Dagblaðið - 13.07.1981, Qupperneq 8

Dagblaðið - 13.07.1981, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1981. 1 Erlent Erlent Erlent Erlent D Rajai nær öruggur um sigur í forsetakosningunum í Iran: Klerkamir höfnuðu 67 af 71 frambjóðanda Mohammad Ali Rajai forsætisráð- herra virðist nú nær öruggur með sigur i forsetakosningunum í íran síðar i þessum mánuði þegar sex manna klerkaráð komst aö þeirri niðurstöðu að 67 af 71 frambjóðanda væru „óhæfir” til að vera i fram- boði. Kosningarnar eiga að fara fram 24. júlí næstkomandi og verður þá kos- inn eftirmaður Abolhassan Bani- Sadr, sem enn fer huldu höfði í íran. Frambjóðendurnir fjórir, sem töldust hæfir, eru allir úr flokki islamskra bókstafstrúarmanna. Auk Rajais eru frambjóðendurnir Abbas Sheybani þingmaður, sem var landbúnaðarráðherra á fyrstu mánuðum hins islamska lýðveldis, Ali Akbar Parvaresh þingmaður og Habibollah Askarouladi. Bani-Sadr, fyrrum forsetl. Rajai forsætisráðherra er lang- þekktastur þessara frambjóðenda og Mohammad Ali Kajai. hann nýtur stuönings byltingarleið- togans Ayatollah Ruhollah Khomeini. Á fimmtudag lýsti málgagn islamska lýðveldisflokksins því yfir að Rajai yrði hinn opinberi fram- bjóðandi flokksins. Ýmsar aðrar áhrifamiklar stofnanir hafa lýst yfir stuðningi við hann, svo sem guð- fræðiskólinn i hinni heilögu borg Qom og byltingarvarðsveitirnar. Ayatollah Khomeini hefur lýst því yfir að hinn nýi forseti verði að vera sannur múslimur, sem sé reiðubúinn að viðurkenna að klerkaveldið í land- inu fari með hin æðstu völd. Hann hefur einnig sagt að það sé trúarleg skylda að greiða atkvæði í kosning- unum. Enginn listi hefur verið birtur yfir hverjir hinir 67 frambjóðendur sem hafnað var voru. Páflnn ajþakkar heimboð Mexíkana Jóhannes Páll páfi II hefur neyðzt til að afþakka heimboð til Mexikó í des- ember næstkomandi vegna bágborins heilsufars, að því er erkibiskupinn í Mexíkóborg skýrði frá í gær. Erkibiskupinn, Ernesto Corripio Ahumado, sagði fréttamönnum í gær að Vatikanið hefði skýrt sér frá því að páfinn gæti ekki þegið boð um að vera viðstaddur 450 ára afmæli atburðanna í Guadalupe. Helgidómurinn í Guada- lupe er hinn helgasti í Mexíkó og kaþólskir menn trúa því að þar hafi mærin María birzt trúuðum indíána fyrir 450 árum. Frá Kampútseu. Myndin sýnir börn á leið til fyrri heimkynna i leit að foreldrum sinum eftir að ógnarstjórn Pol Pots og Rauðu khmeranna hafði verið steypt af stóli árið 1979, af innrásarliði frá Vietnam. í dag hefst I New York alþjóðleg ráðstefna um málcfni Kampútseu. Ráðstefnan miðar að þvi að finna leið til þess að Vietnamar verði á brott með heri sina úr Kampútseu. Bæði Vietnam og Sovétrikin munu sniðganga ráðstefnuna. Samband rikja f Suðaustur-Asíu (ASEAN-löndin svonefndu) eiga frum- kvæðið að ráðstefnunni og gera ráðamenn i þessum rikjum sér vonir um að ráðstefnan verði upphaf þróunar sem leiði til þess að Vietnamar verði á brott úr Kampútseu og unnt verði að halda almennar kosningar þar i lar.di undir eftirliti Sameinuðu þjóð- anna. Búizt er við þátttakendum frá um 80 þjóðum á ráðstefnunni. Enn einn IRA- félagi látinn — eftir 45 daga mótmælasvelti Enn einn fanginn úr hópi IRA- manna í Maze-fangelsinu á Norður- Írlandi hefur nú látið lífið af völdum mótmælasveltis. f nótt lézt Martin Hurson, 26 ára gamall, eftir að hafa svelt sig i 45 daga. Hurson er sjötti IRA-félaginn sem lætur lífið í Maze frá þvi skæruliðar í fangelsinu tilkynntu um þá ákvörðun sína að hefja röð hungurverkfalla