Dagblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981. Það er ekki amalegt að dansa polka og ræla þegar svo fríöur flokkur sór um tónlistarframleiðsluna. Sitjandi eru frá vinstri: Jakob Yngvason, Guðrún Guðnadóttir og Eisa Krístjónsdóttir. Standandi frá vinstri: Eyþór Guðmundsson, Sigurður Atfonsson, Bjarni Marteinsson, Þórir Magnús- son Itrommari), Ágúst Pótursson, Hartmann Guðmundsson, Ásgeir Þorleifsson, Herbert Jónsson, Kristin Kalmannsdóttir, Guðfinnur Þórðar- son, Gunnar Auðunn Ásgeirsson og Róbert Bjarnason. DB-myndír: Bjarnierfur. Arnþór og Gísli senda frá sér tólf laga hljómplötu „Það er einskær tilviljun aö þessi plata kemur út á ári fatlaðra. Við höfðum ekkert slikt í huga þegar við réðumst í gerð hennar,” sagði Arn- þór Helgason í samtali við blaða- mann DB. Nú í vikunni kom út tólf laga hljómplata með honum og Gisla bróður hans. Á plötunni njóta þeir aðstoðar ýmissa hljóðfæraleikara og söngvara. Plata Arnþórs og Gísla nefnist í bróðerni. Að sögn Arnþór^ru lögin tólf frá ýmsum tímum. Hið elzta er orðið fimmtán ára gamalt og þau nýjustu samin fyrir nokkrum mánuð- um. „Elzta lag plötunnar er sennilega jafnframt það sem flestir kannast við,” sagði Arnþór. „Þetta er lagið Vestmannaeyjar. Við lékum það inn á litla plötu með Eyjaliðinu árið 1973. Hér er það þó í gjörbreyttri út- setningu.” Það má með sanni segja að útsetn- ingin sé breytt. Á kafla er lagið meira að segja leikið aftur á bak. Á umslagi plötunnar segir að þegar laginu sé snúið við nefnist það Hin leiðin. Auk Arnþórs og Gísla Helgasona koma fram á plötunni I bróðerni þeir Guðmundur Benediktsson og Ólafur Þórðarson sem hvor um sig syngur tvö lög. Einnig koma fram þeir Árni Áskelsson trommuleikari, Helgi E. Kristjánsson leikur á bassa og gítar auk þess sem hann útsetur níu lög plötunnar. Sigurður Rúnar Jónsson hljóðritaði plötuna, lék á fiðlu og stappaði í gólf þar sem við átti. Arn- þór lék á hljómborð og Gísli á flautu. Upptakan fór fram í Stemmu á tíma- bilinu 17. febrúar til 16. marz í vetur. Fram á plötuumslagi kemur einmitt að unnið hafi verið að plötunni þegar óveðrið mikla gekk yfir Suðurland í vetur. Verið var að leggja lokahönd á útsetningar lagsins Heim eftir Gísla þegar rafmagnið fór. Útsetningunni var því lokið við kertaljós auk þess sem Gísli samdi forspil þess. -ÁT. Leiftursókn nikkunn- arverður ekki stöðvuð i Nikkuspilarar voru ómissandi menn á böllunum í gamla daga. Þeir fóru jafnvel sveit úr sveit yfir fjall- garða og fljót með hljóðfærin sín á bakinu og spiluðu næturlangt fyrir dansi — án þess að blása úr nös. Svo komu „biggböndin” og síðar popp- hljómsveitir til sögunnar. Nikkan fór halloka í þeirri samkeppni. Ákafir stuðningsmenn hennar héldu þó áfram tryggð við hana. Nú er sýni- lega að hefjast nýtt blómaskeið nikk- unnar hérlendis: Félag harmóníku- unnenda var stofnað í Reykjavik árið 1977 og í maímánuði sl. var stofnað á Akureyri landssamband félaga har- móníkuunnenda. Leiftursókn maga- orgelsins verður því tæpast stöðvuð og vegur þess vex stöðugt. Bæði hjá þeim er læra að leika á hljóðfærið og þeim er ánægju hafa af harmóníku- leik. Harmónikuunnendur á Reykja- vikursvæðinu héldu uppskeruhátíð vetrarins i Félagsheimili Seltjarnar- ness um síðustu helgi. Þar var fjöldi manna mættur með hljóðfæri og tók lagið. Húsið var fullt af fólki sem dansaði og trallaði baki brotnu fram á rauða nótt. Bjarni Marteinsson arkitekt var nýlega endurkjörinn formaður í Fé- lagi harmóníkuunnenda. „Vetrarstarfið hjá okkur hefur aldrei verið eins llflegt og í vetur,” sagöi hann við blaðamann DB. „Allt að 30 félagar hittust reglu- lega i hverri viku til æfinga. Þá vorum við með mánaðarlegar sam- komur á Borginni og fengum ágæta aðsókn. Auk þess efndum við til fá- einna dansleikja í vetur.” Harmóníkuunnendur gáfu út hæg- genga hljómplötu fyrir jólin. Ekki þurfti að kvarta yfir viðtökunum. Upplagið rauk út á augabragði og gripu margir i tómt í búðum fyrir jólin sem ætluðu að