Dagblaðið - 13.07.1981, Qupperneq 9

Dagblaðið - 13.07.1981, Qupperneq 9
9 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ1981. ! Erlent Erlent Mitterand og Schmidt ræðast við: Reyna að samræma ólilí stefnumið sín Francois Mitterrand, Frakklandsfor- seti, og Helmut Schmidt, kanslari V- Þýzkalands, sem hafa mjög ólikar skoðanir í efnahags- og þjóðfélagsmál- um, hittust i gær til að reyna að sam- ræma sjónarmið sín fyrir sjö þjóða fund um efnahagsmál í Ottawa í næstu viku. Mitterrand kom í gær í fyrstu opin- beru heimsókn sína til Vestur-Þýzka- lands. í fylgd með honum voru Pierre Mauroy forsætisráðherra og sjö aðrir ráðherrar. Strax við komuna til V- Þýzkalands héldu þeir til fundar við Schmidt kanslara. Kurt Becker, talsmaður v-þýzku stjórnarinnar, sagði að Schmidt hefði átt mjög ítarlegar viðræður við Mauroy þar sem farið var ofan í saumana á þeim efnahagsvanda sem báðar þjóð- irnar eiga við að glíma. í viðtali í v-þýzku sjónvarpi í gær viðurkenndi Mitterrand að stefnur Parísar og Bonn í efnahagsmálum væru nokkuð ólikar. Hann bætti því við að efnahagsstefna sósíalista væri nauðsynleg til að koma frönsku þjóð- inni út úr þeim erfiðleikum sem hún ætti við að etja. „Það er fátækt i vissum hlutum Frakklands. Stefna fyrri stjórnar leiddi þjóðina út í ógöngur.” í viðræðunum i gær munu viðræðu- nefndirnar hafa orðið ásáttar um stefnu i samskiptum austurs og vesturs og afvopnunarmálum. Francois Mitterrand. Helmut Schmidt. OEIRÐIR TIUNDA KVÖLDIÐ í RÖÐ — barizt íLondon ogfimm öðrum borgum Englands í gærkvöldi Hópar hvítra jafnt sem þeldökkra ungmenna létu hvatningarorð ráða- manna um stillingu sem vind um eyru þjóta í gærkvöldi er til óeirða kom í London og fimm borgum í miðlöndum Englands. Þettá var tíunda kvöldið í röð sem óeirðir koma upp í einhverjum af stærstu borgum Englands. Verstar urðu óeirðirnar i Leicester þar sem hundruð öskrandi unglinga vörpuðu bensínsprengjum, grjóti og flöskum að lögreglunni. A.m.k. þrír lögreglumenn slösuðust og lögreglan sagði að bardagar og gripdeildir hefðu enn staðið í morgun. Götuóeirðirnar í gærkvöldi komu í kjölfar hvatningar lögregluforingja, kirkjuleiðtoga og stjórnmálamanna til fólks um að binda nú enda á óeirðirnar sem breiðzt hafa út um England á siðustu viku og valdið tjóni sem nemur milljónum punda. Um helgina voru um 700 manns handteknir vegna götuóeirða í nítján borgum og bæjum í Englandi. Stjórn Thatchers hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið af nægilegri festu á óeirðaseggjum auk þess sem ýmsir segja hana beinlínis bera ábyrgð á óeirðunum vegna hins mikla atvinnu- leysis sem er í landinu. Stjórnin íhugar nú ýmis ráð til að sporna við óeirðun- um eins og tíl dæmis það að sekta for- eldra barna sem fundin verða sek um •þátttöku i óeirðunum. REUTER MMBIAÐIB úháð dagblað Hvernig þú gœtir heilsu þinnar meðan þú sef ur. m Líðan og heilsa hvíla á rúminu. Lattoflex er lausnin. Bakið þarf góða hvíld í réttri stöðu. Annars fær brjóskið milli hryggjaliðanna ekki nauð- synlega endurnæringu. Stirðleiki og bak- verkur er þá yfirvofandi. í svefni á bakið helst að hvíla í sömu stöðu og þegar menn standa uppréttir. Og vera beint þegar legið er á hlið. Lattoflex rúmbotninn er sérhannaður í því skyni að tryggja rétta hvíldarstöðu í mismunandi stellingum. Hann ergerður úrtrérimum meðgúmmífjöðrun og lagarsig að sveigju líkamans. Lattoflex dýnan er uppbyggð í einingum og fylgir sveigjunni í rúmbotninum. Innri og ytri gerð hennar veldur því að loftið leikur þægi- lega um þann sem á dýnunni hvílir. Lattof lex Gelemat er gerð sem er sérstaklega ætluð sjúklingum. Hægt er að stilla það rúm- liggjandi. Þessi gerð léttir langlegusjúkling- um lífið. Einnig þeim sem eru veikir fyrir hjarta eða í brjósti. Hringið, — eða lítið við í versluninni. — Fáið bækling. lattcflex Einkaumboðdístandi Síðumúla34. Sími 84161 Hægt er að fá rúmgerðir með stillanlegri höfuðhæð. Auk þess má lyfta þeim hluta sem ertil fóta. Lattoflex gefur eftir svo að axlarými verður meira og æskileg slökun næst á taugum og axlavöðvum. Lattoflex er árangur af tilraunastarfi svissn- eskra lækna og vísindamanna. Rúmin sem við seljum eru frá þekktu finnsku fyrirtæki, samkv. einkaleyfi. VK) EYDDUM ELDFLAUGUM -segjaísraelsmenn ísraelska sjónvarpið sagði i gær- kvöldi að loftárás Israelsmanna á búðir skæruliða Palestínumanna í Líbanon í gær hefðu borið þann árangur að eyði- lagðar hefðu verið eldflaugar sem Pal- estínumenn hefðu fengið sendar frá Líbýu. Talsmaður ísraelshers sagði að allar hefðu flugvélarnar sem tóku þátt í árás- inni snúið ólaskaðar til baka eftir árásir á skotmörk fyrir norðan höfnina í Damour. í sjónvarpinu var skýrt frá þvi að eyðilegðar hefðu verið eldflaugar sem skæruliðum hefði nýlega borizt frá Líbýu. Þess var ekki getið hverrar tegundar eldflaugarnar væru. Orrustu- þotur fylgdu sprengjuvélunum í þenn- an árásarleiðangur. Sjónvarpið sagði að sýrlenzkar her- flugvélar hefðu hafið sig á loft meðan á árásinni stóð en þær hefðu ekki gert til- raun til að hefta för ísraelsku vélanna. Erlendar fréttir STERK OG STÍLHREIN FYRIR: • Heimilið • Vinnustaðinn Síðumúla 31 ple^dglas okron Sími39920 verz/unin elnkoumbod

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.