hinn 1. marz síðastliðinn í þeim tilgangi að knýja brezku stjórnina til að veita þeim réttindi pólitískra fanga. Talsmenn IRA sögðu að heilsu Hursons hefði hrakað mjög skyndilega og hefði fjölskylda hans verið kölluð til fangelsisins í gærkvöldi. Flestir hinna fanganna lifðu í um eða yfir 60 daga frá því þeir hófu mótmælasveltið og þar til þeir létu lífið. Hurson var ókvæntur og afplánaði hann 20 ára fangelsisdóm fyrir samsæri um aö ráða öryggissveitarmenn af dögum, fyrir að hafa sprengiefni i fórum sínum og fyrir að vera félagi í hinum ólöglega irska lýðveldisher, IRA. Sjö IRA-félagar eru enn í hungur- verkfalli í Maze og höfðu tveir þeirra, Keiran Doherty og Kevin Lynch, svelt sig lengur en Hurson eða í 51 og 52 daga. Franskur háskólarektor: r AFNEITAÐIÞJOD- ARMORÐINASISTA — hlaut þriggja ára fangelsi fyrir Franskur háskólalektor, Robert Faurisson að nafni, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í París. Lektorinn hafði haldið því fram að gasklefar nasista hafi aldrei verið til og að fréttir um þjóðarmorð Hitlers á gyðingum séu ósannar. Auk fang- elsisdómsins er Faurisson dæmdur til að greiða um 25 þúsund krónur í sekt fyrir þessar kenningar sínar. Dómurinn yfir Faurisson er meðal annars merkilegur fynr þá sök að þetta er í fyrsta sinn sem franskur dómstóll dæmir fjölmiðla til að birta dóminn. Bæði sjónvarpið og út- varpið eru dæmd til að lesa hinn þrettán blaðsíðna langa dóm í heild sinni á kostnað Faurissons. Sjón- varpið sem þarna á hlut að máli er sjónvarpsstöðin Europe I en þar flutti Faurisson sínar furðulegu kenn- ingar 17. desember síðastliðinn. Faurisson hélt því sem sé fram að gasklefarnir og þjóðarmorð nasista á gyðingum væru ekkert annað en arg- asta lygi sem hefði leitt af sér stór- kostlegt fjárhagslegt svindl í þágu ísraels og hins alþjóðlega síonisma. Fórnarlömbin væru þýzka þjóðin og palestínska þjóðin í heild sinni. Peci „dœmdur” afRauðu herdeild- unum Rauðu herdeildirnar á Ítalíu hafa „dæmt til dauða” annan af gislum sínum, Roberto Peci að nafni. Roberto Peci, sem er 25 ára gamall rafmagnsverkfræðingur, var rænt 11. júní síðastliðinn í hefndarskyni fyrir að bróðir hans, Patrizio. fyrrum liðs- maður Rauðu herdeildanna, ljóstraði upp um starfsemi þeitra við lögregluna. Rauðu hersveitirnar sögðu í tilkynn- ingu sem þær létu frá sér fara að „dómurinn væri réttlátur.” Með til- kynningunni fannst mynd sem sýndi Peci halda á eintaki af blaðinu La Republica sem kom út á föstudag. Þá hafa sveitirnar sent frá sér „játningu” Robertos um að hafa svikið bróður sinn í hendur lögreglunni. Glemp gagnrýn- ir and- stœðinga umbótanna Jozef Glemp erkibiskup, hinn nýi yfirmaður rómversk-kaþólsku kirkj- unnar í Póllandi, hefur gagnrýnt fólk sem hefur staðið gegn umbótahreyfing- unni í landinu. í viðtali við dagblaðið Zycie Warszawy segir erkibiskupinn, að þeir sem stæðu gegn umbótahreyfingunni gerðu það af persónulegum metnaði sem yrði að víkja fyrir sameiginlegum hagsmunum. Karólína ástfangin afsyni Bergmans Karólína prinsessa af Mónakó er nú sögð sem óðast að ná sér eftir skiln- aðinn við kvennaflagarann Philippe Junot. Hún er sögð ástfangin á nýjan leik. Ást hennar beinist nú að Roberto Rossellini, syni leikkonunnar Ingrid Bergman, og mun sú ást vera endur- goldin. Þau verja nú mestu af tíma sínum saman á siglingu um Miðjarðar- hafið. . Mæður þeirra munu hafa rætt saman um hvernig bregðast skuli við þessum samdrætti unga fólksins.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.