eignast skifuna góðu. Nú er væntanlegt nýtt upplag af skífunni einhvern næstu daga. Ágúst Pétursson, gamalkunnur nikkari, var fulltrúi reykvískra harmóníkuunnenda á stofnfundi landssambandsins á Akureyri 3ja maí sl. „Auk Reykvíkinga stofnuðu það fulltrúar félaga á Vesturlandi, Blönduósi, Akureyri, Þingeyjarsýsl- um og Norðfirði,” sagði Ágúst í samtali við DB. „Víðar er verið að stofna sams konar félög, meðal annars á Suður- landi. Ráðgert er að efna til lands- móts harmóníkuunnenda í Reykjavík í júnímánuði 1982. Þá verður mikið um dýrðir í borginni. ” -ARH.! Þau tróðu upp i fimm manna nikkuhljómsveit á uppskeruhátiðinni. Frá vinstri: Ágúst Pótursson, Kristin Kalmannsdóttir, Bjarni Marteinsson, Ásgeir Þorteifsson og Eyþór Guðmundsson. Þeir sem mest mæddiá við gerð plötunnar i bróðerni. Frá vinstri eru Ólafur Þórarinsson, Guðmundur Benedikts- son, Gisli Helgason, Helgi E. Kristjánsson, Arnþór Helgason og Árni Áskelsson. Myndlistarmenn halda málþing Fleslir aðrir iistamannahópar eru þekktari fyrir málgleði og fundarhölcl en myndlislarmenn. En nú slendur lil að halda mikið þing myndlistarmanna um helgina 30.—31. mai og i lilefni af þvi hittum við að máli blaðafulltrúa og áróðursmeistara þessa fyrirtœkis. Gylfa Gíslason myndlistarmann og Sigriði Jóhannsdóttur vefara. Hvert er tilefni þessa þings? „Yfirskrift þess er reyndar Staöa myndlistar i dag," sagði Gylfi. „Við sem störfum í hinum og þessum félög- um myndlistarmanna, okkur finnst löngu tímabært að setjast niður og ræða sameiginleg hagsmunamál okkar, mál eins og aðstöðu og félags- mál, hlutverk myndlistar i samfélag- inu o.s.frv. Þetta hefur verið gert á hinum Norðurlöndunum til stórra hagsbóta fyrir myndlistarmenn, auk þess sem þetta hefur haft i för með sér aukinn skilning almennings á mál- efnum myndlistarfólks." Hvernig verður þetta þing upp byggt? „Það verður haldið að Hótel Sögu," sagði Sigriður, „og þótt breytingar gætu orðið á einstökum liðum i fram- kvæmd þá er megindagskráin þegar mótuð. Forseti Íslands, Vigdis Finn- bogadóttir, var svo elskuleg að gerast verndari þingsins og ávarpar það i upphafi. Síðan verða haldin þrjú fram- söguerindi, Þorsteinn Jónsson, for- stöðumaður Listasafns alþýðu, fjallar um listmiðlun, markað og tengsl milli listamanna og almennings, Gylfi ætlar sjálfur að fjalla um starf listamannsins og loks flytur Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður erindi um höf- undarétt, einkum með tilliti til mynd- listar, — en hann er manna fróðastur um þá hluti.” Hvernig fer svo myndlistarþingið fram að öðru leyti? „Við skipum í umræðuhópa," svar- aði Gylfi, „sem taka til meðferðar ýmislegt það sem ofarlega er á baugi i myndlistinni. Hóparnir verða fimm að tölu og fjalla um íslensk listasöfn og starfsemi þeirra, hlutverk fjölmiðl- anna, félagsmál myndlistarmanna, sjóði og opinber verkefni og loks sam- vinnu viðerlenda aðila.” Á bak við svona þing hlýtur að liggja gífurleg vinna. „Það er víst óhætt að segja,” svara þau Gylfi og Sigriður að bragði og dæsa mikinn. „Undirbúningurinn hefur staðið í marga mánuði, m.a. með því að afla upplýsinga frá þeim aðilum sem hafa með íslenska mynd- list að gera: söfnum, Sambandi is- lenskra sveitarfélaga, menntamála- ráðuneytinu og stjórnum myndlistar- félaga. Þessar upplýsingar munu þátt- takendur svo fá i hendur við upphaf þings.” Hvað kom aðstandendum þingsins ■ mesl á óvart við þennan undirbúning? „Það sem kom mér mest á óvart." ságði Gylfi, „var samstarfsvilji og áhugi hinna ýmsu félaga sem ekki hafa alltaf verið í kallfæri hvert við annað. Mönnum finnst tími til kominn að grafa stríðsöxina og standa saman um þau mál sem varða lifsaf- komu þeirra. Gangi þetta þing vel 'sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að gera það að reglulegum viðburði.” -Al. Gylfi Gíslason og Sigríður Jóhannsdóttir: „Ekkert hrædd um að myndlistarfólk verði tregt tilmáls." IDB-mynd Sig. Þorri)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.