LUNA 2 3-4
Bjartar og rúmgóðar ibúðir alveg á ströndinni á bezla stað í Lignano.
Íbúðirnar eru með I eða 2 svefnherbergjum, stofu, baði og eldhúsi.
Cóðar svatir. Á jarðhæð er eigin skrifstofa Útsýnar og fjöldi þjónuslu-
fyrirtækja s.s. matsölustaðir, verzlanir, kaffthús. hjólaleiga o.Jl. Sund-
laug og garður. Diskótek.
KYNNISFERÐIR
Lignano er frábærlega vel staðsett með tilliti lil áhugaverðra ogfróð-
legra kynnisferða til fornfrægra borga og staða i þessu sögufrægasta
landi Evrópu. Möguleikarnir eru óþrjótandi eftir óskum farþega, s.s.
Flórenz, Róm, Verona, Milano, Trieste. Örstutl er til Austurrikis og
Júgóslavíu. Ógleymanleg ferð öllum sem reynl hafa er Feneyjaferðin.
Sigling um síkin á gondól hefur lengi verið talin tákn rómantíkur.
Það
bezta
eródýrtí
Útsýnarferð